Helgarpósturinn - 09.11.1995, Page 13

Helgarpósturinn - 09.11.1995, Page 13
I- FIMMTUDAGUR 9. NÓVEMBER1995 13 að kalla fram bros hjá barninu. En daður er til í svo mörgum myndum." Sálfur segist Heiðar daðra grimmt við bæði kvenfólk og karlmenn. „Þegar ég var yngri stigu karlmenn gjarnan í væng- inn við mig. Kannski er ég svo vitlaus að mér fannst það bara komplímennt, því ég vil meina að karlmaður sem þorir að daðra við annan karlmann þurfi að hafa tvöfalt hugrekki á við karlmann sem daðrar bara við konur. Karlmaður sem daðrar við karlmann þarf að stíga miklu stærra skref.“ Ég er bara lítill sveitastrákur Ef til vill hefur þessi hæfileiki Heiðars ekki bara leitt hann út á hála braut heldur einmitt skapað honum það nafn sem hann er í dag. Hann segist sjálf- „Ég hefekkert í hyggju að breyta eðli mínu, en mun gera mitt besta til að bregðast ekki mín- um nánustu aftur. “ ur ekkert skilja í af hverju hann hafi orðið frægur. Horfi hann til baka finnst honum hann ein- hvern veginn bara hafa verið réttur maður á réttum tíma. „Oft þegar ég ligg upp í rúmi á kvöldin velti ég því fyrir mér af hverju ég sé frægur. Mér finnst ekkert fallegt við það sem ég sé í spegli; ég er ekki einu sinni vel vaxinn, hvað þá að mér finnist ég sniðugur þeg- ar ég horfi á mig í sjónvarpi eða hlýði á mig í útvarpi. Innst inni er ég bara lítill sveitastrák- ur með komplexa sem reynir alltaf að vera góður. Ég var ein- mitt að velta því fyrir mér núna á þessum tímapunkti að kannski stend ég frammi fyrir þeirri sjálfsblekkingu að halda að aðrir vilji þóknast mér eins og ég hef lagt mig fram við að þóknast öðrum.“ En svo við snúum okkur aft- „Akureyri er eini stað- urinn í heiminum þar sem e'g heforðið þess var, nú á tímum, að það eru ekki bara unglingar heláur líka fullorðið fólk sem kallar til mín: Hommi! um miðjan áag í Hafnarstrœtinu. “ ur að því sem málið snýst um. „Ég skil ekki hvernig á því stendur að það hlakkar alltaf í fólki yfir óförum annarra, hvað þá á_ sorgartímum sem þess- um. Ég vil ítreka það að það af- sakar ekki gjörðir mínar. Á hinn bóginn vil ég meina að þeir, sem hlakka yfir myndun- um af mér, séu siðblindari en ég og kannski með svipaða sið- blindu og sá sem dreifir þess- um myndum. Ef einhver Jón Gunnarsson eða Sigríður Magnúsdóttir hefði lent í þessu sama væri það ekki mitt að velta mér upp úr því. Mér finnst þetta mál vera minn ófögnuður og alfarið mitt vandamál. Þessi myndbirting er því að mínu mati afar ósmekkleg; allt að því sjúkleg." Hef ekkert í hyggju að breyta mér „Ef ég væri ekki í þessari fjár- hagslegu klemmu myndi ég taka það alvarlega til skoðun- ar að flytja af landi brott. Mér hafa reyndar oft boðist störf erlendis en kosið að hafna öll- um tilboðum til að búa börn- um mínum öruggt og áhyggju- laust umhverfi. Ég hef nefni- lega alltaf á bak við eyrað hvað ég féll til dæmis vel inn í hópinn og var laus við kjafta- sögurnar þegar ég — 17 ára gamall — bjó eitt ár í Banda- ríkjunum sem skiptinemi. En sem betur fer falla svona mál yfirleitt á endanum í dá. Að þessu sinni er það ég — að vissu leyti — sem kem mér sjálfur í þessi óþægindi. Ég er bara þessi skelfilega óræði til- finningamaður; í senn meyr, viðkvæmur, lokaður og grát- gjarn við vissar kringumstæð- ur. Ég hef ekkert í hyggju að breyta eðli mínu en mun gera mitt besta til að bregðast ekki mínum nánustu aftur. Ég er ekki syndlaus maður frekar en aðrir menn. Mig langar heldur ekkert til að þekkja svoleiðis fólk. Og satt best að segja hef ég lent í miklu erfiðari málum um dagana en einmitt þessu máli eða kjaftaganginum í gegnum tíðina. Eg er nefni- lega, þegar upp er staðið, með breitt bak og mikið sigg á ilj- unum.“ Að síðustu slær Heiðar á létta strengi, eins og honum einum er lagið: „Svo mikið er víst að ef ég ætla að stunda þá iðju, sem ég er nú kærður fyr- ir, verður það án þess að hafa myndavélar í sömu vistarver- um!“ f

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.