Helgarpósturinn - 14.09.1995, Side 13

Helgarpósturinn - 14.09.1995, Side 13
ÍFIMMTUD7fGUR"'1‘3TSEPTEMBER^rg95 13 und tölublöð. Hvort það þarf 250 milljónir til að ná því takmarki veit ég ekki. Ég held að viðhorf almennings sé slíku blaði í hag og það sé jafnvel meira virði en stórar fjárhæðir,“ sagði Páll Vil- hjálmsson, ritstjóri Vikublaðsins. „En það tekur alltaf mjög langan tíma að þoka ein- hverju svona áleiðis.“ FRAMSÓKIU ARMAD- QAMAIU UTI Sagan seg- ir að á Tírn- anum séu m e n n farnir a ð BREYTT ANDRÚMS- LOFT „Mér er ekki kunnugt um hvað er nákvæmlega í deiglunni núna, en kringumstæðurnar hafa breyst á undanförnum árum og núna er ekki spurning um að gömlu flokksmálgögnin splæsi sig saman,“ sagði Óskar Guð- mundsson. „Þjóðviljinn er ekki til lengur og Tíminn er kominn und- ir sama hatt og DV. Það eru aðr- ar kringumstæður og annað and- rúmsloft, en það er heilbrigt að blaðamenn litlu blaðanna ræði saman, bæði markaðslega og ekki síst félagslega. Það þarf kröftugt andsvar við þessari fjöl- miðlaeinokun hægriaflanna, en það er dauðadæmt ef flokksleið- togar og stjórnmálaflokkar eiga að leiða þá umræðu. Auðvitað hugsa um kú- v e n d - ingu á rit- st jórnar- stefnu, þar sem sveifla verði tekin til vinstri í von um að hitta líka fyrir þá áskrifendur sem ekki styðja ríkisstjórn- arsamstarf Framsóknar og Sjálfstæðisflokks. Jón Kristjánsson lætur nú af störfum sem ritstjóri Tímans og raddir eru uppi um að leita ritstjóra ut- an núverandi ritstjórnar, en fyrst um sinn stýra fréttastjóri og rit- stjórnarfulltrúi blaðinu. Fyrir borgarstjórnarkosningarnar reyndi Tíminn að vera þetta mál- gagn sameinaðra vinstrimanna en er nú ekki boðaður á sam- ráðsfundinn, enda Tíminn nú í eigu Frjálsrar fjölmiðlunar, sem er í munni sameiningarsinna einn hægrisinnuðu fjölmiðlaris- anna sem einoka fjölmiðlun í landinu. „Það er ákveðin hefð fyrir því að skilgreina Framsókn til hægri þegar hún er í einni sæng með Sjálfstæðisflokknum, en það spilar auðvitað líka inn í að Tíminn er nú í eigu Frjálsrar fjölmiðlunar,“ sagði Páíl Vil- hjálmsson, ritstjóri Vikublaðsins. gekk og gerðist meðan Þjóðvilj- inn var upp á sitt besta og Morg- unblaðið hefur þokast frá því að vera einbert flokksmálgagn eins og áður þegar formaður Sjálf- stæðisflokksins sat vikulega fundi með ritstjórum blaðsins. Ríkisfjölmiðlar eru hættir að ganga erinda ráðuneytanna og mótmæla kröftuglega pólitískri íhlutun út- varpsráðs, enda eiga þeir í samkeppni við aðra sjón- varpsstöð og bráðum tvær. Það eru því ýmsir sem sjá alla v a n kanta á |dví að flokk- arn- i r PALL , VILHJALMSSOIU „Til að búa til alvöru val- kost þyrfti um það bil tíu manna ritstjórn og seld eintök yrðu að vera á bil- inu tíu til fimmtán þús- und tölublöð. Hvort það þarf 250 milljónir til að ná því takmarki veit ég ekki. Ég held að viðhorf almennings sé slíku blaði í hag og það er jafnvel meira virði en stórar fjár- hæðir." gætu þeir verið félagslegur bak- hjarl fyrir slíka framkvæmd. Það er ljóst að Sjálfstæðisflokkurinn sem slíkur á ekki hina fjölmiðl- ana þótt hann eigi þá óbeint, enda á hann kapítalið á bak við þá og hefur áhrif í samræmi við það. Eg hef fyrst og fremst áhuga á að hér verði lýðræðisþjóðfélag sem fúnkerar og til þess þarf öfl- ugan og stóran félagshyggjuflokk sem stenst Sjálfstæðisflokknum snúning. í framhaldi af því þarf að vera til fjölmiðill sem veitir hinum fjölmiðlunum aðhald og er andsvar við þeirri hægrieinok- un sem nú er.