Helgarpósturinn - 09.11.1995, Blaðsíða 20
20
FIMMTUDAGUR 9. NÓVEMBER 1995
Uppeldissálarfræðingurinn, femínistinn og „Vassar-stúlkan“ Guðný Guðbjörnsdóttir var aðeins 26 ára þegar hún fékk lektorsstöðu við Há-
skólann. Eftir þrettán ár í grasrót Kvennalistans gegnir Guðný nú stöðu þingflokksformanns og í samtali við Stefán Hrafn Hagalín ræðir
hún lífshlaupið, skólasystur sína Meryl Streep, jafnréttismálin og landsfund Kvennalistans um næstu helgi — í beinu samhengi við tilvistar-
kreppu kvennahreyfingarinnar...
Aiþingiskona í | índralanHI ■..
Landsfundur Kvennalistans
verður haldinn um næstu
helgi, 10. til 12. nóvember. Ekki
er ráðgert að taka róttækar
ákvarðanir um stefnuatriði eða
starfið, heldur fyrst og fremst
ræða málin á breiðum grund-
velli. „Staða Kvennalistans og
kvennahreyfingarinnar í dag er
þema landsfundarins og yfir-
skriftin er Kvennapólitík —
hvernig er henni best borgið?
Við ætlum að velta fyrir okkur
hvaða skref beri að stíga til
framtíðar, en auðvitað ræðum
við brennandi pólitísk mál í
hópum; svosem launamál,
sjávarútvegsmál og búvöru-
samninginn," segir Guðný
Guðbjörnsdóttir, uppeldissál-
arfræðingur og þingflokksfor-
maður Kvennalista, í samtali
við blaðamann Helgarpóstsins.
Við höfum komið okkur fyrir
með kaffibolla inná þingskrif-
stofu Guðnýjar við Austur-
stræti og bakvið hana gefur á
að líta plakat með yfirskriftinni
Lísa í Undralandi — að vísu
uppá enska tungu þarsem
þetta er auglýsing fyrstu al-
þjóðlegu ráðstefnunnar um
stelpur og bernsku stúlkna
sem haldin var 1992. Guðný
þvertekur ekki fyrir að Alþingi
geti á stundum komið fyrir
sjónir sem hálfgert Undraland
og heldur síðan áfram: „I stór-
um dráttum eru fjórir mögu-
leikar inní myndinni fyrir
Kvennalistann í dag: 1. Halda
starfinu áfram í óbreyttri
mynd. 2. Hætta tímabundið að
bjóða fram til Alþingis. 3. Sam-
vinna við aðra flokka eða sam-
„Ég held að það skorti
afarmikið áþekkingu
kvenna á eigin lífi og
eigin baráttu og sú
staðreynd heftir þœr
vitaskuld mjög mikið,
því þekkingin hlýtur að
vera hin nauðsynlega
forsenda framfara.
Vitaskuld hefur jafn-
réttisfrœðsla verið lög-
bundin í um það bil
tuttugu áren því miður
hefurhún að mestu
verið ískötulfki í
skólakerfinu. Úrþessu
ófremdarástandi þarf
að bœta. “
eining. 4. Stækka og breikka
Kvennalistann með ýmsum til-
tækum ráðum.“ Einsog hvern-
ig? „Svosem einsog að taka
karla inn á framboðslista,“
svarar hún, en segist ekki vera
búin að móta afstöðu sína end-
anlega og telur brýnt að ræða
alla þessa kosti.
Þegar frekar er gengið á Guð-
nýju um afstöðu hennar til inn-
töku karla kveðst hún allsekki
telja útilokað að Kvennalistinn
taki í framtíðinni karla góða og
gilda í félagsskap sinn. „Mark-
mið Kvennalistans er jafnrétti
kynjanna — sérstaklega að
styrkja stöðu kvenna — og ef
einhverjir karlmenn eru sam-
mála þeim markmiðum sé ég í
sjálfu sér ekkert sem mælir
gegn því að taka þá inn. En
þetta verður örugglega um-
deilt á landsfundinum."
Keflavíkurstúlka gengur
menntaveginn í Vassar
Áðuren lengra er haldið for-
vitnast blaðamaður um lífs-
hlaup Guðnýjar í hnotskurn.
