Helgarpósturinn - 09.11.1995, Page 8

Helgarpósturinn - 09.11.1995, Page 8
FlMIVmjDAGUR 9, NOVHVIBE1995 Eiga alþingismenn að gera lögformlega grein fyrir hagsmunatengslum sínum til að auka gegnsæi stjórnsýslunnar? Sífelldir hagsmunaárekstrar í vikunni ákvað breska þingið að skylda þingmenn til að gera grein fyrir peningum sem þeir þiggja frá aðilum utan þings. Svipaðar reglur hafa lengi gilt í Bandaríkjunum og á fleiri þjóðþingum. Upplýsingar þessar eru opinber gögn og það eitt þyk- ir tryggja ákveðið gegnsæi í stjórnsýslunni þannig að það liggi ávallt ljóst fyrir gagnvart kjósendum hvaða hagsmunatengsl þingmenn hafa. Jafnframt er talið að fyrirkomulag sem þetta fyrirbyggi spillingu og sé yfirhöfuð á ýmsan hátt nauðsynlegt lýðræðisríkjum. Stjórnmálafræðingar sem Stefán Hrafn Hagalín ræddi við um málið voru þeirrar skoðunar að skýrar og opin- berar upplýsingar um hagsmunatengsl þingmanna væru hið mesta þjóðþrifamál því alltof oft væri erfitt að henda reiður á slíku gegnum almenna vitneskju. Stjórnmálafræðingurinn Gunnar Helgi Kristinsson bendir þannig á, að það sé frekar vinnu- regla á Alþingi en hitt að stjórnmálamenn gæti eigin hagsmuna. Hann segist persónulega enga trú hafa á að þeir knýi sjálfir fram umbætur. Þeir stjórnmálamenn sem rætt var við vegna málsins voru hinsvegar flestir sammála um að það væri öldung- is ágæt hugmynd að taka upp umrætt fyrirkomulag. Og þá stendur aðeins eftir: Hvaða þingmenn ætla að taka af skarið og leggja fram þingsályktunartillögu um málið — og hvenær? á Alþingi? Jón Baldvin Hannibalsson, formaður og þingmaður fllþýðuflokks Skýrari upplýsingar um hagsmunatengsl í þágu almanna- hagsmuna Jón Baldvin Hannibalsson, for- maður og þingmaður Alþýðu- flokks: Ég held að það sé full ástæða til að taka upp þetta fyrir- komulag hér á landi. Hagsmuna- hópar skipuleggja sig æ betur og halda uppi miklum þrýstingi á þingmenn. „Já, ég held að það sé full ástæða til að taka upp þetta fyrirkomulag hér á landi. Og hversvegna? Aðallega vegna þess að í vaxandi mæli er talað um að menn standi frammi fyr- ir hagsmunaárekstrum, til dæmis í skilningi samkeppnis- laga. Það er einkenni á stjórn- málaþróun hér á landi — ein- sog reyndar víða annarsstaðar — að hagsmunahópar skipu- leggja sig æ betur og halda uppi miklum þrýstingi á þing- menn og stjórnvöld á mikil- vægum málasviðum; reyna að hafa áhrif á ákvarðanir sem varða þeirra hagsmuni — og almennings. Þetta er vissulega fylgifiskur lýðræðis, en það fer ekkert framhjá manni að vald hags- munahópa fer vaxandi og ítök þeirra og áhrif sömuleiðis. Auðvitað geta og hafa komið upp fjölmörg dæmi um hags- munaárekstra af þessum sök- um. Þau eru náttúrlega sígild á landbúnaðarsviðinu og á Al- þingi íslendinga hafa setið menn sem höfðu beinna fjár- hagslegra hagsmuna að gæta þarsem þeir voru bændur eða fyrrverandi bændur. Hags- munirnir voru þannig beinlínis fjölskyldulegir í sambandi við ákvarðanir á borð við niður- greiðslur, beingreiðslur og bú- vörusamninga — svo fáein dæmi séu nefnd. Svo ekki sé nú minnst á þegar hagsmunir bænda rekast á við hagsmuni neytenda, til að mynda í GATT- samningunum og við útfærslu þeirra. Spurningin um hags- munaárekstra á einnig við um sjávarútvegsmál, verslun, við- skipti, þjónustu, tryggingamál, deilur við sérfræðinga, deilur við opinbera starfshópa á borð við heilbrigðisstéttirnar, deilur vegna aukins frjálsræðis í verslun með lyf og svo fram- vegis. Ef menn eru á annað borð þeirrar skoðunar að það eigi að ríkja gegnsæi í stjórnsýslu — í skilningi stjórnsýslulaga — og ef menn vilja forðast að leiða menn í freistni varðandi hagsmunaárekstra þá er þetta sú leið sem þjóðþing hafa farið til að fyrirbyggja það. í nýlegri breskri þingsögu kom á daginn að þingmenn leigja þing- mennskuumboð sitt iðulega til sérhagsmunaaðila til þess að fá fjallað um