Helgarpósturinn - 07.09.1995, Qupperneq 15
15
Opinber heimsókn forseta íslands frú Vigdísar Finn-
bogadóttur til Kína hefur vakið upp mikinn úlfaþyt á
undanförnum dögum. Margir undrast ummæli henn-
ar um stjórnvöld þar í landi og aðgerðir gesta á
óháðu kvennaráðstefnunni. Hér segja tíu þjóðþekktir
einstaklingar álit sitt á ummælum forsetans.
Hörð vidbrögd
vid ummælimi
Vkjdísar
Sumir kveða svo
hart að orði að
frú Vigdís Finn-
bogadóttir hafi
allt að því geng-
ið í eina sæng
með blóði drifn-
um valdhöfum i
Kína og segja
hana hafa móðg-
að frelsiselsk-
andi konur um
allan heim með
ummmælum sín-
um um aðgerðir
gesta á óháðu
kvennaráðstefn-
unni.
Ummæli Vigdisar Finnbogadótt-
ur forseta íslands í opinberri
heimsókn hennar í Kína hafa
vakið mikla athygli og hörð við-
brögð ritstjóranna Jónasar Krist-
jánssonar í Dagblaðinu og Hrafns
Jökulssonar hjá Alþýðublaðinu.
Jónas líkti Vigdísi við Neville
Chamberlain í teprulegri afstöðu
sinni til Hitlers í leiðara í DV á
þriðjudag og Hrafn sagði sama
dag í viðtali á Bylgjunni að „Vig-
dís hafi nánast gerst blaðafull-
trúi hinna blóði drifnu öldunga
eftir að hún talaði við þá“, eins
og hann orðaði það. Ungir jafn-
aðarmenn virðast sérlega hissa
á ummælum forsetans og Kol-
brún Bergþórsdóttir bókmennta-
fræðingur skrifaði pistil undir
fyrirsögninni „Afstæðiskenning
forseta íslands" í Alþýðublaðið í
gær.
„Við ræðum ekki við einræðis-
herra og illvirkja um afstæði
frelsisins," skrifar Kolbrún. „Við
flekkum ekki samvisku okkar á
þann hátt, — því hvað réttlætir
frelsissviptingu betur en einmitt
orð þess efnis að frelsið sé af-
stætt?“
Pósturinn náði tali af nokkrum
einstaklingum sem hafa látið sig
mannréttinda- og utanríkismál
miklu varða og spurði þá um
skoðanir þeirra á ummælum for-
setans í Kína.
Vigdís Finnbogadóttir sagði í útvarpsfréttum að fundur hennar og Li Peng
forsætisráðherra hefði verið sérlega ánægjulegur og þau hefðu talað vel sam-
an og velt fyrir sér heimspekilegum spumingum eins og til dæmis hversu
frelsið væri afstætt. Hvað finnstþér um þessi ummæli forsetans?
í viðtali í sjónvarpsfréttum sagði Vigdís að hún teldi róttækar
konur á kvennaráðstefnunni í Kværó hafa beitt röngum að-
ferðum tilað mótmæla afskiptum Kínverja af ráðstefnunni.
Ert /xí sammála henni?
ÁGÚST PÓR ÁRIUASOIU, FRAMKVÆMDAST.JÓRI MANM-
RÉTTINDASKRIFSTOFU ÍSLANDS
„Ég get ekki svarað þessu öðruvísi en þannig að íslensk stjórn-
völd hafa ekki, svo ég viti til, aðhyllst afstæðishyggju í mannrétt-
indamálum, alla vega ekki hvað frelsisréttindi varðar.“
HANNES HÓLMSTEINN GISSURARSON DÓSENT
„Mér finnst aðallega einkenniiegt, ef satt er, það sem Morgun-
blaðið hefur eftir henni að hún hafi sagt að ísland væri mikils metið
í Kína af því að það væri hlutlaust ríki. ísland er ekki hlutlaust ríki.
Það hefur tekið alveg afdráttarlausa afstöðu með hinum vestrænu
lýðræðisríkjum gegn þeim ríkjum sem reka Gulag eyjaklasa. Mér
finnst út af fyrir sig hægt að velta fyrir sér gildi freisisins og það
kann vel að vera að frelsi sé minna virði í landi þar sem hungur
sverfur að en í landi sem býr við allsnægtir. Það kann vel að vera að
freisi sé munaðarvara en það breytir engu um það að rétta leiðin út
úr hungrinu er frelsið. Þannig að ég er ekki viss um að það sé af-
stætt þegar öllu er á botnin hvolft.“
JÓHANNA K. EYJÓLFSDÓTTIR MANNFRÆÐINGUR
„Mér finnst þessi ummæli Vigdísar mjög alvarleg. Þar sem hún
talar um að frelsi sé afstætt þá er hún líka að tala um mannréttindi.
