Helgarpósturinn - 31.07.1995, Síða 10
Kvennaráöstefnan í Kína
Ifesen með vegabréfsárítun
Kvennaráðstefnan í Kína virðist
ætla að verða mikill farsi. Það nýjasta
er að kínversk stjórnvöld draga mjög
lappirnar við að veita þeim sem ætla
að sækja ráðstefnu frjálsra félaga-
samtaka í Huairou vegabréfsáritun.
Til að fá stimpil í vegabréfin þurfa
konurnar fyrst að hafa undir höndum
staðfestingu á að þær fái inni á hótel-
um. Gallinn er hins vegar sá að þegar
aðeins er mánuður þar til ráðstefnan
á að hefjast hefur fjöldinn allur af
konum um allan heim enn ekki fengið
staðfestingu á að þær hafi gistirými í
Kína.
Þetta kemur sér sérstaklega illa fyr-
ir konur sem búa í löndum þar sem
ekkert kínverskt sendiráð er. Þegar
þær fá staðfestingu frá hótelum
verða þær því að senda hana ásamt
vegabréfinu sínu til Kína og bíða þess
að fá vegabréfið endursent með árit-
un. Þær sem enn hafa ekki fengið
staðfestingu geta því í raun gleymt
ráðstefnunni, því engar líkur eru til
að hinu illa smurða ríkisbákni í Kína
takist að afgreiða vegabréf þeirra á
þeim skamma tíma sem er til stefnu.
Grunsemdir hafa vaknað um að
þessi einkennilegheit Kínverjanna
séu í raun ekkert annað en aðferð
þeirra til að halda þeim frá Kína sem
þeir vilji síst sjá spóka sig þar um
stræti. ■
Díana prinsessa hefur ekki
TJÁÐ SIG UM BÓK FYRRVERANDI
RÁÐSKONU SINNAR.
Kalli alls
EKKI KÁTUR
Talsmaður bresku hirð-
arinnar segir að Karl
Bretaprins muni neyta
allra bragða til að
tryggja að fyrrverandi
ráðskona hans og Díönu,
Wendy Berry, hagnist ekki
á nýútkominni bók henn-
ar um árin í þjónustu
hinna konunglegu hjóna.
Wendy var ráðskona á
sveitasetri hjónakorn-
anna frá 1985 til 1993 og
kann því ábyggilega frá
ýmsu að segja frá síðustu
hjúskaparárunum.
Bókin, Dagbók ráðskonu,
kom út í Bandaríkjunum
á föstudag og kaflar úr
henni munu birtast í
gleðiblaðinu Star á nœst-
unni. Talsmaður hirðar-
innar sagði að Karl prins
hefði ekki gluggað í bók-
ina og hygðist ekki gera
það. Það vœri hins vegar
Ijóst að Wendy hefði
skrifað undir yfirlýsingu
um fullan trúnað við
húsbœndur sína og fyrir
lœgi hœstaréttardómur
um að efhjú brytu slíkan
eið mœtti sekta þau um
dágóða upphœð. Tals-
maðurinn vildi hins veg-
ar ekki segja nákvœm-
lega til hvaða aðgerða
Karl hygðist grípa. ■
Bombay
VERÐUR
Mumbai
77/ að uppfylla kosn-
ingaloforð sitt hafa
stjórnvöld í Mahar-
ashtra-héraði á Indlandi
ákveðið að breyta nafni
borgarinnar Bombay t
Mumbai. Með þessu telja
þau sig vera að útmá
arfleifð nýlendutímans,
en fískimenn kölluðu
þorpið, þar sem Bombay
reis síðar, Mumbai fyrir
um 400 árum þegar
Portúgalar afsöluðu sér
svœðinu til Englendinga.
Nafnbreytingin verður
þó ekkiýkja áberandi.
Hugmyndin er að notast
áfram við Bombay-nafn-
ið, enda borgin œði vel
kynnt og öflugasta við-
skiptaborg Indlands.
