Helgarpósturinn - 07.09.1995, Page 12
12
FIMMTOD7X',GOR-77'SEPTEMBER-'1r9g5i
2500 nemendur í Reykjavík njóta sérkennslu
meöan sjálfur grundvöllurinn veltur á brauöfótum
Bændur í ýms-
um búgrein-
um eru ekki
sáttir við hinn nýja
búvörusamning sem
undirritaður var á
dögunum um 13
milljarða króna
stuðning ríkisins við
sauðfjárbændur til
aldamóta. Bændur
sem stunda eggja-,
garðyrkju-, kjúklinga-
eða svínabúskap
spyrja sig hversu
mikið svigrúm ríkið
hafi til þess að skapa
þessum búgreinum
grundvöll til þess að
standa undir sam-
keppni við væntan-
legan innflutning á
afurðunum þegar
svo mikið er lagt í
eina búgrein. Þeir
eru ekki bjartsýnir á
framhaldið og líklegt
er að þessi mál verði
talsvert rædd á fund-
um hjá Bændasam-
tökum íslands á
næstunni...
'Jk
///
I '1
mwar
í ÓGÖNGUM
Við lok grunnskólanáms árið 1995 fullnægði þriðjungur nemenda ekki lágmarks-
kröfum um kunnáttu í samræmdum námsgreinum til að heíja framhaldsnám, það
er, í dönsku, stærðfræði, ensku og íslensku, þrátt fyrir að tæplega hálfum milljarði
sé varið til sérkennslu til að jafna aðstöðu nemenda í almennum grunnskólum. Til
viðbótar þessari tölu kemur að þriðjungur nemenda sem heija nám í framhaldsskól-
um fellur á fyrsta ári. Þetta háa fallhlutfall verður talsvert ískyggilegt þegar haft er
í huga að einungis er talið að um fímm prósent barna eigi við erfíða námsfötlun að
elja. Hinir hafa því dregist aftur úr af öðrum ástæðum. Umsóknum um sérkennslu
hjá fræðsluskrifstofum grunnskóla fer fjölgandi en Qárveiting til sérkennslu hefur
ekki hækkað í átta ár.
Eftir að grunnskólalögin frá
1974 gengu í gildi ákváðu skóla-
yfirvöld að hætta að raða í bekki
eftir námsárangri og tilskipun
um það er að finna í skólanám-
skrá grunnskóla frá 1976. Þetta
nýja fyrirkomulag hafði að sjálf-
sögðu í för með sér aukið álag á
kennara sem voru nú með fjöl-
menna bekki einstaklinga með
ólíkar þarfir og þar kom sér-
kennslan inn og átti að vega upp
á móti þeim þáttum sem ynnu
gegn slíkri blöndun. í Reykjavík
einni eru í dag 120 sérkennara-
stöður og 3100 sérkennslutímar
sem skiptast niður á 2500 börn,
eða 22 prósent allra nemenda á
Reykjavíkursvæðinu og gerir
það að meðaltali 1.3 tíma á hvert
barn á viku. „Þróunin er sú að
þörfin fyrir sérkennslu er að auk-
ast en að hluta til má skrifa það á
skilvirkara skráningarkerfi. Við
fáum málin fyrr inn á borð til
okkar en við gerðum,“ sagði Art-
húr Morthens, sérkennslufulltrúi
á Fræðsluskrifstofu Reykjavíkur.
„Þeim sem njóta sérkennslu hef-
ur fjölgað um 800 á undanförn-
um tíu árum.“
SKILCREIIUIIUGAR
ATRIÐI
„Eg hef oft heyrt þessa fimm
prósenta tölu en aldrei gert mér
fullkomlega grein fyrir því hvern-
ig hún er til kornin," sagði Atrhúr
Morthens. „Þetta er skilgreining-
aratriði og ég get nefnt sem
dæmi bresku Warren-skýrsluna
sem er ein virtasta rannsókn á
þessu sviði og var gerð fyrir 15
árum síðan. í henni var talað um
20 prósenta þörf fyrir sér-
kennslu. í nýlegri, alþjóðlegri
lestrarkönnun sem gerð var kom
fram að tíu prósent íslenskra
barna eiga við lestrarerfiðleika
að stríða. Þörfin er miklu víðtæk-
ari en að hún nái einungis til
þeirra barna sem stríða við ein-
hversslags fötlun. Þetta er ein-
faldlega spurning um hvaða kröf-
ur við eigum að gera til skólanna
og árangurs í grunnskólum."
BROTIUA í IUÚVERAIUDI
KERFI
Sérkennsla skiptist í tvennt;
annars vegar er hún til staðar í
almennum skólum og sjá þá
fræðsluskrifstofur um að úthluta
þeim tímum, og hins vegar er
hún í sérskólum fyrir fatlaða en í
þessari grein er aðeins leitast
við að ræða þörfina fyrir sér-
kennslu í almennum skólum.
Helga Sigurjónsdóttir, kennari í
fornámsdeiíd Menntaskólans í
Kópavogi, hefur skrifað mikið
um menntamál og meðal annars
reifað galla núverandi fyrir-
komulags.
