Helgarpósturinn - 09.11.1995, Síða 10

Helgarpósturinn - 09.11.1995, Síða 10
RMMTUDAGUR 9. NÓVEMBER1995 10 Útgefandi: Miðill hf. Framkvæmdastjóri: Þorbjörn Tjörvi Stefánsson Ritstjóri: Karl Th. Birgisson Ritstjómarfulltrúar: Guðrún Kristjánsdóttir Stefán Hrafn Hagalín Auglýsingastjóri: Örn ísleifsson Setning og umbrot: Helgarpósturinn Filmuvinnsla og prentun: Prentsmiðjan Oddi hf. Opinberið sportlur til þingmanna Brezka þingið samþykkti í byrjun vikunnar reglur sem gera þingmönnum skylt að opinbera hvaðan þeir þiggja laun og sportlur annars staðar en frá þinginu sjálfu. Tilefnið voru fréttir þess efnis að þingmaður hefði þegið greiðslu frá einkaaðilum fyrir að koma á fundi á milli þeirra og ráðherra. Áður hefur komið í ljós að þingmenn þáðu greiðslur fyrir að leggja fram tiltekn- ar fyrirspurnir á þingi. Röksemdin fyrir reglunum er einföld: kjósendur eiga rétt á að vita hvaða einkahagsmuna þingmenn eiga að gæta þegar þeir greiða atkvæði í tilteknum málum, bera fram fyrirspurnir eða leggja fram tillögur. Eru þeir að gæta hagsmuna annarra en kjósenda sinna? Þiggja þeir laun frá einhverjum tengdum málinu? Eiga þeir hlut í fyrirtæki sem hagsmuna á að gæta? í Bandaríkjunum hafa viðlíka reglur — og mun víð- tækari — verið í gildi árum saman. Þar þykir það sjálf- sagt og er ekki deilumál, að peningastreymi til stjórn- málamanna og -flokka sé opinberar upplýsingar. Á íslandi þekkist ekkert þessu líkt. Kjósendur mega þakka fyrir að fá óbrenglaðar upplýsingar um laun þing- manna og ráðherra, sem hingað til hafa fundið ólíkleg- ustu leiðir til að smyrja ofan á venjulegt þingfararkaup. En hvað með önnur laun, fríðindi og spprtlur? Eru þau mikil, lítil eða engin? Um það er ekkerUvitað. Eru þingmenn í öðrum störfum sem kjósendur ættu að vita af? Eiga þeir stóran hlut í fyrirtækjum sem þeir eru að setja lög um? Standa þeir ef til vill sjálfir í rekstri í atvinnugrein sem þeir fjalla sjálfir um sem alþingis- menn? Um það er heldur ekkert vitað. Eitt dæmi er raunar vel þekkt. Það er af Vilhjálmi Eg- ilssyni, sem er framkvæmdastjóri Verzlunarráðs ís- lands um leið og hann er aiþingismaður og ofaníkaupið formaður efnahags- og viðskiptanefndar þingsins. Vil- hjálmur hefur aldrei dregið dul á þessa tvöföldu tilvist sína, en það er með ólíkindum að ekki skuli hafa verið gerð athugasemd við hana. Þessu tengist vitanlega sú spurning, hvernig þing- menn fara að því að gegna tveimur störfum í einu. Er þingmennskan kannske ekki fullt starf? Væri að skað- lausu hægt að draga svo sem helming launanna af þing- mönnum? Kjarni málsins er að það er nauðsynlegt, ef við viljum búa við opið stjórnkerfi, að upplýsingar á borð við þess- ar liggi frammi. Eflaust er óskaplega lítið að fela; sann- leikurinn er oftast mun minna spennandi en vangavelt- ur um það sem hulið er. En reglurnar eru ekki til þess gerðar að fletta ofan af spillingu, heldur til þess að koma í veg fyrir hana með upplýsingum, opinni um- raeðu og aðhaldi frá kjósendum og fjölmiðlum. I Helgarpóstinum í dag er rætt við nokkra þingmenn um þessi mál og skemmst frá að segja eru þeir flestir hlynntir því að settar verði reglur um þessi mál. Það eru góð tíðindi. Hins vegar kennir reynslan okkur að varla bíði þingmenn í spreng til þess að knýja fram umbætur. Reglan er að yfirleitt þarf eitt hneyksli eða tvö til þess að alvörubreytingar verði. Vonandi bera þingmenn gæfu til að brjóta þá reglu í þessu máli. Helgarpósturinn Vesturgötu 2 101 Reykjavík Sími: 552-2211 Bréfasími: 