Helgarpósturinn - 15.05.1995, Síða 19

Helgarpósturinn - 15.05.1995, Síða 19
FRETTIR EinstÆ^.ij.faALiiiiifiá.-þrjilhnrii-ájtramíaeri Tínip flöskur og dósir að •„Maður hefur nú gert þetta svona til að drýgja tekjurnar aðeins, því meðan launin eru ekki hærri en þetta í þjóðfélaginu þá telur hver króna sem fellur í pyngjuna." Þetta sagði rúmlega fertugur fráskilinn faðir með þrjú börn á framfæri sem vinnur í fiski í sam- tali við Póstinn, en hann kaus að halda nafni sínu leyndu eðli málsins samkvæmt. „Það er nú ekki langt síðan ég tók að stunda þá iðju að tína saman flöskur og dósir af götunni, eða um áramót- in síðustu. Upphaflega byrjaði ég á þessu í atvinnuleysinu því mað- ur átti stundum ekki fyrir mat handa börnunum, en þegar ég hóf störf hjá þeim aðilum er ég vinn fyrir núna hélt ég þessum starfa mínum áfram. Ég reyni bara að bjarga mér og mínum, ég kæri mig ekkert um að flokkast undir neitt félagsmálapakk sem getur ekki séð fyrir sér sjálft því við fjölskyldan björgum okkur al- veg þó að launin séu lág.“ „Flöskutínslan er töluverð vinna, ég starfa við þetta á laug- ardags- og sunnudagsnóttum og er yfirleitt kominn á stjá um mið- nætti. Eg ek bílnum niður í mið- bæ og legg honum einhvers stað- ar. Svo byrjar tínslan; ég tek með mér poka og les þetta upp í hann eftir götunum. Eftir smástund fer pokinn þó að síga í og hann verð- ur þyngri eftir því sem líður á. Fyrst um sinn var ég hanskalaus við verkið, en svo skar ég mig illi- lega á brennívínsflösku sem lá brotin á götunni og eftir það fer ég ekki í verkið án gúmmíhanska. Flöskurnar eru svo klístrugar og óhreinar þarna í göturæsinu að maður snertir ekkert á þeim með berum höndum. Svona rölti ég mér áfram eftir miðbænum og hirði það sem á vegi mínum verð- ur og ég get selt til Endurvinnsl- unnar. Um fjögur- eða fimmleytið er ég svo kominn heim til mín aft- ur, með fullan bíl af flöskum og dósum. Ég tel að þessar sögur af látum í miðbænum séu orðum auknar, þetta fólk er hið almenni- legasta og oftlega kemur fyrir að krakkarnir rétti manni hreinlega flöskurnar þegar þau eru búin. Reynsla mín er sú að ef maður kemur almennilega fram sjálfur verða engin vandræði. Það sem ég geri er hins vegar ekkert eins- dæmi. Það má sjá töluverðan fjölda fólks í miðbænum í sömu erindagjörðum. Stundum erum við þarna allt upp í tólf til fjórtán manns, en mest-er þetta fólk á miðjum aldri og upp úr. Þetta er sem hver önnur vinna fyrir manni og í raun má segja að það sé ekkert verra að þrífa þarna en hvar annars staðar.“B hjálmsson, eigandi Há- spennu: .Sjálfur spila ág ekki á kassana og uppálegg tarfsmönnum I mínumgö jera það ekki peldur. Slíkt etnr haft nei- Síuæöar af- Bjngar í för Eneó sér.“ tjartdeilt urn siðfGrði p6.ningcispilarn Baendun hirð Að sögn starfsmanna og eig- enda fjölmargra peningaspila- sala sem bjóða upp á fjárhættu- spil af þessu tagi hefur nokkurr- ar óánægju orðið vart hjá gest- um spilasalanna vegna meintrar misnotkunar eigenda staða í Reykjavík og nágrenni á aðstöðu sinni. Hart er nú deilt um hversu mikinn rétt eigandi staðar hafi til eigin nota af spilakössunum eftir lokun á kvöldin. Þcmnig hefur nú bæði Gull- og Silfurpottur fallið á þeim tíma sólarhrings þegar enginn staður er opinn og nú síðast féll Gullpotturinn á Mömmu Rósu í Hamraborg í Kópavogi klukkan 7.00 að morgni föstudagsins 12. maí, nokkru áður en söluturninn var opnaður. Upphæðin nam sex og hálfri milljón króna, en aðeins nokkrum dögum áður hafði dott- ið þar Gullpottur að upphæð rúmar þrettán milljónir króna, á tíma þegar söluturninn var lok- aður viðskiptavinum og enginn viðstaddur utan eigandinn. Fleiri dæmi þekkjast um gróða eigenda staða eftir sömu leiðum og þannig hlaut eigandi Rauða ljónsins