Helgarpósturinn - 06.07.1995, Blaðsíða 10

Helgarpósturinn - 06.07.1995, Blaðsíða 10
Von er á tveim- ur mönnum frá fyrirtæk- inu Newman’s Own hingað til lands til að veita fjórum íslensk- um félagasamtökum rúmlega fimm millj- óna króna styrk. Karl K. Karlsson er umboðsaðili fyrir- tækisins á íslandi en eigandi þess er megastjarnan Paul Newman. New- man’s Own gefur all- an hagnað sinn til góðgerðarmála og hafa íslensk félög hlotið um það bil 18 milljónir króna í styrk síðustu fimm árin. Tilkynnt verður hver félagasamtökin fjögur eru við hátíð- lega athöfn í Listhús- inu í Laugardal á sunnudaginn... Hjón í Hafnarfirði töpuðu skuldlausri íbúð vegna vanrækslu Valgeirs Kristinssonar og Sveins Sigurjónssonar, eigenda fasteignasölunnar Valhúsa sf. Þau seldu íbúðina í makaskiptum fyrir einbýlishús og verða föst í skuldafeni þeirra viðskipta fram eftir næstu öld. Líf þeirra hefur verið martröð líkast frá undirritun kaupsamningsins fyrir átta árum. Björgunarsveitin Fiskaklettur hyggst kæra Valhús sf. vegna sams konar viðskiptahátta Valgeir Kristinsson hrl., löggilt- ur fasteignasali og annar eig- enda Valhúsa sf. Halldór Viðar Halldórsson segir hann hafa séð um gerð kaupsamningsins sem varð þess valdandi að hann tapaði milljónum króna. Valgeir neitaði fyrir dómi vitn- eskju um vandræði viðskipta- vina sinna fyrr en með bréfi lögmanns stefnenda í apríl árið 1994. Samt hafði hann gert kröfu um fjárnám í Grænukinn 27 en talið er að fjárnámið hafi verið dómskuld vegna víxils fyrir sölulaunum til Valhúsa sf. vegna Vallarbarðs 19. 4 I 4 4 4 4 Eigendur fasteignasölunnar Valhúsa sf. í Hafnarfirði, þeir Val- geir Kristinsson, hæstaréttarlög- maður og löggiltur fasteignasali, og Sveinn Sigurjónsson sölustjóri voru á dögunum fundnir sekir fyrir Héraðsdómi Reykjaness um „vávæna vanrækslu" í fasteigna- viðskiptum, eins og komist var að orði í dómnum. Féllst dómur- inn á allar megin kröfur stefn- enda í málinu, hjónanna Halldórs Viðars Halldórssonar og Auðar Gísladóttur, en þau töpuðu millj- ónum króna vegna viðskipta sinna við fasteignasöluna. Val- geiri og Sveini var gert að greiða þeim tæpar 3,7 milljónir króna með almennum vöxtum frá 6. september 1990 til 6. september 1994, auk dráttarvaxta frá 6. september í fyrra til greiðslu- dags og 500.000 krónur í máls- kostnað. Þetta er þó ekki nema brot af því fjárhagstjóni sem Halldór og Auður urðu fyrir vegna fjármagnskostnaðar sem ekki var tekið tillit til við úrskurð dómsins. Þeir viðskiptahættir sem Val- hús sf. viðhafði í þessum við- skiptum virðast ekki vera eins- dæmi í sögu fasteignasölunnar því Björgunarsveitin Fiskaklett- ur hyggst stefna Valhúsum sf. vegna svipaðs ágreinings sem kom upp vegna kaupa sveitar- innar árið 1992 á sjóbúð að Forn- búð 8 í Hafnarfirði. fasteignir á skrifstofu Valhúsa sf. að Reykjavíkurvegi 62, Hafnar- firði. Halldór og Auður áttu gamla íbúð í tvíbýlishúsi að Grænukinn 27 Hafnarfirði og var hún nær skuldlaus með aðeins 47.667 krónum í áhvílandi veð- um. Á þessum tíma var Kristinn Grétar Jónasson að byggja einbýl- ishús að Vallarbarði 19 Hafnar- firði en var kominn í greiðsluerf- iðleika og leitaði því til Valhúsa sf. með sölu eða makaskipti á ódýrari eign í huga. Halldór og Auður fengu augastað á húsi Kristins og töldu þau að fengn- um upplýsingum og leiðbeining- um á skrifstofu Valhúsa sf. við- ráðanlegt og hentugt að kaupa húsið. íbúð þeirra við Grænu- kinn gengi upp í útborgunina og það sem á vantaði greiddu þau með yfirtöku veðskulda. Bygging einbýlishússins var vel á veg komin en eftir var að ganga frá tréverki innanhúss. Hugðist Halldór sjá um þær framkvæmdir sjálfur en hann er trésmiður að mennt. VILLANDI UPP- LYSIIUGAR OG LEHDBEIIUIIUGAR Fasteignaviðskiptin, sem dóm- urinn er nýgenginn í, áttu sér stað árið 1987 en 13. júlí það ár komust á makaskipti um tvær VtÐSKIPTIIU VORU GLAPRÆÐI Sama dag og gengið var frá kaupsamningnum var gefið út af- sal, þar eð kaupverðið var að fullu greitt, og fékk Kristinn veð- leyfi hjá Halldóri og Auði fyrir allt að 2000.000 króna til að flytja lánin, sem þau yfirtóku ekki við kaupin á Vallarbarði 19, á íbúð- ina við Grænukinn 27. Við samn- ingsgerðina hafði fasteignasalan framreiknað þær skuldir sem hjónin yfirtóku en lét hjá líða að framreikna þau lán er Kristinn hugðist flytja með sér við maka- skiptin og reikna út veðhæfi