Mumbai-nafnið verður
því meira til heimanota
fyrir eldheita þjóðernis-
sinna í Maharashtra. ■
■■ mmm mnvi mnp ivvnh ,.nvpv nvvn mvvi vvm ■npi nvrvh. ivnvv vsvp vvvvv, vvvvv ivvvv vvvvv vvpv vppv vpp
l!Morðinginn Leon Bor sem drap tvo í rútu í Þýskalandi
ísraelski sendiherrann í Þýskalandi sagði í gær að svo virtist sem
Leon Bor, sem drap tvo gísla í rútu í Köln á föstudag, hefði áður
drepið fólk og myndað það. Sendiherrann, Avi Primor, sagði í
viðtali við ísraelska útvarpið að þýska lögreglan væri að kanna
tengsl Bors við önnur morð og að fundist hefðu Ijósmyndir í fór-
um hans af myrtu fólki með árituðum skilaboðum frá Bor. Primor
sagði að líklegast væri að þessar myndir hefðu verið teknar
Bandaríkjunum frekar en ísrael, en Bor dvaldi í Bandaríkjunum í
júní síðastliðnum áður en hann fór til Amsterdam.
„Hann virðist hafa myrt fólk áð-
ur, skemmt sér við að misþyrma
líkunum og myndað þau í bak og
fyrir,“ sagði Primor sendiherra í
viðtalinu. „Það lítur út fyrir að
þetta hafi ekki gerst í ísrael, hugs-
anlega í Bandaríkjunum, en eng-
inn veit það með vissu,“ bætti
hann við.
Samkvæmt ísraelskum lög-
er Leon Bor með
sakavottorð. Hann kom til
árið 1989 og virtist Iifa
lífi í úthverfi Tel Aviv.
gerðist ísraelskur ríkisborg-
en flutti síðan til Bandaríkj-
árið 1993.
SALSJÚKUR SADISTI
Talsmenn jjýsku lögreglunnar
segjast enn ekki geta gert sér í
hugarlund hvað fékk Bor til að
fremja ódæðið. Þeir segja ein-
vörðungu að maðurinn hafi auð-
sjáanlega verið sálsjúkur sadisti
sem skaut fórnarlömb sín af
stuttu færi í hnakkann og tók síð-
an polaroid-myndir af þeim.
„Hann var algjör sadisti sem
naut þess að drepa," segir Karl Ut-
erman, saksóknari í Köln, við
blaðamenn og sagðist trúa því að
þetta væri ekki í fyrsta skipti sem
Bor hefði myrt.
Til að ákvarða hver
ætti að lifa og hver
deyja gekk Bor eftir rút-
unni og spurði gíslana,
sem voru með bundið
fyrir augun, hvaðan
þeir væru. „Þegar ein
konan sagðist vera
þýsk skaut hann hana
umsvifalaust,“ segir
lögregluforinginn Win-
rich Granitzka. Bor skaut
konuna þremur skotum
í brjóstkassa og kviðar-
hol og skaut síðan
fjórða skotinu í hnakka
hennar. Síðan dundaði
hann sér við að mynda
líkið í bak og fyrir.
Aðeins stuttu síðar
tókst sérsveit lögregl-
unnar að ráðast inn í
rútuna undir því yfir-
skyni að færa ætti Bor
farsíma. Sveitin skaut
Hans Buchner bjargar ser a flotta eftir um tuttugu skotum og
stokkið í veg fyrir skothríð til að bjarga hæfðu þrjú þeirra Bor,
ára dreng. sem lést samstundis.
Leon Bor, fæddur Leonid Bors-
hevski, fluttist frá Rússlandi til
ísraels árið 1989. Nú er hann ekki
einvörðungu grunaður um að hafa
myrt tvo í rútunni í Köln og sært
aðra, heidur er talið að hann hafi
myrt fúlk áður. Enginn veit hvar
eða hversu marga.
STÖKK Í.VEG FYRIR
SKOTHRIÐINA
Bor breytti því sem farþegarnir
gerðu ráð fyrir að yrði rólyndisleg
útsýnisferð um Köln í helvíti þeg-
ar hann vék sér að bílstjóranum
og skaut hann í hnakkann, að því
er virtist án nokkurrar ástæðu
eða fyrirvara.
Hann setti síðan á sig skíðahúfu
og límdi það sem farþegarnir
töldu vera dínamíttúpur við lík-
amann, en sem síðan reyndust
vera trékubbar.
Fimm farþegum tókst að flýja
rútuna á þeim sjö tímum sem lög-
reglan sat um hana. 34 ára kona
slapp þegar Bor sendi hana að ná
í tösku sína í farangursrými rút-
unnar. 69 ára manni og 32 ára
konu tókst einnig að sleppa stuttu
eftir að Bor skaut bílstjórann.
