Helgarpósturinn - 14.09.1995, Síða 30
'FIMMTUDTO0R~1,r4rSEPTEMBER~'1,9T9'5l
popp
FIMMTUDAGUR
Jet Black Joe
ætlar að sýna sínar
svörtustu hliðar I Rósen-
bergkjallaranum.
Reggae on lce
sú víðförla rastasveit, á
Gauki á Stöng.
Hunang
mun í tilefni hátíðar-
Cosmo-kvölds leika ný
lög af væntanlegri plötu
sinni í bland við nýjustu
tísku og þar fram eftir
götunum.
Dúettinn Súkkat
syngur vonandi Það er
vont en það venst á
Tveimurvinum og öðrum
I fríi.
FÖSTUDAGUR
Fánar
njóta nú liðsinnis Tóm-
asar Tómassonar og ætla
af því tilefni að spila á
Næturgalanum í Kópa-
vogi.
Stefán Jökulsson
og Ragnar
Bjarnason;
þetta frábæra tím er
aftur mætt á Mímisbar á
Hótel Sögu.
Tin
og allt þeirra rokk á
Gauki á Stöng.
Kaupgarður
■ f M J Ó OD
frabæru
tilboð gilda til
18. september!
w
Hrossabjúgu
Kjötvörur frá Nýja Bauta-
búrinu á Akureyri!
Hversdagsskinka
kr./kg
kr./kg
i Brazzi -
\ epla- og
i appelsínty
I (1 lítri)
kr.
Hjörtur Howser
tryllir alla sem fyrir
honum verða á Sólon (s-
landus.
Mickey Jupp
Islandsvinur er aftur
kominn til Islands og ætl-
ar frá og með þessum
degi að leggja undirsig
Reykjavík, eins og hann
gerði á síðasta misseri.
Með honum leikur rokk-
band Björgvins Gíslason-
ar. Þar kveður við alveg
nýjan tón í fylgd með
Mickey.
<
V)
Kókó-
mjólk
(1/4 lítri)
LAUGARDAGUR
Björgvin
Halldórsson
tekur upp þráðinn að
nýju með stórsýninguna
„Þó líði ár og öld" sem
sló rækilega í gegn á Hót-
el Islandi síðasta vetur.
Magnús og Jóhann leika
fyrir matargesti sama
kvöld. Eftir stórsýninguna
verður svo ókeypis inn, (
fyrsta sinn í sögu hússins.
Saltkjöt....................38S; kr./kg
Rófur, nýjar íslenskar.........§5 kr./kg
Kellogg's Comflakes 500 g..1 JB kr.
Borgames Pizza 3 teg..........289 kr.
Olaparty Pizza m/öllu....289 kr.
Komax rúgmjöl 2 kg. ....... kr.
Opið:
Mánud. -fimmtud. kl. 9-19,
föstudaga kl. 9-20
og laugardaga kl. 10-18
Eliot og klikkaða konan hans
TOM & VIV
HÁSKÓLABÍÓI
**
T.S. Eliot myndarinnar er látinn
segja eitthvað á þá leið að konu
sinnar gæti í hverri línu sem
hann skrifar. Einhver kynni að
efast um þetta, því þótt skrif Eli-
ots um skáldskaparlistina séu
oft mótsagnakennd er rauður
þráður í þeim aðskilnaður prí-
vatpersónunnar sem vinnur í
banka, tekur strætó og borðar
epli og skáldsins sem yrkir
kvæði. Hann áleit að skáldskap-
urinn ætti ekki að vera tjáning
innri manns, heldur fremur flótti
frá honum; hann reyndi alla tíð
að gæta þess að sama og ekkert
yrði uppvíst um einkalíf sitt,
skildi fyrir andlátið eftir fyrir-
mæli þess efnis að hann kærði
sig ekki um að ævisaga sín yrði
rituð — sannarlega hefði hann
orðið skelfingu lostinn hefði
hann vitað að síðarmeir yrði
hjónaband hans og Vivien Haigh-
Wood efni í leikrit og kvikmynd.
Hinu verður svo ekki neitað að
þótt Eliot legði sig í óvenjulega
framkróka um að lifa hátt-
bundnu lífi, vera næstum eins og
skopmynd af hversdagslegum <
enskum þegn, var myrkur í huga
hans undir kyrru yfirborðinu.
