Helgarpósturinn - 16.03.1995, Blaðsíða 12

Helgarpósturinn - 16.03.1995, Blaðsíða 12
12 MORBUNPÓSTURINN FRÉTTIR FIMMTUDAGUR 16. MARS 1995 I Bandaríkjunum ertalið að um 80 prósent allrar steramisnotkunar sé utan hinna hefðbundnu keppn- isgreina og talið er að hér á landi sé hlutfallið svip- að. Heilbrigðis- og lögregluyfirvöld hér og erlendis hafa nú auknar áhyggjur af steranotkun unglinga og tengslum steramisnotkunar og ofbeldis Margrét Sigurðardóttir, margfaldur Islandsmeistari í vaxtarrækt, segir að taisvert sé um steraneyslu. f seinni heimsstyrjöldinni voru anabólískir sterar notaðir í íyrsta sinn á skipulagðan hátt. Það var ekki gert í lækningaskyni heldur notuðu rússnesku og þýsku herirn- ir anabólíska stera til að auka árás- arhneigð og úthald hermanna sinna. Steranotkun var til dæmis al- geng meðal SS-sveita Hitlers. Eftir heimsstyrjöldina fór svo að bera á notkun anabólískra stera meðal íþróttafólks og strax árið 1968 var notkunin orðin svo algeng að al- þjóðaólympíunefndin hóf lyíja- rannsóknir. Árið 1976 var öll notk- un stera bönnuð af nefndinni. Síð- an þá hafa komið upp mörg tilfelli þar sem mönnum hefur verið vísað úr keppni og verðlaunahafar hafa verið látnir skila verðlaunum eftir að upp hefur komist að þeir not- uðu stera. Birgir Guðjónsson lyflæknir, sem situr í bæði laga- og lyfjanefnd fsf , segir að lyfjaprófun sé nú orðin hluti af öllum stærri mótum. Hér- lendis hafí tólf lyfjapróf á íþrótta- fólki reynst jákvæð þar af tvö við réttarrannsókn (krufningu), þrjú hjá frjálsíþróttafólki og hin sjö hjá vaxtarræktarfólki. Vandamálið við prófun á steranotkun sé hins vegar að oft sé erfitt að mæla notkun á mótum því að steranotkun fari yf- irleitt fram á æfmgatímanum. Reglulegar lyfjaprófanir utan keppni eru heldur ekki skylda hjá sumum sérsamböndunum og hér- lendis er það svo innan kraftagrein- anna. Deilt um skaðsemina Margrét Sigurðardóttir, sem er sexfaldur íslandsmeistari í vaxtar- rækt, segir að þó nokkuð sé um steranotkun. Hins vegar sé lítið tal- að um það opinberlega, þeir sem noti stera eigi það við sjálfa sig. Sjálf ekki,“ segir ívar. „Eins og allir vita hrynur hús sem byggt er á lélegum grunni. Þess vegna er nauðsynlegt að þroska báða þessa þætti sam- hliða í langan tíma. Einnig eiga menn að kynna sér náttúruleg efni vel áður en þeir fara að huga að notkun stera því að það er einnig hægt að ná góðum árangri með notkun þeirra. Það versta sem menn gera er að byrja of snemma að taka stera og hlusta á fólk sem hefur enga þekkingu á þessum mál- um. Þegar viðkomandi hættir á þessum efnum eru bólgur í vöðva- festingum og liðum það eina sem hinar miklu æfmgar skilja eftir. Þessi vandamál geta orðið krónísk og þar af leiðandi er hægt að af- skrifa allar æfrngar í náinni fram- tíð.“ En er til einhver rétt notkun á sterum fyrir íþróttafólk? Pétur Pétursson, læknir á Akureyri, seg- ir að öll notkun stera önnur en í lækningaskyni sé fordæmanleg og geti beinlínis verið mjög hættuleg. Hann bætir því við að allir læknar með vott af sjálfsvirðingu og sið- ferðiskennd komi ekki nálægt því að gefa heilbrigðu fólki ráð um steranotkun. Stórfellt smygl Ekki er litið á stera sem ólögleg lyf nema innaníþróttahreyfingar- innar og því er eftirlit með annarri misnotkun vandasamt. Hjá fíkni- efnadeild lögreglunnar, sem sér um þessi mál ásamt rannsóknarlögregl- unni, hafa menn á tilfmningunni að notkun stera hafi aukist talsvert utan íþróttahreyfingarinnar. Árið 1993 var sett reglugerð um inn- flutning á sterum og síðan þá hefur eftirlit verið hert. Hjá tollgæslunni í Keflavík eru notaðar sömu aðferðir við leit að sterum og við leit að fíkniefnum. Innflutningur á sterum hefur aukist talsvert á síðustu árum. Þannig voru 8.177 töflur af sterum gerðar upptækar árið 1993, árið 1994 var lagt hald á 44.389 töflur og 520 ambúlur (sterar í sprautu- formi) og það sem af er þessu ári Olafur Ólafsson, landlæknir, hefur mikla áhyggjur af því að unglingar séu farnir að sækja í stera. Verið er að kanna hversu útbreitt það er í framhaldsskólun- um. sé uppi á teningnum. Landlæknis- embættið er nú með í gangi úttekt á steramisnotkun unglinga í fram- haldsskólunum. Niðurstöður úr könnuninni munu liggja fyrir í vor. Ólafur Ólafsson, landlæknir, segir margar ástæður til að vara við steranotkun unglinga og hvetur foreldra til að vera á varðbergi. Af- leiðingar steranotkunar unglinga svo sem ótímabær vaxtarstöðvun geta verið varanlegar. En alvarlegar aukaverkanir