Helgarpósturinn - 15.05.1995, Blaðsíða 16

Helgarpósturinn - 15.05.1995, Blaðsíða 16
ÍÞRÓTTIR Domarapar fær rauða ipjaldið Peir Szajna og Wroblewski frá Póllandi rnunu ekki dæma fleiri leiki á HM. Þetta er Ijóst eftir aó þeir félagarnir féllu á þrekprófi. Pólverjarnir, sem dæmdu tvo leiki á Akureyri og þóttu standa sig vel, verða því að fylgjast með keppn- inni af áhorfendapöllunum eða í sjónvarpinu á Hótel Sögu, þar sem þeir gista. Af 34 dómurum sem gengust undir þrekprófið þóttu einir átján ekki í nógu góðu formi að mati lækna, þótt það þýddi ekki útilok- un þeirra frá keppninni. Sex dómarar voru í bestu formi, þar af tveir íslenskir, og tíu aðrir þóttu í allgóðu formi, tveir af þeim íslensk- ir. „Þetta afsannar þá bá- bilju að íslenskir dómarar séu ekki í nógu góðu formi," segir Gunnar Kjart- ansson sem situr í dómara- nefnd HM. Læknanefnd Alþjóða- handknattleikssambands- ins þykir hafa unnið gott starf í dómaramálum og komið því til leiðar að nú er ekki lengur hægt að senda dómara til keppninnar í krafti einhverrar nefndar- setu, heldur þurfi viðkom- andi dómarar að vera starfi sínu vaxnir, en sú hefur ekki alltaf verið raunin.B Eiður Smári í aðallið PSV? „Blöðin hér í Hollandi höfðu eftir þjálfaranum að ég yrði kall- aður til æfinga með aðalliðinu þegar það kemur saman 12. júlí eftir sumarfrí," segir Eiður Smári Guðjohnsen, atvinnumaðurinn ungi hjá hollenska stórliðinu PSV Eindhoven. „En hann hefur ekk- ert rætt það mál við mig.“ Varalið PSV tekur þátt í stórmóti í Zúrich í Sviss og hefst það 23. maí. Mörg af stórliðum Evrópu taka þátt í því móti. Daginn áður en íslenska A-landsliðið leikur gegn Svíum á útivelli eða þann 31. maí leikur ís- lenska U-21-landsliðið gegn sænska U-21-landsliðinu og má fastlega búast við að Eiður Smári leiki þann leik.B Eiður Smári á framtíðina fyrir sér Agassi SEINHEPPINN í TILSVÖRUIVl Hinn litskrúðugi tennis- kappi Andre Agassi er nú búinn að koma sér í klandur í Þýskalandi. Agassi lenti í stœlum við úhorfanda þegar hann lék gegn Sergei Bruguera á tennismóti í Hamborg á föstudag. Jí nú að koma á eftir manni með hníf, fíflið þitt?" hreytti Ag- assi út úr sér að áhorf- andanum, sem eitthvað hafði verið að pirra hann. Yfírmönnum tenn- isrnála fínnst þessi at- hugasemd afskaplega óviðeigandi í ijósi þess að tennisstúlkan Monica Seles var stungin í bakið af geðveikum áhorfanda á þessum sama velli fyrir tveimur árum og hefur ekki leikið síðan. Agassi, sem er númer eitt á heimslistanum (eins og Seles varþegar hún var stungin), tapaði viður- eign sinni við Brugu- era.M Persónulegt Geirlaugu og Friðriki Raðmót Frjálsíþrótta- sambands íslands var haldið á Laugardalsvelli 9. maí síðastliðinn. Þau Geirlaug B. Geirlaugsdóttir og Friðrik Arnarson settu bœði persónulegt met og sigruðu í 100 metra hlaupi. Ólafur S. Traustason, sem er að- eins 18 ára, setti einnig persónulegt met og varð í þriðja sœti í karlaflokki á tímanum 11,08 sek- úndum eða einum tí- unda iír sekúndu á eftir Friðriki sem hljóp á 10,98. Geirlaug hljóp á 11,86 sekúndum og sigr- aði með yfírburðum í kvennaflokki. Frjáls- iþróttamenn undirbúa sig nú affullum krafti fyrir Smáþjóðaleikana sem hefjast í Lúxemborg 29. maíM - enn eru til grannir strákar í heimi kjötfjallanna • í úrslitakeppninni sem nú er í fullum gangi í NBA hafa nokkr- ir leikmenn verið mjög áberandi með liðum sínum. Þar nægirað nefna ofurstjörnurnar Charles Barkley (Phoenix Suns), Micha- el Jordan (Chicago Bulls) og Shaquille O'Neal (Orlando Mag- ic). Eftir frábæra frammistöðu í úrslitakeppninni í ár, sérstaklega gegn sterapoppurunum í New York Knicks, á Reggie Miller, hinn 200 cm hái og 83 kg þungi bakvörður Indiana, þar fyllilega heima. Þegar þetta er skrifað hefur kappinn skorað rúm 27 stig í þremur leikjum gegn New York og bendir allt til þess að hann muni halda uppteknum haétti í þeim leikjum sem eftir eru. Það er þó engin tilviljun að Miller skuli vera að krossfesta New York í ár. Þetta er fjórða árið í röð sem liðin tvö mætast og allt- af hefur Miller átt sína bestu leiki gegn drengjunum úr Stóra eplinu. 