Helgarpósturinn - 24.08.1995, Qupperneq 4
■n
FIM ivl T U D A G u R 22J.77X G Ú S T 1995
Sunnudagshug-
vekja Sjón-
varpsins er
dagskrárliður sem er
síst til þess fallinn að
koma mönnum á
óvart. Að undan-
förnu hefur þó verið
bryddað upp á þeirri
nýjung að gefa for-
svarsmönnum ým-
issa líknarfélaga kost
á að flytja hana. Síð-
astliðinn sunnudag
var hugvekjan flutt
af Helga Hjörvar,
framkvæmdastjóra
Blindrafélagsins og
þegar nokkuð var lið-
ið á rabb hans dró
hann úr pússi sínu
blað sem hafði að
geyma leiðbeiningar
fyrir þá sem flytja
eiga hugvekjur í
Sjónvarpinu. Helgi
las upp af blaðinu en
þar kom fram að
þess var óskað að
hugvekjurnar gættu
hlutlægni og ekki
yrðu rædd mál sem
skiptar skoðanir
kynnu að vera um.
Helgi lá ekki á þeirri
skoðun sinni að sér
þætti reglur þessar
varasamar í meira
lagi. Vísaði hann til
þess að forsenda
hlutverks fjölmiðla í
að viðhalda virku
lýðræðisþjóðfélagi
væri frjáls og almenn
skoðanaskipti. Helgi
notaði hugvekjuna til
að puðra leynt og
ljóst á æðstaprestinn
í Efstaleiti og lét
hann að því liggja að
brottrekstur pistla-
höfunda innan ríkis-
fjölmiðlanna bæru
vott um fasískar til-
hneigingar stjórn-
enda þeirra. Þá tók
Helgi miðaldadæmi
máli sínu til skýring-
ar og sagði að á tím-
um Galíleós hefði
það þótt hlutlægni
að segja að jörðin
væri flöt. Ekki var
laust við að uppá-
koman virkaði hálf
súrrealísk því um-
gjörð hugvekjunnar
var með hefðbundn-
um hætti. Á meðan
Helgi jós úr skálum
reiði sinnar voru
sýndar nærmyndir af
kertaljósum, og í
„soft fókus“ að sjálf-
sögðu...
Kolbrún Aöalsteins-
dóttir hjá Skóla
John Casablancas
hefur undanfarin ár
farið meö stóra
hópa unglings-
stúlkna í rándýrar
ferðir til New York
og haldiö umdeild
fyrirsætunámskeið
fyrir börn allt frá
fjögurra ára aldri.
„Það vantar ekki að hún
lofi öllu fögru. Það er allt-
af ailt svo gott, það eiga
að vera rosa prógrömm í
gangi og hún ætlar alltaf
að hafa samband i næstu
viku, en svo verður aldrei
neitt úr neinu."
„Ég þekki fiölmörg dæmi
um að Kolla hafi verið að
fara út til New York með
stelpur sem eru um 160
sentimetrar háar og sagt
við þær að hún ætlaði að
koma þeim inn á einhvern
„petit markað, það er að
segja markað fyrir litlar
fyrirsætur, málið er bara
að þannig markaður er
ekki tíl."
Gert út á fýrirsætu-
drauma
UNGUniGSSnJLKIUA
í byrjun árs 1994 vakti það
töluverðan titring þegar Kolbrún
Aðalsteinsdóttir hleypti af stokk-
unum skóla í nafni John Casa-
blanca, stofnanda Elite fyrirsætu-
skrifstofunnar. Ýmsir urðu til
þess að gagnrýna að Kolbrún
bauð upp á fyrirsætunámskeið
fyrir börn allt frá fjögurra ára
aldri og taldi meðal annars sál-
fræðingur að þessi námskeið
gætu verið skaðleg ungum og
óþroskuðum einstaklingum þar
sem fegurð væri tekin fram yfir
innri mann. Kolbrún hefur einnig
staðið fyrir hópferðum á keppni
sem Modeling Association of
America International stendur
fyrir í New York ár hvert. Ferðir
þessar eru ákaflega dýrar, kosta
hátt í 200.000 krónur, en hafa
ekki að sama skapi skilað þátt-
takendum samningum um fyrir-
sætustörf eins og þó er stefnt að.
