Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 09.11.1995, Qupperneq 4

Helgarpósturinn - 09.11.1995, Qupperneq 4
 F1MMTLIDAGLIR 9. NOVEMBER1995 Yfirheyrsla Hvaö segir Snorri í Betel um geisladiska- og bóka- brennuna sem unglingarí Eyjum héldu fyrir stuttu? „Hatursfullur og siðlaus boðskapur“ „Unglingarnir sem haía frels- ast gerðu ekki annað en að taka til í sínu hugarfari og sínum lífs- máta. Þetta voru aðallega geisladiskar og piötur með þungarokki og djöflarokki og öðrum hatursfullum og siðlaus- um boðskap.“ Hvaða hljómsveitir voru þetta? „Það voru mjög margar hljómsveitir. Þetta var til dæm- is Iron Maiden, Kiss og fleira í þeim dúr. Það er þessi masók- ista- og sadistamenning og sið- leysi og kynvilla og bísexúalít- et, eins og hjá Madonnu og fleirum. Þetta fór allt á eldlnn og það er bara mjög gott mál.“ En hvaða bækur þá? „Ég man nú ekki einstaka titla, en þetta voru bækur eins og Mein Kampf og mikið af ný- aldarbókum og bókum um spír- ítisma. Svo farið hefur fé betra.“ Varst þú þama sjálfur að kynda eldinn? „Þau tóku þetta upp hjá sjálf- um sér, sjö eða átta, en aðrir komu á undan og fleiri á eftir. Það var aðallega vegna þess að þau iásu Bibiíuna og sáu hvaða siðferði þar er boðað. Ef menn vilja vera heiðarlega kristnir, þá taka þeir til í sínu hugarfylgsni. Svo komu þau til mín og töluðu urn þetta við mig og ég ræddi við þau um það hvers konar efni, tónllst, bækur og mynd- bönd, mætti fara.“ Nú verður að segjast eins og er að margir eru mjög við- kvæmir fyrir bókabrennum... „Mér finnst þetta mjög eðli- legt. Það sem íslendingar þurfa að átta sig á er að kristin trú er lifsmáti, hún er ekki bara ein- hver hugarheimur sem þú hef- ur í kvöldbænum og lokar svo bara á daginn eftir. Þú tekur ekki þátt í ýmsu sem er augljós- lega til spillingar. Það sem ung- iingarnir gerðu þarna sé ég sem ákaflega sterka prédikun til jafnaldra þeirra vegna þess að það er ekki hægt að segja ann- að en að ýmis óáran sem ein- kennir unglingamenninguna, of- beldi, reykingar, eiturlyf, djöfla- dýrkun og jafnvel sjálfsmorð, sé hægt að rekja til þessara hljómsveita.“ Er rétt að það sé trúarvakn- ing meðal ungmenna í Eyjum? „Það er trúarvakning og þetta er til dæmis glöggt ein- kenni trúarvakningar.“ Ungi *ólk í Vestmannaeyjum tók sig til á dbgunum og brenndi bœk- ur og gei.sladi.ska. Unga fólkið nýt- ur flest handleiðslu Snorra Óskars- sonar, safnaðurhirðis í Betcl, og er sagt að jafnvcl sé um að r.eða trúarvakningu meðal ungs fólks i Eyjum. Sá sem fer með annað stærsta hlutverkið í mynd- inni Benjamín dúfu, sem frumsýnd verður í kvöld, heitir Gunnar Atli Cauthery og er búsettur í Bretlandi. Þótt hann sé ekki nema 14 ára er hann leikreyndari en menn grunar. í samtali við Guðrúnu Kristjánsdóttur upplýsir Gunnar að um þessar mundir sé hann meðal annars að leika í 23 þátta röð fyrir BBC. „Get ekki beðið eftir að sjá myndina“ Það var alveg ótrúlegt ævintýri að vinna við þessa mynd. Hlutverk Rólands er líka alveg frábært, reyndar eins og myndin öll,“ segir Gunnar Atli Cauthery móður og más- andi, enda rétt lentur eftir að hafa ferð- ast til landsins frá