Helgarpósturinn - 09.11.1995, Qupperneq 11
FIMMTUDAGUR 9. NÓVEMBER1995
Á óbreyttur rekstur Ríkisútvarpsins rétt á sér?
Fyrir um það bil 10 árum var það eitt
helsta ágreiningsmál íslenskra
stjórnmála, hvort leyfa ætti öðrum en
ríkinu að reka útvarps- og sjónvarps-
stöðvar. Þá hafði það um árabil verið
baráttumál ýmissa frjálslyndra manna,
að aflétta ríkiseinokuninni á þessu
sviði, en allfjölmennur og áhrifamikill
hópur barðist hart gegn breytingunni.
Rökin gegn frelsi í útvarpsrekstri voru
þau helst, að einkareknar útvarps-
stöðvar myndu grafa undan íslenskri
tungu og menningu og jafnframt að lýð-
ræðislegri umræðu væri stefnt í stór-
hættu ef einhver „peningaöfl" næðu
tökum á útvarpsrekstrinum.
Nú þegar áratugur er liðinn frá því
samkeppni var leyfð á þessu sviði geta
menn reynt að leggja mat á reynsluna
af breytingunni. Ég hygg að niðurstaða
flestra verði á þá leið, að áhyggjur af af-
leiðingum hennar hafi verið ástæðu-
lausar. Viðhorfin í þessum efnum hafa
líka breyst, og jafnvel harðir andstæð-
ingar frjáls útvarps virðast vera farnir
að sætta sig við það; nú heyrist varla
nokkur maður mæla því sjónarmiði bót
á opinberum vettvangi, að taka beri
upp ríkiseinokun að nýju.
Astæða er til að rifja þessa sögu upp
nú um þessar mundir í tilefni af um-
ræðum um nýlega stjórnsýsluendur-
skoðun Ríkisendurskoðunar hjá Ríkis-
útvarpinu. Niðurstöður þeirrar athug-
unar fela í sér margvíslega gagnrýni á
rekstur stofnunarinnar og virðist full
ástæða til að taka þær ábendingar al-
varlega. Ríkisútvarpið er stór stofnun
og dýr í rekstri, og ef vilji er til að reka
hana áfram verður að leitast við að
gera það með sem hagkvæmustum og
skynsamlegustum hætti. Þrátt fyrir að
stofnunin hafi að ýmsu leyti sinnt lög-
boðnu hlutverki sínu vel á undanförn-
um árum og áratugum er full ástæða til
að skoða rekstur hennar og stjórn-
skipulag ofan í kjölinn eins og Ríkis-
endurskoðun hefur nú gert, og lagfæra
þau atriði, sem betur mega fara.
Jafnframt því sem þörf er á að ræða
endurskoðun á fjármálum og skipulagi
Ríkisútvarpsins er ekki síður nauðsyn-
legt að hefja umræður um þá grund-
vallarspurningu, hvort ástæða sé til að
breyta eignarhaldi á stofnuninni. Menn
þurfa til dæmis að velta fyrir sér, hvort
það sé yfirleitt eðlilegt að ríkið reki fjöl-
miðlafyrirtæki og hvort einhver sér-
stök þörf sé á því að ríkið haldi áfram
rekstri tveggja útvarpsrása og einnar
sjónvarpsrásar, eins og gert hefur ver-
ið á undanförnum árum. Ríkisendur-
skoðun tekur ekki afstöðu til þessara
spurninga í skýrslu sinni, heldur geng-
ur út frá óbreyttri eignaraðild, enda er
það í samræmi við gildandi lög og þá
stefnu, sem mörkuð var í skýrslu svo-
kallaðrar útvarpslaganefndar á síðasta
ári. Þessum forsendum er hins vegar
' hægt að breyta, ef til þess er pólitískur
vilji, og því er nauðsynlegt að málið
verði rætt frá öllum hliðum.
Nú er það orðið almennt viðhorf hér
á landi og víðast hvar á Vesturlöndum,
að ríkið eigi ekki að standa að atvinnu-
rekstri nema í undantekningartilfellum.
