Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 09.11.1995, Qupperneq 25

Helgarpósturinn - 09.11.1995, Qupperneq 25
FIMMTUDAGUR 9. NÓVEMBER 1995 25 Forarskólinn Sápa 3 1/2 Höfundur: Edda Björgvinsdóttir Leikstjórí: SigríðurM. Guðmundsdóttir Frumsýning: 3. nóv. 1995 í sveitinni minni er að finna frægt svæði sem áður var helsta bjargræði bænda fyrir grósku sakir en menn vilja nú friða, fyrir sömu sakir, og heit- ir Forin. Sumir segja að það eigi að vera í karlkyni. Forinn. Þetta er tveggja metra djúpt leðjudíki, vestan fljótsins helga, Ölfusár, með fljótandi jarðvegstorfu, reiðingi, ofaná. Heilmikið flæmi. Torfan sem og leðjan undir iðar af lífi orma, bobba og padda og efra vex sefgras, stundum allt upp í axlarhæð. í matarbúri þessu belgir sig út aragrúi vaðfugla sem rjúka gargandi upp úr sef- inu hvar sem gengið er. Fylla loftið eins og svermur. Gjall- andi stelkur, vellandi spói og hneggjandi hrossagaukur. Fínt fölende fólk úr borgum verður yfirþyrmt og liggur við sturlun af öllum þessum villta krafti. Auk þess hefur það, í bókstaf- legri merkingu, ekkert fast land undir fótum, veit ekki hvaðan á sig stendur veðrið. Torfan dúar og bylgjast undir þeim, göngumaður veður þessa lífeðju yfirleitt í hné, en hún er seig. Þú sekkur ekki dýpra en þetta. Þyngri skepn- ur eins og hestar hverfa niður um og koma aldrei upp aftur. Þess vegna lagðist heyskapur af þarna þegar æðri verk- mennt, með útreikningum og vélum, kom til skjala og þetta vellauðuga land er orðið mönnum ónýtt. Allt umhverfis Forina búa bændur og draga dám af land- inu. Kyrrir og sléttfelldir hversdags, sterkir og náttúru- miklir. Þeir hafa með sér leik- hús. Á uppskeruhátíðum bún- aðarfélagsins og þorrablótum kvenfélagsins fara þeir ham- förum, semja og leika villtan skáldskap, mest spunninn af fingrum fram á stað og stund, eins og æðibunugangur fugl- anna í Forinni. Þeir leika t.d. fóstrur og börn, sumir feitir aðrir mjóir, sverir beljakar með alskegg eða gamlir ístru- karlar með bleyjur og pelann með túttunni láta börnin ganga milli sín að bænda sið í réttum. Skipt um bleyjur á fláningarborði og áhorfendum sýnt svo ekki verður um villst að ekki var vanþörf á. Grænn peli með alvöru brennivíni, auðvitað. Auðvitað klæða þeir sig líka í kvenmannsföt, fína silkikjóla, hárkollur og gúmmí- skó, með loðna fótleggi og tób- ak á yfirskegginu. Það heyrist ekki endilega það sem þeir segja. Stundum tauta þeir heillengi einhverja óprent- hæfa brandara sín á milli og flissa. Hafi þeir yfirleitt Ijós á sviðinu eða í salnum, þar sem leikurinn fer að mestu fram — inn á milli áhorfenda — þá eru þeir sjaldnast staddir í ljósinu, nema kannski með aðra löpp- ina. Klámið öldungis ópjattað. „Lolla (Ólafía Hrönn) ernú bara eins og Forin sjalf lifandi komin, suona uíðáttu- mikil og suörgulsleg eins og reiðingstorf stundum en á hinn bóginn mjuk, dúandi, safarík og dœgileg, full afœti. Hyldjúp og háskaleg. Það gœti ábyggilega drukknað í henni hestur. “ Og ósvífnin. Allt látið flakka. Svona leiklist er ómótstæði- leg. Fólk emjar af hlátri. Eg hef sagt þeim að þarna sé kominn upp nýr skóli sem eigi eftir að breiðast út um heim- inn og lærðir