Helgarpósturinn - 14.09.1995, Blaðsíða 26

Helgarpósturinn - 14.09.1995, Blaðsíða 26
26 j 1 ENSKA KNATT- SPYRNAN Mælist nú aftur sjóöheit eftir að hafa verið nálægt alkuli um tíma. Ört hækkandi hitastig þeirrar enskú felst einkum I að búið er að fjárfesta I fullt af útlendingum sem lyfta ensku knatt- spyrnunni á miklu hærra plan. Þar ber sérstaklega að geta Frakkans Davids Ginola Hann er ekki bara snillingur á fót- boltavellinum held- ur líka ógeðslega sætur. Nú þarf eng- inn að skammast sín lengur fyrir að horfa á ensku knattspyrnuna í sjónvarpinu, síst af öllu konur. SEPTEMBER Allur sá kvíði sem át mann að innan vegna yfir- vofandi árstíða- skipta reyndist óþarfur. Eftir dap- urt sumar og sér- lega dapran ágúst- mánuð blasti ekk- ert annað við en hráslagalegur sept- ember með rigning- um og föllnum laufum. September — sjö, níu, þrettán — ætlar hins vegar að reynast okkur á suðvesturhorninu andleg lyftistöng eftir sumarið; haustrómantíkin í sinni fegurstu mynd. ÍSLENSK SKÁK Er á hraðri útleið eins og fáir áhorf- endur á Friðriks- mótinu bera vitni um. Flestir þeir sem keppa á mótinu eru enda útbrunnir, ekki síst útlendu öldungarnir þrír sem fengnir voru til að skreyta skák- hattinn. Ekki bætir svo úr skák að allir átta íslensku stór- meistararnir eru dæmdir til að tefla á menntaskóla- kennaralaunum fyr- ir lífstíð. Kvennahúmor í Dagsljósi í haust eru fyrirhugaðar nokkrar breytingar á Dagsljósi, en einn af burðar- ásum þáttarins, Radíusbræður, hverfur af vettvangi. Þeir bræður eru þó aðeins að færa sig um set innan Sjónvarpsins og verða með fasta þætti, svipað og Spaugstofan á sínum tíma. Þetta þýðir þó ekki að enginn húmor verði í Dags- ljósi því nú hefur verið ákveðið að þær Ólafía Hrönn Jónsdóttir og Halldóra Geirharðsdóttir alías Dóra Wonder fylli það skarð sem Radíusbræður skilja eftir. Þær hafa báðar gert það gott undanfar- ið; Ólafía í aðalhlutverki vinsælasta leik- rits Þjóðleikhússins á síðasta ári, Taktu lagið Lóa, og Dóra sem Magenta í söng- leiknum Rocky Horror. Hlín Agnarsdótt- ir leikstjóri verður Dóru og Ólafíu innan handar, en í sameiningu semja þær efnið sem þær flytja. „Þetta verður með svip- uðu sniði og hjá Radíusbræðrum, fimm mínútna sketsar og tveir karakterar,“ segir Dóra. „Þetta er spunavinna og það er frábært að vinna með Ólafíu, því hún er drottning íslenskra gamanleikkvenna. Stundum verður karakterinn til í kring- um það sem manneskjan er að gera og stundum kemur karakterinn fyrst og síð- an finnur maður út hvað hann gerir.“ Fyrst um sinn troða þær stöllur upp tvisvar í viku í Dagsljósi og verða myndskeiðin bæði tekin upp í stúdíóinu og á vettvangi. „Ég hef séð Dóru ieika og eftir að við fórum að vinna saman þá komst ég að því að við höfum svolítið líkan húmor,“ segir Ólaf- ía. „Við verðum með allan andskotann, meðal annars nokkuð sem heitir „Ein- læga hornið", og þetta verður bara allt sem okkur dettur í hug. Við erum þegar búnar að skapa tvo karaktera sem skjóta upp kollinum öðru hvoru, þeir heita Börk- ur og Smári. Þetta eru mjög íslenskir og kostu- legir kallar sem eru ro- salega venjulegir og eiginlega bara fyndnir fyrir það.“ Segja má að þær Lolla og Dóra séu skyld- ar Radíusbræðrum að því leyti að þær eru full- trúar fyrir nýja kynslóð af gamanleikurum sem fara ekki troðnar slóðir. Þær birtast sjónvarps- áhorfendum í fyrsta sinn þegar Dagsljós hef- ur göngu sína á ný í okt- óber. Lolla og Dóra eru vaiMegir Leikkonurnar Ólafía Hrönn Jónsdóttir og Halldóra Geirharðsdóttir verða kostulegir íslenskir kallar á skjánum í vetur. Auglýsingin fyr- ir ungbarnailm- vatnið Petit Gu- erlain, sem er reyndar hugsað fyrir börn allt að þriggja ára aldri. Ihmvatn fyrir ungböm Petit Guerlain heitir ilmur fyrir börn, sem á síðasta ári kom á markað. Eftir því sem næst verður komist er Guerlain eina stóra tískuhúsið sem framleiðir ilmvatn fyrir allt niður í hvítvoðunga, en Eau de Senteur-týpa þessarar teg- undar er hugsuð fyrir börn frá 0 til þriggja ára, jafnt stúlkur sem drengi. Reyndar eru til tvær form- úlur Petit Guerlain; önnur er sú sem að ofan greinir, hin er Eau de Toilette sem allir frá þriggja ára aldri; hvort sem er mæður, feð- ur, dætur eða synir, geta notað, enda svokallað ún- ísex- ilmvatn. Ilmur þess- ara tveggja formúla er eins, nema ólíkt upp- byggður, það er að segja ekkert alkóhól er í þeirri sem hugsuð er fyrir þau minnstu. Þessi tvíkynja ilmur samanstendur með- al annars af sítrónu, ap- pelsínu, mandarínu og votti af lavender, kamillu og myntu. Þú kemst ekki í qeqnum vikuna... ... nema komast í almenni- legt freyði- bað. Það er víst nýjasta trendið í New York að dansa í froðu.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.