Helgarpósturinn - 09.11.1995, Síða 28
FIMMTUDAGUR 9. NÓVEMBER 1995
Vilborg Halldórsdóttir er
allt í senn leikari, heim-
spekinemi og sjarmör.
Þegar Vilborg er annars vegar
er það gömul klisja að segja að
fötin skapi manninn, því þótt
fatnaður Vilborgar sé oft eftir-
tektarverður er hún sjálf enn
eftirtektarverðari. Það kemur
enda á daginn að hún pælir lít-
ið í fatnaði. „Ég hef í raun mjög
ópraktískan fatasmekk. Ég á
eiginlega ekkert nema sam-
kvæmisfatnað og híalín en lítið
af hversdagsfötum. Ég er nefni-
lega fædd í röngu landi á röng-
um tíma.“
Vilborg lætur skapið ráða
hvernig hún klæðist hverju
sinni en segist aldrei hafa fyrir
fatnaði; föt séu frekar eitthvað
sem reki á fjörur hennar.
Sem dæmi um hvað Vilborg
er laus við að vera óstjórnleg
tískudrós, þótt annað gæti
virst, var hún einhverju sinni
að setja á sig maskara. í miðj-
um klíðum þurfti dóttir hennar
á móður sinni að halda. „Ég er
ekki ein af þeim sem eru alltaf
að líta í spegil til að tékka á því
hvort þær séu skotheldar. Og
við svo búið rauk ég út. Þegar
heim kom uppgötvaði ég að ég
var eitthvað skrýtin til augn-
anna og lít í spegil. Kemur þá í
ljós að ég var bara með ma-
skara öðru megin!“
Kjóllinn?
„Hann var í eigu frú Ólafar
Pálsdóttur, sem er móðir vin-
konu minnar og fyrrverandi
sendiherrafrú. Þessi kjóll hefur
farið víða um heim, enda féll
ég gjörsamlega fyrir karaktern-
um í honum um leið og ég sá
hann. Stílhreinir gamlir kjólar
eru það alflottasta sem ég veit.
Þessi tjullkjóll er líka þess eðl-
is að maður þarf ekki að nota
neitt við hann. Það liggur við
að maður geti verið berfætt-
ur.“
Sverðið, hanskarnir og lokk-
arnir?
„Það er nauðsynlegt að bera
sverð við svona kjól, því í hon-
um er maður svo berskjaldað-
ur! Eyrnalokkarnir eru úr versl-
uninni Flex en hanskarnir, og
reyndar sverðið einnig, eru í
einkaeign."
Hárgreiðslan?
„Þetta er svona semí-sam-
kvæmisgreiðsla með trylltu
ívafi unnin af Rósu Lind á hár-
greiðslustofunni Papillu.“
Ljóðapönkrokk á Tveimur vinum
„Þetta er besta og eina leiðin
til að tapa peningunum sín-
um,“ segja þeir Davíð Ólafs-
son og Karl Óttar Pétursson,
gítarleikari og söngvari hljóm-
sveitarinnar Saktmóðigs. Þeir
standa fyrir mikilli uppákomu
á föstudagskvöldið á Tveimur
vinum — tónleikum og upp-
lestri. Þeir halda því fram að
ljóðið og rokkið fari vel saman.
„Þetta eru allt rokkskáld og
skáldlegir rokkarar sem þarna
koma fram,“ segja þeir.
Saktmóðigur hefur starfað í
fimm ár við erfið skilyrði.
„Þetta er búið að vera hark út í
eitt. En nú sjáum við fram á
betri tíma og förum sjálfsagt
að selja tónlist í bílförmum.
Danstónlistin er búin að vera,
enda er hún algjör kvöl og
pína. Pönkið er popp dagsins í
dag,“ segja þeir félagar og eng-
an uppgjafartón að heyra.
Meðlimir hljómsveitarinnar
eru allir háskólanemar ef
trommarinn er undanskilinn.
Tölvunar-, lög-, sagn- og mat-
vælafræði er það sem þeir fást
við milli þess sem þeir djöflast
í bílskúrnum eða troða upp.
„Jú, maður verður svolítið
heyrnarskaddaður og bilaður
af að djöflast inni í bílskúr,"
segir Karl söngvari, „en annars
væri ekkert gaman að þessu.“
Davíð og Karl eru sammála um
að þetta sé leiðin til að halda
sönsum. „Pönkið er frí frá
fræðilegum þankagangi og lög-
leg leið til að haga sér eins og
svín.“
Þeir sem fram koma eru ljóð-
skáldin Mike Pollock, Bragi
Ólafsson, Magnúx Gezzon og
Berglind Ágústsdóttir. Og það
vantar ekki nöfnin á hljóm-
sveitirnar: Örkuml, Popdogs,
Botnleðja, Saktmóðigur og
Kvartett Ó. Jónsson og Grjóna.
Það var nefnilega það. Nú og
svo er frítt inn, sem ætti að
vera góðar fréttir þeim sem
fremur kjósa að kaupa sér krús
en að spreða peningnum í inn-
gangseyri.
Davíð og Karl í Saktmódigi. „Petta er lögleg ieidtil að haga sér eins og
svín."
Undan oki fordóma
Once Upon a More
Enlightened Time
More Politically Correct
Bedtime Stories
James Finn Gamer
Svíar eru þjóð sem hefur fyr-
ir lifandis löngu gert sér
grein fyrir því að það er ekki
sama hvað við látum börnin
okkar lesa, eða hvað við lesum
sjálf. Þeir hafa til dæmis vitað
um að kynhlutverkin í Andrési
önd eru svo brengluð að það
er ekki vogandi að láta neitt
barn komast í tæri við þann
litteratúr allan. En það er víðar
sem þarf að taka til hendinni í
bókmenntunum.
James Flnn Gamer er höf-
undur sem starfar í þessum
anda. Viðfangsefni hans eru
gömul og alþekkt ævintýri,
flest ættuð úr safni Grimms-
bræðra, sem hann tekur og
skrifar upp á nýtt undir for-
merkjum pólitískrar rétthugs-
unar. Garner leggur til atlögu
við alls konar ranghugmyndir
sem eru inngrónar í menningu
okkar Vesturlandabúa, sér-
staklega þó vestrænna karl-
manna, og hann gengur ekki að
því gruflandi hversu ævintýri
eins og Hans og Gréta, Rauð-
hetta, Stígvélaði kötturinn,
Þyrnirós, Prinsessan á baun-
inni og Litla hafmeyjan eru fall-
in til að valda alls kyns for-
dómum og mismunun, tor-
tryggni og ótta.
Garner er beinlínis að frelsa
þessar gömlu sögur undan oki
ranghugmyndanna sem sliga
þær, fordóma vegna kynferðis,
aldurs, stéttar og útlits. Þetta
er þarft verk, enda er þetta
annað ævintýra-
safnið þessarar
tegundar sem
Garner gefur
út og hafa
bæði náð
mikilli
breiðs1u .
Sem að
sjálfsögðu
er gleði-
efni, enda
t e k u r
hann
staklega
fram að
þ e 11 a
sé ekki
gert í
háði.
Djöflast út úr bílskúmum
og upp úr skúffunum