heimaborg sinni, London, þegar HP náði tali af honum síðdegis í gær. Ástæðan fyrir því að Gísli fékk hlut- verk Rólands í Dúfunni er sú að móðir hans veitti athygli smáfrétt í Morgun- blaðinu þar sem sagt var frá því að ákveðið hefði verið að ráðast í gerð myndarinnar. „Mamma, Björg Árna- dóttir leikkona, hafði samband við Baldur Hrafnkel Jónsson og spurði hvort ekki vantaði leikara. Bað hann mömmu þá að senda sér tíu mínútna spólu þar sem ég átti að tala um sjálfan mig, lesa texta úr bók og syngja. Við sendum spóluna en heyrðum svo ekk- ert í marga mánuði fyrr en hringt var í mömmu, þar sem ég var í upptökum annars staðar, og mér boðið þetta stóra hlutverk," segir Gísli á svolítið bjagaðri íslensku. En þetta er ekki eina hlutverkið sem Gísli fæst við um þessar mundir, því fyrir skömmu var honum, ásamt fjórum öðrum piltum, boðið að leika í 23 þátta röð sem heitir Disney Club. Vár fyrsti þátturinn sýndur síðastliðinn sunnu- dag. Á það sér einhvern aðdraganda? „Já, því í þorpinu þar sem ég bý; Ha- selmere, sem við köllum stundum Heilsumýri og er rétt fyrir utan London, er látbragðsleikhús sem ég hef stundum farið í. Einn góðan veðurdag var mér svo boðið að gera nokkur brögð sjálf- ur. Þá varð mér ljóst að ég vildi verða leikari. í janúar á þessu ári fóru svo fram prufur í skól- anum mínum fyrir mjög vinsæla þáttaröð sem heitir Just William. Ég fékk ekki hlutverk þá en fékk þess í stað um- boðsmann og reyndar í kjölfarið öll hin hlut- verkin. Þar á meðal fór ég í það sem kallast Children’s Drama fyrir barnaþátt á BBC sem heitir Demon Head- master og þar leik ég aðalhlutverk í sex þátt- um sem sýndir verða í janúar á næsta ári. Á endanum fékk ég svo hlutverk í Just William-þætti sem sýndur verður næsta sunnudag." Hvert er skemmtilegasta hlutverk sem þú hefur leikið til þessa? „Flestar persónurnar sem ég hef leik- ið hafa verið mjög líkar mér. Eg myndi samt segja hlutverk Rónalds í Benjamín dúfu, af því líka að þetta er eina bíó- myndin sem ég hef leikið í. Svo er þetta bara svo jákvæð og mannleg mynd. Andrúmsloftið við gerð myndarinnar var líka alveg rosalega gott, ég get ekki beðið eftir að sjá hana í kvöld. Því mið- ur þarf ég að víst að fara aftur til Ha- selmere á sunnudag því það er skóli daginn eftir, en áður en ég fer út aftur ætla ég að sjá Tár úr steini.“ Var Gtsli Snœrgóður við ykkur? „Já, mjög. Hann stríddi okkur svolítið en það var allt í góðu og hann sleppti sér mjög sjaldan. Það var líka stundum svolítið stressandi að leika í myndinni, eins og við var að búast.“ Hyað œtlarðu að verða? „Ég er að vonast til þess að geta orð- ið frægur leikari.” Fjölmiðlar Hin hliðin á netinu Eins og fram kemur í viðtali við Heið- ar Jónsson annars staðar í blaðinu hafa einhverjir staðið fyrir því síðustu daga að dreifa ljótri mynd af honum á Internetinu. Hún hefur farið hratt og víða og viðbrögðin hafa verið, sýnist mér, tvenns konar: fliss og hvískur eða nokkur undrun og hneykslun á því að efni á borð við þetta skuli komast í um- ferð á svo umfangsmikinn, en auðveld- an hátt. Ég hef ekki séð þessa mynd og hef raunar aldrei inn á þetta margumtal- aða