Helgarpósturinn - 15.05.1995, Page 3

Helgarpósturinn - 15.05.1995, Page 3
WjWflUJÐWGUIRi Kvartað.iilJimboð.smaans.yegnaprestkDllunarLHverageröi „Var sviplup ttyimætum rétti" - segir Egill Hallgrímsson, prestur á Skagaströnd • Stjórn Prestafélags íslands og fjöldi sóknarbarna í Hveragerö- isprestakalli hafa staðið í deilum við sóknarnefndir Hveragerðis- og Kotstrandarsóknar vegna ákvörðunar sóknarnefndamanna að kalla séra Jón Ragnarsson í embætti sóknarprests án þess að auglýsa embættið. Nú er svo komið að Egill Hallgrímsson, prest- ur á Skagaströnd, hefur sent umboðsmanni Alþingis kvörtun yfir kölluninni í Hveragerði. Egill sagðist löngum hafa talið sig, ásamt öðrum prestum, hafa lögvarinn rétt til að sækja um þetta embætti eins og önnur sambærileg embætti innan þjóð- kirkjunnar. „Þegar ljóst var að núverandi sóknarprestur, séra Tómas Guðmundsson, færi að láta af störfum ákváðu kjörmenn prestakallsins að fara þess á leit við biskup að fá að kalla nýjan prest í prestakallið án þess að það yrði auglýst. Það komu upp mikil mótmæli frá bæði Prestafé- lagi íslands og stórum hluta sóknarbarna í prestakallinu en sóknarnefndirnar hafa ákveðið að breyta ekki ákvörðun sinni. Lög um veitingu prestakalla gera ráð fyrir að það sé meginregla að kjörmenn kjósi prest úr hópi um- sækjenda eftir að prestakallið hefur verið auglýst laust til um- sóknar. Það er í samræmi við meginreglur sem gilda um það þegar opinber embætti eru veitt samanber til dæmis 5. grein laga um réttindi og skyldur starfs- manna ríkisins- nr. 38 frá 1954. Það er einnig í samræmi við þau • „Eg hef engin haldbær rök heyrt eða séð fyrir þvf að víkja frá meginreglu laganna í þessu tilviki.“ réttlætissjónarmið sem almennt ríkja í samfélaginu. Ég hef engin haldbær rök heyrt eða séð fyrir því að víkja frá meginreglu lag- anna í þessu tilviki,“ sagði Egill. „Við prestar Þjóðkirkjunnar og guðfræðikandídatar höfum eng- in formleg tök á að koma okkur á framfæri í prestaköllum þar sem prest vantar nema að sækja um embættin. Lögformlegur réttur minn í þessu efni er þannig nánast ein- skorðaður við það að gefa mig fram þar sem prestakall vantar þjónustu eftir að biskup hefur auglýst embættið laust til um- sóknar. Þetta er dýrmætur rétt- ur, sem ég tel að varinn sé með meginreglum landslaga og anda íslensks réttarfars, og ég sætti mig ekki við að hann sé tekinn frá mér. Þess vegna hef ég farið fram á það við umboðsmann Al- þingis að hann leggi mat á þá túlkun laganna sem kemur fram hjá kirkjustjórninni í þessu máli,“ sagði Egill að lokum og bíður þess nú að umboðsmaður Alþingis skeri úr um málið.B „Við prestar Þjóðkirkjunnar og guðfræðikandídatar höfum engin formleg tök á að koma okkur á framfæri í prestaköllum þar sem prest vantar nema að sækja um embættin,“ segir séra Egill Hall- grímsson. i gardmimi IHúsasmiðjunni fœrðu allt efni í sólpalla, skjólveggi og girðingar. Ihugmyndabœklingi Húsasmiðjunnar „Sœlureitur“ er aðfinna fjölmargar skemmtilegar hugmyndir um útlit, vinnuteikningar og efnisstœrðir sem henta best. Einnig eru holl ráð um viðhald og ráðgjöf um viðarvörn. Hjá okkur fœrðu faglega ráðgjöf um hönnun og uppsetningu á sólpöllum og skjólveggjum. Stanislas Bohic garðarkitekt verður til skrafs og ráðagerðar á Vordögum Húsasmiðjunnar. Komdu, eða hringdu í Húsasmiðjuna og við hjálpum þér að njóta sumarsins. HÚSASMIÐJAN Súðarvogi 3-5, Reykjavík • Skútuvogi 16, Reykjavík Helluhrauni 16, Hafnarfirði Símar: Súðarvogi 568 7700, Helluhrauni 565 0100. Undanfarna mánuði hafa borist mjögjá- kvœðar tölur úr rekstri fyrirtœkjanna í landinu. Flest virðast þau vera búin að ná sér upp úr taprekstrinum og farin að skila hagnaði. Nú heyrast sögur af að þetta hafi áhrif á eina verslunarvöru öðrum fremur, nefnilega for- stjórajeppa. Þeir munu nú seljast sem aldrei fyrr enda sum fyrirtœki dregið í nokkur ár að endurnýja jeppa for- stjóranna. Þetta eru mikil gleðitíðindi fyrir bifreiðaumboðin sem nú hafa verið að rétta úr kútnum, enda bílasala almennt aukist með hœkkandi sálM Bróðir Þorsteins hefur bor- IST INN í DEILUNA. Brodir Þorsteins og Deila Jóns Steinars Gunnlaugssonar hœsta- réttarlögmanns og Þor- steins Pálssonar dóms- málaráðherra út af skaðabótalögunum hef- ur heldur fœrst í aukana með tímanum, en Ijóst að Jón Steinar hefur nokkuð einangrast í málflutningi sínum. Fannst mörgum hann skjóta yFir markið þegar hann dró inn Valgeir Pálsson, bróður Þor- steins og lögfrœðing hjá Tryggingu hf. Eiga menn erfitt með að átta sig á hvernig það getur haft áhrif á niðurstöðu skaðabótalaganna. Þess má reyndar geta að árið í fyrra var það besta í sögu TryggingarM Töpuðu 400 TIL 500 IVIILLJÓNUIVl Á ÖLI Nýlega er lokið uppgjöri lyfjafyrirtœkjanna Delta og Pharmaco vegna kaupa á ölgerðinni San- itas fyrirsex árum. Ljóst er að þetta hefur siður en svo fœrt lyfjafyrir- tœkjunum gœfu og heyr- ast þcer raddir að við uppgjörið hafi komið í Ijós að tapið vegna öl- gerðarinnar haFi verið á bilinu 400 til 500 millj- ónir króna. Þykir sýnt að Sanitas haFi verið keypt á allt of háu verði en kaupin áttu sér stað á þeim tíma sem Werner Rasmusson, fyrrverandi stjórnarformaður, var að breiða úr sér í ís- lensku viðskiptaliFiM

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.