„Ég er fædd í Reykjavík árið
1949 og flyst síðan fljótlega til
Keflavíkur með foreldrum mín-
um. Ég á þrjá yngri bræður og
tvö eldri hálfsystkini. Ég gekk í
barna- og gagnfræðaskóla í
Keflavík og síðan í Menntaskól-
ann við Laugarvatn. í Keflavík
var ég virk í íþróttum, bæði
sundi og handbolta, og einnig
mikill og góður skáti." Guðnýju
gekk ágætlega í skóla og náði
þannig að útskrifast sem skóla-
dúx úr stærðfræðideild árið
1969. Veturinn eftir lagði hún
leið sína til Bandaríkjanna og
vatt sér í sálarfræðinám við
Vassar- kvennaháskólann.
„Þaðan tók ég BA-próf og að
því Ioknu fór ég í mastersnám í
sálarfræði við Manchester-há-
skóla. Kláraði það árið 1974 og
vann síðan við sálarfræðideild-
ir skóla í Reykjavík í eitt ár, eða
þangaðtil ég fékk lektorsstöðu
við Háskóla íslands árið 1975
— yngst lektora á þeim tíma.
Árið 1979 innritaðist ég í dokt-
orsnám og lauk doktorsprófi í
uppeldis- og menntunarfræði
frá Háskólanum í Leeds árið
1987.“ 1980 var Guðný sett
prófessor og gegndi þeirri
stöðu í þrjú ár í fjarveru skip-
aðs prófessors. „1987 varð ég
dósent við skólann og hef
núna sótt um framgang í pró-
fessor."
Og fjölskyldan? „Árið 1973
giftist ég Gísla Pálssyni mann-
fræðiprófessor og við eigum
tvö börn: Pál Óskar fæddan
1976 og Rósu Signýju fædda
árið 1983.“
Kyniahlutföll snúast við
og Guðný varð femínisti
Það hlýtur að hafa verið
magnað fyrir keflvíska stúlku
sem tók stúdentinn frá Laugar-
vatni að fá tækifæri til að víkka
sjóndeildarhringinn og stúd-
era við hinn þekkta Vassar-há-
skóla? „Jú, tíminn í Vassar var
alveg frábær. Ég kom úr hefð-
bundinni stærðfræðideild
menntaskóla og kennarar mín-
ir höfðu eindregið hvatt mig til
að fara í verkfræðinám eða
eitthvað þvíumlíkt. En ég var
hinsvegar ákveðin í að fara í
sálarfræði; læra fag sem ég
vissi í rauninni ekkert hvað
snerist um.“
í stærðfræðinni á Laugar-.
vatni var Guðný með einungis
þremur stelpum í bekk, en í
Vassar var þessu alveg öfugt
farið — þráttfyrir að skömmu
fyrr hefði skólinn byrjað að
taka karlmenn inn. „Þannig að
ég upplifði það að vera í mesta
lagi með tveimur til þremur
strákum í bekk. Þetta var
óvenjuleg en spennandi
reynsla. Það má eiginlega segja
að þarna í Vassar hafi ég orðið
femínisti. Flestar voru stúlk-
urnar úrvalsnámsmenn og
stjórnuðu félagsiífi skólans
nær algjörlega. Eitt árið var ein
besta vinkona mín formaður
stúdentaráðsins og ég formað-
ur félags erlendra stúdenta.
Annars vorum við tvær ís-
lenskar Guðnýjar í Vassar á
þessum tíma, hin var Eiríks-
dóttir.“ Þess má geta að ein af
eftirminnilegri skólasystrum
Guðnýjar í Vassar var leikkon-
an Meryl Streep.
