Helgarpósturinn - 15.05.1995, Blaðsíða 11

Helgarpósturinn - 15.05.1995, Blaðsíða 11
 FRETTIR Nafnbirtingar opinber flenging brotamanna Hvað segir Gunnar Bjarnason ráðunautur um nafnbirtingar afbrotamanna? „Afbrotahneigðin liggur í eðli okkar allra, en víkingablóðið er mislægt í okkur sem gerir fólk misjafnlega kjarkmikið til gerðar slíkra hluta. Því er það misjafnt hverjir leiðast út á glæpabraut- ina, en þó liggur þetta í genum eins og allt annað. Glæpahneigð gengur í erfðir, á því leikur eng- inn vafi. Tvímælalaust finnst mér að birta ætti nöfn afbrotamanna og hvers kyns brot þeirra hefur verið undir eins og mál þeirra hefur verið dómtekið, óháð aldri þeirra, því að unglingar allt und- ir fermingaraldur fremja brot af ýmsu tagi en ekki aðeins fullorð- ið fólk. Slíkum nafnbirtingum má líkja við opinbera flengingu, en þegar flengingin fer fram fyrir luktum dyrum er oft sem gerandinn taki ekki við sér vegna þess að eng- inn flekkur hefur komið á mann- orð hans fyrir augum almenn- ings. í raun ættu fjölmiðlar að rekja aldur þeirra, menntun og störf ásamt því sem þar kæmi fram hverjir foreldrar afbrota- mannsins væru. Síðan væri hægt út frá því að rekja ættir afbrota- mannsins, og hef ég sjálfur stundað þá iðju að rekja ættir mínar í samhengi við þá afbrota- menn sem fréttir birtast um í blöðum. Ekki hef ég enn fundið glæpamenn í mínum ættum og fyndist mér agalegt ef svo væri. Sjálfur er ég kominn af heiðvirðu fólki úr bændastétt, harðdug- legu fólki sem hefur ekki lagt glæpaiðjuna fyrir sig, og ég er stoltur af ætt minni fyrir vikið. Afbrot eru aldrei einstaklings- ins mál einvörðungu. Þegar mynd og nafnbirtingar koma fram í blöðum er sem fjölskylda afbrotamannsins taki oft hönd- um saman sínum eigin til varnar, sem er nauðsynlegur þáttur málsins og í raun eðlilegt að fólk verji sína þrátt fyrir að þar gæti oft nokkurrar eigingirni og eigin- hagsmunastefnu. Nafnbirtingar af þessu tagi eru vissar forvarn- ir, því hvort sem um fíkniefna- misferli, kynferðisglæpi eða eitt- hvað annað er að ræða þarf að vara samfélagið við þessum ein- staklingum.“H Rita nafn sitl inn í eiÉlina Sóknarbörnum í Grafar- vogi býðst að kaupa nafn sitt á veggklæðningu Graf- arvogskirkju fyrir 15.000- kall á fermetrann. Samkvæmt hugmyndum arkitekta hússins, Hilmars Þórs Björnssonar og Finns Björgvinssonar, skulu stein- steyptir fletir utanhúss, miðskip kirkjunnar og gólf þess klæðast rúmlega tommu þykkum granítplöt- um, sem hver um sig er 40 sinnum 80 sentimetrar, eða þriðjungur úr fer- metra, að flatarmáli. Til að mæta þeim mikla kostnaði sem af þessu hlýst hefur sóknarnefndin hrundið af stað söfnun meðal almenn- ings, sem gefst kostur á að kaupa eina steinflís á 5.000 krónur og fá síðan nafn sitt ritað á sérstaka töflu í kirkjunni þar sem ná- kvæmlega kemur fram hvaða stein viðkomandi hefur kostað. Upphaflega hugmyndin var sú að grafa nafn hvers gefanda í sjálfa steinplötuna en menn urðu að falla frá þeirri hug- mynd vegna óheyrilegs kostnaðar. Kostnaðaráætl- un hefur verið gerð en hún fékkst ekki uppgefin hjá formanni byggingarnefnd- ar Grafarvogskirkju, Sig- urði Kristinssyni, sem sagði að það gæti spillt mögu- leikum á hagstæðum til- boðum í verkið þegar það verður boðið út.