Helgarpósturinn - 07.09.1995, Síða 16

Helgarpósturinn - 07.09.1995, Síða 16
Ilok ársins verður myndin Benjamín dúfa frumsýnd en framkvæmdastjóri myndarinnar er Baldur Hrafnkell JÓNSSON. Nokkrir fjárhagserfiðleikar hafa herjað á kvik- myndagerðarmenn og er svo komið að ýmsir aðilar eiga inni nokkrar upphæðir hjá kvikmyndagerð- armönnunum. Er vonandi að úr rætist þegar myndin verð- ur frumsýnd en henni er spáð góðri aðsókn... ILaugarásbíói er nú farið að sýna úr kvikmynd sem nefnist „The Viking Sagas“ en hún var tekin hér á landi í fyrrasumar. Leik- stjóri myndarinnar nefnist Michael Chap- man, en hann er þekktur fyrir að hafa verið kvikmynda- tökustjóri í nokkrum mynda Martin Scors- ese. Menn hafa verið alveg mátulega trú- aðir á þessa mynd, því hefur verið hald- ið fram að hún sé einungis gerð til að útvega framleiðslu- aðilanum tap sem getur nýst á skatt- framtali, og afar ósennilegt er að henni verði dreift í kvikmyndahús í Bandaríkjunum. En Laugarásbíó ætlar semsé að sýna hana, kannski einkum vegna þess að í aðal- hlutverkum eru, meðal annarra, ís- lensku leikararnir Ingibjörg Stefánsdótt- ir og Hinrik Ólafs- son... Nýr íslenskur söngleikur var frumsýndur fyrir fullu húsi í íslensku óperunni á föstudagskvöld. En það má heita allsérstætt í miðju söngleikjafárinu að sýndur sé íslenskur söngleikur sem hlotið hefur jafn fínt lof, nema ef vera skyldi Gauragangur eftir Olaf Hauk Símonarson. Öllu meiri erótík er þó að finna í Lind- indinni enda nafngiftin eitthvað svo blaut... Tvær af englum íslands, Heiðrún Anna Björnsdóttir og Elma Lísa skvísa, eru fyrirferðarmiklar í sýning- unni. Þær tilheyra sameig- inlegu skjallbandalagi, en kvennaskjall hefur löngum snúist um allt annað en karlaskjall. Vallý á Horninu og Ingimar Oddsson, höfundur söng- leiksins, er vel til vina enda vaskaði Ingimar upp á Horn- inu í mörg ár. Þarna varpar Vallý fram þeirri spurningu hvað Ingimar hafi eiginlega verið að hugsa yfir upp- vaskinu öll þessi ár. Eðalsöngvarinn hafn- firski, Páll Rósinkrans, og hans hárprúðu vinkonur. Þær eru eins og dagur og nótt, vinkonurnar Bryndís Einarsdóttir dansleikjahöf- undur og Dóra Takefusa, að- stoðarleikstjóri söngleiksins. Siggi Kaldal og hans ektefru storma inn á sýninguna. Fögur fljóð sýna föt T/AFFI reyIíáyík Fimmta RúRek-djasshátíðin var sett í Ráðhúsinu um helgina að viðstöddu mekt- argengi íslands. Að frátaldri Vigdísi Finn- bogadóttur, sem er eins og kunnugt er á Kína-ráðstefnunni. Afar forvitnileg djasshá- tíð er á vegum RúRek víðsvegar um bæinn þessa dagana. Blásið var í lúðra í tilefni opnun- arinnar. J Hjörleifur Sveinbjörnsson og Ingibjörg Sól- rún Gísladóttir þeytast inn á setninguna. Eins og glöggt má sjá blómstrar Ingibjörg í hlutverki borgarstjóra, en almannarómur vill meina að hún hafi sjaldan litið betur út en ein- mitt nú. Sveiflusjéníið ÁrniSche- ving og frú Dóra Þór- hallsdóttir embættis- mannafrú gáfu sig á tal saman. BIO Tonlistartolin Björn Thorodd- sen og Egill i Ólafsson. Damel Woodrick fra Disney-samsteypunm mætti sem heiðursgestur á kvimyndina Crimson Tide sem frumsýnd var í Bíóborg- inni síðastliðinn fimmtudag. Það var bíó- og tilvonandi sjónvarpskóngurinn Árni Samúelsson sem tók á móti kauða. Metaðsókn var á KR-völlinn síðastliðinn fimmtudag, á fyrsta tapleik Skagamanna í sumar. Meðal æstra áhorf- enda voru Ólafur Garðarsson lög- fræðingur, Valur Ingimundarson sagnfræðingur, Árni Snævarr fréttamaður, Hjör leifur Sveinbjörnsson borgarstjórafrú, Andrés Magnús- son tölvuséní, Ari Matt aðstoðar- leikstjóri, Mörður Árnason ís- lenskufræðingur, Haraldur Stur- laugsson útgerðarmaður, Egill Helgason, Ásthildur Helgadóttir knattspyrnudrottning úr Breiða- blik og Ellert Schram, auk útsend- ara frá skoska liðinu Raith Ro- vers sem horfði á andstæðinga sína af Skaganum tapa sínum fyrsta leik í sumar. Astró var staður staðanna um helgina, en þangað sóttu margir svangir og þyrstir enda út- borgun launa ný- afstaðin. í sólinni á útipallinum á laugardag sást til Steinunnar Ólínu Þor- steinsdóttur, sem fyrir hálfum mánuði ól myndarstúlku, Þórs Eldon og Margrétar Örnólfs- dóttur, Sigurðar og Hildar Hafstein, Hilmars Oddssonar og Hans Krist- jáns Árnasonar, Jakobs Bjarnars Grétarssonar og Egils Helgasonar, Helga Björnssonar og Vilborgar Halldórsdóttur. Þegar líða tók á daginn bættust enn fleiri gestir við, þar á meðal Egill Ólafs- son og félagar hans þeir Ingólfur Guðmundsson og Sigurður Gröndal, Gísli Baldur Garðarsson lögfræðingur og Halldór Auðarson, fram- kvæmdastjóri óháðu listahátíðar- innar. Um kvöldið sást svo þar til vinanna Leifs Dagfinnssonar, Bald- urs Baldurssonar, Svafars Magnús- sonar og þess gengis alls. Á Kaffibarnum á föstudags- kvöld voru allir, sagði einhver, sem greinilega kunni vel við sig þarna þetta kvöldið. Þessir „allir“ voru Hallgrímur Helgason rithöf- undur, Baltasar Kormákur leik- stjóri, Hallur Helgason, Guðrún Vil- mundardóttir blaðamaður og... bara „allir“. Tveggja og hálfstíma bið var eftir sushi-inu á Hótel Borg á föstudagskvöld, en þetta er fyrsta kvöldið á þessari árlegu tveggja mánaða sushi-törn Borg- arinnar sem verður að teljast með best heppnuðu mat- aruppákomum hér- lendis. Meðal gesta voru Magn- ús Hreggviðsson, eigandi Fróða, og undirtylla hans Halldóra Viktors- dóttir, framkvæmda- stjóri Fróða, Valur Bergsvéinsson Davidoff-maður og Elena, Pétur Ottesen og Elín Ellingsen, Siggi Sveins handboltakall, auk pipar- sveinanna Sigurjóns Ragnars og Magnúsar flugkappa.

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.