Helgarpósturinn - 31.07.1995, Page 16
ÍÞRÓTTIR
3 Æ
annarra
Góðvinur minn einn,
sem á að baki langan
feril i boltanum, hafði
brugðið sér á leik
Breiðabliks og ÍA. Eftir
leik hafði hann samband
og lýsti því yfir að fram-
vegis færi hann aðeins á
völlinn þegar hann væri
að spila sjálfur. Fannst
honum íslenski boltinn í
mikilli lægð og alls ekki
þesslegur að laða að
áhorfendur.
Ég heyri svipaðan tón
h]á flestum þeim sem hafa
fylgst með þróun íslensku
knattspyrnunnar á undan-
förnum árum.
Að loknu þessu tímabili
verður knattspyrnufor-
ystan ásamt félögunum
að setjast niður og leita
leiða til úrbóta. Hvað
sjálfan leikinn varðar
finnst mér að ákveðnum
grundvallaratriðum sé
mjög ábótavant.
Þar má nefna þríhyrn-
ingsspil, sem er eitt beitt-
asta vopnið í að brjóta
upp varnarleik andstæð-
inganna er lítið sem ekk-
ert notað í deildinni. Svo
virðist sem íslenskir þjálf-
arar feti ekki í fótspor
kollega í Evrópu sem
Önnur lið sigla
að mestu lygnan
sjó og vegna for-
skots Skaga-
manna, sem vinna
leiki sumarsins
fyrirhafnarlítið, ná
þau ekki upp al-
mennifegum metn-
aði.
„Eg er mjög hissa á því
hvernig hægt er að halda
Davíð Garðarssyni utan
við þetta lið.“
leggja mikið upp úr æfing-
um tengdum þríhyrnings-
spili.
Fyrirgjafir eru oft slak-
ar, leikmenn kannski bún-
ir að leika upp að enda-
mörkum, misheppnuð fyr-
irgjöf og andstæðingnum
færður upp í hendurnar
möguleiki á hraðaupp-
hlaupi. Skot á mark- og
skallatækni er mjög
ábótavant. Oftar en ekki
sér maður upplögð skot-
færi enda út við hornfána
og góð skallafæri fara
víðsfjarri marki.
Þetta eru allt atriði sem
þarf að æfa mjög reglu-
lega og óttast ég að marg-
ir þjálfarar séu ekki með
réttar áherslur miðað við
leik liða þeirra.
Svo við víkjum aftur að
baráttunni í 1. deild þá
blasir við, að loknum
leikjum 10. umferðar,
harður fallslagur. ÍBV tók
sig loks á og vann fyrsta
útisigurinn í langan tíma.
Fórnarlambið var Valur,
sem eftir uppsveiflutíma-
bil missti algerlega takt-
inn og virðist ekki líklegt
til að ná sér á strik. Ég er
mjög hissa á því hvernig
hægt er að halda Daviö
Garðarssyni utan við þetta
lið.
Botnslagurinn ætlar að
verða uppgjör milli Fram,
Vals og FH. Þá er mögu-
leiki að Breiðablik blandi
sér í þá baráttu. FH sýndi
á köflum gegn KR stór-
skemmtilega takta og bar-
áttan var góð. Á ég því
einna helst von á að FH
slíti sig frá gömlu Reykja-
víkurrisunum.
Gengi Fram er umhugs-
unarvert. Liðið er með
góðan mannskap sem
ekki nær saman. Nú er að
duga eða drepast hjá
þeim að ná upp stemmn-
ingu í næstu þremur leikj-
um ef ekki á illa að fara.
Ákveðnir leikmenn inn-
an liðsins leika langt und-
ir getu og virðist sem nýju
leikmennirnir falli alls
ekki að leikstíl liðsins.
Önnur lið sigla að
mestu lygnan sjó og
vegna forskots Skaga-
manna, sem vinna leiki
sumarsins fyrirhafnarlít-
ið, ná þau ekki upp al-
mennilegum metnaði. ■
MatllÉs ú1 leik?
Svo gæti farið að hinn snjalli
leikmaður Bayern Múnchen, Lot-
har Mattháus, verði að hætta að
spila fótbolta eftir sextán ára fer-
il sem atvinnumaður. Mattháus
er 34 ára gamall og því gætu
meiðslin sem hann á í leitt til
þess að hann hætti. Hann hefur
verið meiddur frá áramótum, en
vonir stóðu til að hann gæti leik-
ið með liðinu frá byrjun þessa
tímabils en Bundesligan hefst
12. ágúst. Læknar telja ólíklegt
að Lothar spili næstu sex mán-
uðina og Lothar telur sjálfur að
þetta séu erfiðustu meiðsl sem
hann hefur átt í, því jafnvel þótt
læknavísindin geti hjálpað til
með flest þá sé hann svo gamall
að það taki hann einfaldlega of
langan tíma að jafna sig.