“ AUKK> FRAMBOÐ FJOLMIDLA Landslag fjölmiðlanna er að mörgu leyti breytt síðan menn fengu uppáhaldsheimsmynd sína klippta og sniðna inn um lúguna heima hjá sér og sáu aldr- ei út úr þrefinu. Aukið framboð á afþreyingar- og fréttamiðlum hefur smám saman opnað augu gömlu flokkshundanna fyrir glætu í frjálsræðisátt, þó að þau lokist jafnharðan þegar dregur til kosninga. Þau blöð sem nú eru kölluð hægribiöðin, þ.e. Morgunblaðið og DV, eru mun frjálslegri í sinni ritstjórn en ÓSKAR GUÐMUNDSSOni „Ég hef fyrst og fremst áhuga á því að hér verði lýðræðisþjóðfélag sem fúnkerar og til þess þarf öflugan og stóran félags- hyggjuflokk sem stenst Sjálfstæðisflokknum snúning. í framhaldi af því þarf að vera til fjöl- miðill sem veitir hinum fjölmiðlunum aðhald og er andsvar við hægri ein- okun fjölmiðlanna." Ganga Vikublaðið, Alþýðublaðið og Vera í eina sæng? Vikulega alþýðuveran? fari sem slíkir að hætta sér í út- gáfu alvöru fjölmiðla þótt þörfin á nýju dagblaði sé augljós. RÆÐA ÞETTA BREYTTA LANDSLAG „Þetta hefur verið óformlegt spjall og fundurinn á laugardag- inn er næstum því ósjálfráð við- brögð við annarsvegar umræð- unni um sameiningu vinstriflokk- ánna og hinsvegar þeim tíðind- um að Morgunblaðið sé að fara út í sjónvarpsrekstur svo og tengsl- um DV og Stöðvar tvö,“ sagði Páil Vilhjálmsson, ritstjóri Vikublaðs- ins. „Það er eðlilegt að fulltrúar minni og óburðugri fjölmiðla vilji ræða þetta brejd:ta landslag." Fulltrúar frá kvennablaðinu Veru voru boðaðir á fundinn og ætla sér að mæta og kanna hvað þar verður rætt. „Vera hefur sér- stöðu meðal þessara fjölmiðla því hún er ekki flokksmálgagn og gætir engra þröngra flokkspólit- ískra hagsmuna,“ sagði Sonja B. Jónsdóttir. „Við höfum ritstjórn- arlegt frelsi til að fjalla um kven- frelsismál 5 víðum skilningi, en ég hef áhuga á þessari umræðu um sameiginlegt málgagn á fé- lagshyggjuvængnum, því þar vantar tilfinnanlega sterkan fjöl- miðil, og nýjar kynslóðir félags- hyggjufólks eru ekki jafnlíklegar til að láta gömul ágreiningsefni stöðva sig í umræðunni um sam- einingu og þeir sem eldri eru. Ef vel tekst til og það kemur fram nýr, ferskur fjölmiðill félags- hyggjufólks stuðlar það óhjá- kvæmilega að sameiningu félags- hyggj uflokkanna." ÞKÁ Fyrir borgar- stjórnarkosn- ingarnar reyndi Tíminn að vera þetta málgagn sameinaðra vinstrimanna en er nú ekki boðaðurá samráðsfund- inn, enda Tím- inn nú í eigu Frjálsrar fjöl- miðlunar, sem er í munni sameiningar- sinna einn hægrisinnuðu fjölmiðlaris- anna sem ein- oka fjölmiðlun í landinu.

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.