Til samanburðar má geta þess
að þátttakendur í Elite og Ford-
keppnunum, tveimur stærstu
fyrirsætukeppnum sem haldnar
eru hér á landi, greiða ekkert
þátttökugjald, hvorki þegar
keppnin fer fram hér né þegar
sigurvegararnir úr keppnunum
hér fara til útlanda í lokakeppn-
irnar.
Ein stúlka sem fór á vegum
Kolbrúnar til New York sagði í
samtali við blaðið að hún hefði
ákveðið að leggja í þann kostnað
sem ferðin krafðist með það fyrir
augum að hún væri að fjárfesta í
framtíðarstarfi. Að hennar sögn
varð afraksturinn af ferðinni
hins vegar enginn og þrátt fyrir
að Kolbrún segði að allt væri á
réttri leið, gerðist ekki neitt.
Núna er þessi stúlka hins vegar
komin á samning hjá annarri ís-
lenskri umboðsskrifstofu og er á
leið til útlanda til fyrirsætu-
starfa.
KVARTAÐ VHD HÖFUÐ-
STODVAR JOHIU CASA-
BLAIUCA
Samkvæmt heimildum PÓSTS-
INS var njiverið send kvörtun út
til höfuðstöðva skóla John Casa-
blancas vegna starfshátta skól-
ans hér á landi. Kvörtunum laut
fyrst og fremst að slælegum
vinnubrögðum Kolbrúnar sem
er stjórnandi skólans. í samtali
blaðsins við nokkrar stúlkur sem
hafa verið á námskeiðum í skól-
anum og starfað á vegum Kol-
brúnar kom fram mikil gagnrýni
Kolbrún Aðalsteinsdóttir
hefur farið með stóra
hópa unglingsstúlkna
í rándýrar ferðir til
New York og haldið
umdeild fyrirsætu-
námskeið fyrir börn
allt frá fjögurra
ára aldri.
á hana.
„Þegar Kolla flutti til dæmis
skrifstofuna sína þá týndist
mappan mín. Það var ekki fyrr
en mamma hringdi brjáluð heim
til hennar að mappan fannst,"
segir ein stúlka og heldur áfram:
„Ég veit líka að margar stelpur
eru mjög hræddar við hana og
mömmur þeirra verða að fara og
ná í möppurnar þeirra af því að
þær þora því ekki sjálfar."
Önnur stúlka sem starfaði um
tíma á vegum Kolbrúnar, segist
hafa slæma reynslu af samskipt-
um við hana.
„Það vantar ekki að hún lofi
öllu fögru. Það er alltaf allt svo
gott, það eiga að vera rosa pró-
grömm í gangi og hún ætlar alltaf
að hafa samband í næstu viku,
en svo verður aldrei neitt úr
neinu. Þegar ég talaði fyrst við
hana þá átti maður að fá líkams-
ræktarkort, fréttabréf og það átti
að plana myndatöku og hvað-
eina. En ekkert gerðist. Þetta er
bara allt í algjörum ólestri.“
ÁRSHÁTÍD FYRIRSÆTU-
SKOLAI BAIUDARIKJ-
UIUUIVI
Hin árlega ferð Kolbrúnar með
hóp í keppni M.A.A.I í New York
er ákaflega dýrt fyrirtæki. Þátt-
tökukostnaðurinn sem Kolbrún
setur upp er á milli
160.000-180.000 krónur, en inni-
falið í þeirri upphæð er flugmiði,
gisting í viku, keppnisgjald og
þjálfunargjald. Um það bil þrjá-
tíu unglingar hafa verið í hverj-
um hópi sem hefur farið. Alltaf
er gist á mjög góðu hóteli í New
York og má reikna með að
kostnaðurinn eingöngu við gist-
ingu og flug sé í kringum 90.000
krónur. Þá standa hins vegar eft-
ir 70.000-90.000 krónur, og þeg-
ar um 30 manna hóp er að ræða
stendur eftir upphæð upp á
tæplega 2,5 milljónir sem skipt-
ast á milli Kolbrúnar og keppnis-
haldara.
Samkvæmt þeim upplýsingum
sem PÓSTURINN hefur aflað sér
er þessi keppni M.A.A.I. ekki hátt
skrifuð innan fyrirsætuheimsins
og sagði einn viðmælenda blaðs-
ins hana vera hálfgerða árshátíð
fyrirsætuskóla í Bandaríkjunum.
