Helgarpósturinn - 09.11.1995, Blaðsíða 27

Helgarpósturinn - 09.11.1995, Blaðsíða 27
FIMMTUDAGUR 9. NÓVEMBER 1995 27 m Vínmettaðar ljósmyndir á Sólon „Dokkjúmentarí eða ríport- ers? Ég meina, hvernig myndir þú þýða það?“ spyr ljósmyndar- inn Stephan Stephenssen — Steph eins og hann kallar sig þegar hann er í listamannsstell- ingum - - á móti þegar hann er spurður hverskonar myndir þetta séu. Steph er núna með ljósmyndasýningu á Sólon ís- landus og verður hún opin til 19. þessa mánaðar. Hfiraldur Jónsson myndlist- armaður segir í kynningarbæk- lingi að þetta séu myndir til að „drekka í sig. Og finna á sér“. Hvað meinar maðurinn? Eru þetta einhverjar fyllerísmyndir? „Þetta eru myndir sem ég tók úti í París á tilteknum bar sem ég og félagarnir stunduðum og köllum Chez Tonio en heitir reyndar Café du Marché, þannig að vissulega er svona ákveðin vínlykt af mynd- unum. Fyrirsæt- urnar eru fasta- gestir á staðn- um, atvinnu- leysingjar og djúsarar, en al- veg frábær módel — og góðir vinir." Þar með var Steph rokinn, en það rétt náð- ist í rassinn á honum áður en hann fór til London að leggja síðustu hönd á stuttmyndina Nautn sem Gus Ein myndanna á sýningunni. Steph: „Vissulega er svona ákveðin vínlykt af myndunum." gus gerir, en þar er hann töku- maður. Oskar Arni Oskarsson og bókaforlagið Bjartur sendu fyrir skemmstu frá sér Ijóðabókina Fjögurra mottu herbergið sem inniheldur þýðingar á 150 hækum eftir hækumeistarann sjálfan: Matsuo Bashö. ,frjálslega þýddar hœkur sem ég hengi eigin stíl utaní“ - seg/r Óskar Árni í samtali við Stefán Hrafn Hagalín. „Japanska hækan er eitt knappasta ljóðform sem þekk- ist, aðeins sautján atkvæði í þremur ljóðlínum. Hún er sprottin upp úr öðru stuttu ljóði, tönkunni ... Hækan varð vinsæl strax á fimmtándu öld. Framan af lögðu skáldin mest upp úr bragfimi og kímni og varð hækan einskonar tæki- færisljóð efri stéttanna. En Matsuo Bashö átti eftir að breyta því, og einfalda en jafn- framt skerpa og dýpka svo hækuna að nú er hún af mörg- um talin merkasta framlag Jap- ana til heimsbókmenntanna." Svo skrifar Óskar Ámi Ósk- arsson í inngangsorðum bókar sinnar Fjögurra mottu herbergið er inniheldur 150 hækur sem hann jDýddi eftir sjálfan meist- ara hækunnar, skáldið og zen- munkinn Matsuo Bashi. Áhrif hækunnar á heimsbókmennt- irnar verða seint ofmetin og má nefna að á þessari öld hef- ur hún orðið innblástur ekki minni mönnum en Ezra Po- und, Octavio Paz, Jorge Luis Borges og bandarískum bítskáldum á borð við Jack Kerouac og Allan Ginsberg. Japönsk ljóðlist varð ennfrem- ur hluti af hinum íslenska bók- menntaheimi með frumsömd- um hækum eftir Einar Ólaf Sveinsson sem hann birti í bók sinni Ljóð árið 1968 og bókinni Japönsk Ijóð frá liðnum öldum sem Helgi Hálfdanarson þýddi og sendi frá sér árið 1976. Varð hugfanginn af hækuþýoingum Helga í samtali við Helgarpóstinn segist Óskar Árni fyrst hafa kynnst hækunum í þýðingum Helga Hálfdanarsonar og þá strax orðið hugfanginn. Þýðir Óskar Árni úr japönsku eða...? „Nei, ég er ekki svo brattur. Notast heldur við milliliði — aðallega ensku, sænsku og norsku.“ Og heimildavinnan fyrir Fjögurra mottu herbergið hefur verið ítarleg ef marka má umfangsmikla ritaskrá í bókar- lok sem Óskar Árni hefur stuðst við. Það er mikið vanda- verk að þýða hækur þráttfyrir fábrotið yfirbragð þeirra því stíllinn er knappur og afar sér- stakur. (Hækan „er náttúru- ljóð, andartaksmynd, snögg- rissuð, oft eins og dropi sem gárar vatnsflöt, en líka eins og elding sem lýsir upp veraldir", einsog segir í kynningu forlags- ins.) „Ef ég hef náð lagi á að þýða hækur þá hefur það kom- ið með æfingunni — á löngum tíma. Reyndar greini ég frá því í formálanum að þessar hækur Bashi séu nokkuð frjálslega þýddar hjá mér og minn eigin stíll hangir þarna utaní.“ Óskar Árni bendir á að upp- runa hækunnar sé að finna í kínverskum skáldskap. „Japan- ir fá allt að láni. Það er alveg sama hvort það er hátækni eða ljóðlist. Og í því felst helsti styrkur þeirra." Hann kveðst svosem ekki hafa verið lengi að þýða hækurnar 150. „Þann- iglagað tók þetta skamman tíma, en aðdragandinn er lang- ur því þetta hefur um nokkra hríð blundað í mér.