Helgarpósturinn - 03.04.1995, Síða 4
FRÉTTIR
r r
„Það er mín einlæga von að
þessi uppgangur íslenskra fyr-
irtækja að undanförnu muni
verða þjóðfélagi okkar til
framdráttar í launamálum.
Það er að sjálfsögðu alltaf
óskaplega gaman þegar vel
gengur en ég hef ekki séð
þennan hagnað í ársskýrslum
almennings, það er, hjá fjöl-
skyldum og einstaklingum
sem eru að vinna fyrir sér í al-
mennri launavinnu. Það er
ekki fyrr en að uppgjör allra
sýnir hagnað sem við getum
talað um raunverulegan ár-
angur.
Það er að sjálfsögðu ekkert
jafnrétti fólgið í þeim stað-
reyndum að einn geti tekið og
annar missi í staðinn. Það eru
ákveðin auðæfi til skiptanna
og þeim verður að skipta af
réttlæti. Það er grundvallar-
skekkja í samfélaginu sem þarf
að leiðrétta, þessi hugsana-
skekkja, að litið er á misrétti
eins og náttúruiögmál og það
er misrétti að auðæfum sé
misskipt. Fjölskyldur í land-
inu, barnafólk og láglauna-
fólk hefur staðið í hatrammri
baráttu við skuldasöfnun um
langt skeið. í raun og veru býr
íslenskt samfélag við óskap-
legt misrétti, sem er aldagam-
alt samfélagsvandamál sem
gengur út á gróða eins og tap
annars. Misskipting auðs,
launamisrétti, meðhöndlun
nýbúa, við-
brögð við
fötluðum,
réttindaleysi samkynhneigðra
og annað kúgunarsukk er sú
hugsanaskekkja sem skapar
misréttið. Það þurfa allir að
breyta hugsun sinni í þá veru
til þess að það sé hægt að
skapa betra þjóðfélag.“ ■
í fangelsi lyrir aðpína
börnin sín
Á dögunum var rúmlega þrítug-
ur íslendingur, Grímur Thorkelin
Vilhjálmsson, dæmdur til hálfs árs
fangelsisvistar í Noregi fyrir gróf-
ar misþyrmingar á börnum sín-
um. Dómurinn komst að þeirri
niðurstöðu að fullsannað væri að
Grímur hefði sparkað í börnin,
barið þau með spýtu og stungið
þau með nálum. Verjandi Gríms
mótmælti dómsorðinu og sagði
að ákæran væri einungis byggð á
munnlegum málflutningi fólks
sem þekkti til á heimili Gríms á
meðan hann bjó í Flisa í Noregi en
áþreifanleg
sönnunar-
gögn skorti í
m á 1 i n u .
Hann krefst
að lögreglu-
yfirvöld í
Noregi taki
málið aftur
til rannsókn-
Grímur
einnig
ar.
var
Grímur Thorkelin
Vilhjálmsson.
grunaður um að hafa misnotað
börnin kynferðislega og aflað sér
sálfræðiréttinda með fölskum
gögnum en fallið var frá þeim
ákæruatriðum. Til frádráttar frá
fangelsisdómnum dragast 28 dag-
ar sem Grímur sat í gæsluvarð-
haldi vegna málsins. ■
1. APRÍL
Fjölmiðlar brugðu á leik
að vanda 1. apríl og sér-
staklega tókst vel til hjá
Sjónvarpinu og Stöð 2
sem sœmrœmdu apríl-
gabbið að þessu sinni. í
fréttum Sjónvarpsins og í
fréttaþœttinum 19.19 á
Stöð 2 var sagt frá því að
Irwing-feðgar hefðu þá
um daginn gengið frá
kaupum á Essó sem
keypti Olís á dögunum
eins og kunnugt er. Sagt
var að Skeljungur vœri
eina eftirlifandi íslenska
olíufélgið á markaðnum
og hefðu Skeljungsmenn
brugðist við með þeim
hœtti að bjóða bensín-
lítrann á sama verði og
hann kostar í Kanada,
eða 28 krónur. Látið var
í veðri vaka að óvíst vœri
hversu lengi ódýra bens-
ínið vœri fáanlegt og
jafnvel einungis fram til
lokunar bensínstöðva að
kvöldi 1. apríl. í fréttum
sjónvarpsstöðvanna var
rœtt við Kristin Björnsson,
forstjóra Skeljungs,
vegna þessa auk bensín-
afgreiðslumanna og
ánœgðra viðskiptavina.
