Helgarpósturinn - 28.09.1995, Blaðsíða 13

Helgarpósturinn - 28.09.1995, Blaðsíða 13
FlMIVmjDAGUR 28. SEPTEMBER ±995 13 Lýðrœðið og svínaríið * slenska lýðræðis- og flokkakerfið á við margvíslegan vanda að etja og stenst varla síauknar kröfur sam- tímans. Öldur óánægju með kerfið skella á stíflu sem gæti brostið fyrr en varir. Miklu skiptir að óánægjan finni sér farveg og leiði til umbóta. Stjórnmál Einar Karl Æ Haraldsson Það eru ákveðin hættumerki í þeirri umræðu sem sprottið hefur út af niðurstöðu kjaradóms um launa- hækkanir til embættismanna og sjálf- teknum skattfríðindum alþingis- manna og ráðherra. Reiðin er skiljan- leg. Hörð gagnrýni er sjálfsögð. For- dæmingin er óhjákvæmilegur fylgi- fiskur. En áhyggjuefnið er að fyrirvarann vantar æ oftar í umræðuna: Þrátt fyr- ir alla gallana er lýðræðiskerfið besta stjórnkerfið sem völ er á. Þetta við- mið þarf alltaf að vera í huga allra þeirra sem tala og skrifa um stjórn- mál og efnahagsmál. Annars er stutt í fasisma og alræði. Gleymist lýðræð- isfyrirvarinn er hættunni boðið heim. Því er haldið fram, meðal annars í leiðurum DV, að ákvörðun alþingis- manna um skattfrían 40 þúsund kall á mánuði til þess að mæta óskil- greindum kostnaði sé dæmigerð fyrir það hvernig pólitíkin hafi leikið ís- land og íslendinga. Þetta er angi af þeirri kenningu að pólitískar ákvarð- anir leiði alltaf til verri niðurstöðu en ákvarðanir sem teknar eru í tengsl- um við kaup og sölu á einhverskonar markaði. Sælir eru þeir sem lifa í þeirri trú að hægt sé að sundur- greina pólitískar ákvarðanir frá hin- um efnahagslegu. En kannski er það ekki einu sinni áhugaverð spurning, heldur hitt hvar ákvarðanir sem snerta líf okkar og framtíð eru tekn- ar. Það má vel halda því fram að ákvarðanataka hafi verið að færast úr höndum stjórnmálamanna til hagsmunasamtaka, embættismanna, alþjóðasamtaka og alþjóðlegs sam- spils markaðsafla. Víða uppnám og svindl Stundum er látið sem upplausn og óreiða sé séríslenskt einkenni og að hvergi í heiminum sé pólitískt og efnahagslegt uppnám nema hér. En sannleikurinn er sá að pólitísk hneykslismál dynja stöðugt yfir ítal- íu, Frakkland og Spán. Mútumálin setja blett á bresk stjórnmál. í Banda- ríkjunum er einlægt verið að fletta of- an af opinberum lygum og stjórn- málamönnum sem skara eld að sinni köku. Og ekki er ástandið betra í við- skiptaheiminum. Lockheed mútar í Japan, Bofors á Indlandi, bandarísku húshæðislánabankarnir svindla, for- stjóragræðgin vex og fallhlífasamn- ingar hneyksla — allt eru þetta dæmi í alþjóðlegri umræðu um svindl og svínarí. Og það eru ekki bara íslensk- ir ríkisbankar sem afskrifa vegna vit- lausra lána og rangra fjárfestinga, heldur hafa ríkisstjórnir Norður- landa orðið að vera með einkabank- ana í öndunarvél á kostnað skatt- borgaranna. Framansagt er ekki tíundað í þeim tilgangi að réttlæta ástand mála á ís- landi. Heldur til þess að benda á að umræðan um svindl og svínarí er hverju lýðræðisríki nauðsyn. Án hennar væri ekkert lýðræði. Úthaldið hefur vantað Það sem hinsvegar hefur vantað „ Umrœðan um svindl og svínarí erhverju lýðrœðisríki nauðsyn. Án hennar vœri ekkert lýðrœði.