“ Bashö var af samúræj- um kominn En hver var þessi Matsuo Bashi? Svarið er að finna í inn- gangsorðum Óskars Árna: „Matsuo Bashi fæddist 1644 í þorpinu Ueno í Igahéraði ekki langt frá Kyoto. Þetta var við upphaf tímabils sem kennt er við Tokugavaættina (1600- 1868), tíma friðar eftir miklar innanlandserjur. Landið var að mestu lokað útlendingum, sjógúnar sátu í Edo og drottn- uðu yfir ríkinu. En sautjánda og átjánda öldin voru blóma- skeið í þjóðlegri japanskri list og bókmenntum. Faðir Bashö var samúræi af lágum stigum. Bashö var einn sex systkina og var fjölskyldan sæmilega efnum búin og gat komið börnum sínum til mennta. Innan við tvítugt gekk hann í samúræjasveit heima- héraðs síns og fékkst við að setja saman rengur (keðjuljóð) og hækur í frístundum, ásamt vini sínum Yos- hitada, syni samúræja- foringjans. Annars er fátt vitað um æsku hans. Samúræjalífið virðist þó ekki hafa átt við hann því árið 1666 er hann kominn til Ky- oto, vinnur þar ýmis störf, leggur stund á forn japönsk fræði og fæst eitthvað við skáld- skap. Einnig segir sag- an að hann hafi átt í ástarsambandi við unga konu, Jutei að nafni, sem síðar gerðist nunna. Hann á jafnvel að hafa eignast með henni börn, en allt er þetta óljóst í heimild- um og sveipað tímans mistri ... Áðdáendum og lærisveinum skálds- ins fjölgaði mjög og er talið að hann hafi haft á annað þúsund nem- endur eða lærisveina síðustu árin.“ Ský kom út í timm ar Oj síðan bui sveif Svipmynd frá Japan átjándu aldar á blómatíma hækunnar: „Ég drekk kaffi og horfi útum gluggann," segir hækuþýðandinn og Ijóðskáldið Óskar Ami Óskarsson. Hvað er Óskar Árni síðan að brasa við þessa dagana? „Ég drekk kaffi og horfi útum gluggann." Er það ekki ósköp ágætt? „Jújú, og svo hef ég ver- ið að sýsla við að skrifa.“ Hann hefur gefið út fjórar ljóðabæk- ur og haldið úti tímariti sem nefndist Ský. Hvað er annars að frétta af Skýí! „Það er dautt núna.“ Dautt? „Já, það var búið að koma út í fimm ár og sveif bara burt.“ Ekki verður skilið við Fjög- urra mottu herbergið ánþess að líta á nokkrar hækur... 1 vor — nafnlaus hóll hulinn morgunmistri undir þakskegginu tísta músarungar í kapp við þrestina 3 vorregnið hripar gegnum þakið; drýpur af flugnanetinu fœtur trönunnar hafa sfyst um helming í vorregninu vorblœr — mistruð mánasigð, og angan afplómum lítill krabbi skríður eftir fótleggnum í tœru vatninu Bakhliðin • Gunnar Þorsteinsson, dagskrárrit- sjóri sjónvarps og þýðandi með meiru: Hagfræðingar langmestu gleðipinnarnir Er Heimir Steinsson góður útvarpsstjóri að þínu viti? „Er það eínhver spurning?" Hvert er mest góðmenní nú- iifandi íslendinga? „Ég get ekki gert upp á milli ykkar.“ Hvor er sætari: Davíð Þór eða Stefán Hilmarsson? „Báðir eru þeir fríðleikspiltar en Davíð er vörpulegri.“ Hver er uppáhaidsflikin þín? „Svörtu, bláu, gulu, hvítu og grænu snar-röndóttu gleði- stundabuxurnar mínar.“ Hvað kanntu best að meta í fari Guðrúnar Ásmundsdótt- ur leikkonu? „Afskiptaleysið." Hver er þinn eftirlætiska- rakter i Dægurmálaútvarpi Rásar 2? „Fjalar Sigurðarson.“ Hver er skemmtiiegasta starfsstéttin? „Ýmsir kynnu að halda að það væru hljómlistarmenn eða portkonur, en hagfræð- ingar eru langmestu gleðipinnarnir.“ Finnst þér Siggi Dagbjarts metinn að verðleikum sem gítarleikari og söngvari? „Engan veginn. Það má ekki gleymast að hann var einn af meðlimum Upplyftingar." Ef Heiðar Ástvaldsson myndi hætta sem danskenn- ari, hvað ætti hann að taka sér fyrir hcndur? „Hann ætti að verða forseti lýðveldisins eins og allar hjúkrunarkonurnar og prest- arnir og allir hinir sem gætu vel hugsað sér að skipta um djobb.“ í hvaða íþróttagrein hef- urðu náð mestum metorð- um? „Knattspyrnu. í þeirri grein hef ég rifbeinsbrotnað tvisv- ar, viðbeinsbrotnað einu sinni og reif nýlega lær- vöðva, en á þó enn eftir að leika í ensku deildinni.“ Finnst þér Ingólfur Guð- brandsson myndarlcgur maður? (Ef svo er — hvað er það einkum sem gerir hann að þessu glæsimenni?) „Tvímælalaust. Það er fas hans allt og framganga, visk- an og hrifnæmið og lífs- reynslan sem skín úr hverj- um drætti.“ Hvað myndirðu gefa Sú- sönnu Svavarsdóttur í af- mælisgjöf ef hún byði þér í afmæiið sitt? „Ferrari og flottan pe!s.“ Hvemig vildirðu deyja ef þú fengir einhvenu um það ráðið? „Ánægður — búinn að öliu.“ Af hveiju hefur enginn stungið upp á Salome Þor- kelsdóttur sem næsta for- seta? „Það er af hreinni vangá.“ Einhver skilaboð til ís- lensku þjóðarinnar? „Þraukið, félagar. Þraukið."

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.