Ógnarlegar sýnir í kvæðum hans
eru ekki sprottnar upp úr tóma-
rúmi. Frægasta kvæði sínu, Eyði-
landinu, raðaði hann saman þeg-
ar hann var að jafna sig eftir
taugaáfall; hann var blankur,
konan hans var hálfvitlaus, hon- <
um gekk bölvanlega að yrkja.
Þegar Eyðilandið loks tók á sig
mynd eftir margra ára heilabrot,
mitt í veikindunum, varð það
hálfgildings endurlausn: Eliot
skrifaði nokkrum árum síðar að
vissar tegundir sjúkleika gætu
greitt farveg listrænnar sköpun-
ar — sjálfsagt átti hann við sjálf-
an sig.
Vivien og Eliot voru gerólíkar
persónur; hún hélt engu eftir og
skandalíseraði í veislum, hann
hélt svo mikið aftur af sér að það
vakti kátínu. Hjónabandið hafði *
hörmuleg áhrif á hana og ekki
miklu skárri á hann. Vinur
þeirra, heimspekingurinn Bertr-
and Russel, lét svo um mælt að
Eliothjónin hefðu notið þess að
vera óhamingjusöm.
Nú er sjálfsagt, með ákveðnum
vilja, hægt að lesa kvæði Eliots
eins og þau séu uppfull af angist- 1
arfullum hugleiðingum um eigin-
konuna og hjónabandið. Eyði-
landið er vissulega staður þar
sem allt er í óáran og öll mann-
leg tengsl einkennast af ófrjó-
semi og getuleysi — en eins og ’
Eliot sagði í öðru kvæði:
„ That is not what I meant at all.
That is not it, at all. “
í myndinni fær Eliot þá útreið
að hann sé tilfinningasljór mað-
ur sem lætur loka konuna sína
inni á vitlausraspítala, kannski
með örlítilli eftirsjá sem þó er
varla tjáð. Eliot var kvæntur kon-
unni í átján ár og bestu heimildir
geta þess að hann hafi sýnt
henni mikla þolinmæði og lang- ^
lundargeð. Myndin tekur hins
vegar mið af því að meinsemd
hennar hafi verið einhvers konar
hormónaóreiða sem auðvelt
hefði verið að lækna — að
minnsta kosti seinna meir — og
því hefði Eliot átt að vita betur.
Þetta er ansi mikil kenning og
ekki síður sú að hún hafi „breytt .
honum úr dauðyfli í skapandi
listamann". Sér maður kannski
dauða hönd femínismans teygja
sig upp úr moldinni?
Willem Dafoe leikur T.S. Eliot
og leggur sig fram um að ná þeim
skringilega — og ögn tilgerðar-
lega — raddblæ sem hann ávann
sér til að öðlast sæti í stofum
ensku menntastéttarinnar;
Dafoe sneiðir hjá einföldunum
og því er maður ekki miklu nær
um persónu skáldsins eftir en
áður, kannski sem betur fer. Mir-
anda Richardson leikur Vivien á
mörkum taugaveiklaðrar glað-
værðar og geggjunar; máski
stríðir það gegn meginstefi
myndarinnar en það flökrar
varla neitt annað að manni en að
hún sé sjálfsagður kleppsmatur.
Náunginn sem leikur Bertrand
Russel er einkennilega líkur Colin
Porter, hinum kunna klæðskera ^
sem eitt sinn starfaði í Karnabæ.
- EGILL HELGASON
Gítarskóli
Haustönn hefst 18. sept
■ Rafgítar, rokk, blús, metal, jazz o.fl.
■ Kassagítar (raðað í hópa eftir aldri og getu).
■ Dægurlög (fyrir fólk á öllum
aldri - spil og söngur).
■ Tónfræðitímar.
■ Rafbassi (fyrir byrjendur).
■ Nýtt og vandað kennsluefni.
■ Góð aðstaða.
■ Eingöngu réttindakennarar. Kennaran Torfi ótafsson
• Allir nemendur fá 09 "WHObner
10% afslátt af hljóðfærum hjá Rín.
Grensásvegi 5,
sími 581-12-81.
Skiptistöð SVR við hliðina!
Skólinn hefst 18. sept. en skráning hefst 4. sept.
í síma 5 81-12-81 kl. 19-21 alla virka daga.
Símsvari á öðrum tíma