Helgarpósturinn - 14.09.1995, Page 31

Helgarpósturinn - 14.09.1995, Page 31
31 Heiðrún Anna Björnsdóttir, sönqkona og leikkona „Stúlkan á myndinni virðist vera svolítið óörugg, eins og hún viti ekki alveg hvort hún á að fara úr föt- unum eða ekki. Augnatillitið gefur til kynna að hún hafi eitthvað að fela og hún óttast kannski að verða gripin með allt niður um sig. Hún hlýtur samt að vera ótrúlega bjart- sýn að vera svona léttklædd niðri í fjöru, en kannski er það draumur um kóralr'if í Karabíska hafinu sem heldur á henni hita. Mér finnst naflinn á henni krúttlegur." KÓS er gestum Feita dvergs- ins að góðu kunn. Hún verður hins vegar á Næt- urgalanum í Kópavogi í kvöld. Gleðigjafar ásamt gestasöngvurum og tískusýningu á Hótel Sögu. Ragnar Bjarnason og Stefán Jökulsson leggja undir sig Mímis- bar á Hótel Sögu. Hjörtur Howser lemur á píanóið Bowie og fleiri eðalrokklinga á Sólon Islandus. Mickey Jupp nú með millikaflann á Kaffi Reykjavík. Unun í nýrri mynd leggur undir sig Rósenbergkjallarann á laugardagskvöld. Þvílík unun. SUIUMUDACUR Mickey Jupp nánasteinn um hituna í miðbænum á sunnu- dagskvöld á Kaffi Reyka- vík. Speedwell Blue með sinn hraða blústakt á Gauki á Stöng. SVEITABÖLL Egilsbúð, Neskaupstað Sixties, sem er nýkomin af góð- gerðartónleikum í Bonn til styrktar bosnískum börnum, verður í Egils- búð á föstudagskvöld. Hótel KEA Sixties hefur ekki leikið á KEA síðan í júní, en verður þar næsta laugar- dagskvöld. Inga Bjarnason setur upp Trójudætur Evrípídesar Kallar stormsveít tíl bjargar „Ég er dauðhrædd um að ef peningar fara að ráða ferðinni verði listin skilin útundan," segir Inga Bjarnason leikstjóri, sem seg- ist hafa ærna ástæðu til að ótt- ast, því hún hafi séð tillögur þess efnis að gera eigi Iðnó að veitingahúsi. Meðal annars af þessari ástæðu hefur hún kallað saman „stormsveitina“ svoköll- uðu, sem er nú í óða önn að koma saman einni af perlum heimsbókmenntanna; gríska harmleiknum Trójudætrum eftir Evrípídes sem frumsýna á í Iðnó um miðjan október. Til þessa verks hefur hún feng- ið að láni hjá Þjóðleikhúsinu Bríeti Héðinsdóttur leikkonu, sem fer með aðalhlutverkið. Auk hennar taka hátt í þrjátíu leik- og söngkonur þátt í sýningunni, en aðeins tveir karlmenn. „Þetta er blóminn af því fólki sem ég hef verið að vinna með síðastliðin tuttugu ár. Það má segja að ég kalli eiginlega stormsveitina til starfa,“ segir Inga, en þetta er ekki í fyrsta sinn sem hún starf- rækir kvennaleikhús, því hún stóð að hinu eiginlega Kvenna- leikhúsi sem setti meðal annars upp Klassapíur og Undir teppinu hennar ömmu fyrir allmörgum árum. Ingu eru konur enn mjög hug- stæðar: „Á meðan hægt er að manna hverja kvenrullu þrisvar Stormsveitin, hátt í þrjátíu konur en aðeins tveir karlmenn, sem kemur nálægt Trójudætrum. „Eiginlega fannst Evrípídesi karlmenn hálfgerðir aular," segir Inga Bjarnason leikstjóri, sem teygir úr sér á myndinni. eða fjórum sinnum er erfiðara að finna jafngóða karla, enda 75 prósent af öllum rullum karlrullur. Það er því einsdæmi að vera með leikrit í höndunum sem fjall- ar um konur. Eigin- lega fannst Evrípídesi karlmenn hálfgerðir aular.“ Það er Hvunndags- leikhúsið sem stend- ur að sýningunni, sem verður með lítilli umgjörð. „Ég hef frek- ar áhuga á því að við séum að skoða innihald en umgjörð, enda þarf grískur harmleikur enga umgjörð.“ Þess má geta að barnaleikritið Leggur og skel, sem sett var upp af Ingu og félögum í Kaffileikhús- inu síðastliðinn vetur, er nú á leið til sýningar í grunnskólum landsins. Inga klykkir út með að segja: „Það er ekki slæmt að vera í félagsskap Jónasar Hallgríms- sonar og Evrípídesar."

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.