Með því að samþykkja að frelsi sé afstætt er hún í raun og veru að
gefa yfirlýsingu um það að hún styðji hugmyndir kínverskra stjórn-
valda um að ekki sé hægt að veita kínverskum þegnum mannrétt-
indi.“
JÓIU BALDVIN HANNIBALSSON ALPINGISMADUR
„Ég treysti mér ekki til að leggja dóm á þessar heimspekilegu
vangaveltur gestgjafa og gests. Til þess veit ég einfaldlega ekki nóg
um viðræðurnar."
JÓIU ORMUR HALLDÓRSSON DÓSEIUT
„Ég kommentera ekki á ummæli þjóðhöfðingja.“
KRISTÍN HALLDÓRSDÓTTIR ALPINGISMADUR
„Vigdís er vafalaust að lýsa sinni upplifun af fundinum og ég get
ekki metið það frekar. Ég kæri mig ekki um að kommentera neitt á
hvort rétt hafi verið af Vigdísi að ræða við Li Peng um hversu frels-
ið sé afstætt.“
MARGRÉT FRÍMANNSDÓTTIR ALPINGISMADUR
„Það er útaf fyrir sig ágætt að þau skuli hafa átt ánægjulegt sam-
tal en ég hefði heldur viljað að rætt hefði verið um réttindi kvenna
og barna. Ég get ekki tekið undir að eðiilegt hafi verið undir þessum
kringumstæðum af Vigdísi að ræða við Li Peng um hversu frelsið
væri afstætt.“
ÓLAFUR RAGNAR GRÍMSSON ALÞINGISMAÐUR
„Ég treysti mér ekki til að segja álit mitt eftir einhverjum einstök-
um afmörkuðum tilvitnunum úr fjölmiðlum. Ég verð að vita meira
um málið en einhverjar afmarkaðar þröngar tilvitnanir."
SIGRÍÐUR DÚIUA KRISTMUNDSDÓTTIR MANNFRÆÐING-
UR
„Ég vildi nú síður kommentera á það sem forsetinn segir."
ÁGÚST PÓR ÁRNASON
„Það eru á milli tuttugu og þrjátíu þúsund konur á ráðstefnunni og því ekki hægt að tala um einhverja eina
aðferð sem hentar best fyrir þær til að ná markmiðum sínum. Ég virði þá skoðun Vigdísar að það henti ekki að
setja fram úrslitakosti og sé ekki ástæðu tii að hnýta í það. Ég er samt ekki viss um að hún hafi endilega rétt
fyrir sér og ég er ekki sannfærður um að hægt sé að leggja þetta mat á hlutina því við vitum aldrei hundrað
prósent hvað kemur út úr því. Jónas Kristjánsson sagði í leiðara í DV að það yrði einhvers staðar að segja
stopp en á móti kemur það viðhorf Vigdísar að slíkt leiðir vissulega til átaka. Ég sé enga niðurstöðu úr þessu.
Bæði sjónarmiðin eru til og þau verða alltaf til."
HANNES HÓLMSTEINN GISSURARSON
„Mér finnst að forseti fslands verði að fara mjög gætilega í ummælum um utanríkismál. Hún gekk að vísu í
Keflavíkurgöngum í gamla daga en ég hélt að það væri í gamla daga.
Ég get eiginlega ekki svarað spurningunni því þetta verður að meta á grundveili aðstæðna á staðnum. Ég
held að stundum sé hyggilegt að eiga vinsamleg samskipti við alræðisherra en stundum verða menn að taka á
slíkum málum af festu og þegar ég hafði sem mestan áhuga á starfsemi rússneskra andófsmanna og las þeirra
rit tók ég eftir að þeim bar saman um að það væri einurð og festa vestrænna ríkja sem hefði aðallega hjálpað
þeim en ekki undanlátsemi.“
JÓHANNA K. EYJÓLFSDÓTTIR
„Mér finnst Vigdís hafa móðgað konur sem eru þarna á óháðu ráðstefnunni að berjast fyrir sínum réttindum
og koma sínum málum á framfæri á opinberu ráðstefnunni. Þær hafa ekki notið fulls frelsis til þess af hálfu kín-
verskra stjórnvalda og auk þess hafa útsendarar annarra stjórnvalda reynt að hefta það sem konur eru að
gera á óháðu ráðstefnunni. Og mér finnst Vigdís hafa getað sagt til dæmis að sér þætti miður að það væri ekki
hægt að halda óháðu ráðstefnuna ótruflaða. Mér finnst vanhugsað af henni að segja þetta og viss móðgun við
konur sem eru framarlega í mannréttindabaráttu alls staðar að úr heiminum á óháðu ráðstefnunni.“
JÓN BALDVIN HANNIBALSSON
„Nei, því miður er ég ekki sammála því mati forseta vors að þátttakendur á kvennaráðstefnunni hinni óo[>
inberu hafi beitt röngum aðferðum. Þvert á móti, við verður að gæta að því að hér er um að ræða ráðstefnu á
vegum Sameinuðu þjóðanna samkvæmt samþykktum og reglum þeirra um málefni sem ekki er innanlandsmál
Kínverja heldur almenn mannréttindi kvenna í heiminum. Kínversk stjórnvöld hafa beitt bellibrögðum til að
koma í veg fyrir að ráðstefnan gæti gengið fyrir sig með eðlilegum hætti og ég tel það eðlileg viðbrögð að hóta
því einfaldlega að snúa af vettvangi ef ekki er starfhæft fyrir íhlutun stjórnvalda. Að því leyti tek ég undir með
Hillary Clinton sem lýsti fullri samstöðu við aðgerðir fulltrúa þriðja heimsins á þessari óopinberu ráðstefnu."