ákveðin mál: selja til að mynda fyrirspurnir. Það er í þágu almannahags- muna að menn geti gengið að því sem vísu hver hagsmuna- tengslin eru. Við getum tekið bein eignatengsl sem dæmi — í bandaríska þinginu er æva- forn hefð fyrir því að slíkt sé skráð. Þetta getur einnig átt við um annarskonar tengsl þarsem menn skrá sig og við- urkenna að þeir hafi þegið fjár- styrki frá einhverjum tiltekn- um hópum í kosningabaráttu og lýsa því yfir hvert þeir telja áhugasvið sitt vera í tengslum við slíkan bakgrunn. Þannig að ég held að það séu ærin rök fyrir þessu fyrirkomulagi." Gunnar Helgi Kristinsson, dósent í stjórnmálafræði Vinnuregla í þinginu að þing- menn gæti hags- muna sinna Gunnar Helgi Kristinsson, dó- sent í stjórnmálafræði: Bæði stjórnmálamenn og toppembættis- menn ættu að leggja fram skýrslu eða lista um hagsmunatengsl sín. Og það á að vera Ijóst að þeir komi ekki nálægt afgreiðslu mála sem á einhvern hátt varða hags- muni þeirra. „Mér vitanlega hefur aldrei farið fram nein umræða um þetta mál. Persónulega finnst mér þetta mjög eðlileg krafa. Bæði stjórnmálamenn og topp- embættismenn ættu að leggja fram skýrslu eða lista um hags- munatengsl sín. Og það á að vera ljóst að þeir komi ekki ná- lægt afgreiðslu mála sem á ein- hvern hátt varða hagsmuni þeirra. Ég held að það hafi verið vinnuregla í þinginu, að menn komi einmitt sérstaklega ná- lægt málum sem varða hags- muni þeirra sjálfra, þannig að þetta væri mjög róttæk breyt- ing. Ég hef enga trú á því hins- vegar að þingmenn muni taka vel í óskir eða hugmyndir þess efnis að svona fyrirkomulag verði tekið upp. Aðminnsta- kosti er ég hræddur um að það gerist ekki af sjálfu sér fyrir það eitt að þingmenn líti yfir sviðið og segi: Jæja, hér vantar nú löggjöf. Því miður lítur svona löggjöf oft ekki dagsins Ijós fyrren komist hafa upp, fyrir tilstilli fjölmiðla, afar svæsin spilling- armál eða eitthvað slíkt. Og fjölmiðlar hafa elt mál mjög uppi þarsem þingmenn hafa beitt sér í málum sem varða þá persónulega." Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, þingkona Þjóðvaka — hreyfingar fólksins Full ástæða til að velta málinu vand- lega fýrir sér Ásta Ragnheiöur Jóhannes- dóttir, þingkona Þjóðvaka — hreyfingar fólksins: Ég hef setið í fiölda ráða og stjóma þarsem maður hefur ekki getað samvisku sinnar vegna fiallað um tiltekið mál vegna hagsmunatengsla og því vikið af fundi meðan rætt var um það. Þetta gerist aldrei á Al- þingi. „Ég hef nú ekki skoðað þessi mál sérstaklega, en mér finnst full ástæða til að velta þeim vandlega fyrir sér. Ég get ekki ímyndað mér annað en þing- menn taki vel í tillöguflutning þaraðlútandi þarsem þeir hafa ekkert að fela í þessum efnum — eftir því sem ég best veit. Það er sjálfsagt rétt sem Gunnar Helgi Kristinsson hef- ur sagt, að inná Alþingi tíðkist að þingmenn komi sérílagi ná- lægt sínum hagsmunamálum — frekar en að víkja ef slíkt kemur upp. Ég hef setið í fjölda ráða og stjórna þarsem maður hefur ekki getað samvisku sinnar vegna fjallað um tiltekið mál vegna hagsmunatengsla og því vikið af fundi meðan rætt var um það. Þetta sér maður hins- vegar aldrei gerast á Alþingi." Björn Bjarnason, þingmaður Sjálfstæðis- flokks og menntamálaráðherra Fræðilega skynsamlegt, en jafnframt margþætt mál Björn Bjarnason, þingmaður Sjálfstæðisflokks og menntamála- ráðherra: Þetta er margþætt mál sem þarf að ræða og vitaskuld verður að draga fram öll rök. Jafn- framt hljótum við að setja umræð- una í samhengi við launakjör þing- manna og stöðu. „Mér finnst nú fátt benda til þess, að nauðsynlegt sé að koma þessu fyrirkomulagi á hérna á íslandi. Hér hafa menn velt því fyrir sér hvort þing- menn eigi að vera í fullu starfi sem stjórnmálamenn eða ekki. Og sumir hafa verið þeirrar skoðunar að það sé allsekki markmið í sjálfu sér að þing- menn gegni ekki öðrum