“ hér er eftirfylgni og úthald til þess að koma málum í höfn. En það gæti ver- ið að breytast. Lengi hefur verið rætt um skattsvikin. Upphæð sem nemur öllum fjárlagahallanum á ári er sögð vera svikin undan skatti. Loks nú er eins og hilli undir vatnaskil í þessum málum. Meðan umræðan um skatt- svikin virðist hafa skilað því að at- vinnurekendur og einyrkjar eru und- ir auknu aðhaldi hins opinbera hvað varðar frádráttarbæran kostnað og nótulaus viðskipti, þá eru bæjaryfir- völd, til dæmis í Keflavík, farin að skoða misræmi milli vinnukonuút- svars og áberandi mikillar einka- neyslu. Kannski er að koma að þeim punkti að skattsvikin hætti að vera þjóðarsport! Mér er til efs að ákvarðanataka sé miklu verri í íslenskri pólitík en í at- vinnulífinu almennt séð. Það hefur lengi legið í landi að stefnumótun hjá stjórnmálaflokkum, fyrirtækjum, stofnunum og einstaklingum sé ábótavant. Jafnvel íslenskri kvik- myndagerð er legið á hálsi fyrir vond handrit. Er ekki sagt að við séum áhlaupsfólk og skorpumenn, en för- um á taugum frammi fyrir verkefnum sem krefjast úthalds og markvissra vinnubragða yfir lengri tíma? Og þar sé meðal annars að finna ástæðuna fyrir minni framleiðni hér en í grann- löndum? Betri pólrtík Því verður hinsvegar ekki á móti mælt að meðan mikið er ritað og gef- ið út um ákvarðanatöku og stjórnun í fyrirtækjum er næsta lítið fjallað um þá hlið mála í stjórnmálum. Umræð- ur um kosningafyrirkomulag, kjör- dæmaskipan, jöfnun atkvæðisréttar og annað sem hugsanlega gæti mót- að ákvarðanaferlið í pólitíkinni á ann- an hátt en tíðkast hefur koðna niður með reglulegu millibili án þess að þær leiði til lýðræðis og markvissari stefnumótunar í flokkunum, þvert á móti, ef marka má nýútkomna bók Svans Kristjánssonar, prófessors við HÍ. I stað þess að níða niður pólitíska starfsemi, meðal annars starfsemi stjórnmálaflokka, ættu menn að sam- einast um að búa stjórnmálahreyf- ingum þau skilyrði að þær geti tekist á við stefnumótun og pólitíska skoð- anamyndun í nútíma þjóðfélagi án þess að vera bundnar á klafa sér- hagsmuna og skæklatogs. HÖFUNDUR ER FRAMKVÆMDASTJÓRI ALÞÝÐU- BANDALAGSINS. Martröð flokkseigandans „Efkosningin fœri fram á venjulegum landsfundi stjórn- málaflokks vœru útsendarar frambjóðendanna löngu búnir að kortleggja afstöðu fulltrúanna og snúa upp áhandleggi allra sem œtluðu að hlaupa út undan sér. “ Formannskjörið í Alþýðubanda- laginu sem byrjar á föstudag er í raun afar merkileg tilraun. Þar er nú hver einasti flokksraftur á flot dreginn til að kjósa formann í flokkn- um sínum. Ég veit ekki dæmi þess að þessi aðferð við formannskjör (hvort heldur í stjórnmálaflokki eða öðrum félagasamtökum) hafi verið notuð áður, sannarlega ekki hér á landi og að líkindum ekki oft í nágrannalönd- unum. Eflaust litu margir á það sem venju- legt merkingarlaust snakk, þegar þessi ákvörðun var tekin fyrir tveim- Punktar f ll Karl Th. fg)_______Birgisson ur árum og kynnt sem sérstaklega lýðræðisleg aðferð við formannskjör, róttæk breyting í flokki sem hefur sama miðstýringarskipulagið og aðr- ir gamlir sósíalistaflokkar. Mér sýnist þetta raup hins vegar ætla að verða að veruleika — að grasrótin, sem hvergi hefur verið annað en klisja, fái nú loks einhverju að ráða í stjórn- málaflokki. Það var kjarkað af forystu flokksins að taka þessa áhættu. Þetta fyrir- komulag þýðir að í reynd eru völdin tekin af flokkseigendum, sem eru vanir að víla og díla sig í gegnum for- mannskosningar eins og allt annað sem skiptir máli í valdastrúktúr flokksins. Bréfleg atkvæðagreiðsla allra flokksmanna er martröð flokkseig- andans — áhrif hans á atburðarásina eru afar takmörkuð. Venjulegt fólk, sem hingað til hefur helzt gagnazt til að sleikja frímerki í kosningabarátt- unni, hefur nú sama atkvæðisrétt og forystuspíran. Quel horreur! Ef kosningin færi fram á venjuleg- um landsfundi stjórnmálafíokks væru útsendarar frambjóðendanna löngu búnir að kortleggja fulltrúana og afstöðu þeirra af töluverðri ná- kvæmni — og búnir að snúa