íbúðarinnar. Fullvíst má telja að ef fulltrúi Valhúsa sf. hefði hirt um að gefa gaum að veðhæfi íbúðarinnar, í hlutfalli við fyrir- hugaðan veðflutning, að fast- eignasölunni sem og hjónunum og Kristni hefði verið Ijóst að viðskiptin voru glapræði. íbúðin að Grænukinn 27 var metin á 3 milljónir króna við kaupsamninginn en lánin sem Kristinn hugðist flytja voru kr. 1.889.478 miðað við útgáfudag. Lánastofnanir samþykkja nær undantekningarlaust ekki veð í fasteignum fyrir meira en 50-60 prósent af gangverði þeirra og því er ljóst að veðhæfi íbúðar- innar að Grænukinn 27 var rúm- lega ein og háif milljón króna eða tæpum 400.000 krónum minni en lánin sem Kristinn hugðist flytja ef miðað er við útgáfudag þeirra. Ef þessi lán eru hinsvegar fram- reiknuð til dagsetningar kaup- samningsins 13. júlí árið 1987 losuðu þau þá rúmar 3 milljónir króna, eða meira en verðgildi íbúðarinnar var á þeim tíma. Lánin sem Kristinn hugðist flytja voru því rösklega einni og hálfri milljón króna hærri en veðhæfi hennar sagði til um samkvæmt gangverði hennar. Engu að síður gerði fasteignasalinn engar at- hugasemdir við þetta við gerð kaupsamningsins. BAÐAR IBUÐIRIUAR A lUAUÐUNGARUPPBOÐ Kristni tókst einungis að fá veð fyrir rúmlega einni og hálfri milljón króna á íbúðinni að Grænukinn 27 en stóð ekki við þau orð sín að flytja allar veð- skuldir sínar af Vaílarbarði 19. Sagðist hann eiga von á arfi þeg- ar þau Halldór og Auður gengu á eftir að hann stæði við skuld- bindingar sínar en þegar tilkom var ekkert hæft í þeim sögu- sögnum. Hjónin stefndu því Kristni fyrir héraðsdómi og unnu málið en hann var ekki borgunarmaður fyrir kröfunni og var síðar lýstur gjaldþrota. íbúðin að Grænukinn 27 fór á nauðungaruppboð í nóvember árið 1990 en Halldór og Auður fengu ekkert í sinn hlut vegna sölu hennar. Sjálf misstu þau einbýlishúsið Vallarbarð 19 á nauðungaruppboði mánuði síð- ar en tókst að kaupa það aftur með hjálp vandamanna sinna. í áliti Héraðsdóms Reykjaness vegna málsins gegn Vaihúsum segir meðal annars að Halidór Viðar hafi ítrekað leitað til Val- húsa þegar vanefnda Kristins um afléttingu veðskulda af Vall- arbarði 19 fór að gæta. Þeim Val- geiri og Sveini mátti þá augljóst vera að stefndi í óefni en þeir hafi ekki gripið til neinna raun- hæfra aðgerða í samræmi við þá skyldu fasteignasala að leysa úr ágreiningi og öðrum vandkvæð- um sem eiga beinlínis rót sína í samningi þeim sem fasteignasali hefur komið á. Dómurinn vísaði á bug þeirri málsvörn Valgeirs og Sveins að þeir hafi ekki verið látnir fylgjast með málinu. Rökstuddi hann það álit sitt með tilvísun til kröfu um fjárnám í Grænukinn 27 sem Valgeir gerði fyrir hönd íslandsbanka en Halldór og Auð- ur héldu því fram að sú krafa hafi verið dómskuld vegna víxils fyrir sölulaunum til Valhúsa sf. þegar Kristinn seldi þeim Vallar- barð 19. lyilSTOK upp A10 MILUONIR „Þetta er búin að vera löng og ströng þrautarganga sem hófst skömmu eftir að við gerðum rnakaskiptin," segir Halldór Við- ar Halldórsson. „Næstu árin fóru síðan í að redda eigninni frá nauðungaruppboðum og þannig hefur það verið alveg fram til dagsins í dag. Við erum ekki laus allra mála þótt dómur hafi geng- Q ið í málinu því við erum búin að taka svo mörg lán til að halda þessu gangandi, nú síðast skuld- £ breytingalán og þar á undan hús- bréf upp á 5 milljónir. Halldór segir að sér sé ekki að fullu ljóst hver kostnaður hans og Auðar hefur verið vegna við- skipta þeirra við Valhús sf. f „Mér hefur ekki tekist að koma því öllu saman, maður er búinn að borga svo mikið hér og þar. Þessar 5 milljónir voru Ián sem ég var búinn að skuldbreyta en gat ekki staðið í skilum við. Við misstum húsið um tíma og ég fékk þá þessa peninga til að kaupa það aftur af Skandía sem hafði eignast það vegna þess að við gátum ekki staðið við skuld- bindingar okkar. Ég væri ekkert hissa ef kostnaður okkar stæði í 10 milljónum þegar þetta er allt talið saman en bæturnar sem | Valhúsum var dæmt til að greiða eru ekki meira en fjórar og hálf milljón króna með vöxtum. á| Þessi sala hefði náttúrlega aldrei átt að fara fram, segir Hall- dór. Það var kannski minn kjána- skapur að gera mér ekki grein fyrir því. Maður treysti fast- eignasölunni fyrir að þetta væru || eðlileg viðskipti því maður er enginn sérfræðingur í þessu.“

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.