Helgarpósturinn - 06.07.1995, Page 20

Helgarpósturinn - 06.07.1995, Page 20
skrítið Undarleg veröld • Þolinmæöi farþega í strætisvagni í Naróbí í Ke- nýa brást þegar þeir gátu ekki lengur staðist ódaun- inn af bílstjóranum, sem hafði ekki farið í bað í tvö ár. Þeir réðust að bílstjór- anum, sem reyndi að bjarga sér á hlaupum, en var gripinn og baðaður af farþegunum. • Þegar boðað var til sér- staks Takið-börnin-með-í- vinuna-dags í Ohiofylki í Bandaríkjunum fór Bill Me- ans með átta ára gamla dóttur sína í tölvufyrirtækið sem hann vann hjá. Þegar hann var að sýna dóttur sinni skrifstofuna sína var hann kallaður inn til yfir- manns síns, sem taldi enga ástæðu að fresta illu verki og rak Bill. • Tilraun verslunarmanns- ins Philips Aspinalls til að sætta tvær konur sem voru að rífast um síðasta pakk- ann af megrunarplástri, sem hann átti, fór út um þúfur þegar þær samein- uðust og réðust á hann. „Ég gatekki róað þær," sagði Philip. „Önnurvar brjáluð af því ég vildi að hin fengi pakkann. Hin var óð af því ég sagði að hún þyrfti frekar á honum að halda." • Brúðkaupsveisla í Súdan breyttist í harmleik þegar einn gestanna féll af kam- eldýri þegar hann var að skjóta af AK-47 hríðskota- rifflinum sínum upp í loftið og dreifði kúlnahríð yfir veislugesti, Þrír létust. • Roger Palmer, einfættur maður í Hampshire-sýslu í Englandi, var neitað um ökuleyfi fyrir fatlaða á þeim forsendum að ör- orkumat hans væri ekki endanlegt. „Hvað á ég að gera?" spurði Roger. „Láta mér vaxa nýjan fót?" • Israel Zinhanga, 28 ára Zimbabwebúi, var dæmdur í fangelsi í Rusape fyrir að hafa haft kynmök við kú. Israel sagðist hafa gert þetta af ótta við að smitast af eyðni ef hann svæfi hjá konu. Hann sagðist í rétt- inum elska kúna og ætla að vera henni trúr þau þrjú ár sem hann sæti inni. • Michael Fournier, kenn- ari í Rúðuborg í Frakklandi, var sviptur kennararéttind- um í fimm ár fyrir að halda flugbeittu hnífsblaði upp að hálsi nemanda síns. Fo- urnier hélt fyrst hnífnum að eigin hálsi til að undirstrika fyrir nemendum sínum hversu stutt er milli lífs og dauða. „Áég að skera?" spurði hann nemendurna. Björk í burðarviðtali við Rolling Stone Segist komin með Fl M IvlTu D aG ú R6tj u lI 1995 í nýjasta hefti hins útbreidda tónlistartímarits Rolling Stone er að finna nokkuð ítarlegt viðtal við Björk Guðmundsdóttur í tilefni ný- útkominnar plötu hennar, Post. Fer megnið af viðtalinu í að ræða tónlist en þegar líða tekur á við- talið kemur upp úr dúrnufn að Björk er komin með kærasta. Skjótt skipast veður í lofti því ekki er langt um liðið síðan Björk kvartaði sáran yfir karlmanns- og kynlífsleysi í nokkrum blaðavið- tölum. Gleðin hefur greinilega tekið völdin í lífi hennar því að í viðtal- inu renna út úr henni rómantísku tuggurnar. Þó að Björk upplýsi að nokkru um andlegt atgervi kær- astans; meðal annars að hann sé ólgandi og afar næmur á tónlist nýjan kærasta neitar hún að gefa upp hver hann sé. Eins og henni einni er lagið upplýsir Björk það jafnframt að kærastinn kunni að narta í eyrna- sneplana á henni. Koma þær upp- lýsingar í kjölfar þess að fyrr í við- talinu er hún að telja upp von- brigði lífs síns. Vonbrigðin eru meðal annars þau þegar karimað- ur nartaði í fyrsta sinn í eyrna- sneplana á henni: „Ég hafði lesið um það í bókum hversu frábært það væri,“ segir hún. „Það sem ég gerði mér hins vegar ekki grein fyrir er hve ég er með næm eyru.