Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 07.09.1995, Qupperneq 30

Helgarpósturinn - 07.09.1995, Qupperneq 30
FIM IvlTu DaGu R 7”SE PTE mBER 1995 popp HMMTUDACUR Dan Cassidy og Kristján Guömundsson leika saman blús á Blúsbarnum. Jet Black Joe, ho,ho,ho eru skriðnir úr híðinu. Þeir verða á Gauknum í kvöld Kvartett Reynis Sig heldur uppi heiðri RúRek á Fógetanum í kvöld. Bjarni Tryggva og félagi munu leika saman á Tveimur FOSTUDAGUR Valdimar Örn Flygerning leikur einn síns liðs á Blúsbarnum. Jón Ingólfsson utanbæjartrúbadúr á Fógetanum í kvöld. MR. Moon og Black and Always in Action koma fram fyrir hönd RúRek-hátíðarinnar í Tunglinu í kvöld. Sú fyrrnefnda er ársgöm- ul hljómsveit úr Borg- arnesi og Akranesi, en hún leikur í senn acid, hip hop og funk. Tríó Tómasar R, Einarssonar ásamt Ólafíu Hrönn og Kvar- tett Wallace Roneys á stórveislu RúRek- hátíðarinnar á Hótel Sögu í kvöld Galíleó heldur upp á Kínaráðstefnuna á Gauki á Stöng. Nuno og Milljónamæring- arnir í fyrsta sinn svona án aðstoðar á stór-Reykjavíkur- svæðinu. Þeir ætla að eiga helgina á Ömmu Lú. Hjörtur Howser og allir hans vinir á Sólon íslandus í kvöld. Hjörtur og Sól- on, þeir eru einhvern veginn svona eitt. Lak með tveimur KASPER BÍÓHÖLUN/HÁSKÓLABÍÓ *** Það verður seint sagt að góði draugurinn Kasper hafi verið mikið að ganga aftur í bernsku manns. Óljóst rámar mann raun- ar í hann; það litla maður man er að hann hafi verið frekar daufur. Og vissulega er hann daufur í dálkinn, það er hans annað eðli. Vestur í Kaliforníu eru þeir farnir að grafa ansi djúpt í sorp- haugum sjónvarps- og poppkúl- túrs sem núorðið virðist æði fornlegur. (Sagði ekki Woody Al- len: í Kaliforníu fara þeir ekki út með ruslið sitt, þeir setja það í sjónvarpið.) í þessum ruslahaugi er ólíkt dýpra niður á Kasper en til dæmis Flintstoneliðið, skrípó sem var ólíkt sniðugra en varð svo ömurleg bíómynd. Og sann- arlega hefði Kasper getað orðið slæm mynd, stundum munar reyndar mjóu, svo kemur hún bara fallega á óvart. Kasper og frændur hans eru ekki draugar eins og írafellsmóri, Hlaupa-Manga eða Þorgeirsboli. Kasper er vænn og hugprúður en ögn einmana, frændurnir þrír eru fyndnir ærsladraugar, í taugaveiklaðri kantinum, með dálítið grófan húmor en ágætir inn við beinið; þeir eru ekki bún- ir til úr gömlum afgöngum, beint upp úr gapandi gröfinni eins og íslensku draugarnir, heldur likt og Kasper segir sjálfur — úr svipuðu efni og náladofi. Ennfremur líkamnast þarna fimmti draugurinn, með rytjulegt permanent, hrukkóttur eins og sveskja. Þetta er Eric Idle, gamli Monty Python-grínarinn og lítur núna út eins og Gene Wilder, ný- vaknaður og í slæmu formi. Raunar getur maður ekki annað en haft ákveðna samúð með hon- um; hann fær ekkert að gera af viti, nema það kviknar í hendinni á honum, og svo aftur til vonar og vara — hafi maður misst af brandaranum í fyrra skiptið. Sjarmalaust kvenskass sem leik- ur á móti honum ætti að finna sér aðra vinnu en gamanleik. Það er nóg af stórsniðugum brellum, ærslum og hamagangi, en að auki liggur einhver notaleg angurværð