Helgarpósturinn - 09.11.1995, Page 12
FlMIVmjDAGUR 9. NÓVEMBER1995
\
Heiðar Jónsson snyrtir hefur oft þurft að glíma við söguburð en aldrei sem nú. I opinskáu samtali við Guðrúnu Kristjánsdóttur rekur hann
málavexti í viðkvæmu nýju kærumáli og lýsir sjálfum sér eins og fáir þekkja hann.
Notfœrði sér annarlegt ástand mitt
u
Heiðar Jónsson
snyrtir hefur verið
kærður fyrir brot
gegn blygðunar-
kennd ungs manns
sem búsettur er á
Akureyri. Að und-
anförnu hafa geng-
ið ótrúlegar sögur
þessu tengdar um
landið þvert og
endilangt og í einu
dagblaðanna var
dylgjað um „lands-
þekktan karlmann“
sem þætti ekki
„venjulegur“ á Ak-
ureyri. Stuttu
seinna var rang-
lega fullyrt að hann
hefði verið kærður
fyrir áreitni. Einnig
var mynd af Heið-
ari, sem ungi mað-
urinn tók þegar
meint brot var
framið, sett á Inter-
netið, þar sem allir
höfðu aðgang að
henni.
í samtaiinu hér að
neðan greinir Heið-
ar lesendum HP frá
sinni hlið á málinu;
um hvaða áhrif
kæran, dreifing
mynda af honum á
Internetinu og
magnaður sögu-
burður hefur haft á
líf hans og fjöl-
skyldu hans síð-
ustu daga. Heiðar
telur sig hafa verið
leiddan í gildru af
þeim sem leggja
fæð á það sem
hann stendur fyrir.
„Það er auðvitað ófyrirgef-
anlegt hvernig ég hagaði mér á
Akureyri í október, sérstak-
lega gagnvart eiginkonu minni
og mínum nánustu. Það breyt-
ir því þó ekki að ég tel að
óprúttið fólk hafi notfært sér
annarlegt ástand mitt,“ segir
Heiðar Jónsson snyrtir, sem
allar götur síðan um fermingu
hefur verið endalaus upp-
spretta kjaftasagna. Hann hef-
ur þó að sögn aldrei þurft að
taka eins á honum stóra sínum
og nú síðustu daga.
Atburðurinn sem vísað er til
átti sér stað að afloknu konu-
kvöldi snemma í október þar
sem Heiðar var kynnir. „Ég var
nokkuð við skál og í ofanálag í
gífurlega erfiðu hugarástandi
af mjög svo persónulegum
ástæðum, sem varða fjármál
mín og fjölskyldu minnar. Ég
vissi bókstaflega ekki hvað
sneri upp og hvað niður á til-
verunni þetta kvöld og var að
auki þreyttur og einmana. í
stað þess að henda mér í höfn-
ina náði ég mér niðri á öðru
fólki með ófyrirgefanlegum
hætti — sem ég dauðsá auðvit-
að strax eftir.“
Þekki manninn
ekki neitt
Eins og flestir landsþekktir
menn fer Heiðar afar sjaldan á
opinbera skemmtistaði, þaðan
af síður hvarflaði það að hon-
um að halda kyrru fyrir í Sjall-
anum þetta kvöld þar sem
strippari hóf að sýna listir sín-
ar að aflokinni dagskrá Heið-
ars. Ástæðuna segir hann þá
að jafnan skapist mikill múg-
æsingur á skemmtistöðum
þegar fatafellur bregða á ieik.
„Mér var meira að segja
égerbaraþessi
skelfilega órœði til-
finningamaður;-í senn
meyr, viðkuœmur,
lokaður og grátgjarn
við vissar
kringumstœður. “
meinilla við að kynna strippið í
Sjallanum. Ekki að ég hafi neitt
á móti strippi né þeim sem var
í því hlutverki þetta kvöld —
hann er raunar frændi minn og
indælispiltur — heldur vegna
þess að oft bítur fólk það í sig
að strippararnir séu á mínum
vegum. Úr því spinnast gjarn-
an kjaftasögur. Ég samþykkti
þó með semingi að kynna
hann þetta kvöld fyrir þrá-
beiðni Þórhalls vinar míns í
Sjallanum. Ástæðan fyrir því
að ég læt alltaf undan er ein-
faldlega sú að nei-ið í mér hef-
ur gleymst.“
Að kynningunni lokinni held-
ur Heiðar til herbergis síns á
hótelinu þar sem hann dvaldi.
