Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 09.11.1995, Qupperneq 2

Helgarpósturinn - 09.11.1995, Qupperneq 2
2 FIMMTUDAGUR 9. NÓVEMBER 1995 HP spyr Getum við þakkaöFinni Ingótfssyni stækkun álversins? Þorvaldur Ormsson leigubifreiðarstjóri „Ekkert frekar, held ég.“ Haukur Hafliðason stöðuvörður , Já, eigum við ekki bara að eigna honum heiðurinn?“ Einar Þorvarðarson handknattleiksþjálfari „Ég held að þetta mál eigi sér lengri aðdrag- anda, nokkur ár. Finnur á auðvitað sinn þátt í stækkun álversins, en fyrirrennarar hans líka.“ Linda Finnbogadóttir, gjaldkeri Pósts og síma „Ég hef voðalega lítið um það mál að segja af því að ég hef bara ekki kynnt mér það.“ Ellert Sigurþórsson póstbifreiðarstjóri „Nei, alls ekki, ég held að aðdragandinn sé lengri en svo.“ Grétar Böðvarsson og Úlfur Jónsson, starf- andi smiðir Úifur: „Nei, við þökkum Jóni Sigurðssyni alfarið fyrir það.“ Grétar: „Ég er reyndar ekki samþykkur því, ég þakka það tíu ára starfi þarna, bæði Jóni og Finni lngólfssyni.“ Úlfur: „Hvernig geturðu bara þakkað þeim tveimur?" Grétar: „Og Landsvirkj- un líka.“ Löggan reifniður ruddalegt vegg- spjald afHeiðari snyrti í MA Eins og greint er frá í Helgarpóstinum í dag hef- ur Heiðar Jónsson snyrtir verið kærður fyrir brot gegn blygðunarkennd ungs manns sem búsettur er á Akureyri. Að undanförnu hafa geng- ið ótrúlegar sögur þessu tengdar um landið þvert og endilangt og í DV ýtti akureyrski fréttamaður- inn Gylfi Kristjánsson undir þær með því að tala í hálfkveðnum dylgjuvísum um „landsþekktan karl- mann“ sem þætti ekki „venjulegur" á Akureyri. Heiðar segir Akureyri reyndar óvenjulegan stað að því leytinu til að hvergi annars staðar í heimin- um hafi hann orðið fyrir því að bæði unglingar og fullorðið fólk kalli til sín „hommi!“ úti á götu. Þess má geta að einnig var mynd af Heiðari — sem ungi maðurinn tók þegar meint brot var framið — sett á Internetið, þar sem allir hafa aðgang að henni. Það nýjasta sem síðan komið hefur upp á yfir- borðið í málinu er að nokkrir framtakssamir ung- lingar tóku sig til fyrir skemmstu og hengdu um- rædda mynd upp sem veggspjald í hinum sóma- kæra Menntaskóla á Akureyri. Þegar fréttist af uppátækinu mættu laganna verðir umsvifalaust á staðinn og rifu veggspjaldið niður... Hamarinn eykur umsvif sín Tölvu-Tótar á íslandi ættu að gleðjast því væntanlegt er á markað íslenskt tölvutíma- rit sem ber nafnið Töluuheimur ■—PC World ísland. Það er Iceland Æeiáew-samsteypan sem stendur að baki þessu en systurfyrirtækið Hemra hf. er útgefandi. Tímaritið mun koma út tólf sinnum á ári og að erlendri fyrirmynd kemur desemberblaðið út ní í lok nóvember. Það verð- ur 1. tölublaðið. Ritstjóri Tölvuheims er Styrmir Guðlaugsson, fyrrverandi blaðamaður HP. Þess má einnig geta að Marinó G. Njálsson, sem ann- ast hefur tölvuskrif í Moggann, hætti þar til að vera til sérstakrar ráðgjafar við verkefnið. Tíma- ritið er með samning við International Data Gro- up (IDG) sem er langstærsti útgefandi tímarita um tölvur og upplýsingatækni í heiminum. Þeirra þekktustu tímarit eru PC World, MacWorld og Infoworld, sem flestir tölvuáhugamenn ættu að þekkja. IDG rekur jafnframt fréttaþjónustu sem nær um veröld alla og Tölvuheimur hefur aðgang að henni og efni allra blaða í IDG-fjölskyldunni, sem samtals eru um 270 talsins í 68 löndum. Auk þess að ritstýra tímaritinu