Gullpottinn fyrir nokkru, en það gerðist um há- nótt þegar staðurinn var lokað- ur. HÁSKÓLINN HYGGSTLÆSA KOSSUNUM Pósturinn náði tali af Bjarna Vilhjálmssyni, eiganda Há- spennu í Hafnarstræti, vegna málsins og skýrði Bjarni frá því í viðtalinu að innan veggja Há- spennu giltu afar strangar regl- ur um notkun kassanna. Þannig væri staðurinn með innbyggðan lás, sem læsti kössunum að kvöldi dags, og skömmu fyrir miðnætti væri slökkt á öllu kerfi fram til morguns næsta dag. Mál þessi hefðu vakið töluverða at- hygli meðal spilara og umræða væri uppi um að koma upp al- mennu kerfi á alla spilakassa sem læsti kössunum á kvöldin. Þannig hafa nú verið undirritað- ir samningar milli Háskóla ís- lands, sem hefur umsjón með an gróðann spilakössunum, og vínveitinga- húsa víða um landið um að kössunum verði lokað hálftíma eftir löglega lokun slíkra staða til öryggis og til að koma í veg fyrir að svona atvik komi upp. (YRAR REGLUR UM NOTKUN SPILAKASSANNA „Við í Háspennu höfum skýr- ar reglur um notkun kassanna og leggjum starfsmönnum stað- arins línurnar í því efni, en þeim er algerlega óheimilt að spila séu þeir á vakt. Jafnvel þótt þessir strákar séu á frívakt er manni illa við að sjá þá á staðnum við spil, því maður veit aldrei hvað það getur leitt af sér þegar starfsmaður er far- inn að spila á vinnustað. Það getur haft erfiðar afleiðingar í för með sér. Sjálfur spila ég ekki á vinnustað, því það gefur augaleið að þegar fólk er farið að sitja við kassa verður ekki mikið úr vinnu. Reyndar hef ég það fyrir reglu að fara aldrei í kassana því mér finnst þetta tvennt ekki fara saman; að reka stað og spila sjálfur." Árni Birgisson, starfsmaður Háspennu, tók undir orð Birgis og sagði einnig að æsktu þeir starfsmenn er þar vinna að spila væri þeim uppálagt að fara annað til þess í frítíma sín- um. Vakthafandi starfsmaður á Mömmu Rósu sagði í samtali við blaðið á sunnudag að skýr- ingar væri að finna á þessu falli pottsins, því eigandinn opnaði á misjöfnum tíma eftir því hvenær hann kæmi til starfa að morgni og þarafleiðandi væri ekkert hægt um það að segja hver hefði hlotið pottinn. „En ég veit ekkert um umræddan atburð, ég kom ekki til starfa fyrr en á hádegi á föstudag.“ Ekki náðist í eiganda Mömmu Rósu áður en blaðið fór í prent- un, en almenn reiði mun ríkja meðal spilara vegna málsins og finnst mörgum sem höggvið hafi verið í óskráðar siðareglur spilasalanna.B c Jafnvel þótt þessir strákar séu á frívakt er manni meinilla við að sjá þá inni á staðnum og við beinum því til þeirra að þeir spili annars staðar.“ "wymuui'ju.i'. Hverfisgötu 32, ® 552-3304. LOGSUÐUTÆKI MARGAR GERÐIR I ÁRVÍK argon- og propangas- mælar súr- og gasmælar, tvöfaldar slöngur, kveikjur, logsuöugleraugu, einstreymislokar, logsuöutæki í settum, súr- og gaskútar. Varahlutaþjónusta. HF. ÁRMÚLI1,- PÓSTHÓLF 8000 - SÍMI568 72 22 - TELEX 3012- TELEFAX 568 72 95 FÉLAGAR FRAM Á NÝ. Spaugstofan FRAM ÁNÝ Ákveðið hefur verið að taka Spaugstofuna upp aftur í Ríkissjónvarpinu, en nú eru að verða þrjú ár síðan hún sást þar siðast. Viðrœður þar um hafa verið í gangi um skeið og segja kunnugir að „landsýn“ sé í málinu. Þetta er nokkur sigur fyrir Ríkissjónvarpið, því vœntanlega dettur Im- bakassinn út afdagskrá Stöðvar 2 fyrir vikið. ■ B0 10 ÁRUM 0F SEINT Á FERÐ Var Björgvin 10 árum of SEINN? Þrátt fyrir að flestir hafi verið á því að Björgvin Halldórsson stórsöngv- ari œtti skilið að komast í Evrópusöngvakeppnina fannst sumum að líklega hefði það verið ofseint. Keppnin er einfaldlega að breytast, eins og sjá má afrapplögum og „instrumentar lögum. Það liggur því við að menn segi að Björgvin hafí verið tíu árum of seint á ferðinniM

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.