Á leið sinni þangað heyrir
hann dynjandi tónlist úr ná-
lægu herbergi. „í þessu sjálfs-
eyðingarástandi mínu þurfti ég
á félagsskap að halda og banka
því upp á þaðan sem tónlistin
íserst og er boðið inn. Þann
sem var þarna inni þekkti ég
hins vegar ekki neitt, ég talaði
bara við hann þarna í þetta
eina skipti undir áhrifum
áfengis. Og það er skemmst frá
því að segja að þarna framdi
ég þennan ófyrirgefanlega
verknað minn, sem ég kæri
mig ekki um að lýsa frekar."
Var sáttur við
nærveru mína
„Ég gat ekki betur skilið en
maðurinn, sem nú hefur kært
mig, væri alveg sáttur við nær-
veru mína. Hann bað mig í það
minnsta aldrei að fara út úr
herberginu. Það er einmitt
þess vegna sem mér finnst
„Hafi ég sœrt svona illa
blygðunarkennd þessa
manns álít ég að hann
hefði heldur átt að
biðja mig að fara af
svæðinu í stað þess að
Ijósmynda mig í bak og
fyrir, að mér forspurð-
um og án þess að ég
vissi nokkuð afþví. “
þessi kæra hans og svo þessi
myndbirting svo undarleg.
Hafi ég sært svona illa blygð-
unarkennd þessa manns álít
ég að hann hefði heldur átt að
biðja mig að fara af svæðinu í
stað þess að ljósmynda mig í
bak og fyrir, að mér forspurð-
um og án þess að ég vissi
nokkuð af því. Af þessu að
dæma fæ ég ekki betur séð en
tilgangur hans nú sé að forsmá
það sem ég stend fyrir. í stað
þess að fá á mig kæru held ég
því fram að sá, sem stendur að
baki dreifingunni á þessum
myndaóhróðri af mér, ætti að
biðjast afsökunar á velsæmis-
broti.“
Fleiri orðið fyrir barðinu
á rangherminu
Heiðar segist engu að síður
standa frammi fyrir þeirri dap-
urlegu staðreynd að hafa verið
kærður fyrir brot gegn blygð-
unarsemi, en ein af ástæðum
þess að Heiðar taldi rétt að
segja sögu sína er að rangt og
„ósmekklegt hafi verið af einu
dagblaðanna að breyta blygð-
unarkenndarbroti í kynferðis-
lega áreitni".
Heiðar heldur áfram: „Það er
nefnilega ekki bara ég sem hef
orðið fyrir barðinu á því rang-
hermi, heldur margir aðrir
mætir menn í þjóðfélaginu, og
það finnst mér ljótt. Það sem
skiptir öllu máli er að kæra fyr-
ir biygðunarsemisbrot og
kæra fyrir kynferðislega
áreitni er tvennt ólíkt.“
„Égerekki syndlaus
maður frekar en aðrir
menn. Mig langar
heldur ekkert til að
þekkja svoleiðis fólk. “
Mun harðari viðurlög eru
við kynferðislegri áreitni —
ekki bara hjá dómstólunum
heldur og almenningi — en við
broti á blygðunarkennd. „Ég
hef aldrei heyrt til þess að
manneskja, sem framið hefur
brot gegn blygðunarkennd,
hafi verið hart dæmd; hún fær
í mesta lagi hart tiltal. En mál-
ið verður að fá sína meðferð. Á
meðan get ég lítið annað gert
en að biðjast afsökunar á fram-
ferði mínu.“
Kallaður hommi úti
á götu á Akureyri
Heiðar og reyndar margir
aðrir sem skoðað hafa málið
velta því óneitanlega fyrir sér
hvort manninum á Akureyri
hafi verið att út í að kæra, af
svipuðum hvötum og virðast
vera kveikjan að dreifingu
myndanna. Það eru vangavelt-
ur að svo komnu máli, en ungi
maðurinn sinnti ekki
ítrekuðum fyrirspurnum HP
um málið. En er andrúmsloftið
á Akureyri í garð Heiðars eitt-
hvað öðruvísi en til dæmis í
Reykjavík?
„Akureyringar eru yndislegt
og traust fólk en kannski svo-
lítið stífir. Akureyri er eini
staðurinn í heiminum þar sem
ég hef orðið þess var, nú á tím-
um, að það eru ekki bara ung-
lingar heldur líka fullorðið fólk
sem kallar til mín: Hommi! um
miðjan dag í Hafnarstrætinu.
Það er löngu liðin tíð að fólk
hrópi þetta til mín á Laugaveg-
inum. Svo má líka geta þess að
ég á tvo góða vini á Akureyri
sem báðir eru giftir menn. Það
er ekki nema stutt síðan annar
þeirra játaði fyrir mér að það
væri stundum erfitt að vera
vinur minn. Jafnvel þótt hann
sé harðgiftur er enn verið að
ýja að því að samband okkar
sé kynferðislegs eðlis. En
kannski heyri ég ekki allt og
veit því ekki hvort þetta er
eitthvert sérfyrirbæri á Akur-
eyri.“
Aldrei reynt að draga
úr tvískinnungnum
Þótt Heiðar sé giftur maður
og eigi þrjú börn segir hann
það kannski koma sér illa núna
að hann skuli aldrei hafa reynt
að draga úr þeim tvískinn-
ungs-kynferðisstimpli sem
þjóðfélagið hefur sett á hann.
