Helgarpósturinn - 20.07.1995, Blaðsíða 7

Helgarpósturinn - 20.07.1995, Blaðsíða 7
7 |FIMMT^Dm?0Rw2T0TT)^J^:^1r9'9’5, Sterkari bjór kominn á markað: Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri hélt lokaðan fund fyrir nokkru með fólki úr félagshyggjuflokkunum. Röbbuðu þau um mögulega sameiningu flokkanna. felldasta frétt GELDIÐ ÞA Ógeðfelldasta frétt vikunn- ar hlýtur að vera af kvörtun ónefnds karlmanns til Jafnrétt- isskrifstofu vegna meintrar mismununar kynjanna í styrk- veitingum til hárkollukaupa. Tryggingastofnun hefur um árabil styrkt konur sem misst hafa hárið vegna læknisfræði- legrar meðferðar eða sjúk- dóma. Þessar konur hafa fengið greiddan 70 prósent af kostnaði við tvær hárkollur á ári með þvi skilyrði að ekki fari hærri upphæð en 10.000 krónurtil hárkollukaupanna. Nú vill umræddur karl að hann og kynbræður hans fái aðgang að sömu styrkveitingu vegna hárleysis af arfgengum orsökum. Hvað er eiginlega að þessum manni? Hefur eng- inn bent honum á að margir af helstu stórsjarmörum kvik- myndanna hafa verið bersköll- óttir? Telly Savalas heitinn, sem varð þekktastur fyrir túlk- un sína á hinum harðskeytta, sleikjósjúgandi lögreglumanni Kojak, er einn úr þessum flokki og Yul Brinner er ann- að sköllótt glæsimenni sem var stórtækurtil kvenna áður en hann hvarf á vit feðra sinna. Ef nefna á hárlaus, nú- lifandi kyntröll, er auðvelt að benda á Sean Connery, sem konur fullyrða að verði sífellt þokkafyllri með fækkandi hár- um og fjölgandi árum, og ekki þykir Bruce Willis neitt slor, en hann gengur bersköllóttur með Demi Moore, eina flott- ustu konu heims, upp á arm- inn. En það er ekki eins og það þurfi að fara alla leið til Holly- wood til þess að finna sköll- ótta töffara. Ragnar Hall- dórsson, fyrrverandi forstjóri Álversins, ber gælunafnið ál- skalli með reisn og þykir flott- ur og langt er síðan rithöfund- urinn og málarinn Hallgrím- ur Helgason týndi sínum lokkum en hann á sér harð- skeyttan aðdáendahóp af veikara kyninu. Af þessari upptalningu má vera Ijóst að sköllóttir karl- menn þurfa ekki að óttast samkeppnina við hærða kyn- bræður sína frekar en þeir sjálfir kjósa. Þeir sem óttast hana eru ekki sannir karl- menn. Þeim má benda á að það er löngu kunn læknis- fræðileg staðreynd að hægt er að stöðva hárlos karla með því að fjarlægja eistu þeirra og ef til vill erTryggingastofnun frekar tilbúin að kosta slíka aðgerð einu sinni heldur en kaup á tveimur hárkollum á hverju ári. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri „Ingibjörg er sú kona í íslenskum stjónmálum sem hefur mesta leiðtogahæfileika og er jafnframt í fremstu röð íslenskra stjórnmálamanna hvað varðar rökræðuhæfileika. Auk þess hefur hún skynsamlegar hugmyndir sem er heldur sjaldgæft," segir Margrét S. Bjömsdóttir, sem sat fundinn. „Kostirnir eru skyn- semi, yfirvegun, réttsýni, greind og góðir stjórnunar- hæfileikar," segir Jóhanna Sigurðardóttir, Þjóðvaka. „Hún er afskaplega greind, getur verið mjög skemmti- leg og kann mjög vel að vinna. Ingibjörg er líka mjög sjarmerandi manneskja," segir Anna Ólafsdóttir Bjömsson, fyrrverandi þingkona Kvennaiistans. „Ég er afskaplega ánægður með Ingibjörgu og hennar störf. Ég treysti henni fyllilega í þetta mikilvæga starf sem hún er í og engum betur,“ segir Sveinbjöm Ein- arsson, tengdafaðir Ingibjargar. „Ingibjörg mætti vera meira áberandi, sýnilegri, í sínu starfi sem borgarstjóri. Stjómmálamenn verða stöðugt að stunda markaðsstarf með sig og sínar hugmyndir,“ segir Margrét S. Björnsdóttir. „Gallinn er sá að hún áttar sig ekki nægjanlega vel á því að hugmyndafræði Kvennalistans er of þröngur vettvangur fyrir hennar pólitísku skoðanir,“ segir Jóhanna Sigurðardóttir. „Hún hefur stundum tekið þátt í