Helgarpósturinn - 03.04.1995, Page 18
Skák
Margeir
stóð fyrir
sinu
Það er þá ljóst að við Islend-
ingar eigum tvo menn á milli-
svæðamótunum í skák þar sem
Margeir Pétursson náði 2. sæti á
Norðurlandamótinu sem lauk
um helgina. Áður hafði Helgi Áss
Grétarsson náð þessu með
heimsmeistaratitlinum síðasta
ár. Þeir Heigi Ólafsson og Jóliann
Hjartarson hristu af sér slenið í
lokin og náðu inn í aukakeppni
ásamt þeim Piu Cramling, Lars Bo
Hansen, Jonathan Tisdall og Rune
Djurhuus um sætið við nokkra
aðra.
Ólöf Kolbrún Harðardóttir, gjaldkeri í Langholtskirkju,
vísar ummælum um fjárhagsstöðu kirkjunnar á bug
Þetta er rökleysa og Róki
hefur ekkert í höndunum
•„Ég vil ekki ræöa þessi mál en ég get þó sagt aö séra Flóki
Kristinsson kemur ekki nálægt fjárhagsmálum kirkjunnar,"
sagði Ólöf Kolbrún Harðardóttir, gjaldkeri í sóknarnefnd
Langholtskirkju.
„Flóki tekur engan þátt í að
skipuleggja fjármálin og hann
hefur ekki séð neina reikninga
og hann hefur ekkert í höndun-
um sem getur staðið undir
þessum fullyrðingum. Þetta er
hrein rökleysa og hann hefur
ekki hugmynd um hvernig að
þessu Var staðið í upphafi. Þó
að kirkjan hafi ekki verið vígð
fyrr en fyrir tíu árum er að-
dragandinn miklu lengri.“
Ólöf vildi ekki tjá sig um
gagnrýni Flóka á kaup safnað-
arins á dýru hljóðveri. „Það
var fyrir mína tíð sem gjaldkeri
í sóknarnefndinni."
Það staðfestu þó fleiri í sam-
tölum við PÓSTINN að kirkjan
stæði illa fjárhagslega en að-
spurður um ummæli Flóka í
síðasta MÁNUDAGSPÓSTI um valda-
togstreitu milli sóknarnefnda
Ólöf Kolbrún segirséra
Flóka fara með rökleysu.
og presta sagði séra Ragn-
ar Fjalar Lárusson prófast-
ur: „Valdastreita er ekki til
staðar þar sem er gott
samkomulag. Flóki er
hæfileikaríkur að mörgu
leyti en sjaldan veldur
einn er tveir deila. Sjálf-
sagt má túlka lögin á ýms-
an hátt en sóknarprestur-
inn á að stjórna því sem
fram fer í kirkjunni en
sóknarnefndin fer með
þetta veraldlega vald.
Fyrstu árin í Langholts-
kirkju gengu mjög vel hjá
Flóka en síðan fór að sker-
ast í odda og ég veit ekki
nákvæmlega hvað olli því.
En ég mun reyna til hlítar að
stuðla að því að þarna náist
sættir, að presturinn komi til
starfa og sóknarnefndin og
sem flestir starfsmenn." ■
Ólafur Helgi Kjartansson
SVSLUMA0UR
Sýslumaður
TÓK HEIÐAR
Á BEINIÐ
Mikil viðbrögð voru við
frétt PÓSTSm síðastlið-
inn fímmtudag um ásak-
anir Heiðars Guðbrands-
sonar, athugunarmanns
snjóflóða í Súðavík.
Heiðar hélt því fram að
sveitarstjórinn, Sigríður
Hrönn Elíasdóttir, hefði
skellt á hann þegar
hann hafí varað við
þeirri hœttu sem byggð-
in var í aðfaranótt 16.
