Helgarpósturinn - 14.09.1995, Page 6
6
'FIMMT0D7srG0R"7rSEPTEMBER~'1,gg51
Áriö 1995 ætlar að veröa ár alþingismanna en þó sérstaklega forseta Alþingis
iölmidlar
Enn einu sinni eru
krossfarar komnir af
stað til að reyna að
búa til félagshyggju-
blað, blað til mót-
vægis við hægri öflin
— blað sem flytur
félagshyggjufólki þá
útgáfu af veruleikan-
um sem það vill lesa.
Það er eins og þetta
fólk haldi að nýtt
blað geti því aðeins
orðið að veruleika ef
það segi því skoðan-
ir sem það hafði fyr-
ir. Þetta segir okkur
hins vegar mikið um
hvaða hug menn
bera til fjölmiðla.
Þeir eiga sem minnst
að koma á óvart
heldur glíma við
þekkt ágreiningsefni
í þjóðfélaginu og
flytja kunnar skoð-
anir. Sumir fjölmiðl-
ar, eins og til dæmis
Morgunblaðið, hafa
tekið hlutverk sitt
svo alvarlega að þeir
eru runnir saman
við stofnanir og gildi
samfélagsins. Morg-
unblaðið er orðið
íhaldssamara en það
sem íhaldssamt er
og fær því þann
heiður að flytja þjóð-
inni viðbrögð forset-
ans við gagnrýni á
hann. Blaðið er orð-
ið að hátíðarsvölum
forsetans þegar
hann þarf að ræða
við þjóðina. Morgun-
blaðinu einu er
treystandi til að
spyrja réttra spurn-
inga, enda ekki
þekkt fyrir að rugga
bátnum. Deilur og
tilfinningar eru nokk-
uð sem blaðið forð-
ast eins og heitan
eldinn. — Hver
mann til dæmis eftir
að einhver hafi
misst út úr sér um-
mæli í Morgunblað-
inu sem bragð er að?
Á meðan hamast hitt
„hægra" blaðið, DV,
við að rifja upp tutt-
ugu ára fortíð sína,
enda ljóst að það
hefur gleymt upp-
runa sínum í tilraun
til að öðlast virð-
ingu. Upprifjunin er
barnaleg, eins og
flestar sjálfsævisög-
ur, og helst að menn
muni blaðinu það að
hafa fært okkur Ies-
endabréf, kjallara og
neytendasíðu. — Og
jú, það var rosalega
gaman!
SIGURÐUR MÁR JÓNSSON
ARTHÚR MORTHENS ER STJÓRNARFORMAÐUR SVR EN STÓRFE1.LD HÆKKUN FARGJALDA I STRÆTÓ HEFUR VAKIÐ UNDRUN OG REIÐI MARGRA STUÐNINGSMANNA R-LISTANS.
Laun CNarffs haffa
hækkaðumðO
prósent á tneim-
urmánuðun
- 09 4 milljóna króna bíll fylgdi í kaupbæti
„Arthúr er greindur maður, glaðsinnna og skemmtilegur sam-
starfsmaður, lipur í samskiptum og mikill „dipiómat". Eg hef á
tilfinningunni að hann forðist árekstra eins og heitan eldinn og
reyni einatt að leysa málin af lipurð og klókindum," sagði Ólína
Þorvarðardóttir sem situr með Arthúri í stjóm strætó.
„Arthúr er afar ljúfur drengur en getur verið fastur fyrir ef því
er að skipta. Hann hefur einlægan áhuga á að bæta samfélagið,
eins og óeigingjarnt starf hans fyrir Barnaheill sýnir best,“ sagði
Einar Óm Stefánsson framkvæmdastjóri.
„Hann er afskaplega duglegur og heiðarlegur en stífur og það
þarf að færa djöfull sterk rök til að fá hann til að beygja sig,“
sagði Bubbi Morthens, bróðir Arthúrs.
Arthúr er duglegur og fljótur að átta sig, hygginn pólitíkus og
fylginn sér. Hann er góður félagi, sérstaklega þegar hann setur í
gír og kallar fram Morthens-kraftinn en hann getur líka verið
eitraður húmoristi," sagði Mörður Ámason, vinur Arthúrs.
„Mín reynsla er sú að það er gott að vinna með Arthúri og
hans kostur er að meina það sem hann segir um sameiningu
vinstrimanna, sem er meira en segja má um suma allaballa,"
sagði Steinunn V. Óskarsdóttir borgarfulltrúi.
„Hann er geysilega duglegur og mikili hugsjónamaður," sagði
Haraldur Finnsson skólastjóri, samstarfsmaður Arthúrs úr
samtökunum Bamaheill.
Frá því að Ólafur G. Einarsson
tók við starfi forseta Alþingis í
vor hafa orðið tvær veigamiklar
breytingar á skráðum launum
hans. Þegar Ólafur tók við starfi
forseta voru skráð laun hans
195.898 krónur. Nú eru skráð
laun forseta Alþingis 350.000
krónur, sem þýðir hækkun upp á
80 prósent. Þessi hækkun hefur
átt sér stað á innan við þremur
mánuðum.
Allt er þetta niðurstaða úr
tveimur málum — annars vegar
loforði forsætisráðherra þegar
Ólafur lét af ráðherradómi, en þá
var honum heitið því að forseta-
embættið yrði jafngilt ráðherra-
embætti í launum og fríðindum.
Þetta þýddi 50 prósenta launa-
hækkun sem kom með lögum 1.
júlí um þingfararkaup. Þá laga-
setningu knúði Alþingi í gegn
með slíkum hraða að ekki náðist
einu sinni að prenta upp þing-
skjalið áður en það fékk af-
greiðslu. Var þetta gert til þess
að engin umræða yrði í þjóðfé-
laginu um hækkunina. í kjölfarið
á því hefur Kjaradómur nú hækk-
að laun ráðherra um tæp 20 pró-
sent. Alþingismenn búa þannig
við þá einstöku aðstöðu þetta ár-
ið að tveir mismunandi aðilar
eru að hækka laun þeirra.
