Helgarpósturinn - 20.07.1995, Blaðsíða 11

Helgarpósturinn - 20.07.1995, Blaðsíða 11
Fl IvllvITU DAGu R 2Ö7TJ u tl 1995 \ 11 Stigvaxandi óánægja með störf Sigurðar Guðmundssonar, formanns Félags starfsfólks, í veitingahúsum emsog heimaríkur hundur" í gær var haldinn aðalfundur hjá Félagi starfsfólks í veitinga- húsum, um það bil þremur mán- uðum of seint, samkvæmt lögum félagins, sem kveða á um að aðal- fundur sé haldinn fyrir lok apríl ár hvert. Þetta var reyndar fyrsti aðalfundur félagsins i tæp tvö ár því síðasti aðalfundur var í okt- óber 1993. Mikil óánægja kom fram á fundinum með ýmislegt í starfsemi félagsins en formaður þess, Sigurður Guðmundsson, hef- ur löngum verið umdeildur. Sigurður hefur gegnt starfi for- manns Félags starfsfólks í veit- ingahúsum í um það bil 15 ár en hann er einnig framkvæmda- stjóri Lífeyrissjóðs starfsfólks i veitingahúsum. Samkvæmt heim- ildum blaðsins hefur verið stig- vaxandi óánægja með starfs- hætti Sigurðar síðustu ár en hann þykir vera mjög einráður og hafa lítið samráð við stjórn fé- lagsins. HEFUR BÁÐIÐ ÖLL BORIU SIIU TIL STARFA Meðal þess sem bent hefur verið á er að Sigurður fer algjör- lega sínar eigin leiðir þegar kem- ur að því að ráða starfsfólk til fé- lagsins og ákveða kjör þess. Þannig hafa til að mynda öll þrjú börn Sigurðar verið á launaskrá hjá félaginu og lífeyrisjóðnum um iengri eða skemmri tíma, en um þessar mundir starfar þar sonur hans og tengdasonur við ýmis störf. Einnig þykir ráðning Guðbjörns Jónssonar, sem oft hef- ur verið nefndur félagaskelfir, dæmigerð fyrir vinnubrögð Sig- urðar en þeir félagar hittust meðan báðir dvöldu sér til hressingar á heilsuhælinu í Hveragerði. Mun Sigurði hafa lit- ist svo vel á Guðbjörn að hann réð hann umsvifalaust til starfa. Annað atriði sem tengist skyldmennum Sigurðar og þykir umdeilanlegt er sala á bifreið fé- lagsins fyrir nokkrum árum. Bif- reið þessi var af tegundinni Su- baru Legacy og hafði Sigurður haft hana til umráða ailt þar til hann seldi hana bróður sínum án þess að hafa um það samráð við stjórnarmenn, hvorki um söluverð né hvort yfirhöfuð ætti að selja bifreiðina. FEKK LOGFRÆÐIALIT ASII HAUSIIURI Heimildarmenn blaðsins segja að skýringuna á háttarlagi Sig- urðar sé eflaust meðal annars að finna í því hversu lengi hann hef- ur verið formaður félagsins, eða eins og einn heimildarmanna orðaði það: „Hann er orðinn eins og heimaríkur hundur sem finnst hann ekki þurfa að taka til- lit til eins eða neins nema eigin skoðana.“ Sami heimildarmaður nefndi sem dæmi að í fyrra hafi Sigurður meinað einni starfs- konu á skrifstofu félagsins að hefja störf að loknu sex mánaða barnseignarleyfi og sagt að það væri betra ef hún kæmi ríflega tveimur mánuðum seinna til starfa en hún ætlaði sér. Konan undi því ekki að vera þann tíma launalaus og sneri sér til Bryndís- ar Hlöðversdóttur, lögfræðings ASl, sem benti á að Sigurði væri ekki stætt á því að banna henni að hefja störf. í kjölfar þess mætti umrædd starfskona til vinnu en fékk ekki að fara í þau verkefni sem hún hafði áður gegnt, þar sem sonur Sigurðar Skrifstofur Félags starfsfóiks í veitingahúsum. Sigurður Guðmundsson hefur verið formaður félagsins um árabil en hann hefur meðal annars sett öll börn sín á launaskrá hjá félaginu. hafði tekið þau yfir. Þessi kona er nú hætt störfum hjá félaginu en heimildir blaðsins herma að hún hafi ekki talið sér vært þar lengur vegna framkomu Sigurð- ar. Innan vébanda Félags starfs- fólks veitingahúsa eru að jafnaði um það bil 1.000 manns en mikið rót er yfirleitt á félagsmönnum sem margir hverjir staldra stutt við í vinnu á veitingastöðum. Mæting á aðalfundi hefur alltaf verið dræm og sagði einn félags- manna í samtali við blaðið að áhugaleysi hins almenna félags- manns væri aðallega um að kenna hversu lengi Sigurður hef- ur tollað í starfinu. Þegar haft var samband við Sigurð á meðan vinnslu fréttar- innar stóð brást hann hinn versti við og sagðist ekki hafa upplýsingaskyldu gagnvart blaðamanni og vildi ekkert láta hafa eftir sér um málavexti. ■ Kauptu blaö og ffáöu bil Gerist áskrifendur að Mánudagspóstinum og Helgarpóstinum og takið þátt í áskrifendahappdrætti. í ágúst verður þessi glæsilegi hálfsjálfskipti Renault Twingo að verðmæti 968.000 krónur dreginn út Allir áskrifendur - gamlir og nýir - eiga jafna möguleika á að eignast þennan bíl fýrir áskriftarverðið - 999 krónur á mánuði. Pósturmn Ódýrasta fréttablaðið á landinu, það hraðasta, sprækasta og langskemmtilegasta. PÖsturihn Fjölbreytt blanda af fréttum, úttektum, greinum, viðtölum og skemmtiefni. Ungt blað og lifandi. Suðurlandsbraut 14 Sími 568 1200 & 581 4060 ath. ATHUGASEMD Kristín Ástgeirsdóttir hafði samband við rit- stjórn PÓSTSINS og vildi koma því á framfæri vegna fréttar blaðsins síð- asta mánudag að hún hafi þegið boð franska sendi- ráðsins á bastilludaginn í fyrra. Því séu staðhæfing- ar um að mótmæli hennar við kjarnorkutilraunum Frakka hafi verið hjákát- ieg, úr lausu lofti gripnar. AFSÖKUNAR- BEIÐNI f Morgunpóstinum birt- ust ógætileg ummæli um Dag heitinn Sigurðarson og Ástu Sigurðardóttur rit- höfund fimmtudaginn 6. júlí 1995 í grein sem bar yfirskriftina „Skrítin borg Reykjavík". Morgunpóst- urinn harmar þau ummæli er hér um ræðir, þau eiga ekki við nokkur rök að styðjast og eru fráleit þegar hugað er að högum beggja á umræddu tíma- bili. Milli beirra tveggja, Dags og Ástu, var aldrei slíkt samband sem við- mælandi blaðsins gaf í skyn.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.