Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 14.09.1995, Qupperneq 15

Helgarpósturinn - 14.09.1995, Qupperneq 15
IFIMMTUD7rGUR-r4TSEPTEMBER'Tg9'5 15 Jóhanna K. Eyjólfsdóttir er framkvæmdastjóri Islandsdeildar Amnesty International. Hér ræðir hún við Kolbrúnu Bergþórsdóttur um starfssvið Amnesty, baráttuleiðir í mannréttindamálum og kvennaráðstefnuna í Kína. Með Árið 1961 frétti breski lögfræð- ingurinn Peter Benemon af því að nokkrir portúgalskir námsmenn, sem setið höfðu á krá í Portúgal, hefðu verið hnepptir í fangelsi fyrir það eitt að skála fyrir frels- inu. Lögfræðingurinn skrifaði grein sem hann kallaði Gleymdu fangarnir og var birt í Observer, Le Monde og fleiri blöðum. Þar fjallaði hann um þá staðreynd að fólk um allan heim sæti í fangels- um eingöngu vegna skoðana sinna, uppruna, þjóðernis eða trúarbragða og engar réttar- heimildir væru fyrir því að halda þessu fólki í fangelsi. í greininni hvatti hann almenning, sem áhuga hefði á að vinna að því að leysa fangana úr haldi, til að hafa samband við sig. Greinin birtist 28. maí 1961 og sama ár voru stofnuð alþjóðleg samtök sem hlutu nafnið Amnesty Interna- tional. Nú eru félagar í Amnesty í hundrað sextíu og einu landi, mismargir að vísu. í Óman er tií dæmis einungis einn félagi, tveir í Indónesíu, í Hollandi eru þeir um tvö hundruð þúsund og á ís- landi eru tæplega fjögur þúsund félagar. „ÞAD ER ÆVINLEGA EIAIHVER SEM VEIT" „Starfsvið Amnesty er mjög þröngt og snýr fyrst og fremst að allra grófustu mannréttindabrot- unum,“ segir Jóhanna K. Eyjólfs- dóttir, framkvæmdastjóri ís- landsdeildar Amnesty. „Við berj- umst fyrir því að ailir samvisku- fangar verði látnir lausir, að pól- itískir fangar fái réttláta dóms- meðferð og að pyntingar, „mannshvörf", aftökur án dóms og laga og líflátsdómar verði af- numdir. Auk þess reynum við að hvetja yfirvöld til að staðfesta al- þjóðlega mannréttindasáttmála og framfylgja þeim. Eitt alvarlegasta vandamálið sem við erum að fást við er hin aukna útbreiðsla „mannshvarfa" og pólitískra morða í heiminum í dag, sem viðgengst án þess að hinir ábyrgu sæti refsingu. Það er gömul aðferð alræðisstjórna að láta fólk hverfa. Fólk er tekið á leið heim úr vinnu og kemur aldrei heim aftur. Það hefur horf- ið einhvers staðar á leiðinni. Eða ráðist er inn á heimili fólks, því kippt út og svo er ekki vitað um það frekar. í Marokkó hurfu hundruð manna. Það var ekkert vitað um það fólk í fjöldamörg ár. En Am- nesty hélt áfram að spyrjast fyrir um það. Fyrir einu og hálfu ári kom fólkið í ljós. Þá hafði það verið í leynilegum fangelsum en yfirvöld ætíð neitað að fólkið væri í haldi. í öðrum tilfellum finnast einstaklingarnir ekki fyrr en í fjöldagröfum. Það er ævinlega einhver sem veit hver örlög hinna „horfnu" einstaklinga verða. Það kemur skipun einhvers stðar frá. Sá sem gefur skipunina veit. Sá sem framkvæmir skipunina veit líka. Amnesty krefst þess að yfirvöld taki á sig þá ábyrgð að upplýsa hvar manneskjan er og refsa þeim sem bera ábyrgð á „manns- hvarfinu“. Samtökin fara einnig fram á að aðstandendur „horf- inna“ fái skaðabætur." „RÓLÍTÍKUSAR ERU POLITIKUSAR" Hefur Amnesty enga skoðun á því hvernig samskiptum lýðrœðis- ríkja við einrœðisríki eigi að vera háttað? Er til dœmis mœlt með viðskiptaþvingunum? „Samtökin eru þannig upp byggð að þegar við tökum ákvörðun á heimsþingi um stefnubreytingar þá gildir ákvörðunin alls staðar. Við tök- um ekki ákvarðanir varðandi eitt land. Það hefur mikið verið rætt innan samtakanna um viðskipta- mál og mannréttindi og hvort Amnesty eigi að hvetja til þess að viðskiptabann verði sett á ákveðin lönd. Niðurstaðan hefur verið sú að breyta ekki þeirri reglu sem í gildi er núna, og er sú að við tökum ekki afstöðu til við- skiptaþvingana eða viðskipta á milli landa. Ástæðan er sú að reynslan sýnir að það er hætta á því að menn notfæri