„Það áttu margar sorgarsögur
rætur sínar í gamla tossabekkja-
fyrirkomulaginu og margir full-
orðnir einstaklingar minnast
ekki á reynslu sína ógrátandi,"
sagði Helga í samtali við Póstinn.
„En gallarnir við þetta kerfi hafa
reynst meiri en menn héldu. Ég
held því fram að fyrirkomulagið
núna sé ekki betra en það gamla
nema hvað varðar yngstu börn-
in. Það er munur á því að raða
eldri og yngri nemendum niður í
bekki. Fólk virðist trúa því að
nemendur sem eiga erfiðara með
nám verði síður varir við van-
mátt sinn ef þeir fá að vera í
bekk með hinum en það er jafn-
vel enn meira áberandi þegar
verið er að sækja börn inn í
bekkina en ella. Ég veit til þess
að börn koma mjög brotin út úr
þessu kerfi.“
„Við búum við annan félagsleg-
Við fáum málin fyrr inn á
borð til okkar en við gerð-
um," sagði Arthúr Mort-
hens, sérkennslufulltrúi á
Fræðsluskrifstofu Reykjavík-
ur. „Þeim sem njóta sér-
kennslu hefur fjölgað um
800 á undanförnum tíu ár-
um."
an veruleika en við gerðum fyrir
20 árum og við þurfum að takast
á við það á annan hátt en að
sækja i sama farið,“ sagði Arthúr
Morthens. „Ég er algerlega á
móti þessari umræðu um að taka
upp röðun í bekki. Mér finnst
saga sem ég heyrði um daginn
utan af landi lýsa þessu ágæt-
lega. Þar var virtur og velmetinn
athafnamaður að halda uppá 25
ára júbilæum ásamt fyrrverandi
skólasystkinum sínum. Það bar
svo við að þessi maður stóð úti á
tröppum í langan tíma þar til
fyrrverandi skólastjóri tók eftir
honum og spurði hvers vegna
hann kæmi ekki inn. Þá var hann
með tárin í augunum og gat ekki
hugsað sér það, minningarnar
voru einfaldlega of sárar til að
hann gæti rifjað það upp.“
EIUGini VIÐBÓTAR-
KEIUNSLA
„Ég hef þrettán ára reynslu af
kennslu barna sem hafa dregist
aftur úr í námi,“ sagði Helga.
„Meðan börnin njóta sér-
kennslunnar fer bekkurinn
áfram á fullum hraða í öðr-
um greinum og þau eiga því
sífellt erfiðara með að
fylgja þeim eftir," segir
Helga Sigurjónsdóttir kenn-
ari. „Það er ekki um neina
viðbótarkennslu að ræða."
„Meðan þau njóta sérkennslunn-
ar fer bekkurinn áfram á fullum
hraða í öðrum greinum og þau
eiga því sífellt erfiðara með að
fylgja þeim eftir. Það er nefnilega
ekki um neina viðbótarkennslu
að ræða. Nemandinn sem er á
eftir fær aldrei nema jafn margar
kennslustundir og hinir á viku en
sérkennslan er hins vegar dýrari
enda fær sérkennarinn greitt fyr-
ir að kenna viðkomandi svo og
bekkjarkennarinn. Það er hins
vegar ekki vilji til að breyta
þessu kerfi þrátt fyrir að það sé
algerlega óviðunandi."
HAFA HÆFILEIKA TIL
AÐ LÆRA
„Kennarar ráða ekki við bekki
af þeirri stærðargráðu sem þeim
er gert að kenna og sækjast í rík-
ari mæli eftir sérkennslu í ýms-
um greinum sem svo aftur verð-
ur til þess að þessir nemendur
dragast aftur úr í öðrurn," sagði
Helga. „Það má segja að þetta sé
hálfgert neyðarástand. Ég leyfi
mér að fullyrða að með því að
verja fjármagni sem nú er varið
til sérkennslu í almennum skól-
um, til þess að fækka í bekkjum,
halda námskeið fyrir bekkjar-
kennara um námsörðugleika og
þau úrræði sem bjóðast og for-
eldra í þeim námsgreinum sem
kenndar eru, þá væri hægt að
bæta ástandið til muna. Það er
nefnilega svo að stærstur hluti
þessara nemenda hefur hæfi-
leika og getu til að sýna mun
betri námsárangur. Langflest
börn geta lokið grunnskólaprófi
með viðunandi vitnisburði ef
þau fá góða kennslu,“ segir
Helga.
„Sérkennarar hafa verið
óhræddir við að gagnrýna og
benda á það sem betur mætti
fara í núverandi kerfi og það hef-
ur oft komið upp þetta vandamál
þegar verið er að taka tíma af
einni námsgrein fyrir aðra,“
sagði Arthúr Morthens. „Norður-
löndin hafa að mestu beitt ann-
arri aðferð en hún er sú að sér-
kennnarinn sé einfaldlega inni í
bekknum. Hún er heldur ekki
gallalaus."
Þrátt fyrir þetta bera slakar
einkunnir hjá fjórðungi nemenda
öðru vitni sem og að í fjórðungi
allra grunnskóla á landinu hafa
einhverjir hætt námi en auk þess
stunda sumir nemendur grunn-
skólanám í öðru skólahverfi eða