Helgarpósturinn - 03.04.1995, Blaðsíða 14

Helgarpósturinn - 03.04.1995, Blaðsíða 14
ÍÞRÓTTIR Doohan lét tæra bremsuna upp í styri og notar nú vinstri þumalputtann til að bremsa með afturdekkinu. Onnur keppnin í mótor- hjólakappakstri (GP) var ekin í Malasíu um helgina. Heimsmeistarinn Michael Doohan vann sinn 21. sig- ur í GP 500 og annan í röð á þessu ári. Keppnin var lítil um fyrsta sætið, en um annað sætið var mikil barátta á milli næstu þriggja manna. Ferill Doohan er sér- lega glæsilegur. Hann er 31 árs Ástrali og hefur keppt í GP 500 síðan 1989. Fyrsti sigur hanns var 1990 og þá var hann í 9. sæti í heimsmeistara- keppninni, 1991 var hann í 5. sæti, 1992 í 2. sæti og 1993 í 4. sæti. En með 9 sigrum, þremur keppnum í öðru sæti og tvisvar í 3. sæti varð Doohan heims- meistari 1994. í keppni í Hollandi 1992 datt Doohan á um það bil 170 km. hraða og braut á sér hægri öklann svo illa að hann getur ekki hreyft öklann á hægra fæti. Þetta er bagalegt fyrir mótorhjólamann vegna þess að afturbremsan er á hægra fæti, en Doohan lét færa bremsuna upp í stýri og notar nú vinstri þumalputtann til að bremsa með afturdekk- inu. Doohan varð heims- meistari í GP 500 1994 og sigraði hann með miklum yfirburðum það miklum að þegar 3 keppnir af 14 voru eftir var hann orð- inn heimsmeistari. Doo- han er fyrsti GP 500 öku- maðurinn sem nær því að komast á verðlaunapall í öllum keppnunum 14 á einu keppnistímabili. Þeg- ar keppnistímabilinu lauk var Doohan með 317 stig og sá sem var í öðru sæti var með 174 stig. ■ •Það hlýtur að vera forráðamönnum og aðdáendum Chicago Bulls mikið áhyggjuefni hve illa Michael Jordan virðist ætla að finna sig á hinum nýja heimavelli liðsins í Chicago, United Centre. Bulls vígðu nýjan heimaleik- vang í byrjun síðasta tímabils, sama haust og Jordan fór í tíma- bundið frí frá körfuboltanum. Jordan lék sinn fyrsta leik í nýju höllinni gegn Orlando Magic á dögunum og fann sig ekki vel, enda tapaði Bulls leiknum. Eftir leikinn gaf Jordan þá skýringu á frammistöðu sinni að hann sakn- aði gömlu íþróttahallarinnar, Chicago Stadium. Um helgina lék Chicago annan heimaleik sinn frá því Jordan sneri aftur en liðið tók að þessu sinni á móti Phila- delphia 76’ers. Og aftur endur- tók leikurinn sig, ekkert gekk hjá Jordan sem hitti afleitlega, setti 5 skot niður af 19 utan af velli, og skoraði aðeins 12 stig. Chicago hafði þó sigur, 91-84. Eins og gefur að skilja var Jordan ekki ánægður með sinn þátt í leiknum og sagðist þurfa tíma til að aðlagast hinum nýja velli. Michael Jordan finnur sig ekki á nýja heimavelli Chicago Bulls og saknar gömlu íþróttahallarinnar. „Mér líður bara ekki alveg eins og heima, ennþá. Núna þoli ég þessa byggingu ekki,“ sagði Jordan eftir leikinn.B Meistararn- ir úrleik íslandsmeistarar síðustu þriggja ára í keilu, Lærlingar (KFR), féllu úr keppni í fyrstu umferð úrslitakeppni 1. deildar karla. Það var lið PLS (ÍR) sem sigraði Lærlinga í tveimur leikj- um. Fjögurra liða úrslit hófust í gær með leikjum deildarmeist- ara KR og Þrasta (KFR) þar sem KR sigraði og með leik Keilu- landssveitarinnar (KFR) og PLS (ÍR) og sigraði PLS. Næstu leikir úrslitakeppninnar verður annað kvöld þar sem sömu lið mætast og verða báðir leikirnir í Keilu í Mjódd. ■ Valur og KR ekki með Ekkert verður að þátttöku Reykjavíkurliðanna, Vals og KR, í Litlu bikarkeppninni eins og til stóð. Þegar á reyndi kom í ljós að ekki var eining um að leyfa Reykjavíkurliðunum að vera