sér Am- nestyskýrslur, ekki út frá raun- veruleikanum í landinu, heldur í öðrum tilgangi. Pólitíkusar eru pólitíkusar. Ef miklir viðskipta- hagsmunir eru í húfi, eins og í Kína eða Indónesíu, er líklegt að yfirvöld fjalli ekki um mannrétt- indaástand þar. En þegar kemur að löndum eins og Súdan, Bahra- in, jafnvel Guatemala, þar sem eru minni viðskiptahagsmunir, þá geta stjórnmálamenn flaggað Amnestyskýrslum og neitað að hafa samskipti við landið. Þessir sömu menn myndu þegja ef hagsmunir væru meiri. Hættan er sú að Amnestyskýrslur verði misnotaðar í pólitískri skák. Am- nesty telur sig ekki geta treyst því að skýrslur samtakanna verði ekki notaðar á tækifæris- sinnaðan hátt. Ég á ekki von á því að 'grund- vallaraafstöðu Amnesty, að skipta sér ekki af menningar- eða viðskiptalegum hagsmunum, verði breytt. Það yrði að gerast ansi margt í pólitík ef hægt á að vera að treysta því að pólitíkus- ar séu aldrei tækifærissinnaðir. Ég held að það sé útópía. Auk þess telja samtökin að í sumum tilfellum geti efnahagsþvinganir bitnað á því fólki sem sætir mannréttindabrotum.“ HÚSMÆÐUR PIRRA EIIURÆÐISHERRA En aðferðin að skrifa einrœðis- herrum? Einhverjir myndu kannski cetla sem svo að sú leið hefði ekki áhrif á þá, þeim vœri alveg sama. „Það er alveg öruggt að þeim er ekki sama. Það pirrar þá. Ef einhver potar stöðugt í þig þá tekurðu ekki eftir því í byrjun. Én þegar potið heldur áfram og áfram og áfram þá fer þér að leiðast það. Staðreyndin er að allar ríkisstjórnir vilja hafa hreinan skjöld út á við. Engin rík- isstjórn hreykir sér af því að mannréttindabrot séu stundið í landi hennar. Eðli málsins er að vilja fela. Pyntingar eru ekki stundaðar úti á götu, þær eru stundaðar í kjöllurum og skúma- skotum. Þegar fólki er varpað í fangelsi þá eru ekki flennistórar fyrirsagnir í blöðum landsins. Mannréttindabrot eiga sér stað fyrir tilstuðlan ríkisvaldsins og ríkisvaldið neitar að þau eigi sér stað. Styrkur Amnesty er sá að það kemur bréf til yfirvalda sem virða ekki mannréttindi þegna sinna og í rauninni stendur ekk- ert annað í þessum bréfum en: „Ég veit. Ég veit að þennan dag var þessi maður handtekinn. Ég veit að hann hefur sætt pynting- um.“ Einhverju sinni sat fulltrúi Am- nesty fund ásamt áhrifamönnum víðs vegar að úr heiminum og ekki var allt til fyrirmyndar í mannréttindamálum ríkja þeirra. í byrjun gerðu menn sér ekki grein fyrir því að meðal þeirra var starfsmaður frá Amnesty, en þegar tók að líða á fundinn varð það Ijóst. Þá sagði valdamaður frá landi þar sem mannréttindi eru þverbrotin: „Mér finnst allt í lagi ef Clinton, eða einhver af þeim mönnum, eru að skrifa mér, en ég verð vitlaus þegar þýsk húsmóðir segir mér til í mannréttindamálum." Það pirrar þessa menn þegar venjulegt fólk skrifar þeim og segir: „Eg veit að þetta er ekki í samræmi við alþjóðasamninga. Þú ert að brjóta mannréttindi. Lagaðu þetta.“ Þessi aðferð ber árangur. Við fáum alltaf góðar fréttir. Islands- deildin fékk í heimsókn fyrrver- andi samviskufanga sem sat í ell- efu ár í fangelsi í Eþíópíu. Hann sagði að Amnesty hefði bjargað lífi sínu. Þegar hann hafði setið átta ár í fangelsi og var við að brotna frétti hann að verið væri að vinna fyrir sig. Um leið fékk hann lífsviljann aftur." TEKIST Á UM SVIGA í kiiua Nú er mjög umdeild kvennaráð- stefna í Kína. Viltu tjá þig um hana? „Sú umræða sem hefur verið á íslandi og víðar hefur mjög mikið snúist um staðsetningu. Menn hafa gagnrýnt að ráðstefnan skuli haldin í landi þar sem mannréttindabrot eru jafn tíð og í Kína. Amnesty gagnrýndi ekki staðarval Sameinuðu þjóðanna fyrir ráðstefnuna. Við höfum lagt mesta áherslu á viðfangsefni ráðstefnunnar og reynt að hafa áhrif á lokaskjalið. Áftur á móti hafa fulltrúar Amnesty á ráð- stefnunni notað tækifærið sem býðst í Peking og mótmælt mannréttindabrotum í Kína, en þetta er í fyrsta sinn