Helgarpósturinn - 28.09.1995, Page 7

Helgarpósturinn - 28.09.1995, Page 7
FIMMTUDAGUR 2& SEPTEMBER1995 7 Bréf frá Lárusi Ými Óskarssyni kvikmyndagerðarmanni Kæri Karl. Þú kannast við söguna af séra Bjarna sem segir frá því að hann hafi verið á gangi í Lækjargötunni þagar það dritaði á hann dúfa. Séra Bjarni leit til himins og sagði: „Guði sé lof að kýrnar hafa ekki vængi.“ Einhverra hluta vegna „Hrafn ákvað að meðhöndla Svan eins og eigin fram- leiðslu og sýna hana á þjóðhátíðardaginn 17. júní “ varð mér hugsað til séra Bjarna, eða réttara sagt dritsins, þegar ég las um- mæli höfð eftir Hrafni Gunnlaugssyni í blaðinu þínu 21. september um meint kaup sjónvarpsins á lítilli kvikmynd sem ég gerði fyrir nokkrum árum. Greinin fjallaði um þá upphæð sem Sjónvarpið hefur greitt fyrir Tár úr steini. Haft er eftir Hrafni að „... Svanur sé dýr- asta mynd per mínútu sem sjónvarpið hefur keypt og óhjákvæmilega hafi það haft áhrif á seinni tíma kaup“. Þetta eru ósannindi sem mig langar til að leiðrétta áður en Hrafn er búinn að hrópa þau svo oft að þau verða kvikmyndasaga. Staðreyndin er sú að ís- lenska sjónvarpið keypti ekki Svan. RÚV samfram- leiddi fimm norrænar stutt- myndir með öðrum norræn- um sjónvarpsstöðvum. Út úr þeim pakka hafa þeir fengið eitthvert hagstæð- asta útsöluverð á sjónvarps- efni sem um getur, það er nánast ósvífið hvað sjón- varpið fékk mikið fyrir lítinn pening. Svanur var sem sagt hluti af norrænni seríu sem er gerð af fimm norrænum kvikmyndafyrirtækjum og öllum norrænu ríkisreknu sjónvarpsstöðvunum í sam- einingu. Samningurinn, sem gerður var hjá Nordvision og sjónvarpsstjórar allra Norðurlandanna skrifuðu undir, er samstarfssamning- ur eins og íslenski sérsamn- ingurinn en ekki kaupsamn- ingur. Þar er meðal annars kveðið á um að sjónvarps- stöðvarnar eigi rétt á hluta hagnaðar ef gróði verður af alþjóðlegri sölu myndanna fimm. Hver þessara fimm mynda kostaði 20 milljónir ís- lenskra króna, nema Svanur og sú finnska. Nordvision borgaði 10 milljónir í hverri mynd og meiningin var að sjónvarpsstöð viðkomandi lands borgaði 10 milljónir í „sinni" mynd. Þannig var það alls staðar nema á ís- landi og í Finnlandi. Sveinn Einarsson gerði ákaflega hagstæðan samn- ing fyrir íslenska sjónvarpið þegar hann samdi um að greiða ekki tíu heldur tvær milljónir (auk tæknilegrar aðstoðar) og fékk fyrir það sýningu á og eignaraðild í fimm leiknum norrænum myndum, samanlagt upp á líklega tvo og hálfan tíma. Gleymum ekki að inni í þessum pakka voru þrjátíu og fimm mínútur af leiknu ís- lensku efni; efni sem aldrei er sýnt í bíó og hefur enga dreifingu aðra en í sjón- varpi. Svanur fékk einnig styrk úr menningarsjóði útvarps- stöðva, en samt endaði með því að myndin var gerð fyrir minni pening en nokkur hinna myndanna. Og ís- lenska sjónvarpið fékk allt þetta efni til sýningar og hluteignar fyrir fimm sinn- um minni pening en hinar sjónvarpsstöðvarnar. ENDURSKINSMERKt ERU NAUÐSYNLEG FYRIR ALLA! Best er að hengja tvo merici, fyrir neðan mitti - sitt á hvora hlið. UMFERÐAR RÁÐ Á skjólfatnaði er heppilegt að hafa endurskinsrenninga fremst á emwm og á faldi að aftan og framan. Allar aðrar norrænar sjón- varpsstöðvar sýndu mynd- irnar saman í seríu, en Hrafn G. ákvað að meðhöndla Svan eins og eigin fram- leiðslu og sýna hana á þjóð- hátíðardaginn 17. júní. Samningur sjónvarpsins um gerð m.a. Svans er lík- lega einhver hagstæðasti samningur sem sjónvarpið hefur gert og hann er alls ekki gott fordæmi fyrir Hrafn þegar hann fer næst að semja við sjálfan sig. Bestu kveðjur, Lárus Ýmir Óskarsson. Talaðu við okkur um s / BILARETTINGAR BÍLASPRAUTUN , sfmi 564 2141 OPIÐ: miðvikudag og fimmtudag kl. 22.00-01.00 föstudag og laugardag kl. 22.00-03.00 sunnudag kl. 22.00-01.00 Fatafellan Mille Mille, Kira og Mona fækka fötum um helgina Konur athugið! Á laugardagskvöld fá þær félagsskap fatafellis.

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.