Helgarpósturinn - 15.05.1995, Blaðsíða 8

Helgarpósturinn - 15.05.1995, Blaðsíða 8
FRETTIR G. Pétur Matthíasson. „Það standa mörg hundruð fermetr- ar auðir og ókláraðir uppi í Efstaleiti, en þar á meðal ann- ars að vera stúdíó fyrir fréttamenn Sjónvarpsins." Fr^tuimenp í :ulltrúi Vinnueftirlitsins hélt nýveriö fund með starfsmönnum Sjónvarps og kynnti niðurstöður úr könnun sem það gerði á vinnuaðstöðu þeirra. Á fundinum kom fram að Vinnueftirlitið krefst þess af forsvarsmönnum stofnunarinnar að nú þegar verði gerðar tímasettar tillögur til lagfæringa og úrbóta, en fyrri tillögur Vinnueftirlitsins hafa verið virtar að vettugi. Það standa mörg hundr- uð fermetrar auðir og ókláraðir uppi í Efstaleiti, en þar á meðal annars að vera stúdíó fyrir frétta- menn Sjónvarpsins." Pétur segir fréttamenn Sjónvarps hafa sam- þykkt mótmæli varðandi „Ástandið á fréttastof- unni er mjög slæmt og fer versnandi. Vinnu- svæði hvers manns á að vera um sjö fermetrar en á fréttastofunni er það allt niður í þijá fer- metra," segir G. Pétur Matthiasson, formaður Félags fréttamanna sjón- varps og útvarps. „Fulltrúi Vinnueftirlits- ins á fundinum sagði að Vinnueftirlitið fylgdi ekki reglugerðum eftir heldur benti bara á það sem miður færi, þótt hér væri um lögbrot að ræða. Ég held að þetta sé bara eitt af þeim málum þar sem ekki er farið eftir reglu- gerðum.“ G. Pétur telur ástæð- una fyrir að ekki hefur verið ráðist í úrbætur á aðstöðu fréttamanna Sjónvarps þá að undan- farin ár hefur staðið til að flytja frétjastofu Sjón- varpsins í Útvarpshúsið. „Við erum alltaf á leið- inni upp í Efstaleiti en það er beðið eftir endan- legri ákvörðun,“ segir G. Pétur. „Ég veit ekki hvar þetta mál er statt því það er alltaf að breytast. Síð- astliðin tíu ár hefur stöð- ugt verið sagt að frétta- stofan verði flutt eftir tvö ár í Útvarpshúsið, en staðið hefur á efndunum. C „Síöastliöin tíu ár hefur stöð- ugt verið sagt að fréttastofan verði flutt eftir tvö ár í Útvarps- húsið en staðið hefur á efndun- aðstöðuleysi sitt og lagt fram þá ósk að bætt verði úr því með því að flytja í Efstaleiti eða að fréttastofan fái aukið rými við Laugaveginn. „Yfirmenn Sjónvarpsins viðurkenna að vandinn sé mestur á fréttastof- unni, en ég á eftir að senda samþykktir okkar út og það mun ég gera þegar ég mæti í vinnuna í dag,“ segir G. Pétur Matthíasson.B lllaléslð macgfaldaði sölnna Salan á Camel Filters- og Camel Lights-sígarettum hefur marg- faldast á flestum stöðum í heiminum á undanförnum árum og margir telja það fyrst og fremst vera vegna nýrra leiða sem fyrir- tækið hóf að fara í auglýsingum sínum seint á síðasta áratug. Árið 1988 hélt framleiðandi Ca- mel, RJ Reynolds, upp á 75 ára afmæli sitt og kynnti við það tækifæri teiknimyndafígúru að nafni Joe Camel í auglýsingum sínum fyrir Camel Filters og Ca- mel Lights. Joe er svalur töffari og gagnrýnendur tóbaksauglýs- inga segja auglýsinguna sérlega ísmeygilega og að markhópur- inn sé óharðnaðir unglingar. í fyrsta lagi er þarna um teikni- myndafíguru að ræða sem höfði fyrst og fremst til ungra reyk- ingamanna og í öðru lagi sé and- litið á Joe eins og getnaðarlimur. Hönnuðir auglýsinganna bera á móti því að ætlunin hafi verið að láta Joe vera eins pg titling í framan heldur sé hann með snoppu af kameldýri. Pósturinn talaði við Friðrik Theodórsson, framkvæmda- stjóra