Helgarpósturinn - 20.07.1995, Blaðsíða 15
Rósa IngóKsdóttir lífskúnstner
„Mitt tímabil er rokokkó-tímabilið í Mið-Evrópu á tímum
frönsku Lúðvíkanna, þess fjórtánda, fimmtánda og sex-
tánda. Ég væri hefðarkona, sem nyti sín innan um silki, pur-
pura, ilmolíur og handunninn kristal. Alla ævi væri ég um-
vafin karlmönnum, og ég myndi vissulega njóta lífsins, því
þannig viðheldur manneskjan æskunni best. Ég væri ekki
tilbúin að taka þátt í úrkynjun aðalsins því slíkt samræmist
ekki lífshugsjónum mínum. Umhverfi mitt yrði að einkenn-
ast af fögru mannlífi þar sem einstaklingar mótuðu eigin
stefnu og ekki yrði vart við stríðsrekstur og ófrið. Listræn
fagurfræði hefði mikið gildií þessum heimi."
Oddný Sen kvikmyndagerðarmadur
„Ég hefði viljað vera uppi á ftalíu á endurreisnartímabilinu.
Ég hefði unnið þar við málara- eða byggingarlist og þá
hefði ég auðvitað neyðst til að vera karimaður.
Samhliða þeim störfum hefði ég viljað vera erindreki og
sendiboði og ferðast milli hirða í Evrópu með mikilvæg
leynileg skilaboð."
Bödvarsson byggingarverkfræðingur
„Ég hefði viljað vera karlmaður og arkítekt á miðöldum í
Þýskalandi og átt þátt í að reisa fallegustu kirkjur heims,
en þær er að finna í Köln og Nurnberg. Þeir sem vilja fræð-
ast um arkítektúr eiga að skoða þessar kirkjur, við hönnun
þeirra unnu færustu mennirnir.
Ég hefði viljað vera einn af þeim."
Edda Sverrisdóttir í Flex
„Ég hefði viljað vera yfirstéttarkona í Bandaríkjunum upp
úr síðustu aldamótum. Þar stundaði ég samkvæmislífið af
kappi í fallegu fötunum mínum, með fallegu hattana mína
og fallegu skartgripina. Ég hefði farið í siglingar og reið-
túra og safariferðir. Þetta væri yndislegt iðjuleysislíf sem
þó hefði tilgang því ég gerði allt þetta í nafni góðgerðar-
starfsemi."
Hrafn Braga-
SON hefur
sætt tölu-
verðri gagnrýni frá
því að hann tók við
sem forseti Hæsta-
réttar. Hefur hann
þótt koma einkenni-
lega fram fyrir hönd
þessa æðsta dóm-
stóls landsins og
hafa látið mörg um-
mæli falla sem ekki
sæma manni í svo
hárri stöðu. Fyrir
skömmu var mál fyr-
ir Hæstarétti sem
hjón nokkur á Akur-
eyri höfðuðu á hend-
ur íslandsbanka. Var
búist við að dóms-
haldið tæki skamm-
an tíma en að sögn
munu ótrúlegar
spurningar og at-
hugasemdir dómara,
einkum Hrafns, hafa
valdið því að flutn-
ingur málsins tók
þrjá tíma. Meðal ann-
ars þótti Hrafn koma
fram með afar nei-
kvæðar athugasemd-
ir í garð Islands-
banka og lögmanns
hans, JÓNS Briem.
Munu ein ummælin
hafa verið eitthvað í
þá veru, samkvæmt
heimildum PÓSTS-
INS: „Hvað er þetta
eiginlega með ís-
landsbanka, getur
hann aldrei komið al-
mennilega fram
gagnvart sínum um-
bjóðendum?"...