Talin er þörf á að rökstyðja ríkisrekst-
ur með sérstaklega sterkum röðum,
ekki síst þegar um er að ræða starf-
semi, sem er í beinni samkeppni við
einkaaðila eins og í tilviki Ríkisútvarps-
ins. Þau rök, sem einkum eru notuð til
að réttlæta áframhaldandi starfsemi
stofnunarinnar, eru að hún gegni mikil-
vægu menningar- og öryggishlutverki.
Efast má um, að þessar röksemdir
„Halda má fram með allsterkum rök-
um, að Rás 1 gegni mikiluœgu menn-
ingarhlutuerki, en stórlega má efast
um að það eigi uið um Rás 2. “
dugi til að réttlæta óbreytt eign-
arhald og umsvif útvarpsins.
Hvað öryggishlutverkið varðar
má benda á, að með aukinni út-
breiðslu og bættri þjónustu
einkareknu stöðvanna hefur
verulega dregið úr því. Sam-
kvæmt 4. gr. útvarpslaganna frá
1985 ber öllum útvarpsstöðvum
skylda til að birta tilkynningar
frá Almannavörnum og skyld-
um stofnunum og gera hlé á
dagskrá sinni til þess að koma
þeim að, þegar brýna nauðsyn
ber til og almannaheill krefst.
Ríkisútvarpið hefur ekki sér-
stöðu hvað þetta atriði varðar.
Þegar litið er til menningar-
hlutverksins er ef til vill meiri
vafi á ferðinni. Halda má því
fram með allsterkum rökum, að
Rás 1 gegni mikilvægu hlutverki
á þessu sviði, en stórlega má ef-
ast um að það eigi við um Rás 2.
Raunar verður ekki séð, að dag-
skrá hennar sé á nokkurn hátt
frábrugðin dagskrá ýmissa
einkarekinna stöðva. Eins má
efast um að sá grundvallarmun-
ur sé á dagskrárgerð og þjón-
ustu Ríkissjónvarpsins og
helsta samkeppnisaðilans, að
það réttlæti áframhaldandi rík-
isrekstur á því sviði.
í ljósi þessa virðist full
ástæða til að taka það til alvar-
legrar skoðunar, hvort rétt sé
að færa einstaka þætti í rekstri
Ríkisútvarpsins til einkaaðila,
annaðhvort með beinni sölu
eða með því að leggja núver-
andi starfsemi niður og auka
þannig svigrúm einkaaðila til að
láta til sín taka á viðkomandi
sviði.
Höfundur er laganemi.
Fortíðardraugamir
„ Um þennan draugagang snúast nú stœrstu framlög Suauars Gestssonar og Jóns Balduins Hanni-
balssonar um samstarfjafnaðarmanna síðustu mánuðina. “
Stundum finnst mér það synd að
ekki skuli fleiri lesa Alþýðublaðið
en raun ber vitni. Sem áhugamanni um
pólitík finnst mér ég verða að sjá það,
þótt vitanlega sé það misgott og mis-
merkilegt efnislega.
Punktar
En stundum eru jólin. Eða næstum
því. Þannig er það þegar Svavar Gests-
son skrifar í blaðið opnugreinar, eins
og hann hefur gert að undanförnu, sem
eru svar við álíka Ianglokum Jóns
Baldvins Hannibalssonar, sem aftur
voru viðbrögð við bók Svavars, Sjónar-
rönd, sem kom út í sumar.
Raunar kemur bók Svavars þessu lít-
ið við nú orðið. Á yfirborðinu er tilefni
skrifa þeirra félaga hugsanlegt sam-
starf jafnaðarmanna, hvað knýr á um
það og hvað dregur úr. í reynd eru þeir
að skrifa hvor sína útgáfuna af stjórn-
málasögu íslands síðustu sextíu árin.
Og það er nú vandinn. Það er alltaf
gaman að lesa Svavar og Jón, af því að
þeir eru leiftrandi pennar þegar vel
tekst til. Það er líka gaman að lesa
stjórnmálasögu. En það er beinlínis
óhuggulegt að lesa stjórnmálasögu eft-
ir menn sem eru jafnilla brenndir af
átökum síðustu áratuga, en ætla sér að
nota þá sögu, sína útgáfu vitanlega,
sem umræðugrunn um nýja framtíð.
