Helgarpósturinn - 14.09.1995, Síða 18

Helgarpósturinn - 14.09.1995, Síða 18
18 'F IM MTIJ D’A'GU R"7rSE PTE M BE R"Tg95i ift laugardag JOft hefur starf- nýtt gallerí sem ber heit- ið Farandgallerí Ludwigs van Heke- len. Fyrsta sýningin verður í Djúpinu en þar sýnir myndlist- armaðurinn Þór Lud- wig Stiefel olíumál- verk. Til nýja galler- ísins er stofnað í þeim tilgangi að setja upp listsýning- ar og þá gjarnan ut- an hefðbundins ramma. Af þessu til- efni verður mikil gleði opin öllum list- unnendum á milli tvö og fjögur í Djúp- inu á laugardag. Enn linnir ekki viðbrögöunum við fréttinni af „skipstjóranum úr Eyjum". Úr Ólafsvík fengum við nýlega þær upplýsingar að Marinó Einarsson væri þar vel þekktur Færeyingur. Og í síðustu viku kom forsíða Póstsins í veg fyrir hrossaviðskipti hans og bandarískrar konu. Marinó hefur nú fengið það orð á sig að vera hinn íslenski Munchausen. Marinó „Sæmundsson" bauðst fyrir tveimur vikum til þess að flytja hross út fyrir móður Kristenar sem búsett er í Washington-fylki í Bandaríkjun- um. Kristen er dauðfegin þvt að Helgarpósturinn birti myndir og frásagnir af Marinó í tíma, áður en gengið var endanlega frá þeim viðskiptum. Ólafsuflc Allir þekkja Marinó Færeying „Marinó Einarsson var eina vertíð sem Færeyingur í Ólafs- vík fyrir um fjórum árum. Síð- an þá hefur mikið verið um hann talað í plássinu, sérstak- lega núna upp á síðkastið eftir að Helgarpósturinn birti um hann greinarnar," segir Alfons Finnsson, íbúi í Ólafsvik, sem hafði nokkur kynni af Marinó. „Hann er. alveg kostulegur og ég get svarið það að faðir minn, sem er Færeyingur, stendur enn fast á því að Mar- inó sé landi hans.“ Alfons segir Marinó hafa getað bablað eitthvað á fær- eysku en verið nokkuð fær í dönsku. Sem fyrr gaf Marinó sig út fyrir að vera forríkur hestamaður og líka mikill áhugamaður um hunda. Hann hafði misst eiginkonu sína, en í þessu tilfelli í bílslysi. „Hann hélt því líka fram að hann væri með svarta beltið í kar- ate og svo gaf hann sig ein- hverju sinni út fyrir að vera af- ar fær í siglingafræði. Það kom þó allt annað í ljós þegar ég bað hann að hjálpa bróður mínum sem var að taka pungaprófið; hann skildi hvorki upp né niður í neinu. Það voru eiginlega flestir farn- ir að sjá í gegnum hann hér.“ Alfons sagði okkur tvær sögur til viðbótar sem ekki er annað hægt en segja. Önnur er sagan af því þegar hann ætiaði að sýna samstarfsíé- laga sínum úr Ólafsvík húsið sitt á Arnarnesi. „Það var ekki að því að spyrja; hann ók upp að flottasta húsinu, en þegar þeir voru á leiðinni inn kveðst hann allt í einu hafa gleymt lyklinum hjá móður sinni sem farin væri tii Færeyja.“ Hin sagan er um þegar Mar- inó var að monta sig af að þekkja nokkrar vændiskonur í Reykjavík. „Ég bað hann svona til gamans að hringja í eina fyrir mig. Jújú, það var ekkert mál. Það svaraði bara einhver brjálaður karl í sím- ann!“ „Ég er dauðfegin að Helgar- pósturinn skyldi birta mynd af Marinó Einarssyni, ég þori ekki að hugsa þá hugsun til enda í hvaða farveg viðskipti okkar hefðu far- ið hefði ég ekki komist að því hvaða mann Marinó hefur að geyma,“ segir Kristen M. Svenson, bandarísk kona búsett í Reykja- vík, en hún hafði fyrst tal af Mar- inó fyrir þremur vikum er hann svaraði auglýsingu þar sem Kristen óskaði eftir hestum til kaups. „Hann hringdi reyndar ekki fyrr en tveimur vikum eftir að auglýsingin birtist og kynnti sig sem Marinó Sæmundsson, en þá var ég löngu búin að kaupa hestana. Þetta var á föstudags- kvöldi og kvaðst hann hafa verið að koma í bæinn. Hann hefur ör- ugglega verið rakur, það óð að minnsta kosti þvílíkt á honum að maðurinn minn horfði á mig og spurði við hvern ég væri eigin- lega að tala.