of mörgu og átt erfitt með að bremsa sig af. Hún kann ekki alltaf að segja nei, þótt það geti líka verið kostur,“ segir Anna Ólafsdóttir Björnsson. „Ég get ekki sagt neitt um það sem betur mætti fara,“ segir Sveinbjörn Ein- arsson, tengdafaðir Ingibjargar. Höskuldur veit ekkert; ATVR segir engan hafa umboðið en H. Ólafsson og Bernhöft segjast vera umboðsmenn. H. Ólafsson og Bernhöft, fyrir- tæki undir stjórn eiginmanns Svövu Bernhöft, innkaupastjóra ÁTVR, flytur inn Prins Christian bjór sem er sterkari en aðrir bjórar á markaðnum. „Ég hef ekki haft hugmynd um að þessir aðilar séu umboðs- menn fyrir þennan bjór. Reglurn- ar breyttust mun fyrr en Prins Christian kom á markað,“ sagði Höskuldur Jónsson, forstjóri ÁTVR, þegar hann var spurður hvort sú staðreynd, að fyrirtæki Arnar Bernhöft hafi umboð fyrir bjórinn, hafi haft þau áhrif að nú sé heimilt að flytja inn sterkari bjór en áður. Hafðir þú ekki hugmynd um að fyrirtæki Arnar Bernhöft hefði umboð fyrir Prins Christian? „Nei, ekki hugmynd um það, ekki hugmynd. Ert þú viss um að það sé rétt? Umboðsmenn hafa í sárafáum tilfellum samband við okkur. Þetta eru tilboð sem koma erlendis frá og oftast höf- um við samband við framleið- endurna og í þessu tilfelli er það örugglega aðili í Danmörku.“ Hjá innkaupadeild ÁTVR feng- ust þær upplýsingar að enginn umboðsmaður sé fyrir þennan bjór hér á landi. Þetta stangast algjörlega á við þær upplýsingar sem fengust hjá H. Ólafssyni og Bernhöft, en fulltrúi fyrirtækis- ins staðfesti að það hafi umboð fyrir bjórinn. HÖFUM EKKI LEITAÐ SKYRIIUGA „Þessi bjór er víst sterkari. Við höfum ekki ieitað skýringa á þessu, við erum ekki komnir það langt,“ sagði Jóhannes Tómasson, framkvæmdastjóri hjá Agli Skallagrímssyni, um þá stað- reynd að farið er að flytja inn sterkari bjór en framleiðendur og innflytjendur töldu að væri heimild fyrir að selja hér á landi. Þegar bjór var heimilaður, 1. mars 1989, var gengið út frá því að bjór mætti ekki vera sterkari en 5,6 prósent. Þetta staðfestir Jóhannes Tómasson og fyrrum stjórnendur Viking brugg. LESA EKKI .. OPINBER PLOGG „5,6 prósent var mark í upp- hafi þegar bjórsala var leyfð á Is- landi. Við tókum ekki til sölu sterkari bjór í verslununum. Við höfum hins vegar sérpantað sterkari bjór. Eftir að nýjar innkaupareglur tóku gildi, 1. mars 1994, var öll- um þessum mörkum sleppt. það má bjóða í reynslusölu bjór af hvaða styrkleika sem menn vilja. Hann kemst aðeins inn á aðal- lista að einhver vilji kaupa hann,“ sagði Höskuldur Jónsson. Nú hafa menn, sem rætt hefur verið við og starfa við fram- leiðslu og innflutning á bjór, ekki hugmynd um þessar breytingar. „Þær hafa verið birtar opin- berlega í Stjórnartíðindum. Það er þá vegna þess að menn lesa ekki opinber plögg.“ „Það hefur verið vilji til að selja sterkari bjór en vegna fyrir- mæla frá ÁTVR hefur það ekki verið gert. Til dæmis hefur verið vilji til að hafa sterkari bjór þeg- ar sérstök tilefni gefast, til dæm- is um Þorrann. Það töldu allir að það væri ekki heimilt. Þess vegna eru menn undrandi nú þegar eiginmaður innkaupastjór- ans fær að flytja inn sterkari bjór,“ sagði maður sem vildi ekki láta nafns síns getið vegna við- skipta sinna við ÁTVR. „Ég held að það séu ekki lög fyrir þessu, heldur einungis fyr- irmæli. Við álitum að það þýddi ekki að vera með sterkari bjór, það var búið að gefa út að það væri ekki leyft,“ sagði Jóhannes Tómasson. „Það hlaut að koma að þessu. Eflaust munum við ein- hvern tíma koma með sterkari bjór, við höfum varla undan því sem við erum að gera í dag, en eflaust einhvern tíma í framtíð- inni.“B að eiginmaður innkaupastjórans sé umboðsmaður fyrir sterka bjórinn. Debet Kredit

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.