“ í stað þæginda, eins og flestir, upplifði Björk nefnilega ekkert annað en hræðilegan hávaða. En meira um ástarsambandið, það verður að teljast heldur nýtt því deginum áður en viðtalið var ssss tekið hafði hún átt með honum fyrsta stefnumótið, sem er reynd- ar það eina sem hún hefur farið á um ævina. Var 'sá dagur, hvorki meira né minna, en besti dagur lífs hennar. „Þegar ég vaknaði um morguninn var eins og ég hefði gleypt þrjár ecstasy," segir Björk en eftir að hafa hjóiað og farið í myndatöku fór dagurinn að mestu í það að undirbúa sig fyrir stefnumótið. „Ég var mjög spennt," upplýsir hún en áður en hún fór á stefnumótið skipti hún fimm sinnum um föt og segist hún að auki hafa leitað ráða um hvort hún ætti að setja á sig naglalakk, sem þó varð ekki af. „Við hittumst og duttum í það. Og núna sefur hann í rúminu. Ég ætla að hitta hann eftir viðtalið.“ ■ Björk Guðmundsdóttir séð með augum Ijósmyndara Roiling Stone, en í efnisyfirlitinu er lögð mest áhersla á það að við- tal við Björk sé að finna í blaðinu þar sem hún meðal ann- ars segist hafa hitt nýja kærastann daginn áður og dottið í það með honum. Margs ber aö gæta þegar haldið skal út í heim. Eitt er að stilla væntingar í takt við landið sem á að heimsækja. Eða öfugt. Hér eru nokkur dæmi um lönd og staði sem þeir sem sækjast eftir kynlífi og ást alls konar ættu að varast. ástarhreiður lUew York, Bandaríkjunum I borginni sem aldrei sefur er hórdómur bannaður sam- kvæmt hegningarlögum, eins og reyndar víðast hvar í Banda- ríkjunum. Þótt það sé sjaldgjæft að dæmt sé eftir þessum lögum kemur það þó fyrir. í ágúst 1987 var til dæm- is kona og elskhugi hennar fundin sek samkvæmt þessum lögum eftir að eiginmaður kon- unnar hafði komið snemma heim frá vinnu og heyrt hávær- ar stunur úr svefnherberginu sínu. Hann ruddist síðan inn með myndavél að vopni, náði að taka myndir af parinu í eld- heitum leik og fékk þær metn- ar sem fullgild sönnunargögn. England Lögum samkvæmt mega karl og kona ekki beita hvort annað ofbeldi til að örva ástar- leiki í Englandi þótt bæði gangi fús til leiks og frá honum aftur. Til að hægt sé að stefna þeim verðurþó þriðji aðilinn að verða vitni að aðförunum eða annað hvort að játa misgjörðir slnar. Þótt undarlegt kunni að virðast gerðist það síðasttalda árið 1971 þegar maður í vitna- leiðslum hjá lögreglunni út af alls óskyldu máli fór að stæra 'sig af eins og hálfs árs gömlum ástarleik við lögregluþjóna sem hlustuðu af athygli á og skrif- uðu hjá sér punkta. Sem þeir síðan létu í hendur dómara sem dæmdi manninn til refs- ingar. Jórdanía Samkvæmt nýlegum laga- ákvæðum, sem byggð eru á sharia (íslömskum lögum), skal refsing þeirrar stúlku, sem kall- ar skömm yfir ætt sína með því að ræða við, kyssa eða fara I gönguför með karlmanni vera sú, að hún skal látin falla ofan I brunn — helst af öllu af föð- ur hennar eða bróður. Pakistan Árið 1985 var blindri stúlku, Safiu, nauðgað af vinnuveit- anda sínum og syni hans. Níu mánuðum síðar eignaðist hún barn og var þar með orðin hór- kona samkvæmt íslömskum lögum. Þegar réttað var í máli hennar féllst dómarinn ekki á að hún hefði ekki getað þekkt þá sem réðust á hana þrátt fyr- ir að hún væri blind og dæmdi hana til fimmtán vandarhögga og þriggja ára fangelsis. Nauðgararnir sluppu við ákæru og dóm. Kína Sökum fólksmergðar og til- rauna ríkisins til að hafa