Eftir að Guðný kom heim frá
námi og stoppaði varanlega
hér á íslandi — árið 1974 — fór
hún að kynna sér rauðsokku-
hreyfinguna. „Á kvennafrídag-
inn 24. október er ég einmitt
nýbúin að fá lektorsstöðuna og
um sama leyti verð ég ófrísk að
syni mínum og upplifi þennan
klassíska kvennakonflikt:
Hvort á ég að verða fræðimað-
ur eða móðir? Get ég kannski
sameinað þetta tvennt og
hvernig skal fara að því? Ég
man sérstaklega hvernig yfir-
maður minn við Háskólann
brást við þeim fregnum að ég
væri ófrísk. Þá tíðkaðist að
setja lektora fyrst til eins árs,
en af einhverjum ástæðum
fékk ég skipun strax eftir þrjá
mánuði. Þetta þótti mér mikil
traustsyfirlýsing og ég varð
staðráðin í að samhæfa hlut-
verkin."
Rannsóknir Guðnýjar fyrir
masters- og doktorsritgerðirn-
ar snerust um vitrænan þroska
barna og unglinga — og hvern-
ig hann tengist kynferði, stétt-
arstöðu, skóla og námsárangri.
„Síðustu átta árin hef ég að
auki stundað rannsóknir á
tveimur öðrum sviðum: ann-
arsvegar menntun og kynferði
og hinsvegar þekkingu barna
og unglinga á íslenskri menn-
ingu sem ég hef unnið í sam-
starfi við ítalskan prófessor."
Verður m|ög virk í
kvennahreyfingunni
uppúr 1980
Guðný verður fyrir alvöru
virk í kvennahreyfingunni þeg-
ar hugmyndin um kvennafram-
boðið og Kvennalistann er að
fæðast — uppúr 1980 — og var
þannig með frá stofnfundi
þess. „Á þessum tíma var
kvennabaráttan orðin mitt
hjartans mál, en framað því
hafði ég aðallega einbeitt mér
að starfinu og fjöiskyldunni."
Guðný var ófrísk að dóttur
sinni árið 1983 — þegar
Kvennalistinn bauð fyrst fram,
en það hamlaði henni ekki frá
því að taka virkan þátt í kosn-
ingabaráttunni. „Ég hef alltaf
verið í einhverju af efstu tíu
sætunum, en var samt ekkert á
leiðinni inná þing. Ég leit fyrst
og fremst á mig sem háskóla-
manneskju og að stjórnmála-
þátttakan væri ein leiðin til að
vinna að markmiðum mínum
sem kvennabaráttukonu.
Stjórnmálin voru aukageta hjá
mér.“
Smámsaman vatt þó stjórn-
málaþátttakan uppá sig og
varð fyrirferðarmeiri í lífi
hennar. „Ég kom fyrst inná
þing sem varaþingkona
skömmu fyrir kosningarnar ár-
ið 1991 og var þá í sjötta eða
sjöunda sæti. Það stóð þannig
á að konurnar fyrir framan mig
komust ekki inn og því settist
ég á þing. Allt síðasta kjörtíma-
bil var ég svo virk sem vara-
þingkona."
Guðný hefur beitt sér mjög
innan Háskólans að jafnréttis-
málum og sérstaklega hafa
kvennafræðin verið henni hug-
leikin. Hún hvatti til stofnunar
rannsóknastofu í kvennafræð-
um ásamt fleiri konum og hef-
ur setið þar í stjórn frá upp-
hafi, 1990. „Einnig var ég for-
maður nefndar háskólaráðs
sem gerði það að tillögu sinni
að tekin yrði upp kennsla í
kvennafræðum við Háskólann.