Þarna er á ferðinni nokkurs
konar hæfileikakeppni þar sem
mikið er lagt upp úr framkomu,
dansi og ýmiss konar hópatrið-
um. íslendingum hefur alltaf
gengið mjög vel í þessari keppni
og unnið til verðlauna en önnur
uppskera, það er samningar við
fyrirsætustörf, hefur verið rýr-
ari. Kolbrún hefur jafnan farið
ferð um landið og safnað saman
krökkum til ferðarinnnar, en
kornungar stúlkur hafa verið þar
í miklum meirihluta. Stúlka sem
þekkir vel til fyrirsætustarfa,
bæði hér á landi og úti í heimi,
segir að henni finnist Kolbrún
stundum gefa sér hæpnar for-
sendur þegar hún velur þátttak-
endur til fararinnar.
150.000 KROniURIUAR
SEM TYNDUST
í kringum ferðina á M.A.A.I.-
keppnina í fyrra kom upp atvik
sem enn hefur ekki verið fyllilega
útskýrt. Skömmu áður en ferðin
var farin safnaði Kolbrún um
það bil fimm þúsund krónum frá
hverjum þátttakanda fyrir stað-
festingargjaldi til þess að senda
til keppnishaldaranna í New
York, alls um það bil 150.000
krónur. Þessi peningar komust
hins vegar ekki á áfangastað og
skýrði Kolbrún það með því að
stolið hefði verið úr pakkanum
sem hraðsendingarþjónustan
DHL sá um að koma á áfanga-
stað.
Aðspurður um þetta atvik seg-
ir Bjarni Hákonarson, framkvæmd-
arstjóri DHL, að Kolbrún hafi ít-
rekað lýst innihaldi böggulsins
sem skjölum, bæði í símtölum og
eins með faxsendingum. Það hafi
ekki verið fyrr en eftir að bögg-
ullinn kom á áfangastað sem Kol-
brún sagði að um peninga hefði
verið að ræða. Bjarni segir að
DHL hafi farmbréf undir höndum
þar sem fram kemur að Kolbrún
hafi kvittað undir að sendingin
hafi skjöl að geyma. Bjarni bend-
ir einnig á að það sé yfirlýst
regla DHL að fyrirtækið sjái ekki
um peningaflutninga. Krakkarnir
þurftu hins vegar að bera skað-
ann og greiða staðfestingargjald-
ið á nýjan leik.
STELPUR FLYJA KOL-
BRUIMU
Síðustu misseri hefur starf-
semi Kolbrúnar farið fram ann-
ars vegar undir nafni Icelandic
Models og hins vegar undir nafni
Skóla John Casablancas. Á með-
an vinnslu þessarar greinar stóð
reyndist ómögulegt að komast í
samband við hvorugt þessara
fyrirtækja. Símanúmerið hjá
Skóla John Casablanca var lokað
vegna vangoldinna reikninga og
aldrei var svarað í símanúmeri
Icelandic Models. En eitt af því
sem einmitt var rætt um í sam-
bandi við Kolbrúnu var hversu
erfitt væri að ná sambandi við
hana, kom það bæði fram í máli
þeirra stúlkna sem rætt var við
og eins foreldra þeirra. Afleiðing-
in af þessu er sú að fjölmargar
stelpur hafa leitið ásjár annarra
fyrirsætuskrifstofa hér á landi.
Aðspurð um þetta segir Jóna
Lárusdóttir, framkvæmdastjóri
Módel 79, það rétt að margar
stelpur sem hafa farið á nám-
skeið hjá Kolbrúnu hafi komi til
Módel 79.
„Þetta eru oft stelpur sem eru
búnar að eyða miklum pening í
námskeiðin og finnst lítið vera á
seyði hjá henni og koma því til
okkar í von um að fá meira að
gera,“ segir Jóna.
Ásta Kristjánsdóttir, hjá Eskimo
Models tekur undir með Jónu.
„Já, það er ekkert leyndarmál að
frá því að skrifstofan var opnuð
hefur mjög mikið verið um það
að stelpur frá Kolbrúnu hafi
komið og viljað komast að hjá
okkur,“ segir Ásta.
PÓSTURINN náði sambandi við
Kolbrúnu, sem nú er stödd í Seo-
ul í Suður-Kóreu með stúlkunum
sem sigruðu síðustu Elitekeppni
en þær taka nú þátt í Iokakeppni
Elite. Blaðamaður ræddi í tæp-
lega hálfa klukkustund við Kol-
brúnu og bar undir hana þá
gagnrýni sem kemur fram á störf
hennar í þessari grein en Kol-
brún vildi ekkert láta hafa eftir
sér.