Helgarpósturinn - 20.07.1995, Blaðsíða 25

Helgarpósturinn - 20.07.1995, Blaðsíða 25
[FIWlMT0D7fG0R'20TDdCri,9Tg,5' f V m J € J < J é é é r Helgarpóstsannáll ársins 1980 Það var fvrir Á sínum tíma voru í Helg- arpóstinum greinar og smá- fréttir um sitthvað sem engu máli virtist skipta en hægt var að hafa gaman af. Sumt af því virðist sérdeilis hallærislegt í dag - og ef til vill þess vegna segir það okkur ansi mikið um hvað fólki fannst fínt og ófínt, hvað eftirsóknarvert og hvað púkó, hvað kítlandi og spennandi fyrir fimmtán árum. IUYR FORSETI Mál málanna þetta árið snerist um fyrirhugaðar forsetakosning- ar. Helgarpósturinn gerði sitt besta til að gefa lesendum sínum sem gleggsta mynd af persónu- leika frambjóðandanna. Þeir voru settir í yfirheyrslu hjá Guðmundi Árna Stefánssyni rannsóknarblaða- mcmni og komu fram í nærmynd- um og viðtölum. í yfirheyrslu sagði Vigdís Finn- bogadóttir áhugamál sín vera börn og bækur og sá ástæðu til að taka fram að sér hefði aldrei verið legið á hálsi fyrir að vera helgislepjuleg. Helgarpósturinn hugðist kanna hvort helgislepja fyndist í fari frambjóðendanna og lagði fyrir þá nokkrar fremur óhefðbundnar spurningar. Albert Guð- mundsson og Pétur Thor- steinsson neituðu að svara, en Guð- laugur Þorvaldsson og Vigdís sáu ekki ástæðu til að sitja hjá og svör þeirra einkenndust af léttleika. Vigdís sagðist hafa orðið hrædd- ust þegar hún fæddist og sá að hún þyrfti að lifa sjálfstæðu lífi. Guðlaugur sagði það fyrstu elli- mörk á mönnum ef þeir gætu gengið niður Laugaveginn án þess að verða skotnir í einhverri blómarósinni á leiðinni. arum LÆTI HJA KROTUM &.ALLA- BOLLUM Kjartan Jóhanns- son var kosinn for- maður Alþýðu- flokksins. í nær- mynd af hinum nýja formanni spurði Guðmund- ur Árni: „Er Al- þýðuflokkurinn að kjósa sér foringja til næstu ára- tuga á flokksþinginu á morgun eða verður hann fórnarlamb örra breytinga á næstu árum?“ Ónefnd- ur flokksstjórnarmaður Alþýðu- flokks sagði í sömu nærmynd: „Kjartan Jóhannsson á allt annað en auðveldan tíma framundan.“ Sú spá rættist, fjórum árum síðar hafði Jón Baldvin Hannibalsson velt honum úr sessi. Svavar Gestsson var sama ár kos- inn formaður Alþýðubandalags- ins. í nærmynd blaðsins kom fram að hann væri vinsæll maður sem nyti mikils stuðnings innam flokksins. Ónefnd- ur flokksmaður hreytti þó ónotum og sagði: „Hann er hrokafullur kommúnisti og hefur patent lausnir á öllu.“ DÁÐUR BISKUP Af þeim fjölda manna sem komust í nærmynd blaðsins þetta ár fékk enginn betri einkunn frá samferðamönnum sínum en Sigur- björn Einarsson biskup sem þá sat síðustu mánuði sína í embætti. Þar var lítið lát á fögrum lýsingar- orðum: „Fluggáfaður, með afbrigð- um ritfær og vel máli farinn... að hugðarefnum djúphugulastur okk- ar“, „ákaflega hugljúfur og elsku- legur, þýður og hlýr“, „orðsins mesti maður sem við höfum átt í klerkastétt og afburðamaður í öll- um samskiptum.