steramisnotkunar eru ekki bundn- ar við unglinga. Hjá konum eru aukaverkanir eins og djúp rödd, skeggvöxtur, minnkun brjósta, af- lögun kynfæra (sérstaklega hjá ungum stúlkum) og truflanir á tíðablæðingum oft varanlegar. Misnotkun anabólískra stera getur einnig orsakað margs konar hættu- lega sjúkdóma svo sem hjarta- og lifrarsjúkdóma, háan blóðþrýsting og vöðvasjúkdóma. Pétur Péturs- son læknir segir að nokkuð sé um að menn sem misnoti stera verði hræddir þegar þeir fari að finna til fyrir hjartanu og komist þá undir læknishendi. Ólafur Ólafsson land- læknir segir að það séu þó ekki ein- ungis líkamlegu aukaverkanirnar sem menn hafi áhyggjur af heldur einnig þær andlegu. Misnotendur stera verði oft árásargjarnir og dómgreindarlausir. Rannsókn bandarísks læknis, H. Pope að nafni, bendir til þess að ofnotkun anabólískra stera sé hættulegri en ofnotkun kókaíns og heróíns vegna segist hún ekki nota stera því að auk þess að styrkja og auka vöðva þá geti það eyðilagt líkamann mjög mikið. ívar Hauksson, vaxtar- ræktarmaður, segir að erlendis séu til sambönd sem ekki lyfjaprófa og hann nefnir sem dæmi að í keppni um titilinn Mr. Olympia hafi lyfja- prófun verið hætt vegna þess að áhorfendur misstu áhugann á keppninni því að kröfur almenn- ings séu orðnar það miklar. Ivar telur að misnotkun og ofnotkun stera megi fýrst og fremst rekja til þekkingarleysis og vankunnáttu á þessu sviði. Farið sé með steranot- endur eins og glæpamenn og þeir geti ekki ráðfært sig við lækna um rétta notkun eins og hægt sé er- lendis. Hann segist í auknum mæli verða var við að ungt fólk sem ný- byrjað er að æfa taki stera. Þetta fólk hafi hvorki þekkingu á efninu né á eigin líkama og því geti stera- notkunin verið þeim mjög hættu- leg. Fráleitt sé að huga að notkun stera fyrr en búið sé að æfa í nokkur ár og þá þurfi menn að kynna sér alla þætti mjög vel. „Eflaust geta vöðvarnir tekið við allri þeirri æf- ingu sem eykst við notkun þessara lyfja en vöðvarfestingarnar geta það Hauksson telur að hægt sé að nota stera án þess að hættu stafi af því en unglingar eigi ekki undir nokkrum kringumstæðum að fikta við það. Pétur Pétursson, læknir, hefur barist manna harðast gegn stera- notkun. Hann hafnar því alfarið að hægt sé að neyta þeirra sér að skaðlausu. hafa 27.500 töflur og 70 ambúlur verið gerðar upptækar. Áður var algengast að þessi ólög- legi innflutningur kæmi frá Suður- Evrópu en þau lyf sem hafa verið gerð upptæk á síðustu árum koma aðallega ffá Tælandi. fvar Hauks- son segir innflutning þennan yfir- leitt vera til eigin nota og menn slái saman í púkk til að kaupa efnið er- lendis. Þetta sé ekki gert í gróða- skyni heldur séu menn fyrst og fremst að verða sér úti um efni sem ekki fáist hérlendis. En Þorsteinn Halldórsson, hjá fíkniefnalögregl- unni á Keflavíkurflugvelli, er á öðru máli og segir umfang innflutnings- ins ótvírætt sýna að þetta er gert í söluskyni auk þess sem nokkrir að- ilar hafi orðið uppvísir að sölu á lyfjunum. Samkvæmt heimildum lögreglunnar leikur grunur á að sterar séu boðnir til sölu á ákveðn- um líkamsræktarstöðvum i Reykja- vík. Rannsóknarlögregla ríkisins hefur einnig haft afskipti af málum sem tengjast sölu á steralyfjum. Úttekt á steraneyslu I framhaldsskólum Tölur frá Norðurlöndunum og Bandaríkjunum um notkun ung- linga á anabólískum sterum í því skyni að líta betur út og öðlast sjálfsöryggi, sýna að þetta vanda- mál er mun algengara en áður var talið. Þar er talið að milli fimm og tíu prósent ungra drengja misnoti stera. Hérlendis hafa heilbrigðisyf- irvöld áhyggjur af því að hið sama Einn flokkur stera eru ana- bólískir sterar og þeir eru kannski sá flokkur stera sem síst er notaður til lækninga þó svo að þeir geti gert gagn ef þeir eru notaðir á réttann hátt. Að- allyfið í flokki anabólískra stera er testósterón. Það er karlkynshormón sem einnig er hægt að búa til efnafræðilega. Margar tegundir með mismunandi áhrifum hafa verið fram- leiddar af því. Anabólískir sterar eru til dæmis notað- ir við meðfæddum skorti á testósteróni og í takmörk- uðum mæli við að hraða uppbyggingu vefja eftir veikindi. Misnotkun ana- bólískra stera getur haft margvíslegar neikvæðar afleiðingar fyrir bæði sál og líkama. Nokkur e'mlkem ú fnisnot tanar I Tungllaga andlitsfall I Húðbrestir á efri hluta líkamans I Bólur í andliti I Hármissir I Árásargirni I Dómgreindarleysi I Breytingar á kynfærum

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.