mun Styrmir vera fréttaritari IDG á íslandi. Heyrst hefur úr herbúð- um Haraldar J. Hamars að fyrirtækið ætli sér stærri hluti á íslenskum blaðamarkaði í náinni framtíð. Núna gefur Iceland Review út tímaritin Iceland Review, Atlantica (millilandaflugrit Flug- leiða), Upphátt (innanlandsflugrit Flugleiða), Ice- land Reporter sem er í dagblaðsformi og Daily News á Internetinu. Björk og Presley að er kannski að bera í bakkafullan lækinn að segja fleiri sögur af frægð Bjarkar. En eins og einhver sagði; hún er frægari og stærri en allt ísland samanlagt og enn eitt merki um það eru myndir sem birtast af Björk í bók sem Rolling Stone- útgáfufyrirtækið banda- ríska er að gefa út þessa dagana. Þetta er Ijósmyndabók sem nefnist Images of Rock & Roll með myndum af nokkrum helstu stjörnum poppsins og eru þær teknar af ýmsum frægustu ljósmyndur- um í heimi, nefnum Annie Leibowitz, David Bailey og Herb Ritt. Stjörnurnar sem þarna eru á myndum eru heldur ekki af lakara taginu: Þarna eru til dæmis goðsagnapersónur eins og Elvis Presley, David Bowie, Sid Vicious — og Björk. Umrœðuefni vikunnar Alusuisse ákvað loksins, eftir tveggja ára umhugsun, að stækka álverið í Straumsvík. Þar með sönnuðu Svisslendingarnir það sem engum öðrum hefur tekist að sýna fram á: Finnur Ingólfsson er ekki flón. Hægt var að kaupa ódýrara bensín á nýjum stöðvum Orkunnar. Skeljungur hf. er einn hlut- hafa í Orkunni, en Kristni Bjömssyni, forstjóra Shell, tókst samt að koma fram í sjónvarpi með mjög sannfærandi undrunarsvip og segjast myndu bregðast hart við þessari óvæntu sam- keppni. Einhver útlendingur spáði því að innan nokkurra ára yrði íslenskt þjóðfélag orðið svo hátæknivætt að hér yrði allt peningalaust. Al- menningur greip um tómar buddur sínar og þótti þessi náungi frekar ómerkilegur spámað- ur. Handtaska Guðrúnar Helgadóttur, jafnaura- laus og aðrar buddur í landinu, ýtti á takkann á borðinu hennar í atkvæðagreiðslu í þinginu. Eftir því var tekið að skoðun töskunnar á frum- varpinu var ekki vitlausari en hvers annars í salnum. Önnur ástæða fyrir frestun ' landsfundar? , Ur innstu röðum Sjálf- stæðisflokksins hlerar HP að tvær meginástæð- ur liggi að baki því að Davíð Oddsson og helstu ráðgjafar hans ákváðu að fresta lands- fundi flokksins fram á vorið, í stað þess að bíða með að halda hann í nokkrar vikur vegna snjóflóðsins á Flateyri. Þannig mun nefnilega í pottinn búið að annars vegar vill Davíð fá tíma til að ákveða sig með forsetaframboðið — en hann er eins og kunnugt er býsna spenntur fyrir húsforráðum í stássstofunni á Bessastöðum — og hins vegar vill hann fá tíma til að undirbyggja ræki- lega formannsframboð vinar síns og aðalráðgjafa: Björns Bjarnasonar, hins skelegga menntamálaráðherra þjóðar- innar. Munu þá sannast spá- dómar véfrétta HP frá því fyrr í vetur um að Björn muni fyrr en flesta grunar fá þá ósk sína uppfyllta, að feta í fótspor föð- ur síns og jafnvel sanna að hann sé föðurbetrungur... t Þórarinn Tyrfings- son, yfirlæknir hjá SAÁ, fyrir að spyrja sjálfan sig hvort verð kunni að vera of hátt á íslandi. Þetta kemur kannski úr óvæntri átt, en Þórarinn er að pæla í því að betra væri kannski að alkarnir skjólstæðingar hans drykkju bjór fremur en alls kyns ólyfjan og unga fólkið hefði öl um hönd fremur en landa- sullið...

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.