“ Einnig kom fram að styrkur biskups í málflutn- ingi byggðist á „djúpum mannsk- ilningi, fágætri orðsnilld, heitum hug og víðtækri menntun". UMDEILDASTI MAÐUR ARSIIUS Frakkinn Patrick Gervasoni varð umdeildasti maður landsins þegar hann baðst pólitísks hælis á íslandi eftir að hafa neitað að gegna her- þjónustu í heimalandi sínu og átti yfir höfði sér fangels- isvist fyrir vikið. í viðtali sínu við Helgapóstinn sagð- ist hann hafa haldið að ís- lenska þjóðin væri opin og gestris- in. Viðtalið einkenndist af von- brigðum Gervasoni sem virtist hafa gert sér grein fyrir því að von- laust væri að hann fengi skjól hér á landi. Geirfinnsmálið komst aftur í sviðsljósið þegar Erla Bolladóttir dró til baka fyrri framburð sinn í sakamálinu og skýrði ástæður þess í ítarlegu viðtali í Helgarpóst- inum. Sævar Ciesielski sendi sama ár frá sér bókina Stattu þig dreng- ur og einn af dálkahöfundum blaðsins, Heimir Pálsson, skrifaði snarpa grein um það tómlæti sem ásökunum Sævars hefði verið sýnt. TOPPMEIUIU ARSIIUS 2000 Helgarpósturinn leitaði álits nokkurra manna á því hvaða ein- staklingar yrðu mest áberandi í ís- lensku þjóðfélagi árið 2000. Kjartan Ólafsson ritstjóri Þjóðvilj- ans nefndi þá Ásmund Stef- ánsson, Jón Baldvin Hanni- balsson, Davíð Oddsson, Friðrik Sophusson, Björn Bjarnason og Pál Pétursson. Einnig Ellert Schram sem hann sagðist álíta lipran stjórnmálamann. Álitsgjafar frá hægri væng stjórnmála nefndu Kjartan Gunnarsson, Þorstein Pálsson, Eið Guðnason, Sig- hvat Björgvinsson, Halldór Ásgríms- son, Guðmund G.Þórarinsson og Jón Orm Halldórsson. í viðskiptageiranum voru nefnd nöfn Kristjáns Ragnarssonar, Sigurð- ar Helgasonar, Ragnars Önundarson- ar, Magnúsar Gústafssonar, Ingjalds Hannibalssonar og Vals Valssonar. Aðalsteinn Ingólfsson valdi menn- ingarstjömur ársins 2000. Áskel Másson, Karólínu Eiríksdóttur og Ein- ar Jóhannsson taldi hann stærstu framtíðarnöfn tónlistarinnar. í myndlist nefndi hann Magnús Kjartansson, Guðrúnu Ragnarsdóttur og Guðjón Ketilsson. í bókmenntum þau Pétur Gunnars- son, Ólaf Hauk Sím- onarson, Kjartan Ragnarsson, Anton Helga Jónsson og Steinunni Sigurðar- dóttur. Og í kvik- myndageiranum sá Aðalsteinn bjarta framtíð þeirra Ágústs Guð- mundssonar, Þráins Bertelssonar, Egils Eðvaldssonar og Hrafns Gunnlaugs- sonar. TÍSKULITURinilU VAR VIIURAUÐUR Gulli í Karnabæ sagði lesendum Helgarpóstsins að þetta árið vildu allir ganga i vínrauðum flíkum. Blaðið gat þess að tískusýningar væru „orðnar jafn sjálfsagður lið- ur í hvers konar hátíðarhöldum og einsöngur við píanóundirleik var áður fyrr.“ Helgarpóstsmenn gengu niður Laugaveginn og töldu fimmtíu tískuverslanir á Lauga- veginum og Austurstræti. KOMIÐ ÚR FELUM Samtökin 78 voru tveggja ára og einungis þrjár lesbíur voru í sam- tökunum. Helgarpósturinn náði tali af fjórum meðlimum samtak- anna. Helgi Magnússon var sá eini þeirra sem vildi koma fram undir nafni. Hann sagði: „Það má segja að við séum ein af mörgum huldubörn- um þjóðfélagsins og erum hægt og rólega að koma fram í dags- ljósið.“ Meðal ónefndra borgara sem blaðið spurði álits á hómó- sexúalisma var fimmtíu og sex ára karlmaður sem sagði:“Ég hef viður- styggð á þessu fólki. Hvað yrði um mannkynið ef svona nokkuð breiddist út?“ Og nítján ára stúlka sagði: „Það er sjúkt bæði líkam- lega og andlega og ég óttast að slíkur sjúkdómur, eins og svo margir aðrir, sé smitandi.