Fjöldi fólks stökk til og
örtröð myndaðist á sölu-
stöðum Skeljungs vegna
þeirra sem voru að ham-
ast við að hlaupa apr-
íl. ■
Reykvískt
Næturlíf
Trekkir
Breska danssveitin
Drumclub mun vœntan-
leg til landsins, eins og
PÓSTURINN greindi frá fyr-
ir nokkru síðan. Ætlun
sveitarinnar verður að
taka upp hljómleikaplötu
á ferðalagi sínu til ís-
lands, en ástœður þeirrar
ákvörðunar munu liggja
að baki þeim furðulegu
sögusögnum sem erlend-
ar hljómsveitir bera með
sér í heimahagana aftur
að loknu skemmmtana-
haldi hérlendis. Lol
Hammond, annar tveggja
meðlima Drumclub, sagði
í símaviðtali við blaðið
fyrir helgi að uppliafið að
komandi œvintýri þeirra
hérlendis œtti rœtursín-
ar að rekja til ummœla
strákanna í bresku sveit-
unum Underworld og In-
nesphere þeirra í milli, en
Underworld stigu á fjalir
með stórstiminu okkar,
Björk, síðastliðið sumar í
Laugardalshöllinni og
skemmtu fyrir troðfullu
húsi og kraflmiklum und-
irtektum dansfíkla. ln-
nesphere skemmtu hins
vegar reykvískri œsku
fyrir nokkmm vikum og
fóru þeir brosmildir heim
til Englands aftur eftir
velheppnaða tónleika-
ferð. ■
Stefan Almars, oft kallaður Ma-
lagafanginn, fær sjúss hjá Hall-
dóri Fannari, sjálfskipuðum at-
kvæðasmala Alþýðuflokksins.
Kratar biðla til drykkkjumanna
á krám borgarinnar
Ef myndin prentast vel sest eitt
atkvæði í aftursætinu þar sem
það veifar bjórdós.
F
r
Fabioro
fypir ao kjosa
lÍIiHlMMi
POSTSINS
I #Síöasta föstudag komu tveim menn á Hafnarkrána viö Hafnar-
| stræti, kynntu sig í nafni Alþýðuflokksins og buöu gestum staö-
* arins áfengi gegn því aö koma með sér og kjósa Alþýðuflokkinn
| utankjörstaðaatkvæðagreiðslu. Samkvæmt heimildum póstsins
- hafa nokkrar slíkar ferðir verið farnar með drykkjumenn undan-
I farið og hafa starfsmenn sýslumanns sem sjá um utankjör-
■ staðaatkvæðag re iðsl u r veitt þeim athygli.
" Forsprakki þessarar atkvæð-
Iasmölunar er Halldór Fannar,
sem hefur verið ötull talsmaður
Ifanga og þekkir vel lífið innan
múranna af eigin raun. Hafþór
ISamúelsson, barþjónn á Hafnar-
kránni, kannast vel við Halldór
og atkvæðaveiðarnar.
I„Ég tók fyrst eftir þessu í dag
[föstudag] þegar stroilan fór út
Iog allir fóru að tala um þetta.
Þeir eru tveir með fullan bíl af
Ibrennivíni og bjór og bjóða
mönnum að drekka eins og þeir
geta á leiðinni fram og til baka á
Ikjörstað í staðinn fyrir að kjósa.
Það fóru þrír áðan og svo fór
Ieinn með þeim þegar þeir komu
til baka að skila hinum,“ sagði
- Hafþór.
Hafþór sagði mennina þó ekki
koma dauðadrukkna til baka eft-
ir að hafa kosið, enda væru
þetta vanir menn og það þyrfti
Imeira en tvo, þrjá bjóra og
nokkra slurka af brennivíni til að
Isæi á þeim. Aðspurður hvort
menn næðu ekki meira en tveim-
ur, þremur bjórum og nokkrum
I snöfsum út á atkvæðið, sagði
■ Hafþór að þeim hefði einnig ver-
|^ð boðið að koma á kosninga-
vöku Alþýðuflokksins og sagt að
þar yrðu fríar veitingar. Hafþór
lá ekki á þeirri skoðun sinni að
það sé allt annað en lýðræðisást
sem fær umrædda gesti Hafnar-
krárinnar til að nýta atkvæðis-
rétt sinn.
„Þeir sem ég veit að hafa farið
hérna fóru bara út af brennivín-
inu, ekki af því að þeir vildu
kjósa.“
BUÐUST TIL AÐ ÚTVEGA
SKILRIKI
Einn af þeim sem fór með Hall-
dóri Fannari á föstudag var Örn
Þór Guðjónsson, sem vinnur í af-
leysingum á Hafnarkránni. Hann
hugðist kjósa en gat það ekki
þar sem hann var ekki með per-
sónuskilríki. Halldór sagði það
hins vegar lítið mál, hann myndi
útvega ljósmyndatöku á kosn-
ingaskrifstofu Alþýðuflokksins
við Hverfisgötu og redda nafn-
skírteini.