janáar, en fjórtán fórust
í snjóflóðinu sem féll í
morgunsárið. Sýslumað-
ur, Ólafur Helgi Kjartans-
son, kallaði Heiðar á
sinn fund strax á
fímmtudaginn en Ólafur
Helgi sakaði Heiðar um
að hafa brugðist skyldu
sinni með því að láta
hann ekki vita afhœtt-
unni. Sigríður Hrönn
staðhœfði að Heiðar
hefði aldrei minnst á
hœttuna við hana en
viðurkenndi að hán
hefði skellt á hann, en
Heiðar segist hafa gert
ráð fyrir að hún léti
sýslumann vita. Súðvík-
ingar lásu fréttina áður
en PÓSTllRlNN barst vest-
ur. Ljósrit afhenni var
sent með faxi frá Sölu-
miðstöð hraðfrystihús-
anna í frystihúsið Frosta
þar sem henni var svo
dreift til starfsfólks. Er
það mál manna að flest-
ir Súðvíkingar hafí vercI
fegnir að fá þessa um-
rœðu upp á yfirborðið
en alls konar kjaftasög-
ur hafa gengið fyrir
vestan um hvað raun-
verulega gerðist nóttina
fyrir snjóflóðið. Nú er
bara beðið eftir skýrslu
Almannavarna ríkisins
og viðbragða dómsmála-
ráðuneytisins vegna
kröfu Hafsteins Númason-
ar og fleiri aðstandenda
þeirra sem létust um op-
inbera rannsókn. ■
„Það er ekkert mál að slæda upp glugga á bílum og
komast þannig inn, eða þá maður notar bara gler-
skera og fer inn um afturrúðuna ef bíllinn er læstur."
Sviðsett mynd
• “Þetta er fínt sport, að brjótast inn í bíla. En ég er enginn
krimmi, maður. Eitt laugardagskvöld, fyrir sirka tveimur mánuð-
um, var ég á rölti með kunningja niðri í bæ, þegar það varð fyrir
okkur einhver rosalegur bíll á stæði þarna rétt hjá miðbænum.
Græjan var ólæst og áður en ég vissi af vorum við komnir inní
hann og rifum geislaspilarann úr sambandi. Og daginn eftir vor-
um við búnir að losa okkur við hann aftur. Við seldum hann
bara. Það var upphafið að öllu saman.“
Sá sem talar er ungur mennta-
skólapiltur sem blaðamaður
hitti að máli og var hann beðinn
að segja frá glæpaferli sínum.
„Ég var í almennum mennta-
skóla áður en verkfallið byrjaði
og ætlaði að klára árið þar. En
svo fór allt í hnút í skólanum og
síðan þá hef ég legið með tærn-
ar upp í loft á daginn. Ég byrjaði
innbrotin um svipað leyti. Hvað
átti maður að gera í þessu verk-
falli? Svo leystist þetta, en ég fer
ekki aftur í skólann.“ Raunveru-
leikinn er þó oft lygilegri en
skáldskapurinn og. heimilisað-
stæður þessa unga pilts knýja
hann tæpast til að vinna fyrir
sér með bílainnbrotum. Hann
kemur frá efnaðri miðstéttarfjöl-
skyldu og ætti í raun, vegna fjár-
hags foreldra sinna, ekki að þurfa
að líða neinn skort. En af hverju,
„maður“, eins og hann sjálfur
myndi komast að orði?
VERÐUR AÐ FÍKN
„Þetta verður bara eins og
einhver fíkn með tímanum.
Maður verður algerlega stel-
sjúkur og getur ekki hætt. Ég
held að þetta sé minnst pening-
anna vegna, maður, þó að mað-
ur hafi haft dúndurlaun í þann
tíma sem þetta stóð yfir. Þetta
er bara fílingur. En svo verður
„Það er ekkert
mál að losa sig við
stolnar græjur. Það
vilja allir versla við
mann, allt frá
strákum á fyrsta
bílnum upp í gamla
leigubílstjóra.“
maður að hætta, því ef löggan
kemst á slóðina myndu þeir
klína á mig óteljandi innbrotum
og foreldrar mínir myndu fríka
út ef þeir kæmust að sannleik-
anum. Ég mæli ekki með þessu
við neinn annan. Ég held bara
að bílainnbrot séu að komast í
tísku núna, þessum strákum
finnst þetta alveg geysilega töff.
Þeir eru fífl að haida það. Ég er
hættur þessu,“ segir hann núna
en hvernig hófst þetta?