“ BÆKUR ÁRSIIUS Meðal bóka sem komu út þetta árið var Ljóstollur eftir Ólaf Gunn- arsson, Læknamafían eftir Auöi Haralds, Haustvika, fyrsta bók Ás- laugar Ragnars, Pelastikk eftir Guð- laug Arason sem blaðið sagði lang- bestu söguna eftir ungan höfund þetta árið. Einnig komu á markað Sagan af Ara Fróðasyni og Hug- borgu konu hans eftir Guðberg Bergsson, Galeiðan eftir Ólaf Hauk Símonarson, Haust í Skírisskógi eft- ir Þorstein frá Hamri og Þetta er ekkert alvarlegt, smásagnasafn eftir Fríðu Á Sigurðardóttur.Guðrún Helgadóttir hcifði líklega vinninginn yfir alla þessa höfunda með bók sinni Enn af Jóni Oddi og Jóni Bjarna. Heimkynni við sjó eftir Hannes Pétursson og Ljóð vega menn eftir Sigurð Pálsson voru ljóðabækur ársins. Gunnlaugur Ástgeirsson, bók- menntagagnrýnandi blaðsins, var ekki sæll með þróun mála í skáld- sagnageiranum. Hann bað um að skrifuð yrði saga um venjulega úti- vinnandi reykvíska húsmóður milli þrítugs og fertugs sem á venjulegan mann og fæst við venjuleg vandamál. Hann fór fram á að kona skrifaði þá bók. Gunn- laugur átti aðrá uppskrift sem hann vildi að kona tæki að sér að vinna úr. Þar átti að fjalla um nú- tíma sveitakonu eða venjulega húsmóður í litlu sveitaplássi og enn átti að fjalla um daglegt amst- ur hennar. SKELFIR VIÐKVÆMRA SALA Hrafn Gunnlaugsson kom mörg- um viðkvæmum sálum úr jafn- vægi þegar mynd hans Óðal feðr- anna var frumsýnd. „Það eru bara konur með frosið hold sem sjá kvenfyrirlitningu úr þessari mynd,“ sagði hinn snöfurlegi leik- stjóri. „...hún er of ýkt“ sagði kvik- myndagagnrýnandinn Guðlaugur Bergmundsson, en listagagnrýni blaðsins á þessu ári telst varla hafa verið mjög hvöss eða bein- skeytt og það var mjög í samræmi við hana að endað var á að segja: „...gallalaust verk er hún ekki en á vafalaust eftir að vekja umræður.“ SAMTÖK BUBBA Bubbi Morthens var tuttugu og þriggja ára, kallaður neðanjarðar- söngvari, og var að hljóðrita sína fyrstu plötu sem átti að fá nafnið Hve þungt er yfir bænum. Hann sagði í viðtali að einú samtökin sem hann tryði á væru samtök far- andverkafólks og rauðsokkuhreyf- ingin. ■ Þorbergur Grétar Helgason, VARÐSTJÓRI Á BÚEHJM „Helgin var helvíti góð, veðrið var geðveikt og allt troðfullt á tjaldstæðunum. Það voru í raun- inni alltof margir hérna, eina ráðið fyrir mig var að fara niður á sandana og kveikja þar bál svo fólkið gæti skemmt sér án þess að ganga of nærri gróðrinum. Auðvitað voru margir með bölv- að vesen og vandræði en maður reynir að hafa stjórn á liðinu; það er samt alltaf erfitt að vera innan um drukkið fólk þegar maður drekkur ekki sjálfur. Ég var búinn að reyna að fá Geir- mund hingað að spila en það var ekki tekið vel í það. Ég vona bara að hann spili hér í grennd- inni fljótlega því það eina sem vantaði um síðustu helgi var al- mennileg sveifla." Kristján Svav- arsson, iðnaðarmaður á ísafirði. „Þetta var góð helgi, hér voru böll náttúrlega; Tweety og Sco- bie spiluðu. En þú ert viku á und- an öllum látunum því ísafjarðar- hátíðin er um næstu helgi og þá verður auðvitað allt á útopnu, dag og nótt." Marteinn Kristinsson, forstöðu- MADUR LAUGARDALSLAUGAR „Helgin var sólrík og heit. Það komu yfir 6000 manns hingað svo það er óhætt að segja að það hafi verið troð- ið. Við erum nógu mörg að vinna hérna til að geta sinnt öllum en ef fólk er hér stóran hluta dagsins þá myndast oft teppur sem geta verið erfiðar." Starsfmenn brauðgerdarinnar Krútt, Blönduósi Helgin var mjög góð, annasöm en góð. Það er alveg klárt mál að hér var mesta viðkoma fólks um langt skeið. Og það var velkomið því það hefur verið skortur á ferðamönnum hér sökum veðurs. Þessi mikla umferð var fyrst og fremst í tengslum við unglingalandsmótið sem Ungmennasamband Húnvetninga hélt um helgina; eins og á öllum