É ræsta stooin •Heiörún Sigurðardóttir lögreglukona kærði stöðuveitingar við Lögregluembættið í Keflavík, en henni var ítrekað neitað um fastráðningu og óreyndari menn teknirfram fyrir hana. Það gekk svo langt að í október 1993, þegar lausráðningarsamningur hennar rann út, var afleysingamaður við stöðina fastráðinn og ekkert fyrir Heiðrúnu að gera nema að ræsta stöðina í þrjá mán- uði þar til annað starf losnaði í janúar það sama ár. „Ég átti ekki gott með að segja starfsreynslu hjá lögreglunni í nei, því ég er einstæð móðir tveggja barna og lét mig því hafa það að ræsta þar til annað bauðst þremur mánuðum seinna. En afleysingamaðurinn sem var tekinn fram fyrir mig var með minni reynsiu og styttri starfsaldur." Á þessum tíma sem Heiðrún var í biðröðinni fengu einnig tveir nýútskrifaðir karlmenn úr Lögregluskólanum fastráðn- ingu, en Heiðrún kláraði skólann árið 1989. Hún hefur langa Keflavík en sagði starfi sínu lausu eftir barneignarfrí árið 1990 og það var þrautin þyngri fyrir hana að komast að aftur. MISSTIVEIKINDARÉTT Nú hefur Jafnréttisnefnd hins- vegar úrskurðað Heiðrúnu í hag en hún tók þá ákvörðun að kæra þessar stöðuveitingar síðastlið- ið haust. „Ég lenti í bílslysi og það kom mjög illa við mig fjár- hagslega að lausráðningarsamn- ingurinn minn gerði aðeins ráð fyrir þriggja mánaða veikinda- fríi. Ef ég hefði verið fastráðin, eins og eðlilegt var miðað við starfsaldur, hefði ég fengið sex mánaða veikindafrí á fullum launum og þriggja mánaða frí á hálfum launum. Upp úr því ákvað ég að kæra.“ Jafnréttisráð úrskurðaði Heið- rúnu í hag í því sem varðar stöðuveitingarnar hér að ofan en hún kærði einnig ráðningu rannsóknarlögreglumanns við stöðina, en þar taldi Jafnréttis- ráð að rétt hefði verið staðið að málum. „Ég er mjög ánægð með niðurstöðuna en bíð bara eftir framhaldinu. Þeir eru að funda í þessari viku, enda hafa þeir nokkurra daga frest til að áfrýja eða bjóða fram sættir.“ Heiðrún segist kunna starfinu í lögreglunni vel og aldrei hafa fundið fyrir karlrembu að öðru leyti en því sem varðar um- ræddar stöðuveitingar. „Það er erfitt að vera einn með börn og það gerir að verkum að maður verður að standa fast á rétti sín- um. Ég er nú Iíka þannig gerð að ég vil að rétt skuli vera rétt og þetta gefur ákveðið fordæmi fyr- ir aðrar konur. Þess vegna kærði ég.“B verður að standa fast á rétti sínum. Ég er nú líka þannig gerð að ég vil að rétt skuli vera rétt og þetta gefur ákveðið fordæmi fyrir aðrar konur. Þess vegna kærði JÓHANNES GEIR SlGURGEIRS- S0N VILDI EKKI VERA AÐST0Ð- ARMAÐUR. Nýir rúðherrar Fram- sóknarflokksins höfðu margir hverjir hug á að fá fráfarandi þingmann, Jóhannes Geir Sigur- geirsson, til að taka að sér stöðu aðstoðar- manns ráðherra, enda naut Jóhannes virðingar íþingflokknum. Jóhann- es hafnaði því og hyggur á atvinnurekstur, en hann er stjórnarmaður í KEAM Stjörnuval Jóns Tryggva RÁÐIÐ Nú er afráðið hverjar hreppa aðalhlutverkin í nýrri svarthvítri kvik- mynd Jóns Tryggvasonar, „Nei - er ekkert svar“, en tökur myndarinnar hefjast nú á mánudag. Þœr Heiðrún Anna Björns- dóttir, fyrrum Hár- stjarna, og Ingibjörg Stef- ánsdóttir víkingadóttir munu fara með stœrstu rullurnar, en þœr stöllur voru valdar úr hópi hundraða umsœkjanda sem þreyttu sig við prufutökur í Útvarps- húsinu nú í vor. Stúlk- urnar eru ekki óvanar hvíta tjaldinu, í það minnsta ekki Ingibjörg sem fór með eitt aðal- hlutverkanna í mynd Júlíusar Kemp, Veggfóðri, ásamt því að leika í er- lendu víkingamyndinni sem tekin var upp hér á landi síðasta sumar. Einhverjir erlendir leik- arar eru nú lentir á landinu til þátttöku í myndinni; írsk þokkadís ásamt tveimur banda- rískum leikurum, en eins og Pósturinn greindi frá fyrir stuttu er kvik- myndin unnin í sam- vinnu við norskan fram- leiðanda, Peter BorgliM

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.