“ Kristen segir Marinó engu að síður ítrekað hafa boðið henni hryssu til sölu. „Ástæðan fyrir því að ég vildi kaupa hesta er sú að móðir mín, sem búsett er í Washington-fylki í Bandaríkjun- um, vildi bæta við sig íslenskum hestum. Þegar ég sagði honum það vildi hann endilega fá að flytja út fyrir hana hestana, hann væri hvort eð er að fara til Bandaríkjanna í fylgd með 25 hestum sem hann hefði nýlega selt nokkrum útlendingum." í samtölum sínum við Marinó, sem urðu nokkur, barst í tal bróðir Kristenar, sem bráðvant- aði vinnu. „Hann bauðst líka til þess að útvega honum vinnu, ætlaði að kanna það þegar hann færi vestur, en að eigin sögn var hann á leið til Þingeyrar þar sem hann ætlaði að prófa að fara til sjós í fyrsta sinn, svona til til- breytingar." KOM MEÐ.MYIUD- BAIUDSSPOLU OG FISK Bróðir Kristenar tók eðlilega vel í það að einhver skyldi bjóð- ast til þess að útvega honum vinnu. Hringdi því Kristen að undirlagi Marinós í ákveðið símanúmer sem hann gaf upp. Sagði Marinó það vera á heimili frænda síns. „Þegar ég hringdi í númerið komst ég að því að Mar- inó var hvorki þar né skyldur því fólki. Það vissi hins vegar hvar hann væri að finna og gaf mér upp símanúmerið á bátnum sem hann var eða er á; Mánanum ÍS frá Þingeyri. Þegar ég hringi þangað svarar skipstjórinn, en á honum skildist mér að Marinó ætti annríkt og bað ég hann því fyrir skilaboð. Tveimur tímum síðar hringir Marinó en segist ætla að hringja aftur daginn eftir. Þegar hann hringir næsta dag kveðst hann búinn að redda bróður mínum vinnu í fiski á Flateyri og bætir við að hann sé á leiðinni í bæinn og spyr hvort hann megi koma við með fisk og fínerí." Daginn eftir mætir Marinó með bæði fisk og myndbands- spólu í farteskinu. „Það var ein- hver kona með honum sem hann sagði systur sína, en hún stopp- aði stutt inni. Marinó vildi endi- lega láta okkur horfa á spöluna sem hafði að geyma úrvalshesta og meðal annars hann sjálfan, að eigin sögn, á hestbaki. Ég sá þó, eftir að hafa skoðað spóluna bet- ur, að þetta var ekki hann þarna á hestbaki." Til stóð að Marinó staldraði aðeins við í tíu mínútur á heimili Kristenar en heimsóknin stóð í tvo tíma þar sem hann talaði meðal annars af sér; konan reyndist ekki systir hans heldur vinkona. „Hann var alltaf á ieið- inni út og lét því konugreyið bíða fyrir utan eftir sér í hátt í tvo tíma, í bíl að vísu. Þegar þolin- mæði konunnar var að þrotum komin hringdi hún á dyrabjöll- unni og spurði um Benna. Bróðir minn svaraði og sagði eðlilega að hjá okkur væri enginn Benni. Kallar þá Marinó upp og segir „Jújú, ég er Benni.“ Ég leiddi það reyndar hjá mér og hélt bara að hann héti Marinó Benedikt eða Benóný eða eitthvað. Og þetta með konuna; það hvarflaði að mér að hún væri viðhaldið hans, að hann væri giftur eða eitthvað og hefði því sagt að hún væri systir sín.“ STRAIUDAMAÐUR AF BÆJARÆTT í þessari tveggja tíma heim- sókn Marinós bar margt á góma, meðal annars sagðist hann vera Strandamaður, af Bæjarættinni: „Ég held reyndar að það sé rétt, því ég hef heyrt af því að einn úr ættinni, Sæmundur, ætti son sem kallaður er Malli, sem hann viðurkenndi aldrei. En eftir því sem Marinó sagði er Einarsson tilkomið af því að hann er ætt- leiddur. Þetta veit ég af því að maðurinn minn er líka af Bæjar- ættinni. Marinó sló enda á öxlina á manninum mínum og sagði: „Hæ frændi," þegar hann komst að því að þeir væru af sömu ætt.