landsmótum var mikið fjör." Lögreglan í Keflavík „Ég held að helgin hafi verið róleg, dagbókin sýnir ekki annað. Annars var Sirkusinn á fótboltavellinum og eitthvert annað tívolí-system fyrir ut- an Samkaup. Þetta fór allt saman mjög vel fram,.held ég." Húsvörðurinn í Freyvangi, Eyjafirði „Við höfðum það gott um heigina. Það var svo sem ekkert afslappelsi því Sálin hans Jóns míns spilaði hér á laugardagskvöldið, ætli það hafi ekki verið um 400 manns sem komu hingað, það var allt stútfullt og endaði með því að við urðum að opna upp á gátt og hleypa öllum inn, það var al- veg brjálað. Samt sem áður var þetta mjög Ijúft." JÓNAS HALLGRÍMSSON hjá Austurfari, Seyðisfirði „Helgin var bara fín, það markverðasta sem gerðist var að stórt skemmtiferða- skip staldraði við hér í firðinum. Það hefur verið mikill straumur ferðamanna hér í sumar enda tvö- til þrefaldast fólksfjöld- inn þegar ferjurnar koma hingað. Þeir sem komu hingað um helgina voru í regn- kápunum sínum því það var hráslagi og rigning, það var óvenjulegt því það hefur verið blússandi hiti hér dag eftir dag." Ævar Þórisson, framkvæmdastjóri Golfvallar Vestmannaeyja „Helgin var mjög skemmtileg, það var auðvitað heill hellingur að gerast. Við vorum með hjóna- og parakeppni hérna og síðan hið árlega Tanngolf þar sem um 50 tannlæknar kepptu. Það var svona sýni- horn af íslenskri veðráttu hér, menn gátu skolað svolítið af regnhlífunum sínum. Eftir mótið var svo matarveisla og rosalegt ball á eftir." Leon tekur upp þráðinn þar sem frá var horfið á föstudaginn á Blúsbarnum. Gömlu brýnin halda áfram þar sem frá var horf- ið í Danshúsinu, Glæsibæ. Hálft í hvoru spila loka- tónleika sína á Kaffi Reykjavík. Regnbogadúettinn á Sólon Islandus. Diskó í Leikhúskjallaran- um eins og síðastliðin laugardagskvöld. Einar Vilberg spilará gít- ar og syngur á Café Royal. Out of space enn og aft- ur á Café Amsterdam. Jón Ingólfsson skemmtir aftur á Fógetanum. Sálin hans Jóns míns leikur á Lónsgleði í íþrótta- húsinu á Höfn í Hornafirði ásamt hljómsveitinni Kor- máki. SUNNUDAGUR Píanó og sax Kjartan Valdemarsson og Jóel Páls- son leika listir sínar fyrir gesti Jazzbarsins. Jón Ingólfsson skemmtir í síðasta sinn á Fógetan- um. SVEITABÖLL Dropinn, Akureyri Hljómsyeitin Lipstikk held- ur „Útgáfupartý norðan heiða" á föstudagskvöldið. Sjallinn, AkureyriGCD verða aðalnúmerið á Bylgjuballinu í Sjallanum á laugardagskvöld. Valaskjálf, Egilsstöðum Á föstudagskvöldið kemur trúbadorinn Bjarni Þór fram en á laugardagskvöld verður ball með Sólstrand- argæjunum sem eru búnir að vera að hita upp fyrir SSsól í sumar. Félagsheimilið Hnífsdal Það klikkar ekki laugar- dagskvöld með SSSól. Krúsin, Isafirði Bítla- hljómsveitin Sixties leikur Bítlalög á (safjarðahátíð- inni um helgina. Kántrýbær Lipstikk spilar í Kántrýbæ á laugardags- kvöldið og þá er aldrei að vita nema að Hallbjörn smelli sér í pönkið með þeim félögum. Sjallinn, fsafirði Snigla- bandið verður með sextán ára ball á föstudagskvöldið en átján ára ball á laugar- dagskvöld. Hótel Mælifell, Sauðár- krókiGCD, með Rúnar og Bubba í broddi fylkingar, á föstudagskvöld. Betri stofan, Hótel Sel- fossi Dúndrandi harm- onikkufjör á laugardags- kvöldið á Selfossi. Miðgarður, Skagafirði Ball með sveitaballahljóm- sveitinni Stjórninni á laug- ardagskvöld.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.