Helgarpósturinn - 20.07.1995, Blaðsíða 22

Helgarpósturinn - 20.07.1995, Blaðsíða 22
FIMMTUDAGUR 17.30 Fréttaskeyti 17.35 Leíðarljós 18.20 Táknmálsfréttir 18.30 Ævintýri Tinna 19.00 Ferðaleiðir 19.30 Hafgúan 20.00 Fréttir & veður 20.35 Hvíta tjaldið Krúttleg Vala Matt kynnir sjón- varpsáhorfendum nýjar kvik- myndir og tekur viðtöl við leikar- ann Richard E. Grant og leik- stjórann Tim Sullivan. 21.05 Veiðihornið 21.10 Vinur krónprinsins Bresk mynd um einn umdeildasta glaumgosa 18. aldarinnar á Bret- landseyjum. Liz Taylor leikur vissulega í myndinni. 23.00 Ellefufréttir FÖSTUDAGUR 17.30 Fréttaskeyti 17.35 Leiðarljós 18.20 Táknmálsfréttir 18.30 Draumasteinninn 19.00 Væntingarog vonbrigði 20.00 Fréttir 8r veður 20.40 Sækjast sér um líkir 21.15 Lögregluhundurinn Rex 22.05 Útskúfun Frönsk mynd byggð á metsölu- bók eftir Guy Des Cars. Myndin segir frá konu sem hefur náð langt í lífinu en verður svo allt I einu holdsveik. Horfið og gremj- ist yfir ótrúlega óréttlátum örlög- um einnar manneskju. Fyrri hluti. 23.45 Lipstikk á tónleikum Upptaka frá tónleikum hljóm- sveitarinnar á Tveimur vinum I júni. Þeir sem misstu af konsert- inum geta nú tekið gleði sina á ný. LAUGARDAGUR 09.00 Morgunsjónvarp barnanna 10.50 Hlé 16.30 Hvíta tjaldið (e) Vala Matt óbreytt frá fimmtu- degi. 17.00 Mótorsport 17.30 Iþróttir 18.20 Táknmálsfréttir 18.30 Flauel 19.00 Geimstöðin 20.00 Fréttir & veður 20.35 Lottó 20.45 Simpson 21.15 Útskúfun Seinni hluti frönsku myndarinnar sem sýnd var á föstudaginn. 23.00 Svikamyllan Bandarísk snuðraraspenna. Lögga í Arizona kikir á dularfullt morðmál, flækir málin, gerist klár og leysir þau. SUNNUDAGUR 09.00 Morgunsjónvarp barnanna 10.30 Hlé 17.40 Islandsmótið í hestaiþróttum 18.10 Hugvekja 18.20 Táknmálsfréttir 18.30 Haraldur og borgin ósýnilega Norsk tilraun til að gera barna- efni. 19.00 Úr ríki náttúrunnar Sænskir fuglaskoðarar náðu óvart hinum stygga og sjaldséða fugli, stjörnuhegra eða sefþvöru, á filmu og sýna nú afraksturinn. 19.25 Roseanne Bolluvaxin Roseanne lætur gamminn geisa og áhorfendur geispa. 20.00 Fréttir & veður 20.35 Áfangastaðir Gengið, skokkað eða hlaupið Laugaveginn. 21.05 Finlaylæknir 22.00 Helgarsportið 22.20 Enak Pólsk bíómynd um einmana geimfara sem neitar að koma til jarðar. Ekki nema vona að mað- urinn sé einmana. Líf á ný í Iðnó Járnfákurinn ‘95 er útihátíð sem haldin verður að Reykholti í Biskupstungum helgina 28.-30. júlí af mótorhjólaklúbbnum Væringjum. „Við byrjum hátíðina á föstu- dagskvöldinu með diskóteki í Aratungu og verðum með varð- eld og fleira en hin eiginlega dag- skrá hefst ekki fyrr en á laugar- deginum," segir Guðmundur Þór- arinsson, einn Væringja. „Á laug- ardeginum geta þeir sem vilja farið í svett og síðan verður boð- ið upp á alls konar leiki og fleira fyrir börnin. Um kvöldið spila síðan hljómsveitirnar KFUM and The Andskotans og Langbrók og halda þær uppi stuðinu langt fram eftir nóttu.“ Væringjar gefa sig út fyrir að vera mótorhjólatöffarar af ábyrgu gerðinni og gömlu ein- kunnarorðin sex, drugs and rock ‘n’ roll eru ekki hátt skrifuð hjá þeim. „Það er gamla, þreytta lumman sem hefur bara ófögnuð í för með sér,“ segir Guðmund- ur. „Menn enda bara í fangelsum eða meðferð ef þeir ætla að fara að reyna að vera með einhverja Hells Angels-stæla. Væringjar eru aliir þroskaðri og edrú. Hjól- in tengja okkur saman og við spjöllum 50/50 um hjólin og and- leg málefni. Það fer mjög vel saman en við erum flestir spennufíklar og þar koma hjólin til sögunnar. Að hjóla á Þingvöll og aftur til baka á löglegum hraða er eins og að „gera það“ 200 sinnum sama kvöldið.