AUKAFJÁRVEITIIUG
TIL AÐ MÆTA LAUNA-
HÆKKUhlUM ÞIIVIG-
MAIUIUA
Eftir hækkun á þingfararkaupi
með lagabreytingu 1. júlí hækk-
aði kostnaður Alþingis vegna
launa verulega og eftir þessa
breytingu er ljóst að fara þarf
„Sá eiginleiki Arthúrs að forðast árekstra og
klókindi hans eru eiginlega bæði kostur og löst-
ur,“ sagði Ólína Þorvarðardóttir.
„Hann er í Alþýðubandalaginu þar sem svo-
kallaðir armar takast á af óþarflega mikilli heift
og það er einskonar galli,“ sagði Einar Örn Stef-
ánsson.
„Hann er stífur og fastur fyrir, það er kostur og
galli, og dugnaðurinn og heiðarleikinn eru
dyggðir sem prýða hann, en standa honum jafn-
framt fyrir þrifum í pólitíkinni. Hann er ekki
nógu mikill refur,“ sagði Bubbi Morthens.
„Arthúr vantar stundum hugmyndafræðilega
staðfestu og er nokkuð persónulegur í sinni pólit-
ík, svo er sá ljóður á ráði hans að hann á illvígan
kött sem borgar sig ekki að koma nálægt,“ sagði
Mörður Árnason.
„Hann á það til að vera svolítið fljótfær og
mætti vera umburðarlyndari á stundum gagn-
vart sjónarmiðum annarra," sagði Steinunn V.
Óskarsdóttir.
„Hann er stundum nokkuð fljótur til, en það er
allt í góðu lagi,“ sagði Haraldur Finnsson.
fram á aukafjárveitingu vegna
þess. Með öllu inniföldu eru laun
ráðherra nú á bilinu 600 til 700
þúsund krónur á mánuði og er
forseti Alþingis þar í hópi. Af
meðfylgjandi töflum að ráða
hafa þingmenn hækkað upp í
tekjur á bilinu 450 þúsund til 550
þúsund krónur. í meðfylgjandi
töflum er reynt að draga upp
mynd af þeim kjörum sem þeir
búa við en ýmislegt fleira mætti
tína til, svo sem frían póst og
niðurgreitt mötuneyti. Þá hafa
menn oft viljað reikna þeim til
tekna biðlaunarétt en þó ekki
síður langt þinghlé. Hafa margir
þingmenn náð að afla mikilla
aukatekna í þinghléum.
Þá hefur verið að koma í ljós
að alþingismenn hafa furðu
frjálsar hendur um hvaða laun
þeir hafa. Sést þetta meðal ann-
ars af því að fyrrverandi forseti
Alþingis, Salome Þorkelsdóttir,
gat hækkað laun sín um 70 þús-
und krónur á mánuði með því að
gera þinginu sérstaka reikninga
sem forseti. Var það kallað álags-
greiðsla.
Ólafur G. Einarsson. Síðan hann komst til valda hafa þing-
menn loksins fengið langþráða launahækkun.
Laun þingmanna nú eftir STÓRA STÖKKIÐ:
Þingfararkaup
Húsnæðis- &
dvalarkostnaður
Ferðakostnaður
Starfskostnaður
(Skattahágræði)
Lífeyrisréttindi
Símahlunnindi
I
195.000
17.666
24.000
40.000
40.000
95.700
8.523
II
195.000
17.666
31.000
40.000
40.000
95.700
8.523
195.000
74.200
31.000
40.000
40.000)*
95.700
8.523**
Blaðahlunnindi 10.228 10.228 10.228
Álagsgreiðslur 29.250 29.250 29.250***
Samtals 460.367 467.367 523.901
* Miðast við það ef ekki giltu sérlög um þingmenn og greiða þyrfti staðgreiðsluskatt.
** Síma- og blaðahlunnindi felast í því að þingið borgar dagblöð og síma fyrir þingmenn
en auk þes leggur þingið alþingismönnum til faxtæki, tölvur og farsíma eftir þörfum.
*** Álagsgreiðslur á þingfararkaup koma til stórs hluta þingmanna með eftirfarandi
hætti: Varaforsetar, formenn fastanefnda og formenn þingflokka fá 15% álag; 29.250 kr.
Varaformenn fjárlaga- og utanríkismálanefndar fá 10 prósenta álag, 19.500 kr.
I Þingmenn f Reykjavik
III Þingmenn á landsbyggðinni
II Þingmenn á Reykjanesi
Tekjur þingmanna fyrir STÓRA STÖKKIÐ
þegar styrkir og hlunninndi eru tekin
með:
Þingfararkaup
Ferðastyrkur
Húsaleigustyrkur
Dvalarstyrkur
Lifeyrisréttindi
Símahlunnindj*
Blaðahlunnindi*
Samtals
I
177.993
11.000
0
0
87.000
8.523
10.228
294.744
II
177.993
20.000
0
0
87.000
8.523
10.228
303.744
III
177.993
31.000
0
17.000
87.000
8.523
10.228
331.744
IV
177.993
31.000
42.000
32.200
87.000
8.523
10.228
388.944
* Áætlað og um leið gert ráð fyrir að ekki sé greiddur
af þessu skattur.
I Þingmenn í Reykjavík
II Þingmenn á Reykjanesi
III Landsbyggðarþingmenn með lögheimili í Rvík.
IV Landsbyggðarþingmenn
Debet
Kredit