Helgarpósturinn - 07.09.1995, Side 8
8
IMogganum í gær
mátti lesa einkar
athyglisverða
auglýsingu. Þar var
verið að auglýsa eft-
ir fyrirsætu. Það
virðist sem hörgull
sé á fyrirsætum í
Fjölbrautaskólanum
í Breiðholti og þess
vegna hefur skóla-
meistari brugðið á
það ráð að auglýsa
eftir fyrirsætum. Fyr-
irsætur skulu skila
umsóknum til skóla-
meistara, Kristínar
Arnalds, sem sker
væntanlega úr um
hæfi umsækjenda.
Ekki er tiltekið hvers
kyns fyrirsætan á að
vera. Líklegt verður
þó að telja að FB
vanti fyrirsætu fyrir
myndlistardeidina...
Eigendaskipti á Feita dvergnum. Fyrrum rekstraraðili hóar gestunum upp í rútu og lýsir því yfir
að staðurinn sé hættur. Núverandi eigandi, Baldur Brjánsson, er ekki sáttur við aðferðirnar og
óttast að gestirnir hætti að mæta
Keyrðu burt með
alla uiðskiptaviniiia
„Maður er svoleiðis í sjokki að
ég á ekki orð yfir þetta. Maður er
nýbúinn að kaupa staðinn fyrir
háar fjárhæðir og svo kemur
þetta svona framan í mann.
Þetta lítur út eins og skemmdar-
starfsemi," segir Baldur Brjánsson
en hann hefur nýverið keypt
veitingastaðinn Feita dverginn
við Höfðabakka og allt sem hon-
um fylgir. Hann er ekki sáttur við
hvernig fyrrverandi rekstrarað-
ili, Oddsteinn Gíslason, hafi komið
fram.
Laugardaginn 26. ágúst var
haldið lokahóf síðustu rekstrar-
aðila Feita dvergsins með miklu
húllumhæi en um miðnætti var
öllum gestum staðarins rúllað
upp í rútu og ekið á Næturgalann
í Kópavogi þar sem Oddsteinn
hefur nú tekið við rekstrinum.
Oddsteinn lýsti því svo yfir við
gestina, samkvæmt heimildum
Póstsins, að Feiti dvergurinn væri
hættur.
„Svo koma þessar myndir í
Mogganum í gær á besta stað
þar sem sagt er frá því að Feiti
dvergurinn sé fluttur. Hann er
ekkert fluttur. Maður er alveg
skíthræddur um að enginn komi
hingað inn um helgina vegna
þess hvernig hann hefur látið.
Baldur Brjánsson hefur tekið við rekstri Feita dvergsins en óttast að fólk hætti að mæta
vegna yfirlýsinga fyrrverandi rekstraraðila og klausu í Morgunblaðinu um að staðurinn
væri fluttur.
Mér finnst vera slegið fyrir neð-
an beltisstað að koma því í
Moggann að þetta sé hætt og bú-
ið og flutt," segir Baldur.
Oddsteinn segir að aldrei hafi
farið á milli mála að staðurinn
myndi starfa áfram. „Það var allt-
af skýrt að ég hafi bara flutt sjálf-
an mig og mína tónlist," segir
Oddsteinn Gíslason. Hann segir
að klausan í Morgunblaðinu hafi
verið klúður því ekki hafi verið
rétt sem þar kom fram. Hann hef-
ur leigt reksturinn í þrjú ár en
staðurinn hefur verið í eigu tíu
aðila. Oddsteini var sagt upp
samningnum við eigendaskiptin
og telur Baldur að honum hafi
mislíkað það. Oddsteinn segist
vera kominn með nýjan rekstur í
Kópavogi og fyrsta helgin hafi
gengið vel.
„Það linnir ekki símhringing-
unum þar sem er fólk að spyrja
hvert við séum fluttir og fólk
heldur að allt sé búið hér hjá
okkur,“ segir Baldur Brjánsson.
Hann segist hafa opnað stað-
inn formlega síðasta föstudag.
Feiti dvergurinn er hér og verður
áfram nema að þetta verður gert
miklu huggulegra og staðið bet-
ur að þessu en áður,“ segir Bald-
ur.
Óánægja innan bændahreyfingarinnar meö hvernig fjármunum Upplýsingaþjónustu landbún-
aðarins er varið
Tólf milljóna
framúrkeyrsla
„Stjórn Upplýsingaþjónust-
unnar hefur farið langt út fyrir
öll velsæmismörk. Það var búið
að eyða svo miklu í fyrra að það
kemur niður á starfseminni í ár.
Ég hef áhyggjur af því hvernig
komið er fyrir stofnuninni,“
sagði einn heimildamaður Pósts-
ins innan bændahreyfingarinnar.