Nokkur dæmi úr síðustu grein Svav-
ars: Jón Baldvin sagðist hafa læknazt af
marxismanum með því að lesa bók eft-
ir C.A.R. Crosland á sínum tíma. Hverju
svarar Svavar? Jú, hann setur á langa
tölu um hvursu rangt þessi Crosland
hafi haft fyrir sér og að Marx gamli hafi
nú kannske ekki verið jafngalinn og
margir halda. Svavar segir að saga AI-
þýðuflokksins sé saga brottrekstrar
beztu manna flokksins, allt frá sjálfum
Einari Olgeirssyni árið 1930. Það sé
ein meginástæðan fyrir raunasögu
flokksins. Jón Baldvin segist hafa feng-
ið nóg af Alþýðubandalaginu snemma
á sjöunda áratugnum, en Svavar minnir
á að Jón sótti stíft árið 1967 að fá ann-
að sæti á framboðslista flokksins í
Reykjavík, einmitt við hliðina á mönn-
unum sem hann segist hafa verið búinn
að hafna sem ónýtum kommúnistum.
Svavar nuddar Alþýðuflokknum upp úr
atvinnuleysi Viðreisnaráranna og segir
flokkinn eiga lítið sem ekkert í velferð-
arkerfinu síðustu áratugi. Og svo fram-
vegis og svo framvegis.
Um þetta snúast nú stærstu framlög
Svavars Gestssonar og Jóns Baldvins
Hannibalssonar um samstarf jafnaðar-
manna síðustu mánuðina. Þið afsakið
vonandi orðbragðið, en hvurn fjand-
ann kemur það framtíðarsamstarfi jafn-
aðarmanna við hvort Einar Olgeirsson
var rekinn úr Alþýðuflokknum, hvort
Halldór Laxness laug til um Sovét eða
hvort kratarnir vildu seinka lýðveldis-
stofnun? Er það forvitnilegur söguleg-
ur fróðleikur? Já. Hefur það eitthvert
gildi fyrir samtímann og framtíðina?
Onei.
Einu sinni kvartaði Vilmundur
Gylfason yfir því, að það væri ekki
hægt að ræða hugsanlegt samstarf á
vinstri væng á flokksfundum hjá Al-
þýðuflokknum, því þá risu eðalkratarn-
ir á fætur hver af öðrum og héldu ræð-
ur sem hægt væri að taka saman í tvö
orð: „Héðinn sveik! Héðinn sveik!“
Lengra náði sú umræða aldrei.
Eitthvað svipað er að gerast hjá
Svavari og Jóni Baldvini þessar vikurn-
ar í Alþýðublaðinu. Það er alvont sem
innlegg í umræðu um framtíðina.
Kannske er þá, eftir á að hyggja, ágætt
að ekki skuli fleiri sjá blaðið en raunin
er. Þessi draugagangur truflar þá færri.
Og aðrir geta haldið áfram að tala sam-
an um samtíð og framtíð án þess að
blanda Einari, Héðni, Crosland og Marx
í málið.
Á uppleið
Þorgeir Þorgelrson
Hann setti íslenska dóms-
kerfið á annan endann og nú
er áhrifa hans farið að gæta
hinum megin á hnettinum, í
Suður-Afríku. Þorgeiri er
ekki fisjað saman.Snorri
Óskarsson í Betel
Vakningin sem hann stendur
fyrir í Vestmannaeyjum er
slík að unglingar brenna
plöturnar sínar.
Ærin
sem var þjálfuð til að vera
fjárhundur og kann allt sem
hundar kunna — nema
kannski að gelta. Allt til að
þurfa ekki að vera íslensk
rolla.
A niðurleið
Handboltalandsliðið
íslendingar unnu loksins
leik, en það var af því dóm-
ararnir hjálpuðu þeim. Þeg-
ar þeir hjálpuðu ekki var
tapið jafnstórt og endranær.
Útlendingaeftiriitið
Karlarnir þar fóru endanlega
yfir strikið þegar þeir ætl-
uðu að henda saklausu
stúlkubarninu úr landi.
Jólabókin
Illa er komið fyrir blessaðri
bókinni þegar er búið að
setja á hana opinbert verð.