Helgarpósturinn - 24.08.1995, Side 10

Helgarpósturinn - 24.08.1995, Side 10
'FIMMTUDrArGUR~2^T~AGUST-'T9'951 10 t ' í$l æí& Islensk stórfyrir- tæki hafa löngum okrað á landan- um í skjóli einokunar og þekktasta dæmið er sennilega flugfar- gjöld Flugleiða sem eru oft mörgum sinn- um hærri til en frá landinu. Það sama virðist vera uppi á teningnum í sjóflutn- ingum ef marka má reynslu manns sem nýverið flutti heim frá Svíþjóð. Hann var með 20 feta gám í farteskinu og var gert að greiða 15.000 sænskar krónur fyrir flutninginn. Vinur mannsins sem stund- ar sjóflutninga á milli Bandaríkjanna og Svíþjóðar frétti af þessu en hann borg- ar 5.000 sænskar krónur fyrir flutning á sambærilegum gámi alla Ieið yfir Atl- antshafið... Vár hún svikki og módgud eda: Hefur NB fengið nvja meriángu? Skiptar skoðanir eru um niður- stöðu nauðgunardóms sem féll í Héraðsdómi Reykjavíkur í síð- ustu viku. í stuttu máli komst dómurinn að þeirri niðurstöðu að þar sem ákærði hefði alltaf neitað því að hafa beitt stúlkuna sýnilegu ofbeldi og stúlkan borið á sama veg, nema hvað hún bað hann um að hætta og brast í grát, bæri að sýkna ákærða. Þrátt fyrir að engin sönnunar- gögn sé hægt að leggja fram í málinu hafa menn velt upp þeim spurningum hvaða merkingu dómsvaldið leggi í orðið ofbeldi eða jafnvel hvort orðið nei hafi fengið allt aðra merkingu. MEQ HROLL,.. SKJALFTA, HOFUÐ- VERK OCLHÆKKADAIU BLODÞRYSTIIUG Aðfaranótt laugardagsins 18. febrúar síðastliðinn kom um- rædd stúlka, sem er 19 ára göm- ul, á Lögreglustöðina við Tryggvagötu í þeim erindagjörð- um að kæra að ókunngur maður hefði nauðgað sér. Skýrði hún lögreglumönnunum frá mála- vöxtum í aðalatriðum og var að því loknu flutt á slysadeild Borg- arspítalans þar sem hún gekkst undir skoðun og fékk aðhlynn- ingu. Það var ekki fyrr en helgina eftir að maðurinn, sem er rúm- lega tvítugur, var handtekinn eft- ir að stúlkan bar kennsl á hann í miðbænum. í vottorði Rannveigar Pálsdótt- ur, sérfræðings í húð- og kynsjúk- dómum, sem skoðaði stúlkuna, segir að hún hafi verið drukkin þegar hún kom á deildina en af henni hafi runnið meðan á skoð- un stóð. Stúlkan hafi verið með hroll og skjálfta, höfuðverk og hækkaðan blóðþrýsting. Á henni mátti sjá húðafifur á lærum sem gætu verið eftir fingur eða fatnað hennar sjálfrar eða einhvers annars. Blett mátti einnig sjá á nafla hennar eftir þrýsting sem gæti hafa verið eftir tölu á fatn- aði ellegar fingur. Þroti hafði ver- ið á ytri kynfærum. Stúlkan var með á klæðum og fundust ekki í henni sæðisfrumur. Læknirinn sem síðar kom fyrir dóminn vott- aði að stúlkam hafi verið í upp- námi þegar hún kom á slysa- deildina. Hún hafi grátið lítið eitt og skolfið og sagt frá því að hún hafi farið með manni í ókunnugt hús og að maðurinn hefði nauðg- að henni þar. Læknirinn segir að þroti sá sem var á kynfærum gæti hafa stafað af því að þurr karlmannslimur hefði verið færður inn í þurr kynfæri konu. FRAMBURDUR STÚLK- UIUIVIAR í framburði sínum fyrir dómi greindi stúlkan frá því að fund- um hennar og mannsins hafi borið saman um klukkan þrjú að- faranótt 18. febrúar í miðbænum þar sem hún var á ferð ásamt vinkonu sinni, en maðurinn með kunningjum sínum. Segist stúlk- an hafa verið ölvuð en ekki ofur- ölvi. Eftir að þau tóku tal saman segist hún hafa boðið honum í samkvæmi í Hafnarfjörð. Sagðist þá pilturinn þurfa að pissa og bað hann stúlkuna um að koma með sér, sem hún gerði, enda segist hún ekki hafa haft ástæðu til þess að gruna neitt misjafnt. Á meðan hafi hitt fólkið, þar á með- al vinkona hennar, komið sér fyr- ir í leigubifreiðaröð í Lækjargöt- unni. Kveðst hún hafa sagt við vinkonu sína