sem fulltrú- um Amnesty hefur verið hleypt inn í Kína. Á þessari ráðstefnu er verið að vinna að því að koma saman skjali sem er upp á rúmar hundr- að og þrjátíu síður og skipt niður í nokkra ólíka kafla þar sem tekið er á ólíkum þáttum sem tengjast stöðu kvenna í heiminum í dag. Tillögur um úrbætur fylgja hverj- um kafla. Seinasti kaflinn er um réttindi stúlkubarna, en ekki hef- ur áður verið til umræðu að vernda þyrfti stúlkubörn sér- staklega. Það er gífurlega mikið af svig- um í þessu skjali. Þeir eru á ýms- um stöðum en mér skilst að einn fjórði hlutinn af þeim sé annars vegar í kaflanum um mannrétt- indi og hins vegar í kaflanum um konur í stríði. Þarna er um að ræða mjög stóran hluta í mjög mikilvægum köflum. Það sem Amnesty hefur lagt áherslu á í sambandi við þessa ráðstefnu eru eftirfarandi atriði: Við vorum mjög hrædd um að umræðan í Peking mundi að mestu snúast um þróunarmál, því yfirskriftin er Friður og þróun. Frá upphafi höfum við lagt áherslu á hversu brýnt sé að horfast í augu við þann raunveruleika sem konur lifa við. Við höfum lagt áherslu á að ítrekað verði að mannréttindi stúlkna og kvenna eru órjúfan- lega tengd alþjóðlegum mann- réttindum. Það hafa ekki allir getað skrifað undir þetta og þetta atriði hefur verið eitt af þeim sem hafa verið innan svig- anna. Við höfum líka lagt áherslu á að ríkisstjórnir skuldbindi sig í lokayfirlýsingunni til að bæta mannréttindastöðu kvenna. Auk þess leggjum við áherslu á að yf- irvöld skuldbindi sig til að tryggja að konur verði ekki fyrir ofbeldi af hálfu ríkisvaldsins og tryggi að konur sem berjast fyrir mannréttindum njóti verndar. Einnig höfum við lagt gífurlega áherslu á að í lokayfirlýsingunni verði ákveðin krafa um að ríki heims staðfesti án fyrirvara sátt- mála Sameinuðu þjóðanna um afnám allrar mismununar gagn- vart konum, svo og aðra alþjóð- lega mannréttindasáttmála og geri það án fyrirvara en segi ekki að það sé fyrirvari við þessa grein af því þeirra menning sé svona eða hinsegin. Samtökin hafa líka lagt áherslu á að ríkis- stjórnir uppfylli alþjóðlegar skuldbindingar sínar um að binda enda á mannréttindabrot sem konur verða fyrir á heimil- um. Ég veit ekki hvort þetta kemst í gegn. En það er ekki nóg að staðfesta þessa alþjóðlegu sátt- mála, það verður einnig að fara eftir þeim. Það er því mjög mikil- vægt að í lokaskjalinu verði sett fram skýr krafa um að ríkis- stjórnir heims framfylgi alþjóð- legum mannréttindaákvæðum og tryggi afnám mismununar." En nú er ekki Ijóst hvort tillögur ykkar verða samþykktar á ráð- stefnunni. „Það er erfitt að gera sér ljóst hvað er að gerast í dag, en mér virðist einhverjir svigarnir vera að falla. Fulltrúar Amnesty sem eru í Peking núna reyna allt hvað þeir geta til að ná tali af þjóð- höfðingjum og öðru áhrifafólki sem er þarna og reyna að hafa áhrif á hvernig sendinefndirnar kjósa." Þær stöllur Bryn- DÍS SCHRAM, framkvæmda- stjóri Kvikmynda- sjóðs íslands, og Anna María Karls- dóttir aðstoðarfram- kvæmdastjóri eru á faraldsfæti þessa dagana. Bryndís er stödd í borginni Drama í Grikklandi, þar sem fram fer stuttmyndahátíð, og situr hún í dóm- nefndinni sem velur bestu myndina. Tvær íslenskar myndir eru með á hátíðinni; Nifl eftir Þór Elís Pálsson og Hlaupár eftir Önnu Th. Rögnvaldsdóttur. Anna María er hins vegar stödd á kvik- myndahátíðinni í Toronto í Kanada í forsvari fyrir skand- inavískar kvikmynd- ir, en hátíðin hefur styrkt sig í sessi á undanförnum árum og helstu kvik- myndamógúlar heims eru þar sam- ankomnir. Eina ís- lenska myndin sem þar er sýnd er Á köldum klaka eða Cold Eever Friðriks Þórs Friðrikssonar, unnusta Önnu Mar- íu. Myndin hefur fengið mjög góða dóma á hátíðinni og að sögn verið upp- selt á allar sýningar hennar. Vænlega horfir því um sölu á Cold Fever á erlenda markaði.

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.