“ í þessari heimsókn ítrekaði Marinó að hann gæti líklega séð um flutning hestanna. „í forstof- unni á leiðinni út fór hann svo allt í einu að útskýra af hverju hann, þessi frábæri reiðmaður, hefði sést svona lítið á hesta- mannamótum. Ástæðuna kvað hann þá að hann hefði misst son sinn úr hvítblæði, — hann fékk tár í augun og allt! Sjálfur hefði hann misst annan fótinn í slysi. Við gátum þó ekki beint séð það.“ Aftur hringir Marinó daginn eftir og enn til að ítreka þetta með hestana. „Hann kvaðst þá búinn að fá flutning með Jökli. Það eina sem við þurftum að gera var að borga 839 dollara í flutningskostnað fyrir hvern hest, sem hugsanlega yrðu sex talsins, og þriðjung af fæðis- kostnaði hans sjálfs, sem sam- svaraði 484 krónum á dag. Einu skilyrðin voru þau að hrossin væru tryggð, að móðir mín biði á hafnarbakkanum þegar hann kæmi og svo áttu hrossin að vera komin til hans fjórum dög- um fyrir brottför. Talaði hann um að fara með Jöklinum í októ- ber. Til að kóróna allt bauðst Marinó svo til að sjá um alla pappírsvinnu. Þetta var eigin- lega of gott til að vera satt en ég vildi láta móður mína hafa síð- asta orðið, þannig að ég bað Marinó að koma til mín á fimmtudag (7. september) og tala við hana, því þann dag ætl- aði hún að hringja í mig frá Bandaríkjunum." Á LEHE> ÚR BORGinilUI Þennan fimmtudagsmorgun var vinkona Kristenar í heim- sókn og voru þær meðal annars að ræða þetta kostaboð. „Nokkru eftir að vinkona min er farin hringir hún í mig úr tíkalla- síma. Hún hafði verið að lesa Helgarpóstinn og spyr mig hvers son eiginlega þessi Marinó sé og hvort hann sé með skegg. Ég segi henni að hann sé Sæmunds- son. „Ekki Einarsson?“ spyr hún. „Jú,“ sagði ég, „hann er líka Ein- arsson,“ segi ég og útskýri. Þá segir hún: „Elskan mín drífðu þig út í sjoppu og keyptu Helg- arpóstinn, ég held að hann sé á forsíðunni.“ Jújú, það kom á dag- inn; þetta var sami maðurinn." Klukkan tvö sama dag hringir Marinó óvænt í Kristen, hann vildi fá nafnið á bróður hennar stafað fyrir umsóknina. „Ég segi honum að það geti ekki orðið af þessu og spyr hvort hann sé bú- inn að lesa Helgarpóstinn. „Nei,“ segir hann. „Það er stór mynd af þér á forsíðu og þar stendur að þú sért Hafnfirðingur." — Reynir hann þá að klóra í bakkann með því að segja að hann sé alls ekki Hafnfirðingur heldur Rang- vellingur. En allt um það, ég býð honum að koma og sækja spól- una og samþykkti hann að koma um kvöldið.“ Aðeins klukkustund síðar mætir Marinó hins vegar. „Þegar ég fer til dyra stendur hann lengst frammi á gangi, eins og lúpa. Ég verð nú bara að viður- kenna að ég dauðvorkenndi manninum. Hann kom semsé til að sækja spóluna en spyr um leið hvort ég sé hætt við allt saman. Ég sagðist bara ekki þora að eiga viðskipti við hann. Síðan hef ég ekkert heyrt í honum. Hins vegar sá kunningjakona mín hann nokkru síðar þar sem hann var í úttroðnum leigubíl. Hann hefur sjálfsagt verið að flýja borgina. Én eftir að við lás- um Póstinn hlógum við mikið að þessu með Benna.“ Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir til að ná tali af Marinó, bæði á heimili hans í Hafnarfirði og víð- ar að undanförnu, hefur það ekki tekist. Næst því að ná til hans komst Helgarpósturinn þegar hann talaði við skipstjórann á Mána ÍS frá Þingeyri, Rúnar Gunn- arsson, en hann var þá í landi. í samtali við blaðið sagði Rúnar Marinó hafa unnið hjá sér síðan um miðjan ágúst og vel að merkja undir réttu nafni, og að hann ynni þar enn, nema hvað þeir væru í landi þessa dagana. Að öðru leyti vissi hann ekkert um ferðir hans.

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.