Vonandi kemst það á næsta
haust. Ég held að það skorti af-
ar mikið á þekkingu kvenna á
eigin lífi og eigin baráttu og sú
staðreynd heftir þær vitaskuld
mjög mikið, því þekkingin hlýt-
ur að vera hin nauðsynlega
forsenda framfara. Vitaskuld
hefur jafnréttisfræðsla verið
lögbundin í um það bil tuttugu
ár en því miður hefur hún að
mestu verið í skötulíki í skóla-
kerfinu. Úr þessu ófremdar-
ástandi þarf að bæta.“
Þurfti að velja milli
stjórnmálanna og
fræðistarfa í bili
Guðný segir það síðan hafa
verið nokkuð erfiða ákvörðun
að stíga skrefið til fulls fyrir al-
þingiskosningarnar í vor og
fara það ofarlega á framboðs-
listann í Reykjavík að þingsæti
væri líkleg útkoma. „En ég
þurfti að gera þetta mál upp-
við mig því mér hafði fundist
mjög erfitt á síðasta kjörtíma-
bili að vera tvískipt milli fræð-
anna og skólans og starfanna
kringum þingið. Þegar leið að
kosningum var ég orðin harð-
ákveðin í að fara annaðhvort
ofarlega á listann eða draga
mig dálítið í hlé og taka sæti
aftarlega." Á endanum varð
fyrri kosturinn ofaná. „Mér
finnst þetta spennandi verk-
efni og sé ekkert eftir þessari
ákvörðun.“
Þráttfyrir að hún hafi þekkt
nokkuð gjörla til þingstarfanna
vegna fyrri reynslu var samt-
sem áður eitt og annað er kom
á óvart. „Það er auðvitað tals-
verð breyting að hafa þing-
mennskuna að aðalstarfi og
annríkið er mikið í svona litl-
um þingflokki þarsem um-
fangsmikið starf hvílir á fáum
herðum. Kannski var ég mest
hissa á hvað ég hef í raun litla
stjórn á starfsdeginum. Að
sumu leyti finnst mér það
skemmtilegt — mikið um
óvæntar uppákomur og þess-
háttar — en á hinn bóginn get-
ur verið svolítið slítandi að
koma ekki tilteknum verkefn-
um frá sér þarsem sífeilt er
eitthvað að koma uppá.“ Til að
mynda viðtöl við ágengt fjöl-
miðlafólk...
Sérílagi finnur Guðný fyrir
annríkinu núna sökum þess að
eiginmaður hennar er útí Sví-
þjóð þetta misserið vegna
starfs síns. „Að vísu gegni ég
þarmeð einu hlutverkinu færra
og krakkarnir eru orðnir það
stórir að þetta hefur bjargast
ágætlega. Það hjálpast allir
að.“
Menntakonur hafa
ávallt leitt kvenréttinda-
baráttuna
Kvennalistanum hefur verið
legið nokkuð á hálsi fyrir að
hafa verið stofnaður af ágæt-
lega stöddum og velmenntuð-
um millistéttarkonum sem
skorti tengingu við þær konur
er mest þurfi á jafnréttinu að
halda: iáglaunaðar konur í svo-
nefndum kvennastörfum. „Jú,
það er rétt. En ég held hrein-
lega að þetta sé einkenni á
kvennabaráttunni gegnum tíð-
ina. Það er ekkert skrýtið að
„Ég ersannfærð um að
það kemurbýsna
mörgum konum kring-
um tvítugsaldurinn á
óvart þegar þær eign-
ast fyrsta barnið sitt
eða fá fyrsta launaum-
slagið sitt og uppgötva
ójafnréttið — sem þær
héldu að væri ekki til
— í reynd. Ég held að
það séhreinlega út-
breiddur misskilningur
meðal ungs fólks að
það ríki kynjajafnrétti
íþjóðfélaginu. “
starfi kvennahreyfingarinnar
hafi verið haldið að miklu leyti
uppi af þeim konum sem eru
menntaðar og fjárhagslega
sjálfstæðar, því þarafleiðandi
hafa þær besta möguleika til
að beita sér í félagsmálum. En
Kvennalistakonur eru þó úr
öllum stéttum einsog fram-
boðslistarnir sýna; mest þó úr
hefðbundnum kvennastörf-
um.“
Guðný viðurkennir að gagn-
rýna megi hversu vel hafi tek-
ist að virkja verkakonur til fylg-
is við hreyfinguna. „Það er ein-
faldlega erfiðara fyrir þessar
konur að taka þátt þarsem þær
vinna langan og strangan
vinnudag einsog málum er
háttað núna og hafa því lítið af-
lögu ef þær eiga fjölskyldu og
börn.“
Jstórum dráttum eru fjórir möguleikar inní mynd-
inni fyrir Kvennalistann í dag: 1. Halda starfinu
áfram í óbreyttri mynd. 2. Hœtta tímabundið að
bjóða fram tilAlþingis. 3. Samvinna við aðra flokka
eða sameining. 4. Stœkka og breikka Kvennalistann
með ýmsum tiltœkum ráðum. — Svosem einsog að
taka karla inn á framboðslista. “