Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 09.11.1995, Qupperneq 9

Helgarpósturinn - 09.11.1995, Qupperneq 9
FIMMTUDAGUR 9. NÓVEMBER1995 9 það að kannski þrjú til fjögur hundruð þingmenn sitji í stjórnum fjölmargra fyrirtækja og sjóða. Þau skipta jafnvel þúsundum fyrirtækin og sjóð- irnir þarsem þingmenn sitja í stjórn. í Bandaríkjunum tíðk- ast það jafnframt að þingmenn flytji erindi og ræður á fundum samtaka og stofnana og taki fyrir það greiðslur; kannski þúsundir dollara fyrir eina ræðu. Við sem erum í pólitík á ís- landi höfum ekki vanist því, að fá greitt fyrir ræðurnar, og til gamans má geta þess að ís- ienskir stjórnmálamenn eru einu aðilarnir sem koma fram í sjónvarpi sem aldrei fá borgað fyrir það. Kerfið er þannig miklu út- færðara í ýmsum löndum en hjá okkur og í litlum hópi ein- sog situr á Alþingi íslendinga — með sína sextíu og þrjá þingmenn — og í svona smá- vöxnu þjóðfélagi vita allir að til dæmis Vilhjálmur Egilsson vinnur hjá Verslunarráði. Það þarf enga opinbera skýrslu um það og ég held að lítið sé um umfangsmikla hlutabréfaeign meðal íslenskra þingmanna.“ Vilhjálmur Egilsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks Allt í lagi að þessar upplýsingar verði gerðar opinber£u* Vilhjálmur Egilsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks: Mér myndi finn- ast það allt í lagi að þessar upp- lýsingar yrðu gerðar opinberar. Kjósendur eiga kröfu á að fá upp- lýst hver hagsmunatengsl þing- manna þeirra eru. „Mér myndi finnast það allt í lagi að þessar upplýsingar yrðu gerðar opinberar. Ég hef ekkert á móti því og þetta er ekkert mál í mínum augum. Ef einhverjir kjósenda gera sér ekki grein fyrir hagsmuna- tengslum þingmanna sinna finnst mér að þeir eigi alveg kröfu á að fá þau mál upplýst. Það vita hinsvegar allir hvaða tengsl ég hef; það er ekkert leyndarmál og ég er jafnvel kosinn útá þau.“ Ögmundur Jónasson, þingmaður Alþýðubandalags og óháðra Myndi hiklaust styðja tillögu sem steftidi að þesfju fyrirkomulagl Ögmundur Jónasson, þingmaður Alþýðubandalags og óháðra: Mér finnst sjáifsagt að öll kjör og launagreiðslur þingmanna og ann- arra séu uppá borði en ekki felu- mát. Ég myndi hiklaust styðja til- lögu á Alþingi sem stefndi að því marki. „Mér finnst sjálfsagt að öll kjör og launagreiðslur þing- manna — sem og reyndar ann- arra í þjóðfélaginu — séu uppá borði en ekki felumál. Eg myndi hiklaust styðja tiilögu á Alþingi sem stefndi að því markmiði. Það er hinn versti ósiður að reyna að fela hluti sem tíðkast í launakerfinu og auðvitað eiga alþingismenn — sem setja öðrum reglur og lög — að sýna gott fordæmi í þess- um efnum. Það er jafnframt nauðsynlegt að menn þekki hagsmunatengsl alþingis- manna að þessu leyti. Ég hef í sjálfu sér ekki hug- mynd um hvort samþingmenn mínir myndu taka vel í tillögu- flutning sem stefndi að því að gera þessar upplýsingar opin- berar, en ég ítreka mikilvægi þess að fjárreiður einstaklinga, stofnana á borð við stjórn- málaflokka og yfirhöfuð allra þeirra sem koma að opinberri ákvarðanatöku séu lýðum ljós- ar.“ INTERNET Námskeiö -12 klst. Netscape fyrir vefinn og Eudora fyrir póstinn. Farið í skráarflutning með FTP og ICR samtalsrásirnar. Farið í notkun Telenet til að tengja saman tölvur. Finger notað til að leita að tölvum og notendum. Gagna leitað. Með námskeiðinu fylgir bók um Internetið og frí áskrift í einn mánuð að Trekneti, sem veitir alhliða Internet þjónustu. Upplýsingar og skráning í síma 561 6699. ÍBÚÐ ÓSKAST TIL LEIGU Óska eftir aö taka á leigu 4. herb. íbúö í vesturbæ eða Seltjarnarnesi. Uppl. í síma 562 - 5746 Nakinn sannleikurinn - á hverjum fimmtudegi i

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.