„Fyrst vorum við nokkrir sam-
an, sem keyrðum um á nóttunni
og hirtum geislaspilara úr bíl-
um. En eftir smástund varð
maður alger atvinnumaður í fag-
inu og þá fór ég að hafa hægar
um mig. Núna vinnum við bara
tveir saman. Það er ekkert mál
að slæda upp glugga á bílum og
komast þannig inn, eða þá mað-
ur notar bara glerskera og fer
inn um afturrúðuna ef bíllinn er
læstur. Stundum er þjófavarnar-
kerfi tengt við bílana en þá fer
maður bara undir hann og
klippir á vírana. Búið. En um
daginn, þegar við vorum að
brjótast inn í bíl um nótt, þá
renndi löggan upp að hliðinni
að bílnum. Þetta var á ljósum og
við sátum alveg frosnir inni í
bílnum sem við vorum að brjót-
ast inn í. En þeir keyrðu bara
framhjá og áttuðu sig engan veginn
á því sem við vorum að gera. Þá var
ég virkilega hræddur. En þeir
spáðu ekkert í okkur og við lukum
bara verkinu sem við höfðum byrj-
að á þegar þeir voru farnir."
! MARKAÐUR HER-
LENDIS FYRIR STOUN BILTÆKI
„Það er ekkert mál að losa sig
við stolnar græjur. Það vilja allir
versla við mann, allt frá strákum
á fyrsta bílnum upp í gamla
leigubílstjóra. Stundum semur
maður við kunningja sem fer í
fyrirtæki með lista yfir tækin og
þannig er hægt að losna við sjö
til átta stykki í einu. En maður
verður að fara bakdyraleiðir,
maður yrði böstaður á staðnum
ef maður gengi beina leið inn í
fyrirtækið. Kunningjar manns
díla tækjunum út fyrir mann og
fá sölulaun í staðinn, segjum
1000 kall fyrir stykkið. Ef maður
er rosalega desperat þá fer mað-
ur í rússnesku togarana og selur
sjómönnunum tæki. En þeir
borga bara í vodka og ég er ekk-
„En um daginn,
þegar við vorum að
brjótast inn í bíl um
nótt, þá renndi
löggan upp að hlið-
inni að bílnum.
Þetta var á Ijósum
og við sátum alveg
frosnir inni í bflnum
sem við vorum að
brjótast inn í.“
ert hrifinn af áfengi, eiginlega
drekk ég ekki. Það er mikið
skemmtilegra að leggja fyrir og
komast til útlanda."
Viðmælandi okkar hefur ný-
tekið bílprófið og stefnir á bíla-
kaup innan tíðar, en fjölskyldan
mun fjármagna kaupin að hluta,
grunlaus um glæpsamlega iðju
sonarins. Hyggur hann á stolin
hljómtæki í eigin farartæki?
„Ertu brjáluð, manneskja? Ég
myndi aldrei keyra um bæinn
með stolið tæki í bílnum. Það
eru bara nískupúkar sem keyra
um með stolin tæki. Þetta er
bara fólk sem tímir ekki að
versla hljómtæki á löglegan hátt
þó það muni bara nokkrum
krónum. Aldrei myndi ég gera
svona lagað. Þetta eru bara tóm-
ir aumingjar að geta ekki versl-
að í búðum eins og annað
fólk.“B
Helga Sigurjónsdóttir. Því er hald-
ið tram að hún hyggist ganga til
liðs við Framsóknarmenn eftir
kosningar.
Helga
á leið í
Framsókn?
Átök Kvennalistakvenna á
Reykjanesi og Helgu Sigurjóns-
dóttur, bæjarfulltrúa listans í
Kópavogi, hefa verið mikið til
umræðu innan listans að undan-
förnu. Helga hefur sem kunnugt
er sagt skilið við listann og hafa
flokkssystur hennar krafist þess
að hún segði af sér stöðu bæjar-
fulltrúa. Hún hefur hins vegar
neitað því. Því er haldið fram
núna að Helga sé á leiðinni tii
liðs við Framsóknarmenn og til-
kynning þar um komi eftir kosn-
ingar. ■
Haraldur Johannessen fækkar
fangavörðum.
Fangavörð-
um fækkað
Fækkun blasir við hjá fanga-
vörðum þar sem þremur þeirra
hefur verið sagt upp nýlega. Þar
á meðal er Björk Bjarkadóttir yfir-
fangavörður. Ástæða uppsagn-
anna er sparnaður en þó er gert
ráð fyrir að viðkomandi verði
hliðrað eitthvað til í starfi. Þetta
kemur mörgum spánskt fyrir
sjónir Mjósi atburðarins í síð-
ustu viku þegar ráðist var á
fangavörð. ■