Helgarpósturinn - 20.07.1995, Blaðsíða 8
8
FIM M T Ú DAGu R"20TTJ ÚIT l'1 '99T5
Iú lítur allt út
fyrir að eng-
inn muni
bjóða sig fram til
varaformanns í Al-
oýðubandalaginu en
frestur til að gefa
kost á sér rennur út
þann 27. þessa mán-
aðar. Háværar raddir
voru uppi meðal
flokksmanna úr
mörgum kjördæmum
að skora á Valþór
Hlöðversson, bæjar-
fulltrúa í Kópavogi, í
embættið. Hann mun
hafa hugsað málið
lengi en afráðið að
gefa ekki kost á sér
vegna anna við fyrir-
tæki sitt, Athygli hf.
Komi ekkert fram-
boð fram áður en
frestur rennur út
verður kosið til vara-
formanns á lands-
fundinum og er þá
líklegast að það
þeirra MARGRÉTAR
Frímannsdóttur og
Steingríms J. Sigfús-
SONAR sem tapar for-
mannskosningunni
verði varaformað-
Opið bréf Gottskálks Ólafssonar I Helgarpóstinum
Þann 7. júlí síðastliðinn var
fjallað um atvik er gerðist við
tollleit í Leifsstöð við komu
knattspyrnuliðs Keflavíkur, eftir
leik liðsins í undankeppni Evr-
ópukeppni félagsliða. Sér undir-
ritaður enga ástæðu til að tíunda
atvik þess máls.
Það sem hér er ætlunin að
vekja athygli á, er að í fyrrnefndri
„frétt“ Helgarpóstsins, sem ber
titilinn „Blindfullur iðrunar“,
kemur fram, að Gottskálk Ólafs-
son, faðir eins leikmanna Keflav-
íkurliðsins, hafi sem yfirmaður
Tollgæslunnar, staðið í „dyrun-
um“ og hleypt leikmönnum liðs-
ins þar í gegn óáreittum, með
töskur fullar af áfengi. í fréttinni,
sem ritstjórn Helgarpóstsins
taldi eðlilegt að hefði stöðu sem
„frétt vikunnar", sagði m.a.; „Þeir
sem til þekkja vita að markmað-
ur Keflavíkurliðsins er enginn
annar en Ólafur Gottskálksson,
sem er svo vel feðraður að faðir
hans er yfirmaður Tollgæslunn-
ar. Því voru leikmenn Keflav-
íkurliðsins hlaðnir áfengi og
Gottskálk stóð í dyrunum og veif-
aði sínum mönnum glaðbeittur
sem gengu inn óáreittir“. Undir-
ritaður, vill nú fyrir hönd Gott-
skálks Ólafssonar, taka fram eft-
irfarandi staðreyndir vegna
þessarar „fréttar": Gottskálk er
aðaldeildarstjóri Tollgæslunnar
á Kefiavíkurflugvelli. Á þeim degi
sem hér um ræðir, var hann hins
vegar ekkií vinnu. Þess ber einn-
ig að geta, að hann tók ekki á
móti syni sínum í flugstöðinni.
Hann var því ekki staddur í flug-
stöðinni þegar umrætt atvik átti
sér stað, hvorki við vinnu sína né
af öðrum ástæðum. Starfsmenn
Helgarpóstsins höfðu aldrei sam-
i ri A nó A r r\
komast að sannleikanum í mál-
inu. Eru því efnisatriði ofan-
greindrar fréttar, að því er varð-
ar meintar athafnir Gottskálks,
algjör uppspuni frá rótum og enn
eitt dæmið um þau vinnubrögð,
sem því miður hafa einkennt
starfsemi Helgarpóstsins. Sam-
kvæmt framansögðu, er enginn
fótur fyrir fullyrðingum Helgar-
póstsins. Ætti því í raun ekki að
þurfa að svara þeim á opinber-
um vettvangi. Þar sem um er að
ræða áburð um alvarlega van-
rækslu í opinberu starfi, þykir
hins vegar ekki hjá því komist að
óska birtingar á þessari grein.
Einnig er rétt að taka fram, að
Gottskálk íhugar nú hvort efni
séu til að vísa málinu til umfjöll-
unar ákæruvalds og dóm-
stóla.Að lokum þetta: Gagnrýnin
fjölmiðlaumfjöllun og rannsókn-
ovKI 'íA'imonnol/'i nvu
lagi.Tjáningafrelsi einstaklinga
og fjölmiðla eru meðal mikilvæg-
ustu réttinda í samfélagi manna.
Þessu frelsi fylgir hins vegar mik-
il ábyrgð. Af þessum sökum, ber
að virða þetta frelsi en ekki mis-
nota það. í íslensku samfélagi
hafa fjölmiðlar almennt staðið
undir þessari ábyrgð með mikl-
um myndarskap. Sá fjölmiðill
sem hér um ræðir, hefur hins
vegar með fréttaflutningi sínum,
ítrekað sýnt fram á slíkt ábyrgð-
arleysi að engu tali tekur og kom-
ið óorði á hugtakið rannsóknar-
blaðamennsku. Þegar slíkt
ábyrgðarleysi ríkir, eru íslenskir
þegnar af augljósum ástæðum
veikburða fórnarlömb þess hátt-
ar fréttaflutnings.
Með fyrirfram þökk fyrir birt-
ingu,
VIRÐINGARFYLLST, F. H.
Talaðu við okkur um
BÍLARÉTTINGAR
BÍLASPRAUTUN
10
b
London 26.140 Belfast 21.140
öll gjöld innifalin i verði
Sölustaðir:
Ferðaskrifstofan Alis, sími 565-2266
Ferðaskrifstofan Ferðabær, sími 562-3020
Ferðaskrifstofa Reykjavíkur, slmi 562-1490
Ferðaþjónusta bænda, sími 562-3640
Ferðaskrifstofa Stúdenta, sími 561-5656
Norræna ferðaskrifstofan, simi 562-6362
EMERALD AIR
- lengra fyrir lægra verð
i