störf- um samhliða þingmennskunni. Ég er ekki tilbúinn til að lýsa því yfir, að það sé rétt að ganga á þennan hátt að ís- lenskum þingmönnum. Ef til vill hafa menn sett þetta fyrir- komulag á í öðrum löndum af biturri reynslu. Er einhver slík reynsla hér að það sé nauðsyn- legt að gera ráðstafanir sem þessar? Fræðilega getur þetta virst skynsamlegt, en mér finnst að sumu leyti málið vera þannig vaxið, að það sé sett fram til að gefa tii kynna að þingmenn láti frekar en aðrir stjórnast af ein- hverjum annarlegum hags- munum. Og ég er allsekki reiðubúinn að taka undir þau sjónarmið. Þetta er margþætt mál sem þarf að ræða og vitaskuld verður að draga fram öll rök — með eða á móti. Jafnframt hljótum við að setja umræð- una í samhengi við launakjör þingmanna og stöðu. Eiga þingmenn að vera atvinnupól- itíkusar eða reyna að rækta tengsl sín við aðra með öðrum störfum og svo framvegis." Kristín Halldórsdóttir, þingkona Samtaka um kvennalista Allt sem gerir hlutina gegnsærri er af hinu góða Kristín Halldórsdóttir, þingkona Samtaka um kvennalista: Ég held að allt sem getur gert hlutina gegnsærrí og komið þeim uppá borðið sé af hinu góða. Við í Kvennalistanum höfum verið mjög hlynntar því að hafa allt sem opn- ast. „Ég held að allt sem getur gert hlutina gegnsærri og kom- ið þeim uppá borðið sé af hinu góða. Afturámóti hef ég hrein- lega ekki velt þessu tiltekna máli mikið fyrir mér. Við í Kvennalistanum höfum verið mjög hlynntar því að hafa allt sem opnast þannig að það sé enginn laumupokahátt- ur á hlutunum og í fljótu bragði sé ég ekki annað en að þetta væri mjög af hinu góða: semsagt að hafa það augljóst hvernig hagsmunatengslum þingmanna er háttað svo að kjósendur geti dregið af því sínar ályktanir. Ég hef satt að segja ekki hug- mynd um hvort samþingmenn mínir myndu taka vel í þetta fyrirkomulag. Ég þarf að ræða þetta nánar í mínum hópi og við samþingmenn mína. Auðvitað veit maður síðan að það væri misjafnlega auð- velt fyrir suma þá sem nú sitja á þingi að sætta sig við þessa hugmynd.“ Ólafur Ragnar Grímsson, þingmaður Alþýðubandalags Vissulega kemur til greina að festa þetta í löggjöf Ólafur Ragnar Grímsson, þing- rnaður Alþýðubandalags: Mér finnst þetta fyrirkomulag vissulega geta komið til greina og jafnvel að festa það í löggjöf. Aðalatriðið finnst mér vera, að við eigum að búa í opnu og gegnsæju þjóðfé- lagi. „Mér finnst þetta fyrirkomu- lag vissulega geta komið til greina og jafnvel að festa það í löggjöf. Það er hinsvegar mis- jafnt eftir löndum hvernig þessu er háttað og ýmsir þeir siðir sem hafa tíðkast erlendis hafa ekki tíðkast hér. Margt sem snertir íslenska þingið helgast kannski af smæð þess og því að menn þekkja vel til flestra sem þar sitja. Það hefur auðvitað verið þannig, að til dæmis forystu- menn stéttarsamtaka bænda hafa lengi setið á Alþingi og eins hafa ýmsir forystumenn verkalýðshreyfingarinnar gert það — til dæmis Hannibal Valdimarsson og Bjöm Jóns- son þegar þeir voru forsetar Alþýðusambandsins. Og marg- ir fleiri; menn á borð við Guð- mund H. Garðarsson og Guð- mund J. Guðmundsson. Vita- skuld er erfitt að draga mörkin í þessu samhengi og sjá hvar línurnar liggja — sérstaklega í fámenninu hér á landi. í sjálfu sér kem ég ekki auga á beint samhengi milli skýrari upplýsinga um hagsmuna- tengsl og umræðna um launa- kjör alþingismanna — það ætti að vera alveg óháð hvort öðru. Aðalatriðið finnst mér vera, að við eigum að búa í opnu og gegnsæju þjóðfélagi, og ég held að það hafi ekkert farið framhjá mönnum þegar fulltrú- ar ýmissa hagsmunahópa hafa verið að fjalla um sín mál á þingi. Menn verða að vara sig á samanburði við^ önnur lönd í þessum efnum. Ég þekki nú vel til bæði í Bandaríkjunum og Bretlandi. Og það má nefna að til dæmis í Bretlandi tíðkast

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.