552-2311 Bein númer: Ritstjórn: 552-4666, símbréf: 552-2243, fréttaskotið: 552-1900, tæknideild: 552-4777, auglýsingadeild: 552-4888, símboði: 84-63332, símbréf: 552-2241, dreifing: 552-4999. Áskrift kostar kr. 800 á mánuði ef greitt er með greiðslukorti, en kr. 900 annars. Herskáa heilsuhjörð „Okkar herskáa heilbrigðisráðskona, sem vill að allir hœtti að reykja, ætti kannski að einbeita sér að banni keppnisíþrótta vegna þeirrar óhjákvœmilegu veðmála- starfsemi sem þeim fylgir. “ Munið þið sem lesið eftir því að á alþjóðlegu kvennaráð- stefnunni í Peking réðust til at- lögu við aðra alþjóðlega stofn- un, þ.e. Mc Donalds-braseríið, herskáar grænmetisætur. Þær Hringborð fótumtróðu einhvern symbólísk- an plastkall og fóru mikinn. Ekki er annað en gott um það að segja, nema hvað það er svolítið ónotalegt að vita til þess að heilsuóðir fylki sér í víga heri til- búnir að heyja stríð. Helst þegar hugsað er til þess hve langt þeir hafa náð í baráttu sinni með tískuna eina að vopni. Það er nefnilega svo að fáir hér á landi hafa sloppið undan áróðri frið- samlegra heilsufanta. Svo vel hefur þeim tekist í heilaþvotti sínum að enginn virðist þora að hreyfa andmælum við stefnu heilsugeðveikinnar og þeirri mynd sem hún hefur tekið á sig. Allir virðast á einu máli um að ef enn ein glæsihöllin verði reist undir boltaleiki (tvöfalt stærri en sú síðasta) sé um ókomna framtíð búið að bjarga æskulýð hverfisins frá áfengi og sígarett- um. Engum dettur í hug að styrkja andlegan gjörvileik í sama tilgangi og nota aurana til að kenna þeim að hugsa og skapa. Nei, það er sífellt hlaupið á eftir malinu í íþróttaflokkunum um þörfina fyrir stærri hús og löglegri velli. Ekki þarf að spyrja að tilgangsleysi þess þegar full- orðið fólk leikur sér með brotna leggi sína og (hné)skeljar í bolta- æfingum á þessum stöðum, en það má spyrja um tilganginn þegar skólarnir nota hallirnar undir sína kennslu. Þá fara fram mælingar á getu nemenda við kollhnísa og arabastökk á milli þess sem þeir læra að meta handboltareglurnar. Allt svo þeir efist ekki síðar á ævinni um tilgang þessara stórkostlegu halla, sem hver fyrir sig kostar nokkur hundruð milljónir. Það væri meira vit í að kenna ís- lensku fólki íþróttir sem hæfðu landinu. Fjallgöngu og siglinga- fræði. í verstu veðrum gæti það lært að synda. Þá ættum við. góða sjó- og fjallamenn sem aldrei villtust og kynnu skil á öll- um vanda er upp getur komið þegar maður býr á fjalli langt úti í sjó. Kannski eru mennta- og vaxtamálastjórarnir bara hræddir um að unga fólkið kynni að sigla úr landi í stað þess að bíða eftir að borga fyrir þá lánin sem voru tekin fyrir leikfimi- dýrðinni. Nei, best að smala öllu geim- inu í fínan sal og láta það kasta á milli. Hinir, sem ekki komast inn, eru svo dáleiddir í beinni út- sendingu frá atburðinum. Þá þarf enginn að hugsa um annað en hvort kallinn á bláu treyjunni fari betur með knattfróðleik sinn en sá á þeirri rauðu. Áhyggjurn- ar af því eru svo magnaðar upp í fjárhættuspili í Ríkissjónvarp- inu, þar sem fólk leggur undir sparifé sitt svo íþróttafélögin geti safnað nægu fé til að biðja ríkið um meira fé til að byggja fleiri íþróttahús. Svona er sem sé staðið að því að forverja ungt fólk fyrir áfengi og sígarettum. Það er betra að framleiða spila- fíkla sem stunda sína iðju heima í stofu með hjálp „Ríkisspilavítis íþróttadeildar Ríkissjónvarps- ins“. Þetta er allt of langur titill, hvernig væri spilavítið „Heilsu- víti ísí“? Nei of líkt helvíti. Málið