“ Guð- mundur segir þó alls ekki nauð- synlegt að ríða mótorfák til að vera gjaldgengur á mótinu. „Þetta er fyrir alla sem hafa áhuga á að skemmta sér edrú en ef einhver verður uppvís um vímuefnaneyslu verður viðkom- andi beðinn um að vera annars staðar." Aðgangseyrir að hátíð- inni er 1800 krónur fyrir alla þrjá dagana. ■ Frá 18. ágúst til 3. september verður haldin Óháð listahátíð í Reykjavík. Hátíðin hefst með lát- um á afmælisdegi borgarinnar og verður hátíðarskrúðganga niður Laugaveginn, með áherslu á sögu landvættanna, opnunar- atriði annars fjölbreyttrar dag- skrár. Listahátíðin er öllum opin nú sem fyrr og skiptir engu hvort menn eru góðir eða slæmir, þekktir eða óþekkt- ir, gamlir eða ungir listamenn en ungt og íslenskt fólk er þó mest áberandi meðal þátttakenda, að sögn Halldórs Auðarsonar, fyrir- manns hátíðarinn- ar. Fyrir utan að smala saman lista- fólki og koma sam- an dagskrá hafa Óháðir ráðist í það vandasama verk að endurbæta Iðnó í því tilefni að fá að nota húsið undir sína starfsemi. Að- standendur hátíð- arinnar þurfa með- cd annars að leggja allt rafmagn sjálfir í húsið þar sem raf- kerfi þess er ónýtt. Þegar Halldór var spurður af hverju það væri þeim þetta hjartans mál að púkka upp á Iðnó sagði hann þau fyrst og fremst vilja færa líf inn í húsið en líka sanna að það þyrfti ekki mikla peninga til að komast þangað inn. „Við vildum sýna fram á að það væru nógu margir í bænum til að halda hús- inu í notkun allt árið. Það þarf ekkert að leggja mikla peninga í Iðnó og það þarf ekkert að mið- stýra húsinu. Við erum búin að gera húsið upp að utan og það er búið að teikna það að innan en það virðist ætla að verða svolítið þungt í vöfum og dýrt í uppbygg- ingu. Peningarnir eru ekki til en við viljum sýna fram á að það sé hægt að nýta það á einfaldan hátt. Við erum fyrst og fremst að gefa húsinu líf og hafa gaman af þessu,“ segir Halldór. Að sögn Halldórs er fjölbreytt- ur hópur sem kemur til með að verma húsið en Leifur Þórarinsson verður heiðursgestur hátíðar- innar og verða frumflutt ný tón- verk eftir hann ásamt því sem El- ísabet Jökulsdóttir og Sindri Freys- son munu sjá um bókmenntadag- skrá, svo athyglisverð dæmi séu tekin af fjölskrúðugum og löng- um lista listamanna sem þarna koma fram. ■ Óháða listahátíðin er búin að taka Iðnó uppá arma sína og hyggjast listamenn troða upp í gamla leikhúsinu á óháðu há tíðinni sinni í ágúst. Síam við Skólavördustíg Medaltal ★★★ 1/2 Kristlaug María Sigurðardóttir „Ég kann mér ekki magamál þegar ég fer þangað, maturinn er alveg æðislegur. Maður er þarna á hnjánum og treður í sig, leggst síðan út af og slappar af undir borðinu þar til maður er tilbúin að fara; ég hef aldrei verið hrifin af þessu franska, stífa petit-eldhúsi, það slær mig alveg kalda. Mér finnst allir réttirnir sem ég hef smakkað mjög góðir; núðlurnar eru alltaf skotheldar og allir panang og masman réttirnir líka. Þjónustan er sérstaklega persónuleg og þótt óratími líði milli þess að