Helgarpósturinn - 15.05.1995, Blaðsíða 4

Helgarpósturinn - 15.05.1995, Blaðsíða 4
FRÉTTIR Ml4 Vilif iálarekasta • A fundi fréttamanna Sjónvarps og Utvarps síðastliöinn fimmtudag lagöi Ólafur Sigurðsson, varafréttastjóri Sjón- varpsins, fram þá tillögu að félagið útilokaði fréttastjóra og varafréttastjóra Útvarps og Sjónvarps frá setu í félaginu. Núverandi fréttastjóri Sjón- varpsins er Bogi Ágústsson, en Kári Jónasson er fréttastjóri Útvarps og mun hann hafa lagst einarðlega gegn tillögu Ólafs. „Ég sagði að það værí ástæða til að athuga hvort það hentaði betur í kjarabaráttu félagsins að fréttastjórar og varafréttastjórar væru ekki í félaginu. Þetta var tillagan en hún var felld með miklum meirihluta," segir Ólafur. Hann viðurkennir að með til- lögu sinni hafi hann verið að útiloka varafréttastjóra og fréttastjóra frá félaginu, en sjálfur var hann fyrsti formað- ur Félags fréttamanna Útvarps og Sjónvarps. „Eini tilgangur- inn var að varpa fram þessari hugmynd ef það kynni að henta betur varðandi röðun í launaflokka og annað. Sjálfur var ég ekki með neinar harð- ákveðnar skoðanir á því hvort það hentaði betur, en taldi rétt að ræða þetta. Ýmislegt sem kom fram á fundinum benti til að það væri ekki betra að halda fréttastjórum og vara- fréttastjórum utan félagsins. Ég lagði enga ofuráherslu á • „Sumir orðuðu það þannig að ég væri með tillögu um að við yrðum reknir úr félag- inu, en það er bara vitleysa.“ þetta heldur var þetta bara mál til að ræða um. Þetta gefur ekki til kynna neinar innbyrð- isdeilur eða þess háttar. Sumir orðuðu það þannig að ég væri með tillögu um að við yrðum reknir úr félaginu, en það er bara vitleysa. Yfirmenn hjá ríkinu eru oft settir í ákveðna launaflokka og síðan sagt að ekki sé hægt að hækka laun þeirra sem undir þeim eru vegna launaflokks yfirmann- anna.“ Ólafur segir að á fundinum hafi komið fram ýmis atriði sem bentu til að sú leið sem hann lagði til yrði ekki til kjarabóta fyrir almenna frétta- menn. „Ég er ekkert grátandi yfir að tillagan skyldi vera felld. Umræða fór fram og menn komust að þeirri niður- stöðu að þetta væri ekki sú leið sem æskilegast væri að fara að svo stöddu." Ólafur segist því vera sáttur við að vera í félaginu áfram, en hann var einn af aðalhvatamönnun- um að stofnun þess á sínum tíma.ta Ólafur Sigurðsson. „Þetta snýst ekki um einhvers konar klofning eða illindi í félaginu, auk þess sem að minnsta kosti sumir af þeim fréttastjórum og varafrétta- stjórum sem um ræðir eru sam- mála afstöðu minni til málsins." LÍFTÍMINN STUTTUR / nýjasta tölublaði Frjálsrar verslunar er fjallað um niðurstöður athyglisverðrar könnun- ar sem Höskuldur Frí- mannsson, lektor og rekstrarráðgjafí hjá Ráð- garði hf., gerði á líftíma íslenskra fyrirtœja. Höskuldur bar lista FV yfír hundrað stœrstu fyrirtœki landsins 1977 saman við listann 1994 og komst að því að níu affimmtíu stœrstu fyrir- tœkjunum eru hœtt rekstri og fjórðungur af þeim 96 stœrstu. Telur Höskuldur töluna í raun og veru hœrri, þar sem hann taldi ekki með þau fyrirtœki sem urðu gjaldþrota en hófu störf að nýju undir sama nafni. fgrein blaðsins kemur einnig fram að meðallíftími fyrirtœkja hér á landi er innan við fjörutíu ár, sem þýðir að um það bil helmingslíkur eru á því að fyrirtœki hœtti rekstri á starfs- tíma eigandansM Bengt Scheving vill ekki vín- SÖLU í HÚSAKVNNI REYKJAVlK- URAPÖTEKS. Bengt berst ENN VIÐ BJÓRINN Sem kunnugt er œtluði veitingamaðurinn góð- kunni Valur Magnússon að innrétta veitingastað í núverandi húsakynnum Reykjavíkurapóteks í Austurstrœti. Átti staður- inn að sœkja hliðstœðu í veitingastaðinn Planet Hollywood, sem er í eigu helstu stórstjarna Holly- wood. Var Valur búinn að handsala samning við eiganda hússins, Bengt Scheving Thorsteinsson stóreignamann. Bengt mun hins vegar hafa snúist hugur og ekki vilja vínsölu í húsið, enda bú- inn að standa í stríði við bjórmenn í Breiðabliki, fjölbýlishúsinu þar sem hann býr. Nú eru hafnar viðrœður við Háskóla ís- lands um að hann taki i yfír reksturinnM Fíknórassía við Hlemmtorg götu fyrir misgáning • Kunningi Elvars var á heimleið síðastliðið mánudagskvöld frá húsi á Laugavegi þegar bifreið keyrði með miklu offorsi í veg fyr- ir hann og snarhemlaði svo drengurinn neyddist til