Helgarpósturinn - 24.08.1995, Page 31
Þór Tulinius
um myndina
afsjálfum sér:
„Þetta er svona týpískur
spekúlant, eða sem útleggst á
íslensku: dæmigerður sérfyr-
irveltari. Hann vill spekúlera í
ýmsu án þess endilega að það
leiði beinlínis til neins sér-
staks. Bara. Það er augljóst að
það er talsverð togstreita í
sérfyrirveltingnum hjá honum
og það kemur skýrast fram í
handarstellingunni. Eins má
lesa það úr augunum, því í
vinstra auganu sem tengist
hægra heilahvelinu eru loft-
kenndar, kærulausar, fyndnar
og jafnvel siðlausar hugmynd-
ir á sveimi sem rekast óþyrmi-
lega á miklu jarðbundnari,
kaldari, vísindalegri vanga-
veltur vinstra hvelsins sem
koma fram í hægra auganu.
Síðarnefndu hugsanirnar eru
greinilega frekar á undanhaldi
og það má sjá á því að þær
reyna að fela sig í hægra aug-
anu á bak við annars fyrirferð-
armikið nef. Það sem hann
hefur fundið sér til heilabrota
í þetta sinn er hvort það sé
endilega rétt að reykingar séu
óhollar. Niðurstaðan hans í
þetta sinn verður væntanlega
engin frekar en venjulega."
h
K
O
a
JJ soul band
aftur á Jazzbarnum.
Fánar og Brimkló
ásamt Björgvini Halldórs-
syni á Hótel Islandi.
Koararnir
og hamingjustundir
(Happy Hour) á
Kaffi Reykjavík.
Birgir og Baldur
sjá aftur um fjörið á
Mímisbar.
Hagyrðingamót
verður haldið í Súlnasal
Hótel Sögu í kvöld.
Harmonikuleikur og
fleira í tilefni kvöldsins.
Útlagar og Skriðjöklar
á Næturgalanum,
Kópavogi síðla kvöld.
SUIUIVIUDACUR
Sigurd Barrett
gallvaskur stjörnupían-
isti leikur listir sínar á
Sólon (slandus.
Dúett Andreu
Gylfadóttur
sem ásamt henni er
skipaður Kjartani Valde-
marsyni, á Jazzbarnum.
Kirsuber
lokar helginni á
Gauki á Stöng.
Bjarni Ara, Grétar,
hljómsveitin Hunang
og harmonikkuleikur
í lokahófi stórafmælis
Kaffi Reykjavík.
SVEITABÖLL
Ýdalir, Aðaldal
SSSól ásamt Döðlunum
ætlar að skemmta í
síðasta sinn á laugar-
dagskvöldið á Norðurlandi
Hafurbjörninn,
Grindavík
Sniglabandið með
dansleik á föstudagskvöld.
Hreðavatnsskáli
Sniglabandið á síðasta
sveitaballi ársins í skálan-
um á laugardagskvöld.
Stapinn, Njarðvík
hljómsveitin Skítamórall
á föstudagskvöld.
Fullt hús fólks í
einu sinni á áríþegar Hörður Torfason heldur sína
áríegu tónleika. „Fólk hefurbara gaman afþessari
dagskrá minni," segir Hörður.
Þann 8. september næstkomandi
ætlar Hörður Torfason að halda sína ár-
legu og sívinsælu tónleika í Borgarleik-
húsinu. Hörður hefur verið á sviði
annað slagið síðustu tuttugu ár, haldið
konserta og skemmt áhorfendum. Að
þessu sinni verða umsvif tónleikanna
meiri en venjulega þar sem listamað-
urinn á fimmtugsafmæli.
„Þetta verður grand núna þar sem
ég er orðinn stór,“ segir Hörður og
hyggst hafa átta til níu manna hljóm-
sveit með sér á sviðið og spila endur-
útsett gamalt efni í bland við nýtt.
Þetta er í fyrst sinn á ellefu mánuð-
um sem Hörður kemur fram þar sem
hann slasaðist fyrir um ári síðan eftir
að hafa lent í tveimur bílslysum á fjór-
tán dögum.
„Fólk hefur verið að spyrja mig af
hverju ég sé ekki að spila en ég hef
ekki getað það síðan ég lenti í slysun-
um. Eg fór dálítið hressilega úr sam-
bandi við þau en er búinn að ná mér
núna,“ segir Hörður.
En nú er alltaf húsfyllir í Borgarleik-
húsinu þegar þú kemur fram, hvernig
ferðu að því að fylla Borgarleikhúsið?
„Fólk hefur bara gaman af þessari
dagskrá minni. Ég blanda saman tón-
list og leikhúsi, þar sem ég er bæði
leikstjóri og leikari," segir Hörður og
útskýrir nánar þátt leikhússins í dag-
skrá sinni. „Ég spila leikhústónlist og
nýti mér tækni leikhússins. Dagskráin
er úthugsuð eins og hjá leikara. Text-
arnir hafa karakter, í þeim er verið að
lýsa ákveðnum manngerðum sem ég
leik um leið og ég spila tónlistina. Ann-
ars er erfitt að útskýra þetta, fólk verð-
ur að upplifa stemmninguna," segir
Hörður Torfason.
Þjórsárver,
Suðurlandi
Skítamórall á
laugardagskvöld.
Félagsheimilið
Klifi, Ólafsvik
Stjómin ásamt Yogurt
frá Akranesi á
laugardagskvöld.
Skálafell,
Mosfellsbæ
hljómsveitin Sextíu og
sex leikur í Mosfellsbæn-
um alla helgina.
Pavarotti, Akranesi
GCD heldur
síðsumardansleik þar á
laugardagskvöld með
aðstoð Bylgjunnar.