menn að skrifa um hann vísindalegar ritgerð- ir. Þess vegna þurfi hann nafn eins og aðrar liststefnur (sbr. Flæmski skólinn í málaralist. Vínarskólinn í mússík). Rétt þess vegna að nefna hann eftir upprunastað: Forarskólinn. (Nb. Forarskólinn og sú leik- list sem siður hefur verið að kenna við Ungmennafélag Tré- kyllisvíkur er sitt hvað. Ung- mennafélagsskólinn var þrátt fyrir allt svolítið góður með sig, sem þessi er ekki.) Þeir hafa stundum beðið mig að segja sér til við þetta en ég bið guð fyrir mér. Svona leiklist er sjálfsprottið nátt- úrufyrirbæri sem kunnátta og tækni geta ekkert gert við nema skemma. Það yrði svip- að og þegar menn ætluðu að fara að ræsa Forina með skurðgröfu. Einu sinni reyndi ég leikmáta af þessu tagi með atvinnumönnum. Það voru leikrit Hilmis Jóhannessonar (Sláturhúsið Hraðar hendur). Það gekk ágætlega fyrst, á meðan leikararnir voru ungir og slagferdig. Svo uxu þeir upp úr þessu. Urðu of mennt- aðir og fínir sér. En viti menn. Er þá ekki For- arskólinn kominn til metorða í sjálfri höfuðborginni, framinn af prófessjónal fólki og nýtur sín svona prýðilega. Allt eins og í orginalnum nema fágað og fagmannlegt: Leikararnir í ljós- inu, heyrist hvert orð o.s.frv. Sápa 3 1,2 eftir Eddu Björgvins. Ekki síst fyrir það að þar eru á ferð leikarar með nef fyrir þessum leikmáta og hafa hald- ið út að æfa þetta, tönnlast á „helvítis vitleysunni" nógu lengi. Enginn sem ekki hefur reynt veit hvílík raun og drep- andi leiðindi fylgja því að æfa upp skrípaleik. Lolla (Ólafía Hrönn) er nú bara eins og Forin sjálf lifandi komin, svona víðáttumikil og svörgulsleg eins og reiðings- torf stundum en á hinn bóginn mjúk, dúandi, safarík og dægi- leg, full af æti. Hyldjúp og háskaleg. Það gæti ábyggilega drukknað í henni hestur. Það er vandleikin íþrótt að hræða áhorfendur eins og hún gerir með því að mynda sig til að henda Gerði Steinþórsdóttur, þessari nettu konu, út, reima skóinn sinn uppi á borði ein- hvers o.þ.h. en þakklátt þegar það tekst. Þarf að vera nóg til að skapa smá ótta-fiðring en ekki svo mikið að menn fyrtist. Þetta leika þær stöllur af list. Það er ánægjan ein að fá Lollu flæðandi yfir sig. Svo syngur hún af alvarlegri list, innan um allt skrípóið. Helga Braga er eins og heilt gargandi fuglager með kostu- leg nef, rauðar lappir og leir- uga rassa, gjallandi, vellandi, hneggjandi og skríkjandi. Óstöðvandi kjaftaflaumurinn eins og Ölfusá í leysingum. Helga er gædd ógnvekjandi krafti. Undan henni kemst eng- inn. Hún rekur þetta allt ofan í kok á manni og alla leið niður í tær. Jafnframt er hún íðilmjúk eins og barnsrass með bros uppá fjörutíu og sex tennur, og báðar eru þær stöllur vel sexí. Sexapíll verður að vera í svona leik. Þær eru úttútnaðar af honum. Þær eru engir eftir- bátar strákanna í Ölfusinu að klæmast en miklu fínlegri og þokkafyllri. Þess vegna geta þær látið út úr sér hvern fjandann sem er. Fyrirgefst allt. Það gerir ekki síst góð- vildin sem af þeim skín, — þær vilja áhorfendum sínum allt það besta, eins og karlarn- ir í Búnaðarfélagi Ölfus- hrepps. Strákarnir eru líka ágætir en þeir gangast ekki alveg eins rækilega upp í vitleysunni og