„Við vorum tveir skilríkjalaus-
ir en þeir buðust til að redda
því. Halldór sagðist ætla að
koma á mánudaginn og sækja
mig og fara með mig upp á kosn-
ingaskrifstofu og láta talka mynd
af mér, það er einhver ljósmynd-
ari þar. Svo myndu þeir redda
skilríkjunum svo ég gæti kosið,“
sagði Orn.
Aðspurður hvort einhver skii-
yrði hefðu verið sett fyrir þess-
ari þjónustu svaraði Örn:
„Nú, að kjósa kratana."
Örn sagði að menn hafi náð að
tæma nokkra bjóra á leiðinni til
og frá Engjateignum, þar sem ut-
ankjörstaðaatkvæðagreiðslan
fer fram í Reykjavík, og hafi
komið vel kenndir til baka.
Aðspurður hvort hann sé að
spá í að kýla á þetta, sagði Örn:
„Já, mig vantar skilríki. En ég
kýs bara eitthvað, ég ætla ekk-
ert endilega að fara að kjósa
Þá,“
Orn sagðist ekki hafa það á
hreinu hversu marga Halldór og
félagi hans væru búnir að fara
með á kjörstað en sagði þá ætla
að gera víðreist um bæinn í leit
að atkvæðum.
„Þeir eru að fara á alla stað-
ina. Dóri sagði í dag [föstudag]
að þeir væru búnir að fara á
Skipperinn en þar hefði verið
tómt, og svo sögðust þeir ætla
að fara upp á Keisara næst.“
SAMSÆRIANNARRA FLOKKA
Sigurður Tómas Björgvinsson,
framkvæmdastjóri Alþýðu-
flokksins, segist ekki þekkja til
Halldórs Fannars og félaga
hans.
„Ég veit ekki hvað þú ert að
tala um, hvernig dettur þér
þetta eiginlega í hug?“ segir Sig-
Sigurður Tómas Björgvinsson,
framkvæmdastjóri Alþýðuflokks-
ins. „Hvað veit ég nema þetta séu
menn sem eru á vegum einhvers
annars flokks og séu að reyna að
koma höggi á Alþýðuflokkinn.11
urður, aðspurður hvort Halldór
Fannar væri á vegum Alþýðu-
flokksins. Þegar Sigurður er
inntur eftir því hvað honum
finnst um það framferði þeirra
að reyna að fá menn til að kjósa
Alþýðuflokkinn gegn áfengi,
svarar hann:
„Ég hef ekki hugmynd um
hvort þetta hafi átt sér stað eða
ekki. Ég á ekki von á því að þetta
hafi gerst.“
Þar sem þetta svarar ekki
spurningunni er hún ítrekuð.
„Þetta hefur að minnsta kosti
ekki verið gert í nafni flokksins
og ég hlýt að fordæma þetta, ef
það er rétt að þetta hafi átt sér
stað.“
Sigurði finnst sagan ótrúleg
og dettur helst í hug að um sam-
særi annarra fiokka gegn Al-
þýðuflokknum sé að ræða.
„Hvað veit ég nema þetta séu
menn sem eru á vegum einhvers
annars flokks og séu að reyna
að koma höggi á Alþýðuflokk-
inn. Er ekki kosningabarátta
núna?“B
Ljósmyndari póstsins lenti í
miklum hremmingum eftir að
hafa tekið myndir af Halldóri
Fannari og íélaga hans skila
einum gesta Hafnarkrárinnar
til baka eftir að hafa farið með
hann til utankjörstaðaat-
kvæðagreiðslu. Halldór Fann-
ar brást ókvæða við mynda-
tökunni og heimtaði að fá film-
una. Ljósmyndarinn neitaði,
en |)á brá félagi Halldórs á ]jað
ráð að leggja l)íl þeirra félaga
þannig að ljósmyndarinn
komst hvergi á sínum bíl.
Starfsmenn Hafnarkrárinnar
fylgdust með atburðarásinni
og leist ekki meira en svo á
blikuna að j)eir hringdu á rit-
stjórnarskrifstofu póstsins og
létu vita af nauðum ljósmynd-
arans, sem er kvenkyns. Þar
sem ritstjórnarskrifstofur
blaðsins eru örstutt frá Hafn-
arkránni voru tveir starfs-
menn blaðsins fljótir á vett-
vang, Ijósmyndaranum til
hjálpar. Halldór var þá kom-
inn í enn meiri ham og hótaði
að „rústa prentsmiðjunni" ef
myndirnar birtust. Engu tauti
var við hann komið og að end-
ingu varð ljósmyndarinn að
skilja bílinn sinn eftir og ganga
að skrifstofum blaðsins. En
Halldór fékk ekki filmuna. ■