að hún kæmi með henni suðureftir. Gengu hún og maðurinn lengra og lengra í burtu en þegar hún hafi farið að spyrja hverju það sætti svaraði hann ekki. Þorði hún því ekki öðru en að fylgja honum eftir. Þegar hún loks lætur uppi vilja sinn um að snúa við og fara með vinkonu sinni í Hafnarfjörð hafi pilturinn gripið þéttingsfast í handlegg hennar og togað hana burt. Kvaðst hún ekki geta út- skýrt af hverju hún kallaði ekki á hjálp þegar hann tók í handlegg hennar. Fannst henni maðurinn hafa orðið pirraður við þetta og sagt að hann færi með henni í Hafnarfjörð. Varð hún þá hrædd við manninn og hvarflaði að henni að hann væri með hníf á sér. Pissaði svo maðurinn í Skólastrætinu en vildi síðan fara inn í hús þar undir því yfirskini að vinur hans væri þar og hann þyrfti að sækja þangað eitthvað sem hann ætti, án þess að hann vildi útskýra það frekar. Bað maðurinn hana að koma með sér og fór hún með honum af hræðslu við hann án þess að hann hafi leitt hana. Það næsta sem hún mundi var að þau voru komin í herbergi á jarðhæð. Kvaðst hún ekki muna hvort hann hefði teymt hana þangað inn eða ekki, alltént settist hún á rúmstokkinn. Kveður hún hann ekki hafa beitt sig ofbeldi til þess. Þegar hér er komið við sögu höfðu engin atlot átt sér stað á milli þeirra. Tók maðurinn upp á því að klæða hana úr gegn vilja hennar, en hún mun hafa borið fyrir sig að hún hefði á klæðum og vildi ekki eiga mök við hann. Hann sinnti því hins vegar ekki. Þorði hún ekki að streitast á Örn Clausen hæstaréttar- lögmaður: Við karlmerai er- um í hættu „Ég hef ekki kynnt mér dóm- inn nægilega vel en almennt held ég að þessi dómur sé hár- réttur. Það hefði ekki verið hægt að dæma öðruvísi í þessu máli,“ sagði Örn Clausen hæstaréttar- lögmaður. „Eins og þessu er lýst maldaði stúlkan ekki í móinn nema með því að segja, ég vil þetta ekki, eða eitthvað í þá átt- ina. Og eins og mér skilst méddaði hún ekkert frekar 5 mó- inn. Af þeirri ástæður hefur maðurinn haldið að þetta væri fyrirsláttur. Sjálfur man ég ekki eftir því að nokkur af mfnum fé- iögum hafi komist yfir kven- mann á mínum skóiaárum, nema að þær byrjuðu á því að segja nei. Það er ekki þar með sagt að fólk hafi ekki leyfi til þess að segja nei. Við verðum þá að skoða aliar aðstæður; hvað var þessi stúlka að gera, hvað var hún að þvælast og þar fram eftir götunum. Þó svo ég þekki ekki málið mjög vei sé ég ekki að dómarinn hafi getað dæmt þetta öðruvísi.“ Stendur þá slagorð Stígamóta; Nei þýðirnei, nauðgun erglcepur, ekki fyrirsínu að þínu mati? „Þetta slagorð hjá Stígamót- um á fullan rétt á sér. Á hinn bóginn verða stúlkur einnig að gæta sín. Ef stúlkur fara upp í rúm á keieríi með ókunnugum manni í ókunnugu húsi og segja svo bara; nei, ég vii þetta ekki, en malda ekkert frekar í móinn, þá þýðir ekkert að segja eftir á; ég var hrædd við að gera eitt- hvað. Maðurinn auðvitað mis- skilur jretta og þannig liggur málið fyrir dómaranum. Við karlmenn værum ailir í hættu um að vera dæmdir, hvort sem við værum sekir eða sakiausir, ef fóik tæki upp á að kæra okkur Eftir að hafa tekið þéttingsfast um handlegg stúlkunnar vildi hann fara inn i hús i Skólastrætinu undir því yfirskini að vinur hans væri þar og hann þyrfti að sækja þangað svolítið sem hann vildi ekki gefa upp hvað væri. Kveöinn var upp umdeildur dómur í nauögunarmáli fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í síö- ustu viku þar sem maður var sýknaður af ákæru um aö hafa nauðgað stúlku í miðbæn- um í febrúar. Engin sönnunar- gögn fundust í málinu. Helgar- pósturinn birtir frásögn beggja aðila fyrir dómi.

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.