Mattháus átti í vandræðum með
hásin og sjálfur segist Mattháus
ekki viss um að hann spili í
Bundesligunni aftur.
Fari svo að Mattháus leggi
skóna á hilluna er hætt við þjóð-
arsorg í Þýskalandi. Mattháus er
dáður í heimalandi sínu og al-
mennt talinn besti knattspyrnu-
maður sinnar kynslóðar. Þjóð-
verjar telja einungis einn leik-
mann þýskan hafa verið betri, en
það er Franz Beckenbauer, — keis-
arinn. Þeir eru um margt líkir leik-
menn og báðir hafa verið fyrirlið-
ar heimsmeistara-
liðs Þjóðverja.
Mattháus á að baki
fleiri landsleiki en
Beckenbauer, 122 á
móti 103. Mattháus,
fyrrverandi knat-
spyrnumaður árs-
ins í Evrópu, segir
að leikurinn sé orð-
inn hraðari og Lothar MatthÖUS
harðari og krafan liösins.
um sigur öllu yfirsterkari, tækling-
ar séu að verða grófari og grófari
og þessi gríðarlega pressa sem
sett er á líkamann verði til þess að
leikmenn hætti fyrr en ella. Otto
Rehagel, hinn nýi framkvæmda-
, fyrrverandi fyrirliði þýska lands-
stjóri Bayern, hefur þó ekki gefið
upp alla von og segist ekki trúa
því að Mattháus gefist upp fyrr en
í fulla hnefana og vonast til að
hann geti byrjað að leika með lið-
inu um áramót. ■
PGolfleikarinn John Daly
var taugaveiklaöur drykkju-
sjúklingur sem drakk romm
og skolaði því niður með
dósabjór. Þessi lífsmáti hent-
aði vitanlega ekki atvinnu-
golfleikara svo Daly tók sig
saman í andlitinu og hætti að
drekka.
„Líf mitt var búið að vera
hræðilegt í mörg ár. Ég komst
ekki í gang á morgnana nema
fá mér áfengi," segir Daly. „Það
hjálpaði ekici að ég gekk í gegn-
um tvo skilnaði á þessu tíma-
bili. Ég var eins langt niðri og
hægt er að hugsa sér og fann
hvergi huggun nema í flösk-
unni og reyndar á golfvellinum
líka.“
Árið 1987 ók hann um gjör-
völl Bandaríkin í húsbíl sínum
og reyndi að framfleyta sér
með því að stunda áhugamál
sitt — golfíþróttina. Árangur-
inn lét á sér standa þar til árið
1991 að Daly bauðst þátttaka
sem varamaður á Opna banda-
ríska meistaramótinu og vann.
Þrátt fyrir þennan glæsta
sigur hélt Daly drykkjunni
Dagskammtur Dalys
I , SVðORGUNWlATUR
Hafragrautur með sírópi, steiktar kartöflur og egg
2. Hádeossmatur
Ostborgarar og súkkulaðikökur
3. Nasl á golfvellinum
Tíu súkkulaðistykki
4. Nasl á rótelinu
Hellingur af muffins-kökum, M&M-súkkulaði,
rjómakökur og súkkulaðijógurt
5. Kvöldmatur
Tvær T-beinsteikur, franskar kartöflur og súkku-
laðiís
6. ÖBYKKtR
Fimmtán til tuttugu sykurlausar kók
7. Tóbak
Fimm pakkar af Marlboro
áfram og þambaði nú romm og
viskí af endurnýjuðum þrótti.
HÆTTIR AO DREKKA
0G SIGRAR A OPNA BRESKA
En rétt fyrir jólin árið 1992 er
Daly búinn að fá sig fullsaddan
af brennivíni og afræður að
fara í afvötnun. Honum tókst
ætlunin og hefur ekki drukkið
síðan. Árangurinn á golfvellin
um hefur farið síbatnandi og
ferill Dalys fram að þessu náði
hámarki þegar hann sigraði á
Opna breska meistaramótinu
fyrir skemmstu.
En þrátt fyrir að Daly hafi
hætt að drekka neitar hann sér
ekki um ýmsar aðrar lysti-
semdir og segja má með sanni
að hann borði eins og svín og
reyki á við austur-evrópskt
smáríki fyrir fall járntjaldsins.
Daly reykir fimm pakka af síg-
arettum á hverjum degi, sem
hlýtur að teljast undravert, því
ef menn skoða listann hér til
hliðar af matseðli Dalys sést
að varla gefst mikill tími til
reykinga.
Eins og sést á matseðlinum
drekkur Daly bara sykurlaust
gos því eins og hann segir
sjálfur: „Maður verður að
passa upp á vigtina." ■
John Daly er hættur að drekka en borðar eins og svín
John Daly er á síðasta gati á beltinu.