Synir konunnar sem Bor sendi
eftir farangrinum urðu hins vegar
eftir í rútunni, annar 11 ára, hinn
12 ára. Þeir ákváðu að freista þess
að sleppa eftir að móðir þeirra
hvarf á brott. Sá ellefu ára hljóp
aftur eftir rútunni, braut aftur-
gluggann og stökk út í frelsið. Það
sem varð honum til lífs var að
Hans Buchner, 53 ára Austurríkis-
maður, stóð upp og stökk í veg
fyrir skotin sem Bor lét rigna á eft-
ir drengnum.
MISÞYRMDI DRENGNUM
Buchner særðist illa en tókst
samt að flýja sömu leið og dreng-
urinn. Hann lét sig falla út um aft-
urgluggann helsærður og var
bjargað af lögregluþjónum. Á
laugardag var orðið ljóst að hann
myndi ná sér af sárum sínum.
Eftir þetta réðst Bor að eldri
bróðurnum og misþyrmdi hon-
um.
Stuttu eftir að Bor skaut bíl-
stjórann kom lögreglumaður upp
að rútunni til að aðgæta hvað
gengi á. Bor skaut hann í magann.
Lögregluþjónninn er nú á bata-
vegi.
Farþegarnir segja að Bor hafi
eitthvað talað um rússnesku mafí-
una en enn er allt á huidu um
hvað manninum gekk til eða
hvaða geðveiki greip hann. ■ I
78 ára kona í bílprófi
Bakkaði yfir
son sinn og
drap hann
78 ára Ijömul kona í Illinois í
Bandaríkjunum varð fyrir þeirri
sáru reynslu þegar hún var að
taka bílpróf að bakka yfir son
sinn og drepa hann.
Margaret Brown var í endur-
upptökuprófi vegna aldurs og
ökukennarinn var að leiðbeina
henni um notkun stefnuljósa.
Margaret var hins vegar eitthvað
trekkt og setti bílinn í bakkgír í
stað þess að gefa stefnuljós til
hægri. James, 46 ára sonur henn-
ar, reyndi að stöðva bifreiðina
með þeim afleiðingum að hann
varð undir henni og lést. Bíllinn
stöðvaðist hins vegar ekki fyrr
en hann hafði lent á tveimur
kyrrstæðum bílum.
Margaret fékk ökuskírteinið
ekki endurnýjað. ■
Fyrrverandi eigin-
maður Susan Smith
Vildi hana
í stólinn
Fyrrverandi eiginmaður Susan
Smith og faðir barnanna tveggja
sem hún myrti er ósáttur við að
kviðdómur skyldi ekki dæma
hana til lífláts í rafmagnsstóln-
um.
„Ég og fjölskylda mín urðum
fyrir vonbrigðum með að niður-
staða kviðdómsins varð lífstíðar-
fangelsi í stað dauðadóms,"
sagði hann þegar hann gekk út
úr dómsalnum. „En við gerum
okkur grein fyrir að það er ekki
okkar að ákvarða refsingu henn-
ar.“
Eiginmaðurinn fyrrverandi
sagði að hann myndi aldrei
gleyma því sem Susan gerði,
hann myndi aldrei gleyma son-
um sínum tveimur en hann vissi
að hann yrði einhvern tímann að
læra að fyrirgefa Susan. „En ak-
kúrat núna get ég ekki séð fyrir
mér að ég hitti Susan aftur,“
bætti hann við. ■
Samtök starfsfólks í
kynlífsiðnaði
Mellur mega
vera meö
Nýstofnuð samtök starfsfólks í
kynlífsiðnaði hafa boðið vændis-
konum landsins að ganga til liðs
við þetta ört vaxandi stéttarfé-
Iag. Um 30 þúsund manns eru
meðlimir í samtökunum, sem
berjast fyrir hag sinna félags-
manna en ekki síður viðskipta-
vinarins. Þannig hafa samtökin
sett strangar reglur um ofbeldi í
kynlífsleikjum. Ein reglan segir
að vændiskonum sé ekki heimilt
að nota handjárn sem taki lengri
tíma að opna en þrjátíu sekúnd-
ur. ■