þú komir, man eigandinn alltaf eftir þér." ★★★ Matsölustaðirnir Síam og Meman Kwai sérhæfa sig í tælenskri matar- gerð. Sælkerar PÓSTSINS hafa ekki látið staðina fram hjá sér fara og vilje ólmir deila reynslu sinni með lesend- um. Báðir státa staðirnir af hefð- bundnum tælenskum mat þar sem Mentan Kwai við Smiðjustíg Meðaltal ★★★ 1/2 Víðir Þorgrímsson „Tælenskur matur er mjög sérstakur. Þetta er mjög gott hjá Boga, hann stendur sig mjög vel. Honum hefur líka tekist ágætlega upp í því að skapa Tæ-stemmningu þarna inni. Það er svolítið öðruvísi fyrir fólk að prófa þessi tælensku krydd því þau er gjörólík því sem gerist í kín- verskum mat, það er allt önnur uppbygging í þeim. Ég hef fengið heilsteikt- an karfa þarna, hann var virkilega góður og sýndi að karfi getur verið úrvals matur ef hann er meðhöndlaður rétt." ★★★ 1/2 Eitthvað qott að borða Böðvar Björnsson „Þetta er minn uppáhalds austurlenski matsölustaður. Aðrir staðir sem ég hef prófað eru oft mistækir. Þetta er eini staðurinn þar sem þú færð raunverulegan tælenskan mat enda víkur kokkurinn aldrei und- an hefðinni þegar um ákveðin krydd eða kryddblöndur er að ræða. Maður- inn er náttúrlega bara klár að elda. Þú getur treyst því að fá fyrsta flokks mat þarna." ★★★★ Dóra Jóhannsdóttir „Þetta er góður og notalegur staður, ekki of dýr og ekki of fínn. Ég kann best að meta þægilega þjónustuna og allt látleysi stað- arins. Maturinn er sá besti sem er í boði af austurlenskum mat en meðlætið mætti vera fjölbreyttara." ★★★★ Guðrún Gylfadóttir „Umhverfið á Síam er mjög afslappandi og þægilegt, þjónustan er heiðarleg og maturinn bragðmikilí. Mér finnst best að sitja í „púðakróknum"; þá fer maður úr skónum og lætur fara vel um sig meðan borðað er. Það er helst að maður verði of heimilislegur þarna; ef maður er ástfanginn þarf maður að passa sig." ★★★ 1/2 áhersla er lögö á upprunalegar thai- lenskar kryddjurtir og kryddblöndur. Maturinn er ekkert foreldaður. Á Sí- am geta þeir sem vilja setið í makind- um á þægilegum pullum og slakað á, en á Meman Kwai eru lifandi frum- skógarhljóð sem sefa matargesti meðan þeir borða. Eigandi Meman Kwai hefur einmitt innréttað staðinn með það í huga að gestirnir upplifi raunverulega tælenska stemmningu. Kjartan Guðjónsson „Mér finnst alveg frábært að koma í þessa stemmn- ingu sem er inni á staðnum, lyktin, dýrahljóðin, tónlistin, og svo maturinn, mynda mjög skemmtilega fléttu. Ég hef ekki borðað oft þarna en síðan ég fór síðast hef ég verið á leiðinni aftur." ★★★ 1/2 Guðrún Gylfadóttir „Ég hafði borðað á skyndibitastaðnum niðri og fannst það ólystugt. Ég bjóst við einhverju svipuðu á efri hæðinni þar sem þetta er sama fyrirtækið. Uppi er hins vegar allt annað í boði og mun betra. Þar er boðið upp á alvöru tælenska rétti sem ég'hef ekki smakkað hérlendis nema ef til vill á Síam. Ég saknaði þess reyndar að geta ekki setið á gólfinu og ég skora á eigendurna að koma sér upp slíkri aðstöðu." ★★★ Sigríður Sigurðardóttir „Mér finnst staðsetning staðarins og aðkoman ekki alveg nógu góð. Stólarnir voru heldur ekki nógu þægilegir. Hins vegar var þjónustan mjög þægileg og maturinn alveg frábær; sterkustu réttirnir eru sterkir og ég mæli með þeim þótt ég muni ekki hvað þeir heita." ★★★

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.