með. Andstaðan er sögð hafa fyrst og fremst komið frá tveim- ur þjálfurum, Inga Birni Alberts- syni, þjálfara ÍBK, og Loga Ólafs- syni, þjálfara ÍA. ■ Kærurá kærur ofan Tvær veigamiklar kærur bíða úrlausnar vegna keilumanna. Önnur kæran, og sú eldri er frá ÍR á hendur KR og mótanefnd Keilusambandsins. Ástæða kær- unnar er að ÍR-ingar eru ósáttir við ákvörðun mótanefndar um brautarskipan í einum leik í 1. deild karla og síðari kæran er frá einstaklingi sem er óánægður með með hvaða hætti íslands- mót einstaklinga var auglýst. Keppni í 1. deild karla er lokið og úrslitakeppnin er í gangi. Fari svo að ÍR-ingar vinni sitt kæru- mál verður það til þess að úr- slitakeppni 1. deildar er ómerk, þar sem KR myndi þá tapa deild- armeistaratitlinum, sem félagið vann í fyrsta sinn á dögunum. Sama má segja varðandi seinni kæruna. Sigri kærandinn þýðir það að íslandsmót einstaklinga er marklaust og verður þá vænt- anlega spilað að nýju. Keilumenn, sumir alla vega, hafa áhyggjur af þessari kæru- gleði keilara. Eins og kemur fram annars staðar í blaðinu eru flest- ar kærurnar komnar frá skot- manni, það er Carli J. Eiríkssyni. Þannig vill til að Keilusambandið og Skotsambandið deila með sér skrifstofuherbergi í íþróttamið- stöðinni. Hvort það hafi eitthvað með kærugleðina að gera skal ósagt látið. ■ Fylkirfær liosstyrk Þorsteinn Þorsteins'son, bak- vörður í KR, hefur gengið til liðs við Fylki. Þorsteinn hefur verið í meistaraflokki KR síðustu ár án þess að vinna sér fast sæti í lið- inu. ■ Liverpool deildarbikarmeistarar •Guðni Bergsson átti góða innkomu •Tvö frábær mörk Steve McManaman í úrslitaleik deildarbikar- keppninnar á Wembley í gær bundu enda á þriggja ára titlaleysi Liverpool sem bar sigurorð á Bolton, 2-1. Guðni Bergsson kom inn á sem varamaður á 68. mínútu leiksins og stóð sig vel, átti meðal annars drjúgan þátt í marki Bolton. Leikur liðanna var frábær skemmtun og þrjú stórkostleg mörk litu dagsins ljós áður en honum lauk. Fyrstu deildar liðið Bolton byrjaði af miklum krafti gegn hinu gamalgróna stórveldi og hefði hæglega getað verið komið tveimur mörkum yfir áð- ur en McManaman skoraði fyrir Liverpool. Bæði mörk McMana- man voru hans eign með húð og hári. Fyrra markið skoraði hann á 37. mínútu eftir mikinn einleik þar sem hann sneri á fyrirliða Bolton Alan Stubbs og hægri bakvörðinn David Green áður en hann skaut boltanum í netið fram hjá markverðinum Keith Branagan. Seinna mark McManaman var enn þá fallegra og er það mál enskra spark- fræðinga að tignarlegri tilþrif hafi varla sést á Wembley. McManaman fór eins og svo oft áður upp vinstri kantinn, hljóp einn varnarmann af sér og sól- aði tvo aðra áður en hann setti boltann innanfótar í hornið fjær. Branagan var með fingur á knettinum en það dugði ekki til. Eftir markið var hægri bakverði Bolton umsvifalaust skipt út af og inn á völlinn kom Guðni Bergsson. Hann var ekki búinn að vera lengi inn á þegar hann setti mark sitt á leikinn svo um munaði. Mínútu eftir að Guðni kom til leiks skallaði hann bolt- ann inn í vítateig Liverpool, beint á höfuð Finnans Mixu Paat- elainen, hann skallaði hann áfram fyrir fætur Alan Thompson sem sneri sér á punktinum og þrumaði knettinum efst í mark- hornið fram hjá David James markverði Liverpool. Frábært mark. Það sem eftir lifði leiks sóttu bæði lið af krafti, en án ár- angurs og Liverpooí fagnaði fyrsta titli sínum frá 1992. ■

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.