er að flestir spilafíklar eru for- fallnir reykingamenn og hallast eflaust margir að flöskunni þeg- ar þeir hafa tapað aleigunni til íslenskrar getspár. Okkar herskáa heilbrigðis- ráðskona, sem vill að allir hætti að reykja, ætti kannski að ein- beita sér að banni keppnis- íþrótta vegna þeirrar óhjá- kvæmilegu veðmálastarfsemi sem þeim fylgir. Þá tækist skoð- anasystkinum hennar og henni sjálfri að banna okkur að reykja árið 2010, næst yrði okkur bann- að að drekka árið 2015 og kannski tækist að banna okkur að borða kjöt árið 2025. Einhver sagði „grænmeti er það sem matur borðar“ og ann- ar „þú ert það sem þú borðar", en herskáu grænmetisæturnar hafa eflaust ekki hitt þessa menn í Kína. Ég vona að þær komi ekki líka á alþjóðlegu karla- ráðstefnuna, sem einhver ætlar að halda á íslandi á næsta ári. Nema þá til að reka big mac aft- ur heim til sín. Hættan er bara sú að héraðsheilsuklúbbarnir gætu lært af þeim strategíuna. Þá fyrst væri fjandinn laus, og draumurinn um brosandi ung- menni sem klífa fjöll, eða skíða niður öldudali fyrir þöndum seglum, endanlega runninn út í sandinn og við gætum kastað á milli til eilífðarnóns. Höfundur er tónlistarmaður. Palladómur Amen, sagði Snorri Rauðum bjarma slær á himin- inn yfir Vestmannaeyjum. Það er ekki mikið sofið á kvöld- in; út úr húsunum streyma ung- menni í röðum með fangið fullt af bókum og plötum. Innandyra standa eftir tómar hillur. Þessu „menningarefni" er svo safnað saman og því varpað á bálköst og síst hugsað um veraldleg verðmæti í því sambandi. í húfi er sálarheill unglinganna í Vest- mannaeyjum og þá er verið að reikna það út af einhverri smá- munasemi hvort kveikt hafi ver- ið í plötum að verðmæti átta hundruð þúsund krónur eða hvort það var kannski heil millj- ón sem unglingarnir báru á bál- ið. Það er altént gott að vita að það er að minnsta kosti fimm hundruð geisladiskum færra í heiminum. Þegar bítlaæðið gekk á sínum tíma yfir Texas og önnur Suður- ríki Ameríku fór ungt fólk út á götur og traðkaði á bítlaplötun- um sínum, orgaði hástöfum og kveikti í þeim. Svipaðir atburðir urðu vestra á tíma samtakanna sem nefnd voru móralski meiri- hlutinn; þá var borinn eldur að bókum eftir óguðlega og ósið- lega rithöfunda eins og Kurt Vonnegut, J.D. Salinger og Mark Twain. Það fer ekki nákvæmum sögum af því hvaða bókmennta- eða tónlistarverk börnin í Vest- mannaeyjum eru að brenna eða hvort Eyjamenn eru búnir að koma sér upp nákvæmum lista yfir skaðlegar bókmenntir og músík, en hitt er víst að óvinur- inn er alltaf sá sami — „grillar- inn“ eins og þeir kalla hann úti í Eyjum. Allt er þetta komið frá honum og ef guðs andi segir að það sé rétt að láta það allt sam- an á eldinn, þá er eins gott að hlíta því. Það er semsé vakning meðal æskunnar í Vestmannaeyjum og yfir henni vakir þjóðþekktur „Pegarœska Vestmanna- eyja setti bœkur og plötur í risastóra tunnu og kveikti í erhún varloks orðin barmafull stóð Snorri og horfði á með velþóknun. “ maður, Snorri Óskarsson, safn- aðarhirðirinn sem kenndur er við samkomuhúsið Betel. Til hans flykkjast börnin og hann segir þeim að brenna plöturnar sínar og bækurnar. Þegar æska Vestmannaeyja setti bækur og plötur í risastóra tunnu og kveikti í er hún var loks orðin barmafull stóð Snorri og horfði á með velþóknun. Amen, sagði Snorri, og það sást hvar „grillar- inn“ og allt hans hyski liðaðist eins og reykur í loft upp með Kissplötunum og öllu því dóti.

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.