1 fyrra kom hann Indiana næstum í sjálfa úrslitaleikina þegar hann vann sjötta leik lið- anna í úrslitum Austurdeildar á eigin spýtur. í þessum leik skor- aði Miller 39 stig, þar á meðal fimm þriggja stiga körfur í síð- asta fjórðungnum. Þess má geta Reggie Miller er ein af 2-3 bestu skyttum NBA. Við hlið hans stendur önnur frábær skytta, Dennis Scott Orlando Magic. að þessi leikur var leikinn í Madison Square Garden eins og fyrsti leikur liðanna í þessari úr- slitakeppni. Þá skoraði Miller átta stig á síðustu 16 sekúndun- um, breytti stöðunni úr 105-99 í 105-107. Margir vilja líkja þessum leik við leikinn þegar Isiah Thomas, sem nú er framkvæmdastjóri nýja NBA-liðsins Toronto Rap- tors, skoraði 16 stig á síðustu 94 sekúndunum gegn New York í úrslitakeppninni ‘84. David DuPree, dálkahöfundur á USA To- day, sagði þetta stórkostlegustu frammistöðu eins leikmanns í sögu NBA-úrslitakeppninnar. Hvort sem þessi sigur Indiana var algjör grís eða ekki verður ekki hjá því komist að dást að Reggie Miller, sem er á sínu átt- unda ári hjá Indiana, en það var ekki fyrr en í leikjunum gegn New York í fyrra sem nafn hans varð á allra vörum. Miller er af mikilli íþróttaætt og bæði bróðir hans og systir hafa haft viður- væri sitt af íþróttum. Systir hans, Cheryl, var m.a.s. tilnefnd í heiðurshöll körfuboltans (Hall of Fame) í vetur, en hún varð fyrst kvenna til að skora yfir 100 stig í einum og sama körfubolta- leiknum. Samt bjuggust fáir við að Miller, einn besti skotmaður NBA, myndi ná þetta langt. Miller er þó ekki eingöngu góður að skora; hann er jafnvel enn betri í að tala. Sagt er að hann geti blaðrað tímunum saman bæði innan vallar sem ut- an. Ein af mörgum frægum um- mælum Charles Barkley, sem eihs og Miller er. mikill kjaftask- ur, hljóða svo: „Guð minn al- máttugur... ekki vildi ég vera konan hans!“ Margir leikmenn hafa farið illa út úr því að láta Miller hafa áhrif á sig á vellinum. Michael Jordan var m.a. rekinn út af fyrir að kýla Miller og eitt sinn var John Starks (New York Knicks) hent í bað fyrir að skalla hann. Þótt margir vilji tjóðra Miller fastan í eyði- mörk, hella yfir hann hunangi og sleppa maurum lausum verður það ekki tekið frá honum að hann stendur við stóru orðin. Miller stendur nú á hátindi ferils síns og stefnir ótrauður á titilinn. En það eru mörg ljón á veginum og það stærsta kannski hann sjálfur. Hann hefur verið gagnrýndur bæði af blaðamönn- um og samherjum fyrir að reyna ekki að leika af fullri getu. Sjálfur segist hann alltaf þurfa vissa hvatningu til að koma sér af stað. Kannski er það hasarinn og hraðinn í úrslitakeppni NBA sem kveikir í þessari skyttu. Að minnsta kosti lítur allt út fyrir það á þessari stundu.H Stigaskor Reggie Miller gegn New York Knicks Meöaltal Keppni og ár 27,2 Urslitakeppnin 1995 (eftir 3 leiki) 22,7 4 leikir gegn New York leiktimabilíö 1994-’95 27,2 Leikir Indiana gegn New York í úrslitakeppninni 1993 og 1994 Reggie Miller skoraði 19,7 stig að meðaltali leiktímabilið 1994- '95.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.