yfir húshjallinum þar sem Kasper á heima. Leikmær- ingnum Bill Pullman og hinni ungu Christina Ricci tekst líka æv- intýralega vel að leika á móti draugunum sem fljúga um þiljur og smjúga gegnum veggi. Þetta er alveg ágætt, svona langleiðina fram í lokin að myndin fer yfir strikið mjóa milli viðkvæmni og væmni. Þá eru grátandi feður farnir að brosa gegnum tárin, einmana dætur búnar að fá snoðrænu af stórasannleikanum um vináttuna, af himnum ofan koma dánar mæður og englar en Kasper hefur fundið friðinn og sinn innri mann. Og Spielberg tel- ur sig líklega hafa komist nærri óspjallaðri barnssálinni sem hann er alltaf að leita að. Fyrir utan að vera vinalegur draugur hefur Kasper annan góðan kost: Nú er viðbúið að alls kyns Kasper-varningur fari að ryðja Lion King-dótinu út úr barnaherbergjunum. Þeim for- eldrum sem tíma ekki að leggja meira í Kasper en sem nemur andvirði bíómiða má benda á að hvítt lak með tveimur götum ger- ir sama gagn. -EGILL HELGASON NETHYLUR 2 S: 567-1515 „HUG5 NOT DRUGS“ I ÍLITRIKUR TONLISTARVETURl MEÐ ÁHERSLU Á VÍNARKLASSÍK Gult kort I gulri áskriftarröð eru 6 tónleikar þar sem megináherslan er lögð á stærri hljómsveitarverk og íslenska einleikara. Flutt verða m.a. verk eftir Beethoven, Bartók, Þorkel Sigurbjörnsson og Shostakovitsj. ♦ Grænt kort. í grænni áskriftarröð eru fernir tónleikar með fjölbreyttri efnisskrá sem ætti að höfða til breiðs hlustendahóps. í þessari röð eru m.a. Vínartónleikar og konsertuppfærsla á óperunni OTELLO. Rautt kort I rauðri áskriftarröð eru 6 tónleikar. I þessari röð er megináherslan lögð á einleikara og einsöngvara sem hafa unnið sér alþjóðlega hylli. Meðal annars verða fluttir píanókonsertar eftir Mozart, Beethoven, Schumann og Grieg. ♦ Blátt kort f blárri tónleikaröð eru tvennir tónleikar jsar sem leikin verður trúarleg tónlist og önnur tónlist sem fellur vel að flutningi í kirkjum. Hér má m.a. finna Sálumessu Brahms. Áskrifendur fd allt að 25% afsldtt af miðaverði sem jafngildir því að fd fjórðu hverja tónleika frítt. Upphafstónleikar verða í Háskólabíói 14., 15. og 16. september. Einleikarar eru Guðrún Birgisdóttir, Martial Nardeau og Einar Kr. Einarsson. Hljómsveitarstjóri, Enrique Bátiz. S a l a áskriftarskírteina e r hafin . SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT ÍSLANDS (í) Háskólabíói viö Hagatorg, sími 562 2255 VERTU TÍMANLEGA OG FÁÐU GOTT SÆTI í VETUR. littlgll STOH- UYSMJL Frábærir HANKOOK sumarhjólbarðar á einstöku verði! 3Í566- 2.315 stgr. 175R14 ^4360- 2.970 stgr. -3^0^ 2.320 stgr. 185R14 3.290 stgr. 3380- 2.370 stgr. 185/70R14 3360- 3.365 stgr. -4399- 2.750 stgr. 195/60R14 5t89& 4.130 stgr. ~4380- 2.985 stgr. 185/65R14 “6360- 3.935 stgr. 155R12 155R13 165R13 175/70R13 185/70R13 Jeppadekk, 25% afsl. 30-9,50R15 1f)S5fr 7.912 stgr. 31-10,50 R15 8.960 stgr. Vörubíladekk, 25% afsl. 12R2215/16PR 35 950 26.960 stgr. 13R2215/18PR 39 400 29.600 stgr 11R2215/16PR 32 500 24.375 stgr. 315/80R2215/18PR42 200 31.650 stgr Takmarkað magn HF. PJÍJ SKÚTUVOGI 2 SÍMI 568 3080

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.