stjórn á barnsfæðingum er hart barist gegn óskipulögðu kynlífi í Kína. Árið 1986 var Xhamb Xing, 26 ára poppari, dæmdur til þriggja ára fangelsisvistar fyrir að æsa ungt fólk upp til óláta. Raun- veruleg sök hans var að hafa gert tvo kvenáhangendur sína ólétta. lUýja-Gínea Meðal Sambia-ættbálksins er öllum drengjum ætlað að vera kynferðisleg leikföng sér eldri manna. Þegar þeir hafa náð einhverjum þroska þröngva karlmenn ættbálksins sér upp á þá. Hæfileiki drengj- anna til að sjúga er í hávegum hafður og það er trú ættbálks- ins að sæði eldri mannanna hjálpi þeim að vaxa og dafna. m m Wyoming, Bandaríkjunum Það er glæpur í Wyoming að hvetja einhvern til að fróa sér. Þetta sérstæða bann er hugsað til þess að hefta útbreiðslu klámvarnings hvers konar, en Hæstiréttur Bandaríkjanna hef- ur staðið gegn ýmsum bönnum á framleiðslu og dreifingu klámfengis efnis og vísað þar til tjáningarfrelsisákvæða stjórnarskrárinnar. é \. Fi Astralía Samkynhneigð er enn bönn- uð með lögum í norðurhéruð- unum en þó ekki jafn kyrfilega og í Queensland þar til fyrir fá- einum árum. Þá voru í gildi lög sem heimiluðu barþjónum að neita mönnum um afgreiðslu ef þeir töldu þá vera full homma- lega fyrir þeirra smekk. Washington DC, / Israel Sádí-Arabía Kansas, Bandarikjunum Samkvæmt ísraelskum laga- Ásamt Iran hefur hið ís- Bandaríkjunum Það er glæpur í höfuðborg ákvæðum, sem sótt eru í lamska konungsveldi Ibn- Samkvæmt reglugerðum Bandaríkjanna að hafa munn- Sviss kennisetningar rabbía, er það Sauds stífustu kynlífslöggjöf í Kansas eru víbratorar, gervipík- mök og gildir þá einu hvort 1 sumum katónum er ógiftu ögrun af hálfu konu ef hún fer heimi. Framhjáhald er að sjálf- ur og „allur varningur sem sér- viðkomandi er gefandi eða fólki bannað að búa saman og ein að þvælast á puttanum. sögðu bannað með lögum og Iran staklega er framleiddur til að þiqqjandi. Eins oq laqatextinn í St. Gallen einni eru um 20 Með því er hún í raun að bjóða það er næstum daglegur við- Ijúní 1989 voru tvær konur örva kynfæri" bannaður í fylk- segir þá er bannað „að hafa ung pör dæmd í sektir og óskil- sig öllum karlpeningi sem á burður að fólki sé refsað fyrir og fjórir menn grafnir í jörð inu. Þessari reglugerð hefur ónáttúruleg mök þar sem kyn- orðisbundið varðhald á hverju leið um og í raun að vera að það með vandarhöggum á upp að öxlum, hettum brugðið verið framfylgt af nokkurri færi einnar persónu komast í ári fyrir þessa sök. Lög þessi segja þeim að koma og taka torgum úti. En það er líka yfir það sem upp úr stóð og hörku. Til dæmis var maður snertingu við munn eða enda- eru fremur óvinsæl, sérstaklega það sem þeir vilja. Átján ára glæpsamlegt ef kona sést á loks grýtt til bana af lýðnum. sektaður um háar fjárhæðir ár- þarm annarrar persónu". í Ijósi þess að ef þau eiga að ísrealskur hermaður var af gangi án andlitsblæju með Konunum var gefið að sök að ið 1982 fyrir að hafa selt upp- Hæstiréttur staðfesti þessi lög hafa áhrif krefjast þau þess að þessum sökum fundinn saklaus manni sem hún er ekki gift. hafa boðið blíðu sína fala. blásna kvenmannsbelgi í póst- árið 1986 þegar tilraun var nágrannar uppljóstri hver um af nauðgun á stúlku sem hann Refsingin við því er fangelsis- Mennirnir að hafa falast eftir verslun. gerð til að hnekkja þeim. annan. rakst á á þjóðveginum. vist. henni.

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.