JÓN ORMUR HALLDÓRSSON
„Ég kommentera ekki á ummæli þjóðhöfðingja."
KRISTÍN HALLDÓRSDÓTTIR
„Mér finnst mjög skiljanlegt að konur hafi reynt að sýna styrk sinn hafi þeim verið misboðið. Með þeirri
þekkingu sem maður hefur af aðstæðum hlýtur maður að standa með konunum í því efni og við sem erum vön
að geta sagt það sem okkur býr í brjósti hljótum að fordæma allar aðferðir til að reyna að þagga niður í fólki."
MARGRÉT FRÍMANNSDÓTTIR
„Nei, mér finnst í raun og veru að nánast allar aðferðir sem hægt er að nota til að mótmæla og vekja athygli
séu af hinu góða.“
ÓLAFUR RAGNAR GRÍMSSON
„Ég treysti mér ekki til að segja áiit mitt eftir einhverjum einstökum afmörkuðum tilvitnunum úr fjölmiðlum.
Ég verð að vita meira um málið en einhverjar afmarkaðar þröngar tilvitnanir.“
SIGRÍDUR DÚNA KRISTMUNDSDÓTTIR
„Ég eiginlega biðst undan því að tekið sé við mig viðtal um þessa hluti."
SIV FRtÐLEIFSDÓTTIR ALÞINGISMAÐUR
„Það er erfitt að átta sig nákvæmlega á hvað Vigdís á við með því
að segjast hafa rætt við Li Peng um hversu frelsið er afstætt. Ef Vig-
dís á við mannréttindi þá sætti ég mig ekki við þau sjónarmið að
þau eigi að vera mismunandi eftir menningarlegum gildum eða því
hvar menn eru staddir á jörðinni.“
SIV FRIDLEIFSDÓTTTR
„Mér skilst að hún hafi sagt að gestir ráðstefnunnar hafi ekki átt að stilla stjórnvöldum upp við vegg en mið-
að við þær fréttir sem ég hef heyrt þá finnst mér alveg eðlilegt að þær kvarti undan meðferð stjórnvalda. Ég sé
ekkert beint athugavert við þær aðferðir sem konurnar beittu þarna og er þar af leiðandi líklega ekki alveg
sammáia Vigdísi.”
ú er lokið
fresti til þess
að lýsa kröf-
um í þrotabú við-
skiptajöfursins fyrr-
verandi, Herlufs
Clausens. Numu
heildarkröfur í bú
hans rúmlega 135
milljónum króna. For-
gangskröfur eru
þrjár, vegna vangold-
inna lífeyrissjóðs-
greiðslna og með-
laga, að upphæð 376
þúsund króna.
Herluf var lengi vel
talinn einn af efnuð-
ustu mönnum lands-
ins og átti meðal ann-
ars veitingastaðina
Café Romance, Café
Óperu og Italíu; tísku-
verslanirnar Sér, Esp>-
rit og Blazer auk
íþróttavöruverslun-
arinnar Sportvals,
fiskútflutningsfyrir-
tækisins Pólarfrost
og fiskvinnslunnar
Hlunna í Hafnarfirði.
Hann átti auk þess
umboð fyrir fjöl-
breyttan varning og
stundaði fasteigna-
viðskipti. Herluf var
þekktur fyrir hvers
kyns lánastarfsemi
og fjármagnaði til
dæmis 300 milljóna
króna innflutning fyr-
ir Hagkaup þegar
þeir opnuðu IKEA-
verslun sína.
Fjármunir hans bund-
ust í illseljanlegum
fasteignum og versl-
unum sem skiluðu
engum arði. Afföll
urðu mikil á kreppu-
tímum og að lokum
fór svo að bankarnir
kröfðust gjaldþrots
fyrr á þessu ári.
Landsbankinn og
Búnaðarbankinn eru
stærstu kröfuhafar
með um 30 milljónir
hvor. í kjölfarið fylgdi
fjöldi kröfuhafa og
eru lýstar kröfur alls
54...