Helgarpósturinn - 20.07.1995, Blaðsíða 19

Helgarpósturinn - 20.07.1995, Blaðsíða 19
Fl M MTUDAGUR2ÖTJ U LI1995 V 19 m Ken: Þú ert ekki sá fyrsti sem spyr hvað við erum að þvælast þetta en þér að segja finnst mér mjög gaman að koma til íslands. Við er- um frá Palos Verdes í Kaliforníu og sigldum hingað frá Englandi með skemmtiferðaskipinu Island Princess. Þetta er nú frekar lítið skip miðað við þau sem við höfum verið að ferðast með síðustu árin. Ég er kominn á eftirlaun og við Fran erum aðallega í því að ferð- ast. Við vorum í gær á... æ hvað hét bærinn nú aftur. Manstu það Fran? Fran: Hann var einhvers staðar á austurströndinni. Reddjí...eitt- hvað. Hvað heitir annars bærinn sem við erum í núna? Blm: Þið eruð í Reykjavík. Fran: Já, þá er ég eitthvað að rugla. En voðalega er kalt hérna. Það er kaldara hér en í Aiaska. Samt var snjór yfir öllu þar. Ken: Við fórum til Alaska með þessu sama skipi fyrir þremur ár- um en í millitíðinni höfum við siglt til Mexíkó og Suður- Ameríku og víðar. Þessi skemmtiferðaskip eru svo frábær! Fran: Það er bókstaflega allt sem hugsast getur um borð... Ken: ...endalaust af frábærum mat, fullt af börum og meira að segja dansmeyjar. Fran: Mér finnst götuheitin á ís- landi svo krúttleg. Ken: Þau eru furðulega löng. Fran: T-r-y-g-g-v-a-g-a-t-a. Tryggva- gata! Mér finnst svo skemmtilegt að ljósmynda götuheiti, ég á mörg- hundruð ljósmyndir af skiltum. Mér finnst svo gaman að lesa öll þessi dularfullu orð þegar ég kem heim. Ken: Eru eldfjöll hérna? Blm. Það eru engin virk eldfjöll í Reykjavík, því miður. Fran: Það væri nú gaman að sjá eldgos áður en við færum, er það ekki Ken? Ken: Jú en ætli við náum því? Skip- ið siglir í kvöld. Ég held að við slöppum bara af. ir vrnnu Á næstu níu síðum qetur allt qerst • * Réttu græjurnar á kaffihúsið þögninni á Mokka Expresso: „Ég fæ mér expresso í svona góðu veðri. Stund- fæ ég mér sterkan capuccino." Sigmar B. Hauksson sækir Mokkakaffi fimm sinnum í viku og fer ekki á önnur kaffihús nema í neyð. Þannig hefur það verið síðan árið 1967. „Á Mokka er hægt að lesa öll blöðin og þar er enginn hávaði. Ég sækist eft- ir þögn.“ Sigmar hóf kaffihúsaferilinn á Hábæ sem var til húsa efst á Skólavörðustígnum. Hábær var jafnframt fyrsta kínverska veitingahúsið. Barinn var mjög vinsæll meðal fjöl- miðlamanna, enda stutt að fara þar sem blöðin og Rík- isútvarpið voru þá öll stað- sett í miðbænum. En til voru fleiri kaffi- hús: Hressó og Kaffi Tröð í Austur- strætinu og Mokka á Skólavörðustígn- um. Sigmar féll strax fyrir Mokka. „Það hefur það meðal annars fram yfir önnur kaffihús að þar eru haldn- ar myndlistarsýningar. Undanfarin ár hefur Mokka verið með fram- í | sæknustu galleríunum í Reykjavík og margir þeirra sem nú eru stór nöfn í myndlistarheiminum hófu ferilinn með því að sýna þar. Mokka sækir hópur fastagesta sem hefur hist þar í áraraðir. Þetta er aðallega fólk úr fjölmiðlageiranum og lista- menn.“ Erlendis fer Sigmar mikið á kaffi- hús eins og til dæmis í París og Vín. „Vín er höfuðborg kaffihúsanna. Það eru hvergi til jafn falleg kaffi hús.“ Lesgleraugu: „Ég er ekki búinn að fá mér tvöföld gleraugu." Tímarit: „Ég fékk Wine Spectator sent í dag. Þar er fjallað um léttvín." laðhnífur og penni: „Þetta er afar sérstakt verkfæri og er mér afar kært. Ég held að enginn eigi svona verkfæri nema ég." Þu KcíCMHSt b cieciuumi á ' . 'A *■> % 11 1 íþróttagrein sem fáir stunda hér á landi ertu næstum öruggur ís- landsmeistari. ...án þess að drekka Egils- Bergvatní þessum hita. ...án þess að tæma öskubakk- ann af og tii Pósturinn: „Ég sæki póstinn í póst- hólfið mitt og les hann á Mokka." ...án þess að muna að C-vítamínið kemur úr grænmeti ...án þess að athuga hvað víkingurinn, sem var hér um daginn, meinti með því að ef Jameson-viskí hefði verið til á þjóðveldisöld hefði það verið fullkomin veröld. ...án þess að lesa ævisögu George Forman, By George. Boxari sem enn sigrar einvígi á fer- ugasta og fimmta aldursári er mikil- menni. ©_ FÓTBOLTAMENN í reykviskri sumar- mollu er fátt æski- legra áhorfs en fót- boltaleikir. Ef leikur- inn vekur ekki athygli i sjálfu sér eru leik- mennirnir eitthvað sem enginn getur neitað sér um að | horfa á. Þroskaðir og stæltir karlmenn brun- andi upp völlinn, laf- móðir, sveittir og þreyttir hljóta að j hvetja bæði kynin á völlinn. TIKALLAR j Eftir að það kostaði tí- kall í bíó hefur gildi tí- kallsins aukist til muna. Það er til fyrir- myndar að láta hluti kosta tíkall og það j sem nú þegar má fá fyrir tíkallinn er ekkert | slor, eins og skemmti- legt símtal, nammi eða góður leikur í Rauða kross-kössun- um. Tíkallinn er líka eigulegur og einkar heppilegur í bauka með öðrum tíköllum. VEIÐI- KORTj Veiðikort eru heimskuleg nýjung og verða aldrei vinsæl. Kappsfullir veiðimenn, sem skjóta ótakmark- að magn fugla, eiga aldrei eftir að kasta frá sér haglabyssunni til að ná sér í kort eða til að punkta hjá sér hvað þeir hafa veitt. Veiðimennska og skrifstofuvinna fara einfaldlega ekki sam- an. LESENDABREF DV Pólitísk lesendabréf j DV virðast flest vera skrifuð af flokks- bundnum sjálfstæðis- mönnum, sem lofa mjög leiðtoga sinn, Davíð Oddsson, og likja honum meira að segja við Lincoln og Churchill. Þá nægir ekkert minna en að skrifa undir nafni alþýðu- hetjunnar | Jóns Sigurðs- sonar. Því eru lesendabréf DV vissulega ís- köld.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.