Talsverðrar óánægju gætir
meðal frammámanna í bænda-
hreyfingunni með hvaða hætti
fjármunum Upplýsingaþjónustu
landbúnaðarins hefur verið ráð-
stafað. Veruleg framúrkeyrsla
varð á fjárlögum síðasta árs, um
12 milljónir króna. Er því haldið
fram að þessi framúrkeyrsla
komi niður á starfsemi Upplýs-
ingaþjónustunnar í ár og geri
landbúnaðinum erfiðara um vik
að taka á málum nú þegar GATT-
samningurinn er orðinn stað-
reynd. Stór hluti fjárins hefur
farið til GSP almannatengsla,
sem Gunnar Steinn Pálsson stend-
ur fyrir og auglýsingastofu hans,
Hvíta hússins.
„Það var miklum peningum
eytt í það beinlínis að auglýsa og
ég held að fáir aðrir en Hvíta
húsið hafi hagnast á því,“ sagði
einn viðmælandi sem vel þekkir
til mála en efasemdir eru uppi
um tilgang þess að auglýsa á
þeim tíma sem það var gert.
Gunnar Steinn Pálsson segir að
nauðsynlegt hafi verið að bregð-
ast við því hversu neikvæð um-
ræðan í þjóðfélaginu hafi verið
orðin frá hendi Alþýðuflokksins
og Hagfræðistofnunar Háskólans
til dæmis, auk þess sem Ríkis-
sjónvarpið hafi sýnt þætti fjand-
samlega bændum í dagskrár-
stjóratíð Hrafns Gunnlaugssonar.
„Þegar allt er talið er þetta
hvorki kostnaðarsamara né
ódýrara en gerist og gengur á
markaðinum en það er rétt að
umfangið var talsvert," sagði
Gunnar Steinn.
Auglýsingafé er greitt af Fram-
leiðnisjóði landbúnaðarins með
samningi til þriggja ára til þess
og fleiri verkefna.
„Menn héldu að því væri ætlað
til ákveðinna verkefna en því var
meira og minna eytt í þessa aug-
lýsingaherferð," sagði heimilda-
maður Póstsins.
Talsverður kostnaður var af
sjónvarpsþáttunum Af landsins
gæðum sem sýndir voru í Ríkis-
sjónvarpinu í sumar. Upplýs-
ingaþjónustan hefur farið þess á
leit við sjónvarpið að þeir taki
þátt í kostnaðinum við þættina
þar sem þeir hafi áður borgað
fyrir þætti sem voru fjandsam-
legir bændum. Upplýsingaþjón-
ustan fer einnig fram á að þætt-
irnir verði endursýndir þar sem
þeir hafi ekki verið sýndir á
besta tíma í sumar.
„Þó svo að útgjöld hafi verið
hærri en gert var ráð fyrir á síð-
asta ári þá jafnar það sig á þessu
ári,“ segir Hákon Sigurgrímsson,
stjórnarformaður Upplýsinga-
þjónustu landbúnaðarins.
„Þetta er þriggja ára verkefni
sem lýkur um næstu áramót.
Innifalið eru auglýsingar og sjón-
varpsþættirnir. Greiðslum er
dreift á þrjú ár en við endum
réttum megin við strikið um ára-
mót, Það verður að líta á þetta
sem áætlun sem tekur yfir þrjú
ár en þungi framkvæmdanna er
ekki sá sami öll árin,“ sagði Há-
kon Sigurgrímsson.
Gunnar Steinn Pálsson hef-
ur unnið að stórum verkefn-
um fyrir Upplýsingaþjón-
ustu landbúnaðarins sem
hafa kostað töluvert fé.
LÖGÐ NIÐUR í PíSS-
ARI MYIUD UM ARA-
MOT
Fyrirhugað er að leggja Upp-
lýsingaþjónustu landbúnaðarins
niður frá og með næstu áramót-
um í þeirri mynd sem hún er í
dag. Nefnd er að störfum sem á
að skoða hvernig bregðast skuli
við því breytta umhverfi sem
verður við samruna Búnaðarfé-
lags íslands og Stéttasambands
bænda.
„Það er verið að endurmóta
starfsemi upplýsingaþjónust-
unnar. Það var meiningin að
stokka hana upp í kjölfar samein-
ingarinnar og þeim skipulags-
breytingum sem við gengum í
gegnum á árinu,“ sagði Ari Teits-
son, formaður Bændasamtaka ís-
lands. Áætlað er að Upplýsinga-
Hákon Sigurgrímsson, fram-
kvæmdastjóri Upplýsinga-
þjónustu landbúnaðarins,
eyddi talsvert umfram
heimildir á síðasta ári.
þjónustan verði sérstök deild
innan hinna nýju bændasam-
taka.
Að Upplýsingaþjónustunni
standa meðal annars Fram-
leiðsluráð landbúnaðarins,
Bændasamtök íslands, Samtök
sláturleyfishafa og Samtök af-
urðastöðva í mjólkuriðnaði. Að-
ildarfélögin borga um 10 -11
milljónir á ári til hennar en styrk-
ur úr framleiðnisjóði tii þess að
kynna betur en hægt hefur verið
stöðu landbúnaðarins í samfé-
laginu kemur utan við þau fram-
lög, að sögn Hákonar Sigurgríms-
sonar.
Gert er ráð fyrir að nýtt skipu-
lag upplýsingaþjónustunnar taki
gildi um áramót en ekki er búið
að ákveða nákvæmlega með
hvaða hætti það verður.