hjá Rolf Johansen, um- boðsfyrirtæki Camel á íslandi, en hann segir að tilkoma Joe Camei hafi ekki haft nein áhrif á söluna hér á landi þrátt fyrir að myndir af honum birtist reglulega í er- lendum tímaritum sem fást í ís- lenskum bókabúðum. Eigi að síður hefur sala á Ca- mel Filters og Camel Lights auk- ist um nær helming síðastliðin þijú ár á fslandi og ungir reyk- ingamenn eiga mestan þátt í þeirri aukningu.H Andlitið á Joe Camel vakti strax mikla athygli og mörgum fannst það minna á getnaðarlim. Salan á Camel Filter og Camel Lights hefur aukist um nær helming hérlendis á síðastliðn- um þremur árum. stofur erlendis en Elite, Ford og Next pg þannig mætti áfram telja. Ásta segir einnig öflugan markað vera í Asíulöndunum fyrir norrænar hávaxnar fyrir- sætur og bindur hún sterkar vonir við þann markað. „Þessi aðferð hefur aldrei verið reynd áður hérlendis og það verður af- ar áhugavert að sjá hvert hún leiðir okkur. í það minnsta lofar byrjunin góðu og nú þegar hefur geysilega sterk svörun skilað sér til okkar hér í Eskimo Mod- els og stúlkurnar streyma inn.“ Til gamans má geta þess að á öllum stúdíómyndum verður klæðnaður fyrirsætanna íslensk- ur, þannig að erlendar umboðs- skrifstofur kynnast alíslenskri hönnun jafnframt því sem feg- urð stúlkna okkar verður brátt sýnileg á erlendum markaði í ríkara mæli en áður. Hönnuður fatnaðarins er Alda Guðjónsdótt- ir, en flíkurnar selur hún í versl- uninni Frikka og Dýrinu.B Ungar og hávaxnar stúlkur sem stunda fyrirsætustörf geta átt von á góöum tíðindum ef marka má ágæta byrjun nýrrar módel- skrifstofu hérlendis er ber nafniö Eskimo Models. Ásta Sigríður Kristjánsdóttir og fæturna sem fyrst og geta unnið Kanadamaðurinn Mark Bradbury standa að baki firmanu, sem ný- verið hóf starfsemi, en Ásta mun einnig starfa sem ljós- myndari á umboðsskrifstofunni. Ásta var sjálf við fyrirsætustörf um nokkurra ára skeið víða um heim og flutti aftur til íslands í febrúar síðastliðnum frá Tai- wan, þar sem hún starfaði. Nokkur tölvuvinnsla er við úr- vinnslu ljósmynda, þannig að fyrirsætur geta átt von á sterk- um ljósmyndum sem segja sex. Námskeið fyrir fyrirsætur, þar sem þær læra allt frá A til Ö í starfi áður en á hólminn er kom- ið, virðast nú vera orðin úrelt í augum þeirra sem starfa að fyr- irsætumálum og segir Ásta aðal- áherslu Eskimo Models vera á að kenna stúlkunum að standa í að módelstörfum sjálfstætt. „Ætlun fyrirtækisins er að ráða fáar stúlkur til starfa en leggja þess í stað áherslu á gæði og þokka fyrirsætanna sem hjá Es- kimo Models starfa. Til að byrja með legg ég mesta áherslu á há- vaxnar stúlkur, sem eru afar eft- irsóttar í dag hér sem erlendis, en við stefnum óneitanlega inn á erlendan markað í einhverjum mæli.“ ÍSLENSK HÖNNUN FRÁTOPPI TILTAAR Fyrirsæturnar sem verða ráðnar til umboðsskrifstofunnar munu því óneitanlega leggja lín- urnar fyrir útllt fyrirtækisins og hafa nú einar fjórar íslenskar stúlkur verið ráðnar til starfa hjá Eskimo Models. „Ég el þá Sigrún frá Eskimo Models í fatnaö frá Frikka og Dýrinu. von með mér að geta hjálpað stúlkunum til sjálfsbjargar í heimi fyrirsætunnar, jafnframt því sem ég mun standa að baki þeim og aðstoða við að komast áfram í bransanum.“ Eskimo Models mun vera í tengslum við ekki ófrægari skrif-

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.