stelpurnar. Presley-stæling Þrastar er meistaraverk. Svo Iíkingunni sé haldið þá getum við sagt að Edda Björg- vins, höfundurinn, sé sú skor- kvikinda- og bobbaveitan sem breytir leðjunni í næringu fyrir grös og fugla. Samspil þessa lífríkis virkar. Það er ekki einungis gaman að svona leiksýningu, hún er líka hressandi og endurnær- andi á við gönguferð um For- ina þar sem maður veður dú- andi lífssullið upp á þykkalær. Hallgrímur enginn kararaumingi Heimur Guðríðar Listvinafélag Hallgrímskirkju Höfundur og leikstjóri: Steinunn Jóhannesdóttir Þegar upp úr kyrrðinni, inn í eftirvæntingu bíðandi áhorf- enda, stígur mjúkur og dimm- ur sellóhljómur Helgu Bach- mann, þá finnst manni ekki meira þurfa. Það er fullkomn- að. Þessi rödd er auðvitað al- Leiklist veg einstök og stjórn Helgu á henni má teljast fullkomin. Þar í liggja yfirburðir. Þar liggur líka veikleiki. Við getum orðað það sem svo: Lengra verður ekki komist. Upphafshending- in verður jafnframt lokahend- ing og allar hendingar uppfrá því nýjar lokahendingar. Allt verður slétt og engin breyting. Þetta á raunar við um alla leikara í þessari sýningu, hvort sem Helga hefur smitað þessari kyrrstöðu útfrá sér til hinna sem yngri eru, það kom- ið frá höfundinum eða liggur í sjálfu andrúmslofti kirkjunnar. Gallinn er ekki stór, hvað þessa sýningu varðar. Hér verður hófstillingin auðvitað að vera meginregla. Þetta er hinsvegar alvarlegur galli á leikmáta leikara yfirleitt, alltaf þegar þeir finna sig hafa alvar- lega, fagra, viturlega og þó ekki síst samúðarfulla/mann- kærleiksríka og harmræna texta undir höndum. Allir vilja stöðugt vera að mæla fram áhrifamiklar niðurstöður. Lokahendingar. En lokahendingin er bara ein í hverju leikriti. Allt hitt er einhver tegund af baráttu, kröfugerð, kvörtun, ákall, rifr- ildi... Það hefði magnað dramað í þessum leik og, — þótt ein- hverjum þyki kannski skrítin kenning; aukið tign aðalper- sónunnar, ef Guðríður gamla hefði verið ennþá meira kerl- ingarhró, tinandi, rýnandi blindum rökum augunum með rödd skrikandi út í falsettu. Einungis lokahendingin átti að bera hinn fræga dimma hljóm. Það sem dýrt er verður að spara. Ekki fletja það út um alla veggi eins og nýríka fólkið gerði við palísanderinn á sinni tíð. „Það verður dýrast sem lengi hefur geymt verið, í rétt- an tíma fram borið.“ Sagði ekki einhver sem við könnumst við þessi orð? Nú ætti að vera kominn tími til að kveða niður í eitt skipti fyrir öll hugmyndina um Hall- grím Pétursson sem emjandi kararmann. Hallgrímur hefur fyrst og fremst verið karl- menni, einkum í sínum anda. Reyndar er honum einnig lýst sem stórvöxnum, styrkum og svartskeggjuðum. Guðríður tók hann fyrir sjóræningja þegar hún sá hann fyrst. Enda sér það hver heilvita maður. Það yrkir enginn kararaumingi bálk eins og Passíusálmana. í þeim eru einnig orð sem þarf mikla karlmennsku til að taka sér í munn. „Gekk svo járn- gaddur nístur gegnum lófa og rístur. Skinn og bein sundur skar.