„Ég held því fram að sá stimp-
ill hafi verið mér ákveðin aug-
lýsing í gegnum tíðina og gert
mig leyndardómsfulian. Ég er
ekki frá því að ég hafi þótt
meira spennandi sem slíkur og
sparað mér auglýsingakostn-
að; ég hef jú ekkert annað að
selja en nafn mitt. Ég geri mér
alveg grein fyrir því að þetta
álit fólks á mér hefur líka haft
galla í för með sér og ætli sá
stærsti sé ekki einmitt að
koma fram núna. Það er helst
„Og það erskemmst frá
því að segja að þarna
framdi égþennan
ófyrirgefanlega
verknað minn. “
að fósturforeldrar mínir, sem
látnir eru fyrir nokkrum árum,
hafi liðið fyrir þennan kjafta-
gang í kringum mig á sínum
tíma. í dag eru það hins vegar
aðallega eiginkona mín og
börn.
Reyndar veit eldri dóttir mín
ekki af þessu, enda búsett í
Bandaríkjunum. Sonur minn
hins vegar er svolítið aumur,
en stendur með pabba. Yngsta
dóttir okkar er aðeins 17 ára,
en það sem gæti bjargað henni
er að hún er mjög skörp og af
kynslóð sem er sem betur fer
ekki næstum því eins fordóma-
full og kynslóðirnar á undan,“
segir Heiðar og bætir við að
þrátt fyrir að mikið hafi verið á
börn sín lagt með kjaftasögum
um föður þeirra í gegnum tíð-
ina geti hann ekki merkt að
þau séu neitt skemmd.
„Og svo er það eiginkona
mín — sem er alveg sérkapít-
uli út af fyrir sig. Hún er minn
eini raunverulegi vinur og
stendur eins og klettur við
hliðina á mér. Það er engin
klisja þegar ég segi að hún sé
konan á bak við manninn. Hún
er það í raun og veru; hún er
bæði besta móðir og eiginkona
sem hægt er að hugsa sér,
greindasta kona sem ég þekki
og bara besta manneskja sem
ég hef nokkru sinni kynnst.
Það sem vafalaust bjargar
henni er að hún á margar góð-
„Égvarnokkuð við
skál og í ofanálag í
gífurlega erfiðu
hugarástandi afmjög
svo persónulegum
ástæðum sem varða
fjármál mín og
fjölskyldu minnar. “
ar vinkonur sem standa með
henni, en samt hef ég afskap-
lega miklar áhyggjur af henni,
því ég veit að þetta er óskap-
lega erfitt fyrir hana líka. Ein-
mitt af því að ég er maður
kvenna veit ég að konur geta
verið grimmar í garð annarra
kvenna ef því er að skipta, og
af því hef ég mestar áhyggjur."
Klappaður upp tvisvar
í Hafnarfirði
Annars segist Heiðar ekki
hafa mætt öðru en góðvild og
hlýhug hjá fólki eftir að þessi
atburður fór að spyrjast út.
„Stöð 2 hefur stutt algjörlega
við bakið á mér og ég veit ekki
hvort ég er að ímynda mér það
eða ekki, en mér finnst við-
brögðin við því sem ég hef ver-
ið að gera miklu sterkari eftir
að þessi saga fór í loftið.
Ég hélt til dæmis fyrirlestur
fyrir unglinga í Flensborg, rétt
um það bil sem fréttin um kær-
una fór í loftið, og það er
skemmst frá því að segja að
þar var mér frábærlega tekið;
ég var klappaður upp tvisvar.
Þá var mér mjög vel tekið af
háskólastúdínum auk þess
sem ég fékk afar góðar viðtök-
ur í hárgreiðslukeppninni á
Hótel íslandi, sem haldin var
síðastliðinn sunnudag."
Komplíment ef karl-
maour daðrar við mig
Heiðar hefur komið íslend-
ingum á óvart á margan hátt í
gegnum árin og hefur það vafa-
laust haft mikil áhrif á ímynd
hans, eða öllu heldur stimpil-
inn sem hann hefur fengið á
sig. Daður er eitt af því sem
Heiðar hefur lagt sig í líma við
að kenna íslendingum. „Að
daðra er list, en að sama skapi
getur það verið algjör kata-
strófa að daðra vitlaust. Ég
held því fram að daður nái allt
til þess þegar til dæmis kona
segir „gjugg gjugg" við lítið
barn vinkonu sinnar. Daðrið
felst í því að vinkonan reynir