að stöðva bíl- inn. „Ég vissi ekki hvaðan á mig stóð veðrið, enda var ég að koma frá því að horfa á handbolta í vinahúsi og var á ferð upp Hverfisgötuna rétt við Hlemm. Við erum utan af landi en höfum leigt húsnæði í Reykjavík yfir skólaárið, báðir tveir,“ sagði piltur- inn, sem ekki vildi láta nafns getið, í viðtali við Póstinn. LÖGBEGLUNNI LÁÐIST AÐ BIÐJA AFSOKUNAR „Ég var með brjóstsykur í vas- anum og þeir tóku hann allan í sundur og skoðuðu. Því næst, eftir að hafa leitað á mér hátt og lágt, spurðu þeir hvort þeir mættu leita í bílnum, helltú nið- ur gosdrykk sem ég var með og rótuðu í öllum hirslum óg hugs- anlegum glufum inni í bifreið- inni. Meðan á þessu stóð mátti ég mig ekki hræra og áður en ég vissi af dreif að fólk úr nágrenn- inu sem stóð álengdar og fylgd- ist með.“ Hann segir lögreglumennina tvo hafa innt sig eftir erindum á Laugaveginum og hvers vegna hann hefði verið þar. „Ég skildi enn ekki út af hverju þeir voru Hann sagði að uppákoman hefði einna helst minnt sig á lé- iegt atriði úr amerískri glæpa- mynd frá sjöunda áratugnum. „Þegar mennirnir tveir voru komnir upp að bílnum rifu þeir upp hurðina og drifu mig út og upp að bíljjakinu, þar sem ég var látinn stilla mér upp með hendurnar á þakinu og út- glennta fætur. Þeir sýndu mér skilríkin sín þegar ég spurði þá hvað gengi á, fíkniefnalögreglu- skírteini. Þeir spurðu mig í sífellu hvar molinn væri og hvar ég hefði fal- ið dópið, en ég gat engu svarað nema spyrja þá hvaða dóp þeir væru eiginlega að tala um, því ég hef aldrei snert við eiturlyfjum og veit ekki hvernig þau líta út.“ C „Þeir spurðu mig í sífellu hvar mol- inn væri og hvar ég hefði falið dópið, en ég gat engu svarað nema spyrja þá hvaða dóp þeir væru eiginlega að tala um, því ég hef aldrei snert við eit- urlyfjum og veit ekki hvernig þau líta út.“ að taka mig, því ég veit ekki hvernig þessi „moli“ sem þeir leituðu átti eiginlega að líta út. Ég veit ekki einu sinni hvað þeir meintu með þessu. Ég gat ekki neitað því að hafa verið gest- komandi í umræddu húsi, en þegar þeir heyrðu á hvaöa hæð ég var í húsinu kom á þá nokk- urt fát og þeir hættu leitinni. Þeim dauðbrá þegar ég sagði þeim að ég hefði verið á efri hæðinni. Ég veit núna að þeir voru á höttunum eftir fólkinu á neðri hæðinni, sem ég hef aldrei séð á ævi minni. Það eina sem þeir sögðu við mig var: „Varaðu þig á fíkniefnunum, vinur," og með það voru þeir farnir í burtu. Þessir lögreglumenn báðust ekki einu sinni afsökunar þegar þeir áttuðu sig á því að þeir voru með rangan mann undir höndum. Svona lögregiumistök eru ömurleg, því að manni er annt um mannorð sitt og alls ekki sama um svona uppákomur þegar maður hefur ekkert unnið til saka. Að þessu varð fjöldi fólks vitni, fólk sem átti leið hjá og hefur að sjálfsögðu tekið mig fyrir einhvern harðsvíraðan þorpara í höndum lögreglunnar. Þetta var allt annað en gaman af þeim ástæðum.“ SEGIR LÖGREGLUNA VERÐA FYRIR HARDRIGAGNRYNI Pósturinn náði tali af Rúdolf Ax- elssyni, yfirvarðstjóra lögregl- nemi og íbúi efri hæðar Lauga- vegar 34B: „Þeir ætluðu eflaust að hann væri að koma úr kjallar- anum, en við erum skólastrákar frá Stykkishólmi og vitum ekkert um svona lagað.“ unnar í Reykjavík, á föstudags- kvöld og innti hann eftir lög- mæti líkamsleitar, væru ekki rökfærðar grunsemdir fyrir hendi. Hann svaraði því að að óathuguðu máli væri erfitt að staðhæfa nokkuð í málinu: „Lög- reglan hefur þann starfa að vernda borgara fyrir afbrotum en oftlega er erfitt að verja þann rétt þar sem lögreglumenn mega ekki gefa of ítarlegar upp- lýsingar frá sér, þar sem þær geta skaðað málsmeðferð, sé hún á viðkvæmu stigi. Við sem störfum sem lögregluþjónar höf- um mátt þola harða gagnrýni og höfum oft verið beittir ranglæti af almenningi sem og fjölmiðlum sem ekki skilja um hvað málið snýst. Það er okkar starf að fara ofan í saumana á öllum málum sem við fáumst við. Varðandi líkamsleit á einstaklingum eru að sjálfsögðu viss form á, en ég get ekki tjáð mig um einstök mál. Það eru alltaf tvær hliðar á einu máli, stundum fleiri, og vissulega þarf að horfa á þær vísbendingar sem lögreglan fær. En að sjálfsögðu gilda hér reglur sem annars staðar og þeim ber að fylgja.“« I

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.