net komið, en eftir töluverða um- hugsun og miklar samræður við koll- ega mína kemst ég að þeirri niðurstöðu að hér sé eitthvað meira en lítið að. Fyrsta spurning: er Internetið fjöl- miðill? Svarið hlýtur að vera já. Þar liggur frammi efni sem allir hafa að- gang að sem eiga tölvu og mótald. í beinu framhaldi: ber einhver ábyrgð á því sem birtist þar? Eru einhverjar reglur um hvernig netið er notað eða eiga yfirleitt að vera einhverjar reglur? Þar vandast málið. Sérfræðingar mínir í netbransanum segja í meginatriðum þrjár leiðir til að dreifa þar efni. í rafrænum pósti, þar sem sent er á milli tveggja netfanga, ekki ósvipað og með venjulegum pósti. í öðru lagi á svokölluðum spjall-línum, þar sem tugir eða hundruð manna spjalla saman — með texta — um hvaðeina og geta sent á milli sín tölvu- skjöl. Og í þriðja lagi á heimasíðum, sem tilteknir einstaklingar eða fyrir- tæki starfrækja og ákveða hvað þar er geymt. Það er augljóslega fráleitt að setja því skorður, hvað fólk sendir hvað öðru í pósti. Hins vegar hefur það bor- ið við í þessu tilfelli, að fólk hefur feng- ið myndina senda óumbeðna. Einn kunningi minn fékk fimm eintök af henni inn á tölvna sína sama daginn, úr mismunandi áttum, algerlega óumbeð- ið. Það þýðir að einhver nafnleysingi hefur frumkvæði að því að dreifa skipulega óhróðri um nafngreindan einstakling og kemst upp með það. Það er meira en lítið athugavert. Um spjall-Iínur sýnist mér gilda eitt- hvað svipað. Þeim má líkja við símtöl, þótt orðin séu skrifuð, og sem betur fer er okkur enn frjálst hvað við segjum í símann. En aftur: gengur það upp að í skjóli nafnleyndar sé dreift meiðandi efni um nafngreindan einstakling til hundraða, jafnvel þúsunda í einu? Það er farið að líkjast fjölmiðli töluvert, þykir mér. Heimasíðurnar eru skýrara mál. Þær eru á vegum nafngreinds aðila, fyrir- tækis eða einstaklings, sem ræður því hvað birtist þar og að þeim hafa allir aðgang, nánast undantekningarlaust án nokkurs lykilorðs eða þvíumlíks. Þarna er greinilega einhvers konar fjöl- miðill á ferð, þar sem einhver tiltekinn ber ábyrgð. Og hvað? Er ég að leggja til að um netið gildi sömu lög og um aðra fjöl- miðla á íslandi? Nei. Ekki bara af því að þau lög eru svo vitlaus og þröngt haft á tjáningarfrelsi að þau ættu ekki að vera til yfirleitt. Líka og ekki síður vegna þess að mér sýnist að með netinu opn- ist nýtt landnám í fjölmiðlun og upplýs- „Einn kunningi minn fékk fimm eintök afmyndinni sama daginn, úrmismunandi áttum, algerlega óumbeðið. Það þýðir að einhver nafnleys- ingi hefur frumkvœði að því að dreifa skipulega óhróðri um nafngreindan einstakling og kemst upp með það. “ ingamiðlun sem ætti að leyfa að þróast eins frjálst og kostur er. Netið er draumur anarkistans; landamæralaust og lögreglulaust, þar sem engin mörk eru sett nema þau sem smekkvísi og siðgæðisvitund bjóða. Þannig á það að vera. En í þessu til- viki dugðu hvorki smekkvísi né sið- gæðisvitund. Niðurstaðan er rógsher- ferð. Sem meiðir afar illa. Og enginn er látinn bera ábyrgð á. Það er alvont. Karl Th. Birgisson

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.