“ Volandi kerlingar geta farið með þessi orð en ekki ort þau. Þær mundu aldrei þora að horfast í augu við slíka mynd í alvöru. Lausavísur Hallgríms eru heldur ekki beygðs manns sem lýtur lágt undir svipuna. Þær eru vísur upprétts karl- mennis sem slær frá sér. Úti stend ég ekki glaður illa mæddur raununum. Þraut er aö vera þurfamaður þræianna / Hraununum. í þessu er heiðin hefnd, ekki undirgefni. Undirgefinn maður hefði ekki notað orðið þræll um þá sem þrengdu kosti hans. Það þarf líka karl- mennsku til að standa undir þessum orðum sögðum um máttarstóipa sveitar sinnar. Fiskurinn hefurþig feitan gert sem færður er uþþ með togum. En þótt þú digur um svírann sért samt ertu Einar í Vogum. Jafnvel sakleysislegur leikur að rími hljómar fyrst og fremst af karlmennskuró og styrk. Ég er að tálga horn í hogld hagleiksmenntin burtu sigld. Illugi deyddi tröllið tögld það trúi ég hún yrði brúnaygld. Við vitum líka að hann var rekinn úr skóla fyrir það að ekki réðst við hann, hann vann fjölda ára í svartajárns- smiðju, hann tók sér for- dæmda konu þvert á vilja sinna lögmætra leiðtoga og al- menningsálit, fyrirgerði emb- ætti og puðaði undir mönnum sér ekki samboðnum í níu ár. Til slíkrar hegðunar þarf stærð og styrk. Það má vel vera að Hallgrímur hafi frá upphafi ætlað sér píslarvætti og kross en hann ætlaði sér ekki að heykjast undir þeim krossi og gerði það ekki held- ur fyrr en rétt undir lokin, eins og við öll, eftir að hafa skilað sínu harðfylgda verki. Skýrt dæmi um lokahendinguna. Maður sem gengur að erfið- isvinnu með sínu fólki, sækir gleðskaparsamkundur og yrk- ir glæfraleg gamankvæði fyrir „Þessi skdldskapur Steinunnar, sem raunar er ekki leikrit heldur frdsögn þriggja leikara í geruum persóna, er trúuerðugur, fallegur, aluarlegur, saminn af kunndttusemi og heitu hjarta. “ sveitunga sína. Það eina sem ég finn falskt í Passíusálmum eru tilraunir hans til iðrunar og undirgefni. En það var kenningin sem hann hafði tek- ið að sér, samkvæmt embætt- isskyldu, að boða — og fékk kaupið sitt fyrir. Samkvæmt þessu er Þröstur Leó ef til vill hreinlega „rangt kast“. Jói stóri eða Pálmi hefðu átt að gera þetta. Þröst- ur getur að vísu verið fjandan- um harðari nagli, enda að vestan, en þarna ber hann of brotgjarnan blæ. Leikur auð- vitað vel samkvæmt gefnum forsendum, svo sem endra- nær. Þessi skáldskapur Steinunn- ar, sem raunar er ekki leikrit heldur frásögn þriggja leikara í gervum persóna, er trúverð- ugur, fallegur, alvarlegur, sam- inn af kunnáttusemi og heitu hjarta. Um flutninginn má sama segja, enda þótt ég noti tækifærið til að áminna fólk í löngu máli um ákveðinn, al- gengan vankant á afstöðu til svona skáldskapar yfirleitt. Áhorfendur tóku honum einn- ig þannig. Hlustandi niður- sokknir í efnið, alteknir og full- nægðir eins og lítil börn sem hlusta með sæluhrolli á mikla sögu sagða. Kunnáttuleysi í texta af svona tagi má ekki henda. Leikmyndarleysið og marg- víslegt dót, tilheyrandi kirkj- unni sjálfri en ekki leiknum, sönnuðu mér, enn eina ferð- ina, að það skiptir ekki máli í leikhúsi hvað við augum blas- ir, ekki frekar en flugvélarnar sem alltaf voru að fljúga yfir Iðnó, heldur hitt; að hverju sjónum er beint. Á það mun fólk horfa, — sé það þess virði. Tilvitnanir í skáldskap Hallgríms eru hér eftir minni og því án ábyrgðar.

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.