upp á handleggi allra sem ætluðu að hlaupa út undan sér. Þar væri ekkert tilviljunum háð og mjög fátt sem kæmi á óvart. Enda eru Allaballar í svolitlum vandræðum núna, sýnist mér. Það veit nefnilega enginn hvernig staðan er. Ekki vegna þess að ekki hafi verið reynt að komast að því. Fólk gefur bara ekki upp afstöðu sína og enginn þorir að spá um niðurstöðuna. Mig grunar að ástæða þess, að fólk er svona tregt við að gefa sig upp, sé þessi nýfengni atkvæðisréttur. Fólk sé búið að fá nóg af manípúleringum forystumanna í gegnum árin og hugsi með sér: „Nú get ég. Látiði mig í friði, bölvaðir." Gott á Allaballa. Og gott hjá þeim... Hún var ógeðfelld, fréttin um að bæjarfulltrúar í Reykjanesbæ ætli að rétta við fjárhag bæjarins með því að hefja rannsókn á fjárreiðum einstak- linga sem þeim þykir eiga of stór hús og of rennilega bíla miðað við laun. Og fá bæjarbúa til liðs við sig með ábendingum um hag nágranna sinna. Ojbara. Látum vera að óljóst er, hvernig bæjarfulltrúarnir ætla að gera þetta í praxís og hvaðan þeim eiga að koma heimildir til slíkrar rannsóknar. Það er alvarlegra að þeir skuli með þess- um hætti beinlínis hvetja til gróu- sagna og rógburðar. Og það í bæ sem manni sýnist að hafi ekki beinlínis þjáðst af of mikilli samheldni síðustu árin. Skattsvik eru raunverulegt vanda- mál og aldrei er of oft spurt þeirrar spurningar, hvernig fólk á verka- mannalaunum fer að því að byggja sér einbýlishús og kaupa margmillj- óna jeppa. Sú réttláta reiði, sem gýs upp við slíkar fréttir, má samt aldrei verða til þess að gripið sé til svo óhuggulegra aðferða. Þetta minnir svolítið á Feneyjar á tímum Rannsóknarréttarins, þegar borgarbúar stungu ábendingum um syndsamlega hegðun nágrannans inn um sérstaka rifu á Markúsarkirkj- unni. Fyrir innan sátu prelátarnir og hlökkuðu yfir fengnum. Nærtækara dæmi er vitanlega frá Sovét, þar sem ógnarvald ríkisins yfir fólki byggðist á slefburði og nærðist á lygi um ein- staklinga, hegðun þeirra og hugsanir. Það er of auðvelt að missa sjónar á abstrakt hugtökum á borð við lýð- frelsi og mannréttindi þegar eitthvað jafnáþreifanlegt og peningar byrgir sýn. Upphæðirnar, sem ríki og bær verða af vegna skattsvika, munu aldr- ei duga til að bæta fyrir brot af þeim skaða sem skattrannsóknarréttur á borð við þennan getur valdið. A uppleið Þröstur Ólafsson, fram- kvæmdastjóri þ/ngflokks Alþýðuflokksins Það var hárrétt ákvörðun að taka frekar starfið hjá þingflokkn- um en flokknum: sama starf, en miklu betri kontór. Ríkisstjórnin Allir ráðherrar fá 40 þúsund kall á mánuði vegna þingkostnaðar sem enginn er. Enginn segir múkk. Ólafur Garðar getur ýmislegt lært af þessum mönnum. Steinunn Sigurðardóttir rithöfundur Komin í hlýjan faðm Máls og menningar, svo til síðust rithöf- unda. Nú eru fáir eftir nema kannski Hilmar Jónsson og Andrés önd. A niðurleið Steingrímur J. Sigfússon Vælir yfir því að fá ekki að koma fram á kellingafundi með Margréti Frímannsdóttur og Jó- hönnu Sigurðardóttur. Það er far- ið að slá út í fyrir honum í kosn- ingabaráttunni. Flestir hefðu prís- að sig sæla að sleppa. Séra Pálmi Matthíasson Þjóðin nefndi hann sem hugs- anlegan nýjan forseta, en hann var þar í kompaníi með Davíð, Denna og Guðrúnu Agnarsdóttur. Þegar svona er komið veitir sann- arlega ekki af að hafa almættið með sér í liði. Steinunn Sigurðardóttir rithöfundur Ekki nefnd sem hugsanlegur forseti og er þó búin að vera í starfskynningu á Bessastöðum árum saman. Það telst greinilega ekki mikils virði á þessum síð- ustu og verstu.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.